Alþýðublaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 2
2 STJORNMÁL Miðvikudagur 22. desember 1976 SSSr 1 1 » X 1J jT Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjórnar er i Sfðumúla 11, simi S1866. Auglýsingadeild, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Áskriftarsími 14900. Prentun: Blaðaprent h.f. Askriftarverð: 1100 krónur á mánuði og 60 krónur i lausasölu. TRAUST ÞJÓÐAR Á LÖG- REGLU OG DÓMSTÓLUM Sú spurning verður sífellt ágengari í hugum islendinga hvernig hátfað sé réttarfari í þessu landi. Eru allir jafnir fyrir lögum, eru dómstól- ar færir um að rækja hlutverk sitt er fram- kvæmd laganna og stjórnmálalegir hags- munir óeðlilega samofn- ir? Ekki er vafi á því að traust almennings á lög- reglu og dómstólum hef- ur dvínað mjög síðustu misseri. Sú þróun heggur of nærri grundvelli þjóð- skipulags íslendinga til að andvaraleysi verði lið- ið. islendingar hafa fylgzt með því um áratuga skeið hvernig sakamál hafa þvælst til og frá um dómskerfið, án þess að nokkur botn fáist í þau. Þeir hafa orðið vitni að sérkennilegum starfs- háttum, sem vekja andúð og tortryggni. Þeir hafa lesið um afbrot, sem ekki hafa verið upplýst. Þeir eru staðfastlega þeirrar skoðunar að smáþjófum sé hegnt en „hinir stóru" sleppi. Hæstiréttur hefur nú ógilt gæzluvarðhaldsúr- skurð, sem bæjarfógetinn í Keflavík kvað upp yfir leigubílstjóra 7. þessa mánaðar. Einn dómarinn skilaði sératkvæði og vildi að úrskurðurinn yrði staðf estur. — Það er mik- il nauðsyn, að þjóðin geti treyst æðsta dómstóli sín- um, en jafnvel hans verk geta orkað tvímælis. Það kemur meðal annars sterklega fram í því að dómarar voru ekki sam- mála. Það, sem telja má gagnrýnivert við þennan úrskurð, er hve mjög meiríhluti Hæstaréttar byggir dómsatkvæði sitt á formsatriðum og bindur sig við þröngar skýring- ar. Má þar nánast tala um smámunasemi. Meirihlutinn virðist leiða hjá sér hve mikið er í húf i fyrir lögreglu, dómstóla og tugi ef ekki hundruð einstaklinga. Það vekur einnig athygli, að meiri- hlutinn skyldi ekki líta til þeirra raka, er minni- hlutinn, Þór Vilhjálms- son, lagði fram. Það er þó mun alvar- legra að málið skyldi hafa verið tekið af þeim fógeta, sem kvað upp varðhaldsúrskurðinn. Hann átti þess ekki kost að kveða upp nýjan úr- skurð á nýjum forsendum og endurbættum forms- atriðum. Það verk féll í hlut fulltrúa í sakadómi Reykjavíkur, sem hefur fengið málið í hendur. Hans mat var að leigubíl- stjórinn gæti ekki spillt sakargögnum, og þar með var nýr úrskurður ekki upp kveðinn. — Máli leigubílst jórans hafði verið þvælt á milli em- bætta, að því er virðist að tilef nislausu. Mönnum hefur orðið mjög tíðrætt um þátt tveggja rannsóknar- lögreglumanna í máli þessu. Er augljóst, að ýmsir í dómskerf inu hafa andúð á störfum þeirra, og telja afskiptasemi þeirra af málum of mikla og til trafala. Sú stað- reynd blasir þó við, að þessir menn hafa hrundið af stað rannsóknum á málum, sem ella hefðu legið í þagnargildi til eilífðarnóns. Menn geta deilt um aðferðir þeirra og afskipti, en ekki um staðfastan vilja til að upplýsa sakamál. Lái þeim hver sem vill á meðan frumkvæði skortir hjá saksóknara ríkisins og sakadómi til að upplýsa mál, sem um árabil hafa verið á vitorði alls almennings. Skortur- inn á frumkvæði á sér skýringar. Embættin eru að sligast undan mála- fjölda og vegna mann- fæðar. Til dæmis er nýj- um og nýjum málaflokk- um dengt á sakadóm Reykjavíkur án þess að kannað sé hvort embættið geti við þeim tekið. Fullyrt hefur verið, að þjóðkunnir menn blandist inn í mál leigubílstjórans. Fulltrúi sakadóms segir skjölin ekki benda til þess. — Þá kemur spurningin um hina vand- dregnu markalínu á milli lagabrota og siðlaus athæfis, til dæmis í fjár- málum. Eitt er fullljóst. Það er ekki aðeins almenningur, sem á heimtingu á því, að þessi mál upplýsist til fullnustu. Lögregla þessa lands og dómstólar verða að öðlast á ný það traust þjóðarinnar, sem þeir hafa glatað. Þeir verða að tryggja, að allir séu jafnir fyrir lögum, og að íslenzku þjóðskipulagi sé ekki hætta búin af öflum, sem kunna að sitja á svik- ráðum. -AG- EIN- DÁLKURINN Námsbækur grunnskóla gefa óraunhæfa mynd af þjóðfélaginu og mannlegum samskiptum Jafnréttisnefnd Neskaupsstað- ar boðaði kennara grunnskóla- stigs staðarins á sinn fund fyrir stuttu. Tilefni fundarins var lög um jafnrétti karia og kvenna, lög um skólakerfi, en þar segir að I öllu starfi skulu konur og karlar njóta jafnréttis I hvivetna, jafnt nemendur sem kennarar. Eftir að hafa litið yfir kennslu- bækur i lestri, sögu, bókmenntum og tungumálum til að gera sér grein fyrir þjóðfélagsmynd þeirra var það einróma álit fundarmanna að efni bókanna brjóti ibága viðáðurnefnd lög um jafnrétti. 1 bókunum séu meira og minna óraunhæfar lýsingar á þjóðfélaginu og mannlegum sam- skiptum, alið á misrétti og undir- lægjuhætti kvenna. Skorar fund- urinn þvi að Rikisútgáfu náms- bóka að fela höfundum kennslu- bóka að taka fuilt tillit til jafn- réttissjónarmiða. Bæði Islands- og mannkynssögu þarf að semja upp á nýtt út frá jafnréttis sjónar- miðum og viðurkenna þátt kvenna I framvindu sögunnar. Skorar fundurinn einnig á kenn- ara að koma saman og ræöa þessi mál við nemendur þegar textar bókanna gefa tilefni til. —AB Auc^sencW *- AUGLÝSINGASIMI BLAÐSINS ER 14906 Vivitar. - Vivitar. VAL ATVINNULJÓSMYNDARANS JAFNT SEM ÁHUGALJÓSMYNDARANS, MEST SELDU EILÍFÐARFLÖSS í USA, VIVITAR NR. 283-NR. 273-NR. 202-NR. 102 FÓKUS Lækjargötu 6b sími 15555 I Töfl — Töfl Skákklukkur Taflmenn i miklu úrvali. Friðrik, Fischer, Spasski og aðrir stórmeistarar nota GADE skákklukkur. Eru fyrirliggjandi — kosta kr. 7.830.- Bókabúð Máls og menningar Laugavegi 18 — Sími 24242

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.