Alþýðublaðið - 15.12.1976, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 15.12.1976, Blaðsíða 9
FBÉTTIR AAiðvikudagur 15. desember 1976 SIaSió," Jólaflugið hefst á morgun Eins og undanfarin jól og nýár fjölg- ar nú ferðum Flugfélags Islands inn- anlands og segja má að ný áætlun taki gildi frá og með 15. desember fram yfir áramót. Hér er byggt á reynslu undan- farinna ára meö flutningaþörf til hinna ýmsu staöa en um þetta leyti árs eykst fjöldi farþega verulega. Til þess að auðvelda farþegum feröir og flýta fyr- irafgreiðslu er ákjósanlegt að farþeg- ar bóki ferðir timanlega. Jafnframt láti þeir vita ef feröaáætlun þeirra breytist af einhverjum orsökum. Sem fyrr segir gengur jólaáætlun innanlandsflugs i gildi hinn 15. desem- ber. Auk fastrar flugáætlunar verða þann dag þrjár aukaferðir, til Isa- fjarðar, Egilstaða og Akureyrar. 16. desember eru fjórar aukaferðir, til Patreksf jarðar, Isafjarðar, Akureyrar ogHúsavikur. Föstudaginn 17. desem- ber eru fimm aukaferðir, til Vest- mannaeyja, Isafjarðar, Egilstaða, Sauðárkróks og Akureyrar, en þann dag eru áætlaöar 18 ferðir frá Reykja- vik. Þar af fimm til Akureyrar, þrjár til Vestmannaeyja, tvær til Isafjarðar, tvær til Egilsstaða, tvær til Sauðár- króks og ein ferð til Patreksfjarðar, Þingeyrar og Húsavikur. Laugardag- inn 18. desember verður flogið sam- kvæmt áætlun og jafnframt aukaferðir til Isafjarðar, Húsavikur, Akureyrar og Sauðárkróks. Sunnudaginn 19. desember verður aukaferð tilPatreks- fjarðar auk áætlunarflugs. Mánudag- inn 20. desember verður aukaferð til Patreksfjarðar auk áætlunarflugs. Mánudaginn 20. desembereru áætlað- ar 17 ferðir frá Reykjavik, þ.e. venju- leg áætlun ásamt aukaferðum til ísa- fjarðar, Egilsstaöa, Vestmannaeyja, Sauðárkróks og Akureyrar. Þriðju- daginn 21. desember verða aukaferöir til ísafjarðar, Vestmannaeyja, Egils- staða, Húsavikur og Akureyrar. Mið- vikudag 22. desember verða aukaferö- ir til Akureyrar, Sauðárkróks, Egil- staða og Isafjarðar. Ef að vanda lætur verður Þorláks- messa einn annasamasti dagurinn i innanlandsfluginu fyrir jól. Þann dag verða 18 ferðir frá Reykjavik, sam- kvæmt áætlun og aukaferöir til Patreksfjarðar, tsafjarðar, Vest- mannaeyja og Akureyrar. Föstudag 24, desember, aðfanga- dag, verður flogiö samkvæmt áætlun en flugi flýtt til nokkurra staða, þ.e. til Sauðárkróks, Húsavikur, Þingeyrar, Egilsstaða og til Hornafjarðar. Aðrir staðir sem flogiö verður til á aðfanga- dag jóla verða Vestmannaeyjar, tsa- fjörður og Patreksfjöröur. Ráðgert er að flugi verði lokiðum kl. 16:20. A jóla- dag verður ekkert flogiö innanlands. Milli jóla og nýárs veröur flogið sam- kvæmt áætlun. Föstudag 31. desem- ber, gamlársdag, verður flugáætlun hagað með sama hætti og á aðfanga- dag. A nýársdag verður að vanda ekki flogið innanlands, en 2. janúar hefst áætlunarflug að nýju. 1 sambandi við pakkasendingar inn- anlands er æskilegt að fólk hafi fyrra fallið á, þvi venjulega hleðst allmikið upp siðustu daga fyrir jól. Vegna mikils álags siðustu daga fyr- ir jól, er ekki hægt að tryggja að vörur sem berast eftir 19. desember komist leiðar sinnar fyrir hátiðar. Stjórnandi og einleikari Sinfóníunnar sænskir 6. reglulegu tónleikar Sinfóniuhljómsveitarinnar verða haldnir i Háskólabiói fimmtudaginn 16. desember kl. 20.30 og eru það síðustu tónleikar hljómsveitarinnar fyrir jól. Stjómandi er sænski hljóm- sveitarstjórinn GUNNAR STAERN, einleikari á horn er IB LANZKY-OTTO. Efninsskráin er eins og hér segir: Dvorak: Karneval, forleikur op. 92 Hindemith: Konsert f. horn Mozart: Konsert nr. 2 f. horn, KV 417 Schumann: Sinfónia nr. 4. Gunnar Staern er fæddur i Stokk- hólmi áriö 1922. Hann stundaði tón- listarnám i fæðingarborg sinni við konunglega tónlistarskólann þar. Hann var fastráöinn stjórnandi við óperuna i Stokkhólmi frá 1950 til 1954, Leiðrétting I frétt um kjaradeilu röntgentækna i Alþýðublaðinu i gær var sagt að röntgentæknar á Borgarspitalanum hefðu „fengiö framgengt meginkröfu sinni að hækka um einn launaflokk, til jafns við röntgenhjúkrunarkonur, en að auki voru aðilar sammála um skipan sérstakrar nefndar til þess aö fjalla um málefni þessa starfshóps og á nefndin að skila áliti fyrir gerö kjarasamninga á miðju næsta ári”. Samkvæmtþvi sem blaöið fregnaði i en þá gerðist hann aðalhljómsveitar- stjóri hljómsveitarinnar i Gavle. Vegna siaukinna verkefna á alþjóða- vettvangi sagði hann þvi starfi lausu árið 1962. Hann hefur stjórnað hijóm- sveitum á ýmsum tónlistarhátiðum, svo sem alþjóða tónlistarhátiðinni i Hasting og hinum frægu óperuhátiðum i Wexford. Alls mun hann hafa stjórn- aö meira en 20 hljómsveitum viða um heim. Hann er nú fastur stjórnandi óperunnar i Gautaborg, auk þess sem hann stjórnar mikið á alþjóðavett- vangi. Ib Lanzky-Otto hefur verið aðal- hornleikari i Filharmóniuhljómsveit- inni i Stokkhólmi siöan 1967. Hann þykir einn mesti hornleikari sem nú er uppi. Hann hefur komið fram sem ein- leikari með ýmsum hljómsveitum og hlotið frábæra dóma fyrir leik sinn. Ib er hljómleikagestum hér að góðu kunnur og telur sig reyndar hálfgerð- an heimamann hér, þar sem hann bjó hér um árabil sem drengur, þegar Wil- helm faðir hans var kennari við Tón- iistarskólann. gær, er það rangt að röntgentæknar Borgarspitalans hafi fengiö hækkun um einn flokk i launum. Þeir hafa hafiðstörf án þess aö nokkur breyting hafi orðið á kjarasamningum þeirra. Þetta leiðréttist hér meö. —ARH Leiðrétting I sunnudagsleiöara um Norrænu þýðingarmiðstöðina var sú prentvilla að menningarfjárlög Norðuriandaráðs voru i ár talin nema 150 milljónum kr. en áttu að vera 1500 milljón kr. „ERUM AÐ KAFNA” Gífurleg eftirspurn eftir hjálp frá Mæðrastyrksnefnd Eins og fram kom i frétt i blaðinu i gær hef- ur fjöldi þess fólks sem leitar til stofnana um fæði og klæði fyrir hátiðar aukizt að mikl- um mun upp á siðkast- ið. Alþýðublaðið hafði samband við Jóninu Guðmundsdóttur hjá Mæðrastyrksnefnd og spurðist fyrir um eftir- spurn hjá nefndinni nú um hátiðarnar. — Það er svo mikil eftirspurn hjá okkur núna að við erum að kafna. Við höfum ekki fengið eins mikla peninga nú og áður og vantar þess vegna svolitið upp i að geta hjálpað fólki. Það væri gott að það kæmi fram að fólk reyndi að flýta eftir mætti að senda inn lista þá sem við höfum hengt upp i fyrirtæki i bænum. Það er leiðinlegt að þurfa að neita fólki sem kemur að biðja okkur um hjálp, sagöi Jónina. — Núna hafa leitað til okkar um 300 manns i allt. Það er fólk sem við erum búin að lofa að hjálpa og verðum að standa við. Til mæðrastyrksnefndar leita, að sögn Jóninu, aðallega ein- stæðar mæður, oft fullorðnar og reynir nefndin að hjálpa þeim eftir beztu getu. Sagði hún oft reynt að draga úr hjálp til ungra mæðra sem kannski væru með eitt barn á sinu framfæri, þvi nefndinni fyndist i mörgum til- fellum þær fullfærar að vinna fyrir sér sjálfar. Oft eru það sjúkdómar sem herja þegar óskað er hjálpar Mæðrastyrksnefndar svo og ýmis önnur vandamál, óreglu- heimili og annað. Mörg dæmi er að finna um það að sömu fjölskyldurnar hafa leitað til nefndarinnar eftir hjálp i allt að 20 ár og lengur. Voru það upphaflega einstæðar mæður i blárri fátækt með börn sin er leituðu eftir einhverri björg. Nú væru þessar mæður oft orðnar einar og yfirgefnar, afskiptalitlar i kjallaraholum. Reynir nefndin eftir fremsta megni að gleðja þessa einstak- linga sem oft vilja gleymast hjá þeim sem meira mega sin. — Núna fyrir hátiðarnar er ekkert mannlegt sem manni kemur ekki við, sagöi Jónina. Hitt er svo annað mál hvort við getum hjálpað. Jónina Guðmundsdóttir sagði greinilegt að fólki fyndist al- mennt allt mun erfiðara og dýr- ara nú en áður. A þaö við um húsaleigu og annað likt. Sagði Jónína það þó sina skoðun, að Tryggingarnar hefðu gert mikið gott fyrir fullorðið fólk og bæri ekki að vanþakka það, en vandamálin væru samt mörg fyrir hendi. —AB. Mál leigubílstjórans: VÍSAÐ TIL SAKA- DÓMS REYKJAVÍKUR Á mánudag tók bæjar- fógetinn i Keflavik þá ákvörðun að senda gæzlufangann Guðbjart Pálsson og rannsóknar- gögn varðandi mál hans til meðferðar Sakadóms Reykjavikur, á þeirri forsendu að Guðbjartur ætti lögheimili i Reykja- vik og eins vegna þess að kæra á hann lægi fyrir i sakadómi Reykjavíkur. Var fanganum i þessu skyni ekið til Reykjavikur, en er þangað kom neitaði yfirsakadóm- arinn i Reykjavik að taka við málinu og sendi það rikissak- sóknara. Við svo búið var ekið með fangann sem leið liggur i Siöu- múlafangelsið og hugðist fógeti vista fangann þar. Vegna ófullnægjandi skjala treysti fangelsisstjórinn i Siðu- múlafangelsinu sér ekki til að taka við fanganum. Var þá ekið með fangann aftur til Keflavikur þar sem var greint frá þeim atriðum sem fangelsis- stjórinn hafði sett fyrir sig. Þessu næst var ekið með fangann aftur til Reykjavikur og átti hann nú greiða leið inn i fangelsið. Það var siðan hlutskipti rikis- saksóknara að skera úr um hvaða aðili skyldi halda rann- sókn málsins áfram. Siðdegis i gær tók rikissak- sóknari þá ákvörðun að visa málinu til Sakadóms Reykjavikur með þeirri kröfu að rannsókn þess verði framhaldið og lokið við Sakadóm Reykjavikur. —GEK Aðalfundur LÍÚ: Útgerðin alltaf hornreka... Aðalfundi Landssambands islenzkra útgerðarmanna lauk i Reykjavik á föstudaginn. Fundurinn sendi frá sér ályktun sem hér fer á eftir: „Aðalfundur LIÚ 1976 fagnar útfærslu fiskveiöilandhelginnar i 200 sjómilur og þeim mikla sigri, sem unnizt hefur með raunveru- legri viðurkenningu allra þjóða, er málið varðar. Telur f undurinn, að einskis megi láta ófreistaö til að standa þannig að nýtingu auðlinda i hafinu umhverfis Island, að fiskstofnarnir, sem nú - virðast nær allir vera ofveiddir, vaxi á ný og verði sem fyrr öflug- asta stoðin undir velsæld þjóðar- innar. Fundurinn lýsir áhyggjum sinum yfir þvi, að flestar greinar útgerðarinnar eru nú reknar með miklum halla þrátt fyrir hæsta verðlag á flestöllum sjávar- afurðum okkar, sem við höfum nokkurn tima búið við. Fundurinn telur það mikið ábyrgöarleysi af þjóðarheildinni, aö krefjast svo mikils af fiskveiðum og fisk- vinnslu, aö þessar atvinnugreinar skuli ekki búa við góöa afkomu við þessar aðstæður. Léleg afkoma sjávarútvegsins dregur úr afköstum og framleiðni atvinnugreinarinnar og við það verða heildarkjör þjóðarinnar lakari en ella. Svo illa er nú komið, að helzta grein fiskiðn- aðaríns, hraðfrystiiðnaðurinn, er nú rekinn meö ábyrgð rikissjóðs á greiðslum úr Verðjöfnunar- sjóði, þar sem hækkanir á afurða- verði hafa komið að takmörkuöu gagni, vegna sifelldra kostnaðar- hækkana innaniands. Vegna minnkandi afla og aukins tilkostnaðar, verður nú að hækka allt fiskverð til útgerðar verulega, svo hugsanlegt sé að útgerðin verði rekin hallalaus. 1 þessu sambandi má einnig nefna, að erfitt virðist aö fá sanngjörn skipti milli útgerðar- og fisk- vinnslu og fer útgerðin ávallt með skarðan hlut fra þvi borði. 1 sam- bandi við fiskverðsákvarðanir á útgerðin samleið með sjó- mönnum um leiðréttingu sinna mála. Það er næsta torskilið, hvernig það má vera, að útgerðin skuli ávallt vera sú hornreka, sem raun ber vitni. Þá leggur fundurinn áherzlu á, að auka þurfi fjármagn til sjávarút- vegsins. Fundurinn lýsir ánægju sinni með þær tilraunaveiðar, sem sjávarútvegsráðherra hefur beitt sérfyrir nú i ár. Tilraunir þessar haf„ Jumar gefiö góða raun og má ætla, að loðnuveiðar aö sumarlagi eigi eftir að verða snar þáttur i útgerö landsmanna. Aðalfundurinn lýsir áhyggjum sinum yfir þvi, ef ekki verð.ur unnt að stemma stigu við óhóf- legum launahækkunum á næsta ári, þegar kjarasamningar laun- þega og atvinnurekenda falla úr gildi. Þegar aðstæður veröa til launahækkana leggur fundurinn áherzlu á, að þær ættu fyrst og fremst að ganga ti’. sjómanna og fólks i fiskiðnaði. Almennar launahækkanir nú munu aðeins hafa i för með sér eyðileggingu þess efnahagsbata, sem átt hefur sér stað að undanförnu. alþýAu- blaóiö AAiðvikudagur 15. desember 1976 .FRÉTTIR 9 Frá vfgslu kapellunnar á sunnudag. MeOal vfgsluvotta voru séra Ólafur Skúlason dómprófastur og séra Lárus Halldórsson. FYRSTA KAPELLAN SEM SÖFN- UÐUR TEKUR í N0TKUN ( RVÍK Siðastliðinn sunnudag var vigð ný kapella i safnaðarheimili Fella- og Hólasóknar að Keilufelli 1, i Breiðholti. Söfnuður Fella- og Hólasóknar er yngsti og jafnframt fjölmenn- asti söfnuður á landinu, en hefur til þessa verið kirkjulaus. Sókn- arpresturinn séra Hreinn Hjart- arson svo og sóknarnefnd hafa haft aðstöðu i húsinu að Keilufelli 1, sem söfnuðurinn festi kaup á fyrir um einu ári siðan. Messað hefur verið i Fellaskóla. Hefur söfnuðurinn nú fengið loforð um lóð fyrir kirkju i nýju hverfi aust- ast i Breiðholti III. Við vigslu kapellunnar á sunnu- dag var tekið I notkun nýtt orgel og annað hefur verið keypt til notkunari Fellaskóla. Einnig var á sunnudag, tekið i notkun nýtt altari og skirnarfontur úr is- lenzku grágrýti smiðaður i Stein- smiðju Sigurðar Helgasonar hf. en skirnarskálina, sem er úr kop- ar, smiðaði Björgvin Sigurðsson. Kvenfélagið Fjallkonurnar gáfu tvo fagra blómavasa úr kristal. Kapelian mun vera sú fyrsta sem söfnuður i Reykjavik tekur i notkun, en hún tekur um 40 manns i sæti. Séra Hreinn Hjart- arson mun nota kapelluna til allra minni háttar kirkjulegra athafna, svo sem við giftingar og skirnir. ;-AB. Alþjóðlegt gigtarár Svo sem mjög er nú i tizku, að taka fyrir ákveðin verkefni ár hvert á alþjóðlegum grunni, hefur verið ákveðið að árið 1977 verði alþjóðlegt gigtarár. Almennt mun svo á litið, að gigtsjúkdómar séu fyrst og fremst öldrunarsjúkdómar, þó þeirséu engan veginn bundnir við sérstakt aldursskeið, og er gleggst dæmi um það liðagigt, sem vissulega getur hrjáð yngri ekki siður en eldri. Gigtarfélag Islands, sem stofn- að var þann 9. okt. sl. mun hafa forgöngu i þvi að taka sinn þátt i baráttu hér á landi gegn þessum hvimleiða kvilla. Þó skammt sé um liðið félags- stofnun eru félagar þegar orðnir um 700 og fer tala þeirra ört vax- andi. Markmið félagsins er að efla fræðslu um gigtsjúkdóma hér- lendis og stuðla að rannsóknum á þeim, auk þess sem félagið vill stórbæta félagslega þjónustu við gigtsjúka og stuðla að bættri að- stöðu fyrir lækna, sem beina störfum sinum að gigtlækningum. Guðjón Hólm lögfræðingur er for- maöur félagsins og Halldór Steinsson læknir varaformaður. Nýr for- maður hjá Félagi síldar- saltenda á Suður- og Vesturlandi A aðalfundi félags sildarsalt- enda á Suður- og Vesturlandi sem haldinn var i Reykjavik 3. desem- ber var ólafur B. Ólafsson kosinn nýr framkvæmdastjóri félagsins. Fráfarandi formaöur Jón Arna- son hefur verið formaður félags- ins allt frá stofnun þess eöa i 22 ár, en hann gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Margeir Jónsson hef- ur áttsæti i stjórn litlu skemur og gaf hann héldur ekki kost á sér aftur. Var þeim Jóni og Margeiri þökkuðfrábærstörf i þágu félags- ins. Ný stjórn félags sildarsaltenda er þannig skipuð: ólafur B. ólafsson formaður, Haraldur Sturlaugsson varafor- maður, . Tómas Þorvaldsson, Hörður Vilhjálmsson og Guö- mundur Karlsson meðstjórnend- ur. A fundinum flutti Jón Arnason alþingismaður yfirlitsræðu um starfsemi félagsins siðastliðið ár og Gunnar Flóvenz fram- kvæmdastjóri Siidarútvegsnefnd- ar flutti erindi um sölumál salt- sildar og framtiðarhorfur. —AB PLÚPP Borg Gjafir eruyður gemar ureinasafh Jöhamesar Helga Jóhannes Helgi Cuðmundur Halldórsson FER TIL ISLANDS Eftir sænska barnabókahöfundinn Ingu Borg. Bráð- skemmtileg ævintýri I máli og myndum um sænska huldu- sveininn Plúpp og það sem hann kynnist á tslandi. GJAFIR ERU YÐUR GEFNAR eftir Jóhannes Helga. Greinasafn skapriks höfundar sem aldrei hefur skirrzt við að láta skoðanir sinar i ljós tæpi- tungulaust. Greinar hispursleysis og rökfimi. eftir Guðmund Iialldórsson frá Bergsstöðum. Þriðja smá- sagnasafn þessa sérstæða höfundar. Sögusviðið er sveitin, eftir að fámennt varð á bæjum og véiin komin i staðinn fyrir glatt fólk og félagsskap. Næmur skilningur á sálariifi fólks og sálrænum vandamáium einkennir þessar sögur. á> Almenna Bókafélagið, Austurstrsti 18. Bolholti 6. simi 19707 simi.32620 Já, það er gott súkkulaðið frá Móna — Við fylgjumst með bragðskyni fólks og reynum að gera þvi til hæfis. qott ! I SÆLGÆTISGERÐIN MÓNA Stekkjarhrauni 1 Hafnarfiröi Simi 50300 Súkkulaðikexið frá Móna er bæði gott og nærandi. — Tilvalinn millimatur. — í vinnu, eða á ferðalagi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.