Alþýðublaðið - 22.12.1976, Side 1

Alþýðublaðið - 22.12.1976, Side 1
MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 273. tbl.---1976 — 57. Áskriftar- síminn er 14-900 SK ATT AFR ADRATTU R FYRIR ÁLAGNINGU: 15 mi arðar kr í fyrra — þor af 28% vegna tekna eiginkonu í skattalagafrumvarpi rlkisstjórnarinnar eru ýmis fróðleg fylgiskjöl, sem for- vitnilegt er að glugga i. Þar er meðal annars tafla um frádráttarliði samkvæmt úr- taki álagningarárið 1975. Þar kemur fram, að heildarfrádráttur fyrir álagningu árið 1975, nam lið- iega 15 milljörðum króna. Þar af var launafrádráttur vegna tekna eiginkonu (50%) 3,8 milljarðar króna... Frá- dráttur vegna tekna eigin- konu við atvinnurekstur hjóna nam 364 milljónum 'króna. Frádráttur vegna vaxta- gjalda nam 2,9 milljörðum króna og vegna fasteigna- gjalda og fyrninga 2 milljörðum. Þá var frádrátt- ur vegna lifeyristrygginga 1,5 milljarðar og námsfrá- dráttur 1,4 milljaröar króna. Sjómannafrádráttur var 834 milljónir, fiskveiðafrá- dráttur 628 milljónir. 523 milljónir komu til frádráttar vegna rekstrartaps, 267 milljónir vegna stéttar- félagsgjalda og 256 milljónir vegna sjúkradagpeninga. Frádráttur vegna lifs- ábyrgðar nam 92 milljónum og vegna fæðis á sjó 81 milljón. Frádráttarliðir vegna tekna eiginkonu námu 28% af heildar-frádrættinum og vaxtagjöldin 19%. —AG— KOPAVOGS- HÆLIÐ Fyrir nokkrum dögum heimsóttu blaðamaður og ljósmyndari Alþýðublaðsins Kópavogshælið. Þetta jólatré var sett upp meðan á heimsókninni stóð og þykir okkur rétt að skreyta með þvi forsiðu blaðsins um leið og viðbendum á, aðá blaðsiðum 4 og 5 eru frásögn og myndir af þessari heimsókn. Jakob Björnsson orkumálastióri: Niðurstöður um miðjan ianúar t samtali við Jakob Björns- son, orkumálastjóra í gær kom fram.aðá mánudag var haldinn fundur með fulltrúum Orku- stofnunar, iðnaðarráðuneytis og Kröflunefndar. A fundinum gáfu Orkustofn- unarmenn upplýsingar um Fiskveiðar í Norðursjó og á Grænlandsmiðum 24.000 tonn á árinu Eins og fram kom i blaðinu I gær fá islenzk veiðiskip ekki að stunda fiskveiðar innan lögsögu aðildarrikja Efnahagsbanda- lags Evrópu frá næstu áramót- um. Þetta eru að sjálfsögðu engin ný tiðindi, þar sem Ijóst var að með þvi að stækka islenzka fiskveiðilandhelgi út i 200 mflur, myndu íslendingar jafnframt fyrirgera rétti sinum til veiða innan annarra slikra marka, sérstaklega ef sú sjálf- sagða stefna yrðiofan á, að gefa ekki öðrum þjóðum kost á veið- um innan Islenzkrar lögsögu. Þau veiðisvæði sem Islend- ingar hverfa frá um áramótin eru Norðursjór og Grænlands- mið. En hvað gera þau skip sem þar hafa stundað veiðar? Fara sildarbátar úr Norðursjó á þorskveiðar? Geta Islenzk skip bætt sér upp þann afla sem þau verða af á þessum slóðum með þvi að veiða sama magn á eigin miðum? Til þess að fá þessum spurningum svarað hafði blaðið i gær samband við Kristján Ragnarsson formann Lands- sambands Islenzkra útvegs- manna. Mál leigubílstjórans Mál leigubflstjórans, sem handtekinn var í Keflavflc og úrskurð- aður I gæzluvarðhald, hefur vakið mikla athygli. Engu minni athyglihefur vakið niðurstaða Hæstaréttar um úrskurðinn, og sú ákvörðun sakadóms Reykjavikur aö sleppa manninum laus- um. — Alþýðublaölð bar þetta mál undir læröa og leika I gær, og segir frá þvi i miöopnu blaösins og á baksiðu. Bætum upp tapið með loðnu Kristján kvað það alltaf hafa legið ljóst fyrir, að Islenzk skip yrðu að yfirgefa þessi mið, og ekki væri hægt aö vera með nein ergilegheit vegna þess. Hins vegar væri augljóst, að eitthvað tjón yrði af þessum sökum hjá útgerðinni og yrði reynt að vinna það tap upp með loðnu- veiðum fyrir norðan og austan land næsta sumar og haust. Batnandi verð fyrir afurðir loðnunnar þýddu, að þær veiðar yrðu aröbærari en sildveiðarnar I Norðursjó, auk þess sem þar væri veiddur loðnustofn sem að sögn fiskifræðinga væri van- nýttur. Aflaverömæti Norðursjávar- veiðanna á siðasta ári var tæpur milljarður króna að sögn Krist- jáns og heildarafli um 13.000 tonn. Um afla á Grænlandsmið- um vissi hann ekki, en sagði hins vegar augljóst að sá afli yrði ekki bættur upp á islands- miðum, vegna þeirra takmark- ana á veiðum sem útvegsmenn hefðu sjálfir gengist undir, þ.e. 264 þúsund tonn. 11.000 tonn á Grænlandsmiðum Að sögn Más Elissonar fiski- málastjóra veiddust á þessu ári, eða til miðs októbermánaðar, samtals 11.000 tonn á miðunum við Grænland. Þarna er um aö ræða 3.000 tonn af þorski og 8.000 tonn af öðrum fiski, svo sem karfa, steinbltstegundum o.fl. Verðmætatölu hafði hann ekki handbæra. Þar við bætist, að sögn Más, að eitthvað af þeirri loðnu sem veiddist við landið á sl. ári, var fyrir vestan miölinuna milli Grænlands og Islands, þannig að á komandi vertlð fer óhjákvæmilega eitthvert magn loðnunnar yfir á grænlenzkt yfirráðasvæði. Einnig er mikill samgangur fiska milli Islands og Græn- lands, og sagði fiskimálastjóri, niðurstöður mælinga sem gerö- ar hafa verið á gufu magn i hol- um 6/7 og 10 við mismunandi þrýsting. Siðan munu fulltrúar Kröflu- nefndar væntanlega setjast nið- ur og reikna út, með hliðsjón af niðurstöðum Orkustofnunar, hvað þessar holur gefi mikið afl miðað við vinnslueiginleika túr- binanna. Sagði Jakob, að niðurstöðurn- ar gæfu til kynna að það stæðist sem sagt heföi verið um vinnslueiginieika holu tiu, þ.e. að hún sé að minnsta kosti jafn öflug og holur 6 og 7 til samans, en áætlað hefur verið að þær gefi sem svari 5 MW af rafm'agni. Auk þessara þriggja hola blæs hola 8, en að sögn Jakobs er þrýstingur I henni fremur lágur. Hola númer 11 er enn ekki kom- in upp og hola 9 sem boruð var á 1100 m. dýpi mun varla taka að blása fyrr en eftir áramót. Munu endanlegar niöurstöður um afl þessara sex hola væntan- lega liggja fyrir um eða eftir miðjan janúar að sögn Jakobs. Vinna á Kröflusvæðinu liggur nú niðri vegna jólaleyfa starfs- fólks, mun hún væntanlega hefj- ast aftur fljótlega eftir áramót. —GEK að 220 milna fiskveiðilögsaga þýddi hreint ekki i raun, að við höfum betri eða fulla stjórn á fiski við landið. — Þess vegna, sagði Már, — tel ég það mjög mikilvægt, að við komumst að gagnkvæmum samningum við aðrar þjóðir um fiskvernd: það er okkar hagur. —hm

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.