Alþýðublaðið - 02.12.1976, Qupperneq 16

Alþýðublaðið - 02.12.1976, Qupperneq 16
á miðunum. Allir Allt friðsamlegt Sem kunnugt er áttu allir brezkir togarar aö vera komnir út úr islenzkri landhelgi um miönætti i nótt. Fylgst var meö feröum togaranna i gærdag eins og vani er. Um tiu leytið i gær- kvöldi benti ekkert til aö til vandræöa drægi, aö sögn starfs- manna Landhelgisgæzlunnar. I gærmorgun voru tólf togarar að veiðum á miðunum en um fimm leytið voru þeir komnir niður i 10. 1 togarivarvið veiöar fyrir vestan og niu við Suö- Austurlandiö. „Þeir eru allir ákveðnir i að fara, sagöi Gunnar Ölafsson hjá Landhelgisgæzlunni. 1 fréttum i gær kom fram að einn brezkur togari myndi ekki hlýða skipunum og fara út úr is- lenzkri landhelgi, eins og ætlast væri til. Skipstjóri togarans vildi, aðspuröur, ekki kannast við það, og sagði þetta einhvern misskilning. Hann var lagður af stað heimleiðis i gær með allt sitt hafurtask. Bendir þvi allt til að brottför brezku togaranna verði meðfriðsamlegum hætti, en þeirhöfðufresttilmiðnættis i nótt. Er blaðið fór i prentun var allt með kyrrum kjörum og flestir bretar horfnir heim á leið. Svo bregðast krosstré........... Þvi má bæta hér við að dráttarbáturinn Magni, eitt öfl- ugasta skip Landhelgisgæzl- unnar, sigldi aftan á skut Týs, er Týr var nýkominn úr alls- herjarviðgerð i Álaborg. óhapp þetta átti sér stað i Reykjavikur höfn, og olli Magni talsverðum skemmdum á Tý. Það á ekki af blessuðum varð- skipunum okkar að ganga, ef það .eru ekki Bretarnir þá eru það íslendingarnir. —AB brezkir togarar ákveðnir að fara Sjávarútvegsráðu neytið: VERNDAR VEIÐARFÆRI SUÐURNESJAMANNA Aö beiðni stjórnar Útvegs- mannafélags Suöurnesja, hefur sjávarútvegsráðuneytið gefið út reglugerö um sérstakt linu- og netasvæði út af Faxaflóa, i þeim tilgangi að koma i veg fyrir veiðarfæratjón linu- og netabáta af völdum togbáta, en veruleg aukning hefur orðið á linuútgerð frá Suðurnesjum á þessu hausti. Samkvæmt reglugerðinni eru allar togveiðar bannaðar, tlma- bilið 8. desember 1976 til 15. mai 1977 á svæði út af Faxaflóa, sem markast af linu sem dregin er réttvisandi vestur frá Sand- gerðisvita i punkt 64 gr. 02’ 4 N og 23. gr. 42’ 0 V — þaðan i punkt 64 gr. 20’4 N og 23 gr. 42’ 0 og þaðan réttvisandi austur. Þess skal getið að sjávarút- vegsráöuneytið gaf einnig á sið- astliðnu hausti út reglugerð um sérstakt linu- og netasvæði út af Faxaflóa. —GEK VEIÐISVÆÐI FYRIR LÍNU OG NET LINA OG NET TIL 15/5 FRIÐAÐA SVÆÐIÐ ÚT TIL AUSTURS AF KÖGRI STÆKKAÐ Samkvæmt reglugerð sem sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út hefur friðaða svæðið út af Kögri verið stækkað til austurs og takmarkast svæðið nú af loran- linunni 46880. Eru þvi allar veiðar bannaðar á þessu svæði innan linu, sem dregin er milli eftirtal- inna punkta: a) 67p17’0 n 23°51’0 v b) 67°21 ’5 n 22B03’0 V c) 67*02’4 n 21®47’0 V d) 6Í57’0 n 2á*21’0 V Skyndilokun Samkvæmt ábendingu eftirlits- manna sjávarútvegsráðuneytis- ins Gunnars Hjálmarssonar, sem var um borð i m/b Ingólfi Arnars- syni og að viðhöfðu samráði viö dr. Sigfús Schopka var hiö lokaða svæði stækkað til suðurs og aust- urs á miðnætti 27. nóvember s.l. Var lokunin tilkynnt i útvarp og um talstöðvar og er þetta i fyrsta skipti sem gripið er til slikrar skyndilokunar samkvæmt heimild i lögum 8.1. 1976 um veið- ar i fiskveiðilandhelgi Islands, sem gilditóku 1. júli siðastliðinn. Frekari rannsóknir á svæðinu leiddu til þess, að Hafrannsókn- arstofnunin gerði tillögur til sjávarútvegsráðuneytisins um að felld yrði úr gildi stækkunin til suðurs en stækkunin til austurs yrði látin gilda áfram, enda hefði komið i ljós að á þvi svæði var mest magn af smáfiski og fjöldi þorsks undir 55 cm viðast hvar um og yfir 60%. —GEK Hungurverkfall framhaldsskólanema: Neyta einungis vatns í tvo sólar- hringa Um helgina gengst kjarabaráttunefnd náms- manna fyrir hungurverk- falli námsfólks í fram- haldsskólum til að mót- mæla þeim kjaraskerð- ingarárásum, sem náms- fólk telur sig hafa orðið fyrir að undanförnu. Hungurverkfallið verður haldið i húsakynnum Kennara- háskóla Islands, og hefst klukk- an 19.00 á föstudag. Veröur öll- um dyrum hússins lokað fljót- lega eftir þann tima, og verður engum hleypt inn nema fulltrú- um fjölmiðla, svo og læknum. Þátttakendur munu koma úr öllum framhaldsskólum, bæði listaskólum, háskólum, og verk- menntunarskólum. Munu þeir dveljast i Kennaraháskólanum i tvo sólarhringa, eða þar til kl. 19.00 á sunnudag, og einskis neyta nema vatns þann tima. Fyrirhugað er að hafa nokkuð fjölbreytta dagskrá, meðan á hungurverkfallinu stendur, og verða þar kvöldvökur, skemmtifundir, starfandi um- ræðuhópar um menntun og námslán, umræðufundir og fleira. Siðdegis á sunnudag verður siðan haldinn fundur(um náms- lán og menntunarmal, og hafa menntamálaráðherra, fjár- málaráðherra og formanni Lánasjóös islenskra náms- manna verið send bréf, þar sem þeim er boðið að sitja fundinn, og jafnframt að láta i ljós skoð- anir sinar á lánamálum náms- manna. Læknavakt verður til staðar i húsinu bæði á laugardag og sunnudag frá klukkan 9 að morgni og fram eftir kvöldi. Hyggst kjarabaráttunefnd kanna fjölda þátttakenda á næstu dögum og verða sendir listar á viðkomandi skóla, þar sem námsmenn geta tilkynnt þátttöku sina i hungurverkfall- inu. —JSS. FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1976 alþýðu blaöið HEYRT, SÉÐ OG HLERAÐ HEYRT: Að tveir starfs- menn lista- og skemmti- deildar sjónvarpsins hafi farið i boðsferð til Sovét- rikjanna á þarlenda sjónvarpsmyndaviku hyggist nú bera fram kvörtun við sovézka sendiráðið i Reykjavik. Astæðan er sögð sú að móttökur þeirra hafi verið allt annað en veg- legar, þeir hafi orðið að sæta niðurlægjandi framkomu ýmissa rúss- neskra embættismanna og jafnvel orðið að svelta. Enginn mun hafa kannast við að þeir ættu að vera þarna i boði stjórnvalda og komu þeir heim án þess að förin hefði nokkurn árangur, nema siðurværi o HEYRT: Að ýmsir stór- kaupmenn séu óánægðir með frammistöðu tals- manna stéttarinnar á blaðamannafundi og i sjónvarpsþætti vegna upplýsinga verðlags- stjóra á dögunum. Hafa sumir sagt að frumhlaup þetta hafi aðeins vakið athygli á þvi hve von- laust hafi verið að verja „málstaðinn” og eina skynsamlega leiðin að þegja og láta eins og ekk- ert væri. Dæmið um á- lagninguna á leikföngum hafa slegið vopnin ger- samlega úr höndum heildsala og sýnir aðeins hvernig ástand rikti hér i verölagsmálum ef á- lagning væri gefin frjáls. o SÉÐ: Að Morgunblaðið heldur nú uppi linnulaus- um og skipulögðum árásum á Samband is- lenzkra samvinnufélaga. Þetta er að undirlagi Eykons, sem fór mjög halloka i siðustu kosn- ingum og missti fylgi til Ólafs Jóhannessonar. Nú telur Eykon vindáttina breytta og er meðal þeirra ihaldsforkólfa sem telur rétt að lát- slag standa og hæt stjórnarsamstarfi v Framsókn. o HEYRT: Að fyrirspurn hafi verið gerð til Rikis- skips hvers vegna ekki séu boðin út innkaup á siglingatækjabúnaði en aðeins keypt af einum og sama aðilanum. Sama mun gilda um land- helgisgæzluna, sem um áratugi hefur skipt við sama aðilann, þrátt fyrir samkeppnisfær og jafn- vel betri tæki annars staðar frá og stöðuga þróun i tækjabúnaði.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.