Alþýðublaðið - 15.12.1976, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.12.1976, Blaðsíða 4
4SJ0NJUÍMIÐ Miðvikudagur 15. desember 1976 biattið* Sinfóníuhljómsveit íslands TÓNLEIKAR i Háskólabiói fimmtudaginn 16. desember kl. 20.30. Stjórnandi: GUNNAR STAERN Einleikari IB LANZKY-OTTO Efnisskrá: Dvorak — Karneval, forleikur op. 92. Hindemith — Konsert f. horn. Mozart— Konsert nr. 2 f. horn KV 417 Schumann — Sinfónia nr. 4 Aðgöngumiöar i BókabúO Lárusar Blöndal og Bóka- verzlun Sigfúsar Eymundssonar. 1111 SlNK)\íl’l IL|Ö.MS\ FII jSLANDS f||| mKISHWHHD L Nýtt frá Alafoss Væröarvoö veiöimannsins m\Ð URVAL Q ^ÆRÐARVOÐA, gÉ I.A. VÆRÐARVOÐ i||nfOSC IESTAMANNSINS VESTURGÖTU 2 ÚTBOÐ HITAVEITA SuÖUrnesja óskar eftir til- boðum i lagningu Njarðvikuræðar. tJtboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja, Vesturbraut 10A, Keflavik og á verkfræðistofunni Fjarhitun h.f. Alftamýri9, Reykjavik gegn 20.000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Hita- veitu Suðurnesja föstudaginn 14. janúar 1977 kl. 14.00. Alþýðublaðið mun næstu daga birta greinaflokk, sem unninn hefur verið af nefnd á vegum Landssambands islenzkra barnaverndarfélaga. Greinarnar fjalla um leikföng og þroska — og eiga erindi til foreldra ,og annarra uppalenda og ættu að koma að góðu gagni i kauptið jólanna. 1 nefndinni, sem vann þessar greinar, áttu sæti: Guðrun Ásgríms- dóttir, fóstra, Rúna Gisladóttir, kennari og Þórir S. Guðbergsson, félagsráðgjafi. BS Leikþörf og þroski barnsins Litla barniö i vöggunni hreyfir I sifellu handleggi og fætur fram og aftur, upp og niður. í fyrstu eru hreyf- ingarnar fálmkenndar og óöruggar, en þó eru þær góð þjálfun fyrir smávaxna vöðvana. Siðar verða hreyf- ingarnar markvissari, barniö fer að rannsaka eigin likama sinn, t.d. með þvi að stinga fingrum og tám upp I munninn og sjúga. Það margendurtekur þessar rannsóknir, og þær verða einskonar leikur. Um svipað leyti fer það einnig aö geta gripið utan um og haldið á leik- föngum. Smám saman vex barnið og þroskast, fæturnir fara að bera barnið — og allan timann gegna augun og eyrun mikilvægu hlutverki. Leikirnir og leiktæknin veröur flóknari, barnið lærir af reynslunni og teygir sig æ lengra I athugunum og at- höfnum sinum. Þegar barniö sjálft er orðið fært um að ná sér i hluti og þreifa á þeim, kremja þá, sleppa, kasta, fikta og benda, vaknar rannsóknar- og leikþráin fyrir alvöru. Leikurinn er lif barnsins. Barnið leikur sér vegna þess að það hefur þörf á þvi, bæði til þess að þjálfa gróf- og fin-hreyfingar, til að þroskast tilfinningalega, félagslega og greindarfarslega. Leikurinn eykur hugtakaskilning barnsins, og hreyfingar við leikinn þjálfa vöðva barnsins og samæfa þá, þannig aö barnið nær smám saman valdi yfir hreyfingum sinum. Mikilvægt er, að barnið þjálfi færni sina I aðstæðum, sem það skapar sjálft. Endurtekningin er mjög mikilvæg fyrir barnið. Dr. Simon Jóh. Ágústsson segir I bók sinni Leikir og leikföng: „Klaufaskapur, fákunnátta og misheppnun, sem hafa myndu hættulegar afleiðingar I þjóð- félagsllfinu, hafa engin slík eftirköst I leikjunum. Þar fær barnið tækifæri til þess að æfa sig og gera tilraunir, leiðrétta sig og afla sér nytsamlegrar llfsreynslu á mörgum sviðum, án þess að þessi reynsla verði þvl of dýrkeypt. Leikirnir hafa aðallega uppeldisgildi vegna þess, að þeir æfa ýmsa hæfi- leika: Þeir hafa aðallega æf ingargildi. Aðalatriöi leikjanna er ekki árangurinn eða verkið, heldur sú æfing og færni, sem þeir veita.” Litum á litla barnið, sem reynir að stinga kubbi niður um gat af sömu stærð. Það snýr kubbinum og ýtir á eftir honum, snýr honum aftur, þar til þvl tekst að' koma honum rétt I gegn. En það lætur ekki við svo búið standa. Það hafði gaman af, og þess vegna endurtekur það leikinn, enn og aftur. Þegar hingað er komiö þarf líkast til ekki að nota sterk orð um það, hvert gildi leikfangið hefur. 1 stuttu máli: Það er til þess ætlað að mæta athafna- og rannsóknarþrá barnsins. Það er eins konar hjálpargagn I ómeö- vitaðri eftirsókn barnsins eftir þroska og þjálfun. Og ekki aðeins hjálpargagn, heldur snar þáttur í heimi barnsins. Þess vegna er að sjálfsögðu mikil- vægt, að leikföng barnsins séu valin af kostgæfni en ekki af handahófi. Næstu greinar I þessum flokki munu fjalla um leikföng og leikþörf barna I hverjum aldursflokki, og þá hvaða leik- föng henta á hinum ýmsu þroskaskeiðum. Höfum hugfast: Leikur er nám með jákvæðu móti. Barnið lærir með leiknum að þekkja sjálft sig, umheiminn, bæði menn, hluti og aöstæður úr dag- lega llfinu. Barniö er óþreytandi við að setja á svið atvik og at- burði I leik sinum. Og hver leikur er lærdómur, ný reynsla og ávinningur fyrir barniö. Leikurinn gefur barninu tæki- færi til að nota andlega hæfi- leik sina við að endurskoöa og skilja eigin afstöðu. Mikilvægt er, að barnið hafi gott svigrúm til að athafna sig I leik slnum, góða möguleika á frjálsum leik, þvl að hann skapar barninu tilfinningafullnægju, gefur tak- markalausa möguleika til mál- þjálfunar, útrás fyrir hugsanir og fmyndanir, og hann er hreinlega mjög mikilvægur þáttur til þess að mynda persónuleika barnsins. Þaö er því mikil alvara sem fylgir leik barna, og markmið þeirra I leik er oft engu minna virði en I störfum fullorðinna. Stuðlum að heilbrigðum og óþvinguðum leik barna okkar. Hringið til okkar og pantið föst '■ hverfi til að selja blaðið í- Alþýðublaðið - afgreiðsla sími 14900 # SAFNRIT GUÐMUNDAR BÖÐVARSSONAR I—VII Heildarútgáfu á verkum Guðmundar Böðvarsson- ar er lokið. Sjö bindi í samstæðri útgáfu. Frá- söguþættir og Ijóð. Safnritið skipar nú þegar heiðurssess á mörgum heimilum. Þarft þú ekki að eignast það líka? Ný bók eftir a Jóhann Hjálmarsson 2T DAGBÓK 5 BORGARALEGS a SKÁLDS £ Hrífandi skáldskapur, 5 sem allir skilja, gæddur? góðlátlegri kímni. Fjallar1® m.a. um umhverfi® skáldsins í Reykjavík. ® Hinn kunni listamaðurS Alfreð Flóki myndskreytti bókina. HÖRPUÚTGÁFAN®

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.