Alþýðublaðið - 15.12.1976, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 15.12.1976, Blaðsíða 16
Pharmaco hefur framleitt lyf í 20 ár: MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1976 Innlend lyf mun ódýrari en Fyrirtækið Pharmaco hf. varð tuttugu ára fyrr á þessu ári. Tilgangur með stofnun félags- ins var að leysa aðkallandi vandamál varðandi útvegun á lyfjum og hjúkrunarvörum. Var i upphafi samþykkt að öllum lyf- sölum landsins skyldi heimil þátt- taka i félaginu svo og þeim lyf ja- fræðingum sem þess óskuðu. Hluthafar eru nú 41 og hlutafé 25 milljónir. ör þróun i lyfjagerð og vaxandi kröfur varðandi framleiðsluhætti, rannsóknir og gæðaprófanir urðu til þess að snemma var farið að ræða um möguleika á lyfjafram- léiðslu. Upp úr árinu 1960 hafði Pharmaco framleiðslu á töflum og stungulyfjum i smáum stil sem siðan jókst jafnt og þétt næstu ár- in. Haslaði fyrirtækið sér fljót- lega völl með stærstu lyfjafram- leiðendum landsins. Fyrirtækið framleiðir nú á þriðja hundraö þau erlendu Þá lá við slagsmálum Alþýðublaðið hafði samband við Ólaf Hannibalsson i gær, en eins og alþjóð veit hafa þeir hjá Alþýðusambandinu haft i mörgu að snúast að undanförnu. Blm.: — Hvernig er aö halda Alþýðusambandsþing þegar svo langt er iiðið að jólum? Ó.l, H.: ,,Ég held að þetta sé nokkuðgóður timi. Ég efast um að annar timi henti betur.” Blm.: — Maður sér það i blöð- unum núna eftir þingið, að ýms- ir vilja gera mikið út átökunum sem fóru fram. Ól.H.: „Atökin á þessu þingi voru siður en svo eins hörð og oft áður. Harkan hefur oft verið mjög mikil á Alþýðusambands- þingum og oftast mun persónu- legri en nú.” Blm.: — Manstu eftir ein- hverju sérstöku ári þegar mikið gekk á? Ól.H.: „Það gekk mikið á 1948. Þá lá við slagsmálum. Nú, 1954, þá munaði ekki nema einu, tveim eða þrem atkvæðum við forsetakjör og þá var mikil spenna i loftinu. Einnig 1966 þegar VR og Guðmundur Garðarsson komu mikið við sögu.” Blm.: — Svo þú telur að átökin núna á þinginu hafi ekki verið sérlega mikil? Ól.H.: ."Sjálfstæðismenn hafa látiöí ljós mikla óánægju og það er að yissuleyti eðlilegt, Annars geta þeir sjálfum sér um kennt. Þeir hefðu getað fengið sina þrjá menn ef þeir hefðu t.d. boð- ið fram formann Iðju, eins og kom til tals.” Blm.: — Björn Jónsson segir að þetta hafi verið vinnusamt þing. Hvað segir þú um það? 01.H.: — Ég er alveg sam- mála þvi og ég held að fólk utan af landi sé hætt að nota svona Reykjavikurferðir til almennra útréttinga. Ég gæti trúað þvi að samgöngurnar hefðu mikið að segja i þessu. Það er orðið auð- veldara en áður fyrir fólk utan af landi að skreppa til Reykja- vikur. Blm.: — Hefur þetta ekki ver- ið mikið álag á starfsfólkinu? ól.H.: „Jú auðvitað, en við erum vön mikilli vinnu. Ég held að allur undirbúningur þingsins hafi tekizt með ágætum og ég held að flestir séu ánægðir með þingið sjálft. Nú er miðstjórnin búin að koma saman og kjósa sér ritara og gjaldkera. Ritari var kjörinn Jón Helgason en gjaldkeri Einar ögmundsson.” Ólafur sagðist reikna með nokkru hléi svona fram yfir há- tiðarnar. Að visu væri ýmislegt að gerast og framundan væru átök, sem allir gerðu ráð fyrir. —BJ Eiga bílaverkstæðin að annast skoðun bifreiða? I desembermánuði fyrir ári sið- an setti stjórn Bilgreinasam- bandsins á laggirnar nefnd til að afla upplýsinga um starfstilhögun bifreiðaeftirlits i nágrannalönd- unum og gera tillögur um stefnu Bilgreinasambandsins, hvað varðar meiri þátttöku bilaverk- stæða i árlegri skoðun ökutækja hér á landi. Voru skipaðir þrir menn i þessa nefnd, sem skilaði áliti sinu og hafa stjórn Bilgreinasambands- ins og sambandsfundur samþykkt það. Leggur nefndin til að stefnt verði að þvi að breyta umferðar- lögum frá 23. april 1968 i þá átt, að þau bifreiðaverkstæði, sem þess óska og til þess eru útbúin að mati dómbærra aðila fái heimild til að annast lögboðna skoðun að öllu leyti eða hluta til, sé um þjónustu verkstæða að ræða. 1 áliti nefndarinnar er gert ráð fyrir að skoðun þessi verði fram- kvæmd undir yfirstjórn Bifreiða- eftirlitsins, sem hafi fulla heimild til að endurskoða bifreiðir á verk- stæðum eða i sinum eigin skoð- unarstöðvum. Þá er gert ráð fyrir að Bifreiðaeftirlit rikisins fylgist að staðaldri með þeim verkstæð- um sem framkvæma skoðun. Fjórir til fundar við Gundelach Akveöið hefur verið að senda héðan fjögurra manna sendi- nefnd til samningaviðræðna við Efnahagsbandalag Evrópu um hugsanlegar veiðiheimiidir. Viðræðurnar fara fram i Brussell 16. og 17. þ.m, og af tslands hálfu taka þátt i þeim þessir menn: Tómas A. Tómasson sendi- herra, formaður. Jón Arnalds ráðuneytisstjóri. Einar B. Ingvarsson aðstoðarmaður sjávarútvegs- ráðherra. Jakob Magnússon fiski- fræðingur. Þá telur nefndin að forsenda þess að bifreiðaverkstæðin geti tekið að sér lögboðna skoðun öku- tækja sé sú, að mótaðar verði starfsreglur um slika skoðun, en engar heildarreglur um þessi efni eru nú til. Munu slikar reglur aö áliti nefndarmanna draga úr óþarfa ágreiningi um bifreiða- skoðun milli bifreiðaeigenda og verkstæða annars vegar og Bif- reiðaeftirlits rikisins hins vegar. Þá áréttar nefndin að starfsað- staða Bifreiðaeftirlits rikisins verði stórlega bætt frá þvi sem nú er, enda sé aðstaða þess algjör- lega óviðunandi. Telur nefndin aö nýtt fyrir- komulag þar sem hluti ökutækja verði skoðaður á viðurkenndum verkstæðum, jafnframt sem starfsaðstaða Bifreiðaeftirlitsins verði bætt, muni stuðla að virk- ara og raunverulegra eftirlit með ástandi ökutækja og þar með auknu umferðaöryggi. Þá er það skoðun nefndar- manna að þessi nýbreytni muni hafa i för með sér að skoðunar- kostnaður bifreiða lækki i heild, auk þess sem umstang og snún- ingar bifreiðaeigenda muni minnka að mun. — GEK tegundir alls kyns lyfja. Forráða- menn félagsins segja afkastagetu fyrirtækisins svo mikla að með óverulegri viðbót við vélakost einkum á sviði pökkunar lyfja i staðlaðar umbúðir, tilbúnar til afhendingar út úr lyfjabúð, geti hún fullnægt þörfum landsmanna um nokkra framtið á þeim tegundum sem þegar eru fram- leiddar, að viðbættum ýmsum öðrum tegundum sem þegar eru i undirbúningi, eftir þvi sem leyfir heilbrigðisvalda gera kleift. Fullkomin rannsóknarstofa innan verksmiðjunnar var for- senda þess að hægt væri að fram- leiða samkeppnishæfa vöru og fylgjasj með henni frá byrjun. Rannsóknarstofa þessi var full- gerð i árslok 1971 og er sú eina sinnar tegundar i landinu. „Við höfum keppt að þvi að verða með fyrsta flokks aðbúnað á öllum sviðum, sagði Werner Rasmusson fyrrv. Fram- kvæmdastjóri Pharmaco á fundi með blaðamönnum i gær. Á fundinum kom fram að verð á innfluttum sérlyfjum er allt að þrefalt hærra en verð á innlend- um lyfjum. Pharmaco flytur inn alltefni sem unnið er úrhjá fyrir- tækinu. Sagði Warntr Rasmusson talsvert mikið um að fyrirtæki er framleiða lyf geri undantekning- ar á þvi ef um lyf er að ræða sem litið eru notuð. Fyrirtækin kaupi vöruna frekar hjá Pharmoco en framleiða hann sjálf. „Og er það að sjálfsögðu þróun I rétta átt, ” sagði Werner. 1 októberlok hafði Pharmaco framleitttuttugu milljónir taflna. Mest var framleiðslan i magnyl- töflum en fast i kjölfarið fylgir Diacepam róandi geðlyf. Hafa það sem af er árinu verið fram- leiðddar alls 1.7 milljónir taflna Diacepams og er það mjög mikið meira en framleitt var siðastliðið ár. Segir það þó ekki alla söguna þvi á þessu timabili hafa hugsan- lega einhver fyrirtæki hætt fram- leiðslu á lyfinu og framleiðslan þvi aukizt hjá Pharmaco. Er þvi þóekki að neita aö talan 1.7 millj- onir segir sitthvað um notkun lyfsins, ef það er einnig haft i huga að Pharmaco er ekki eina framleiðslufyrirtæki lyfsins, auk þess sem svipuð lyfjategund er flutt inn erlendis frá. —AB alþýöu blaðið Lesið: I Alþýðumanninum á Akureyri: „Heyrt að nýr verkalýðsleiðtogi sé kom- inn fram á sjónarsviðið. Er það Halldór Blöndal og verðurþað vonandi einhver sárabót fyrir Sjálfstæðis- menn eftir að hafa misst Pétur sjómann úr mið- stjórn ASl. o Séð: 1 skýrslu Þjóðhags- stofnunar, að sjávarvöru- framleiðsla Islendinga muni aukast um 4-5% á þessu ári. Að likindum verður heildarverðmæti sjávarafurða f.o.b. um 52 milljarðar króna, en það er um 15 milljörðum eða 30% meira en 1975. o Lcsið: I skýrslu Þjóðhags- stofnunar, að greiðslubyrði íslendinga vegna erlendra lána verði á þessu ári um 17% af útflutningstekjum. Enda þótt erlendar skuldir hafi aukizt mun minna i ár en undangengin tvö ár, gæti greiðslubyrðin enn farið vaxandi á næstu ár- um, jafnvel þótt útflutn- ingstekjur ykjust. o Lcsiö: Einnig i skýrslu Þjóðhagsstofnunar: Spár um þróun verðlags og launa fela i sér, að kaup- máttur kauptaxta allra launþega verði að meðal- tali u.þ.b. 4% minni i ár en i fyrra. o Frétt: \ó verulegur timi þingmanna, utan þingsala, fari nú i það að möndla hvernig standa skuli að kjöri i bankaráö. Mörgum þarf að koma að, mun fleirum en sætin eru við bankaráðsborðin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.