Alþýðublaðið - 02.12.1976, Síða 14

Alþýðublaðið - 02.12.1976, Síða 14
Í4 LISTIR/MENNING Fimmtudagur 2. desember 1976 igstsr FIMM VERK A FJÖLUM L.R. Fimm verk eru nú á fjölum hjá Leikfélagi Reykjavikur, fjögur i Iðnó og „Kjarnorka og kvenhylli” i Austur- bæjarbiói. Sýningar leikhússins voru orðnar 64 þann 1. des. og áhorfendur yfir 15 þús- und i haust, en fáar sýningar eru nú eftir fram að jólafrii. Æfingar standa nú yfir i Iðnó á Makbeð, sem verður afmælis- verkefni félagsins og væntan- lega frumsýnt 11. janúar á 80 ára afmæli L.R. Er þar um aö ræða viöamikið verkefni og munu alls um 20 manns taka þátt i sýningunni. 19. sýning á ungverska gamanleiknum „Stórlaxar” verður á föstudaginn og 20. i næstu viku, en það eru seinustu sýningarfyrir jól.Verkið fjallar sem kunnugt er um tilþrif peningamanna i léttum ádeilu- tón. Myndin er úr bankastjóra- veizlu (borsteinn Gunnarsson, Margrét ólafsdóttir, Guðmund- ur Pálsson). 42. jóla- merki Fram- tíðarinnar Kvenfélagið Framtið- in gefur út jólamerki fyrir jólin nú, eins og félagið hefur gert und- anfarin ár, frá árinu 1934. Ragnar Páll, ljós- myndari, hefur að þessu sinni teiknað jóla- merkið, en ágóði af sölu merkjanna rennur til elliheimilanna eins og undanfarin ár. Merkið er selt i Fri- merkjahúsinu, Lækjar- götu 6A og Frimerkja- miðstöðinni, Skóla- vörðustig 21A og kostar kr. 10. —AB Málverka- sýning Fyrir nokkru opnaði Agnar Agnarsson málverkasýningu aö Grensásvegi 11, sýningarsal Byggingaþjónustu Arkitekta- félags Islands. A sýningunni eru um 50 myndir aðallega i oliu og aquarell. Opiö veröur frá 17-22 daglega fram til 12. desember. Lokað verður dagana 30. nóvember og 2. desember. —AB Almenna Bókafélagið, nýjar bækur: Gjafir eru yður gefnar - Ekki fædd í gær - Haustheimtur - Leikið við dauðann-Evrópa Haustheimtur, smásagnasafn eftir Guðmund Halldórsson frá Bergstöðum. Haustheimtur geymir 8 sögur, mannlifsmyndir flestar úr sveitinni eftir að fækka tók þar um fólk og vélin er komin i stað- inn fyrir manneskjurnar. Um bókina segir á bókarkápu: „Sögurnar i Haustheimtum eru, eins og fyrri sögur Guömundar Halldórsdónar, yljaðar samúð ogskilningi höfundar, sem horf- ir vökulum augum yfir sögu- sviðin. Rik tilfinning fyrir sam- lifi mannsins við náttúruna, eftirsjá hans, tryggö hans og vinátta, oft blandin kaldhæðni kviðvænlegra örlaga, gefur frá- sögninni sjaldgæfa dýpt, sem á sér jafnt stað i stilnum og sögu- efninu sjálfu.” Haustheimtur er kilja 128 bls. að stærö, prentuð í prentsmiðju Arná Valdimarssonar. Leikið við Dauöann. Skáldsaga eftir banda- rikjamanninn James Dickey. Höfundurinn James Dickey er vel þekkt bandariskt ljóðskáld, sem sent hefur frá sér þessa einu skáldsögu og metsölubók. Hér er um að ræða spennandi frásögn af ævintýralegu ferða- lagi fjögurra vel metinna borgarbúa niður eftir straum- höröu stórfljóti I Bandarikjun- um. Þeir lenda I ótrúlegum erfiöleikum, bæði i baráttu við hrottafengna kynvillinga, sem leynzt hafa í skóginum, sem fljótið fellur i gegnum, og viö náttúruöflin, enda koma ekki allir lifandi úr ferðinni. Þýöandi bókarinnar er Björn Jónsson. Leikið við dauðann er 208 bis. aö stærð, prentuð i prentsmiðju Arna Valdimarssonar. Ekki fæddur i gær eftir Guðmund Gislason Hagalin. Út er komin hjá Almenna bókafélaginu bókin Ekki fæddur Igær—séð, heyrt, lesið og lifað, — eftir Guömund G. Hagalin. Eins og undirritillinn gefur til kynna er þetta hluti af sjálfs- ævisögu Hagalins, beint framhald af Stóð ég úti I tungls- ljósi.semkom út 1973. Hér segir frá árunum 1920—24, en 3 ár þessa tima var höf. ritstjóri á Seyðisfirði , og siðan póstafgreiðslumaður i Reykja- vik, unz hann hélt ásamt fjölskyldunni til Noregs haustiö 1924. Hér kennir margra grasa eins og venja er hjá Hagalin, eða eins og segir á kápu: „Ekki fæddur i gær er bók lifsfjörs og bjartsýni. Hún lýsir þroskuðum manni, sem varð- veitt hefur bernsku hjartans þrátt fyrir óvenjumargháttaða lifsreynslu, verðandi skáldi, sem er að gefa út sinar fyrstu bækur.” Auk þess er I bókinni lýst mörgu fólki, sem verður á vegi höfundar, þekktu og ekki þekktu, og nýtur sin val I þeim lýsingum hins glögga auga Hagailns fyrir sérkennum manna. Af kunnu fólki sem hér kemur við sögu má m.a. nefna Kristján Kristjánsson lækni, Inga T. Lárusson, Sigurður Nordal, Stefán frá Hvitadal, Þórberg Þórðarson, Pál Eggert óiason o.m.fl. Bókin er 264 bls. að stærð, sett I Prentstofu G. Benediktssonar og prentuö i Isafoldarprent- smiðiu. Gjafir eru yður gefnar eftir Jóhannes Helga sent frá sér bókina Gjafir eru yður gefnar— greinasafn eftir Jóhannes Helga. Er hér um aö ræða 32 greinar og ritgerðir um ýmis efni sem birzt hafa I blöö- um og timaritum á tímabilinu 1957—75. Kristján Karlsson ritar formála fyrir safninu og segir þar m.a. „Skáldsagnahöfund- urinn Jóhannes Helgi hefir skrifað margar greinar um ýmisleg efni gegnum árin.Hann hefur að vlsu ekki fengizt við ritgerðir að staðaldri, heldur oftar en hitt skrifað greinar aö gefnu tilefni. Eitt viðfangsefni gengur eins og rauður þráður i gegnum margar greinar hans: hagsmunir rithöfunda og ann- arra listamanna I hinu Islenzka samfélagi, sem virðist vilja list, en ekki listamenn, nema til hátíðabrigða..” Og enn skrifar Kristján: „Yfirleitt er still hans á rit- gerðunum mælt mál, hann talar ýmist beint til andstæðingsins eða lesandans af hita og tilfinn- ingu, svo að það er aldrei pappírsbragð að máli hans. Hinsvegar minnir still hans oft á ræðumann, sem hefir að visu samið ræðu sina heima, en fleygt blöðunum, áöur en hann kemur fram á sjónarsviðið...” Hispursleysi og hreinskilni er óhætt að segja einkenni þessara greina. Bókin er 148 bls. að stærð, kilja af stærri gerð, sett i Prent- smiðju Morgunblaðsins og prentuð I Prentsmiðju Arna Valdimarssonar. Evrópa Evrópa er handbók um Evrópulönd, jaröfræði þeirra og náttúru, atvinnuvegi og mannlif. í bókinni eru skýr landabréf Evrópulanda, þar sem merktir eru helztu staðir sem fólk spyr um, svo sem borgir, vegir, járnbrautir, brýr, fljót og meiri háttar fossar, kirkjur, kastalar og aðrir merkisstaðir, námur o.s.frv. Auk þess er rúmur helmingur bókarinnar annar fróðleikur um þessi lönd, jarðfræðilega mótun þeirra, gróður og veðurfar, byggð og fólksfjölda, atvinnu- hætti og framleiöslu, viðskipti og efnahag, tungumál og þjóðerni, samgöngu, lög, stjórnarfar o.s.frv. Þá er sögu- legur kafli um stórveldi I Evrópu gegnum aldirnar og drauminn um sameinaða Evrópu, sem oftar en einu sinni hefur kveikt i hermönnum og stjórnmálamönnum. Þessi fróðleikur er allur sett- ur fram á sem gagnorðastan hátt og i töflum, myndum og sérkortum yfir margvislegustu efni. Bókin er þvi einkar handhæg uppsláttarbók, enda eru siðast i henni mjög nákvæmar skrár, bæði nafnaskrár úr kortahluta. og nöfn og atriðisorð úr inn- gangshluta. Til frekari glöggvunar um efnið skulu talin hér upp atriöis- orðin sem fylgja íslandi i atriðisoröaskránni: 1) aðild að alþjóðasamtökum 2) deilur um fiskveiðilögsögu 3) fólksfjöldi 4) framleiðsla 5) jarðfræði 6) kosningar siðan 1945 7) kosningaréttur 8) landslag og staðhættir 9) óhað dómaraembætti 10) samgöngur 11) velmegun 12) verzlun 13) þjóðarframleiðsia 14) þjóðlifslýsing. Tækni/Vísindi Árlegar sveiflur líffræðinnar 3. Ikornarnir, sem lágu I dvala I einangruðu herbergi slnu i há- skólanum i Toronto, vöknuðu skyndilega um miöjan april- mánuð. Innan fveggja klukkustunda hækkaði likamshiti þeirra frá 1 gráðu til 37 gráða á celsius. Þá hófu ikornarnir aö éta eins og ekkert hefði i skorist. , Þrátt fyrir að ytri aðstæöur i gerfiumhverfi ikornanna væru ekki i samræmi við raunveru- X' Aframhaldandi rannsóknir leiddu i ljós aö ikornarnir höfðu innibyggða liffræðilega klukku, sem háð var árstiðun- um. leikann úti fyrir fór llkams ástand þeirra algerlega eftir árstíðasveiflum i náttúrunni. Það var þvi ekki fyrr en i október næsta haust að ikorn- amiri einangrunarherberginu i Toronto lögðust i dvala á ný.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.