Alþýðublaðið - 15.12.1976, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 15.12.1976, Blaðsíða 5
SEE5" AAiðvikudagur 15. desember 1976 VERKALÝÐSMAL 5 Ályktanir ASl þings Verkafólk er varnarlaust Kjaramála ályktun Alþfðusam bandsins Alyktanir 32. þings ASÍ, sem haldið var i nóvember 1972, ein- kenndust mjög af þeim miklu kjarabótum, sem þá höfðu náðst i heildarkjarasamningum verka- lýðssamtakanna á næstliðnum tveimur árum og þvi góðæri i at- vinnumálum, sem þá rikti, en að öðrum þræði af þvi að ótryggar framtiðarhorfur ollu nokkrum áhyggjum, m.a. að þvi er varðaði viðskiptakjör þjóðarinnar og ástand fiskistofnanna. 1 kjara og atvinnumálaályktun þingsins var þannig lögð áherzla á að um sinn bæri að leggja kapp á að treysta stöðuna i kjaramálum og vernda þann árangur, sem náðst hafði, en til lengri tima á það að ná jafnvægi i efnahagsmálum og tryggja árvissar kjarabætur launastéttanna með vitlegri for- ystu rikisvalds og aðila vinnu- markaðarins i efnahagsmálum þjóðarinnar. Lögð var áherzla á að i þeim efnum væri mikilvægt að gæta hófs i opinberum útgjöld- um- og skattheimtu, aðhalds i verðlagsmálum og að tryggt yrði virkt verðlagseftirlit. Krafizt var heildarstjórnar i fjárfestingar- máluni t grundvelli skipulegra áætlanageröa. Krafizt var lækkunar skatta á lágar og miðlungstekjur og að skattaeftir- lit yrði hert og skattsvik hindruð. Þá var þvi lýst sem algjöru grund- vallaratriði, að ekki yröi hróflað við gerðum og gildandi kjara- samningum verkalýðssamtak- anna. ísland er láglaunaland Að liðnu 32. þinginu tókst verkalýðshreyfingunni um sinn að halda i horfinu i kjaramálum og náði kaupmáttur timakaups hámarki á fyrsta ársfjórðungi 1974 að kjarasamningum þá gerðum. En ef að kaupmáttur sá, sem þá var um saminn, er hins vegar borinn saman við kaup- mátt verkafólks á sama tima i þeim rikjum Evrópu, sem sam- bærileg geta talizt vegna svipaðrar þjóðarframleiðslu á mann, svo sem nágrannarikja okkar margra, kemur i ljós, að jafnvel þá var kaupmáttur tima- kaups islenzks verkafólks minni en þar gerðist. En á árinu 1974 urðu snögg og mikil umskipti i þróun kjaramálanna samhliða óhagstæðum breytingum á við- skiptakjörum og hröðum verð- bólguvexti. Vandamál af þessum toga voru að visu fyrir hendi á siðari hluta ársins 1974 og á árinu 1975, en stjórnvöld gerðu hins vegar meira úr þeim vanda en efni stóðu til, auk þess sem tima- bundnum erfiðleikum atvinnu- rekenda, eins og þeim sem hér var við að etja, verður aldrei með neinum siðferðilegum rétti velt yfir á herðar launafólks, eins og gert hefur verið. Islenzkir at- vinnurekendur sýna margir hverjirlitla ábyrgð i rekstri fyrir- tækja sinna. Þegar vel gengur hirða þeir ómældan arð út úr rekstri þeirra og njóta þá bæði eignarréttar sins og ranglátrar og vilhollrar skattalöggjafar. Sé þessu rekstrarformi viðhaldið á annað borð, verður þó það lág- markssiðferði jafnframt að gilda að þeir aðilar i þjóðfélaginu, sem vissulega njóta góðs af eignar- rétti sinum á framleiðslutækjun- um þegar vel árar, beri sjálfir ábyrgð á rekstri þeirra þegar eitthvað á móti blæs. gagnvart verðbólgunni Verkafólk varnarlaust gagnvart verðbólgunni Visitölubinding kaups var af- numin 1974 fyrst með bráða- birgðalögum og siðar til fram- búðar og kjarasamningar sem gerðir voru i ársbyrjun til tveggja ára þar með ógildir. Verkafólk og aðrir launþegar voru þar með sviptir allri vernd gegn þeirri öldu óðaverðbólgu, sem risin var og sem hefur allan þann tima, sem liðinn er, dunið á afkomu vinnustéttanna. í kjölfar afnáms verðlags- bindingar kaupsins fylgdu siðan stórfelldar gengisfellingar gjald- miðilsins, skatta- og vaxta hækkanir, sem enn hertu verð- bólguskrúfuna og juku launa skerðingarnar. Sé litið yfir tima- bilið frá þvi er kjarasamningar voru gerðir snemma árs 1974, hefur kaupmáttur kauptaxta sterku þingræðisvaldi, sem hefur reynzt andstætt hagsmunum verkalýðsstéttarinnar og sem ekki hefur verið unnt að knýja til raunhæfra aðgerða til að draga úr verðbólgu og leita úrræða i þvi sambandi, sem samræmzt hefðu þeim markmiðum verkalýðs- hreyfingarinnar að vernda lifs- kjör almennings eftir fremstu getu við rikjandi ytri aðstæður. Þótt auðsætt sé að verkalýðs- hreyfingin hafi orðið að láta veru- lega undan siga i varnarbaráttu sinni sl. tvö ár, fer þvi þó mjög fjarri, að sú barátta hafi verið unnin fyrir gýg. Þannig liggur m.a. fyrir að i siðustu kjara- samningum tókst að stöðva þá fyrirætlun atvinnurekenda, studda af verðlagsstefnu stjórn- valda, sem leitt hefði til lækkunar á launakjör verkafólks um allt að 17% á yfirstandandi ári miðað við samræmast baráttu verkalýðs- hreyfingarinnar á öllum þeim sviðum þjóðmálanna, sem snerta beina eð óbeina velferð stéttar- innar. I siðustu kjarasamningum reyndi verkalýðshreyfingin að haga baráttu sinni i samræmi við þessi sannindi og setti þvi fram, jafnhliða kaupkröfum sinum, margvislegar kröfur um stjórn- málalegar aðgerðir varðandi at- vinnumál, utanrikisviðskipti, rikisfjármál, verðlagsmál, skattamál, húsnæðismál og um- bætur á lifeyrissjóðakerfinu. Fátt eitt af þessum kröfum náði fram að ganga að þvi sinni, en engu að siður er ljóst, að verkalýðs- hreyfingin var hér á réttri braut, sem hún verður trúlega betur við búin að ryðja i næsta baráttulotu sinni, þegar núgildandi kaup- gjaldssamningar renna úr gildi. laun mjög mikið og þó alveg sér- staklega öll láglaun, sem nú eru langt frá þvi að geta talizt mann- sæmandi. Það er grundvöllur fyrir stórbæftum kjörum Þingið litur svo á, að fullar efnahagslegar forsendur séu nú fyrir hendi, ef rétt er á málum haldið, til þess að stórbæta al- menn launakjör án þess að stefnt sé i nokkurt óefni efnahag þjóðar- innar. I þvi sambandi bendir þingið á,að viðskiptakjör hafa farið hraðbatnandi að undanförnu og að allar horfur eru á, að sú verði þróunin, a.m.k. i næstu framtið og ennfremur, að afkoma helztu atvinnugreinanna er orðin-mjög hagstæð. Auk þessa kemur svo til, að stórauka má efnahagslegt svigrúm til kjarabóta með að- haldi i þeim greinum rikis- búskaparins, sem ekki eru nauðsynlegar m.t.t. félagslegrar þjónustu né til að halda uppi fullri atvinnu, með gagngerðum breytingum á skattakerfinu, með þvi að draga úr launamismun og siðast en ekki sizt með þvi að byggja fjárfestingar á áætlunum og skipulagningu. Með tilliti til þess að gerbreytt efnahags- og atvinnumálastefna er þannig grundvallarnauðsyn samfara verulegum launa- hækkunum telur þingið, að kjarabaráttan á næsta ári hljóti aðallega að beinast að eftirfar- andi: 1. Þingið telur að lágmarkslaun fyrir dagvinnu megi ekki vera lægri en kr. 100.000,- á mánuði og önnur laun hækki til sam- ræmis við það, þannig að launabil haldist i krónutölu. 2. Launin breytist i samræmi við breytingar þær, sem verða á visitölu framfærslukostnaðar á samningstimanum, án frá- dráttar nokkurra liða þeirrar visitölu. 3. Fullar visitölubætur komi á lágmarkslaunin, en sama krónutöluupphæð á þau laun, sem hærri eru. 4. Aðgerðum til að skapa raun- verulegt launajafnrétti kvenna og karla, m.a. með þvi að bæta aðstöðu til atvinnuþátttöku. 5. Sem mestri samræmingu á kjörum allra launþega varð- andi orlof, vinnutima og hvers konar réttindi, sem ekki teljast til beins kaupgjalds. 6. Setningu nýrrar löggjafar um vinnuvernd i samræmi við sér- stakar tillögur þingsins um það efni. 7. Gagngerri endurskoðun skattakerfisins i réttlætisátt. 8. Eflingu félagslegra ibúðabygg- inga með lánskjörum, sem samrýmast fjárhagsgetu al- menns verkafólks. 9. Fullri framkvæmd á þeirri stefnu verkalýðshreyfingarinn- ar, sem mótuð var við gerð siðustu kjarasamninga i mál- efnum lifeyrisþega. Verkalýðsfélögin komi fram sem ein heild Þingið telur, að árangursrik barátta fyrir bættum kjörum að frmangreindum leiðum verði þvi aðeins háð að verkalýðsfélögin komi fram sem ein heild gagn- vart atvinnurekendum og stjórn- völdum varðandi þær megin- kröfur, sem snerta alla félaga verkalýðshreyfingarinnar. Und- Framhald á bls. 10. verkafólks innan ASl lækkað að meðaltali um fjórðung, en á tima- bilinu frá 1972 til 1976 um nálægt tiunda hluta. Þetta hefur verið stöðug varnarbarátta Það er ljóst, að kjarabarátta verkalýðshreyfingarinnar frá þvi á árinu 1974 hefur verið stöðug varnarbarátta gegn látlausum ti.lraunum atvinnurekenda og rikisvaldsins til þess að draga niður almennan kaupmátt launa og velta öllum þunga efnahags- legra vandamála yfir á herðar al- þýðumanna. í þessari varnarbaráttu hefur verið við ramman reip að draga, þrátt fyrir það, að samstaða inn- an verkalýöshreyfingarinnar hef- ur þegar á heildina er litið verið öflug. Þróun efnahags- og kjara- mála hefur mjög markast af sl. ár og tryggja, eftir þvi sem unnt er að gera með launa- samningum, þann kaupmátt sem fyrir var. En það er til marks um við hvað hefur verið að etja, að til þess að ná þessum samningum, þurfti nær hálfsmánaðar allsherj- arverkfall, hið viðtækasta i sögu islenzkrar verkalýöshreyfingar. Faglegar og stjórnmála- legar aögerðir. Dýrkeypt reynsla af varnar- baráttu siðustu ára staðfestir greinilegar en nokkru sinni fyrr þá vissu, að kaupgjaldsbarátta er siður en svo einhlit til þess að tryggja hagsmuni verkalýðsstétt- arinnar, þótt hún sé i þvi efni grundvallarnauösyn. Eigi kaup- gjaldsbarátta að svara tilgangi sinum, verður hún að tengjast og Tímabili varnarbráttu lok- ið 33. þing Alþýðusambands Is- lands lýsir yfir þvi, að nú sé lokið þvi timabili varnarbarátto i kjaramálum, sem staðið hefur nú i rösklega tvö ár. Þingið telur nú svo komið launamálum verka- fólks, að með engu móti verði lengurþolað, ef ekki á að verða af varanlegur háski fyrir alla al- þýðu manna og þjóðina i heild. Staðreynd er, að laun verka- fólks eru nú orðin ein hin allra lægstu i Vestur-Evrópu og vinnu- timi jafnframt lengri en þar þekkist. Þetta skapar ekki aðeins nauðþeim sem þola verða, heldur einnig geigvænlegar hættur fyrir þjóðfélagið allt. Það er álit þingsins, að þegar i næstu kjarasamningum sé óhjákvæmilegt að hækka verka-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.