Alþýðublaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 3
sar Miðvikudagur 22. desember 1976 FRÉTTIR 3 Snjóflóðanefnd hefur skilað áliti: Leggur til að starf athugunarmanns snjó- flóða á Neskaupstað verði til frambúðar Snjóflóðanefnd, sem bæjarstjórn Neskaupstaðar skipaði i september 1975 til að vinna að rannsóknum á snjóflóðum og vörnum gegn þeim hefur lokið störfum og skilaði i lok október sl. itarlegu áliti til bæjarstjórnar og almannavarna i Neskaupstað. Nefndina skipuðu: Hjörleifur Guttormsson formaður, Haukur ólafsson, Ólafur Gunnarsson, Stefán Pálmason og Stefán Sett verði lög um cninflnrta- Þorleifsson. Starfs- maður nefndarinnar var Þórarinn Magnús- son, bæjarverkfræðing- ur, sem á sl. vetri kynnti sér snjóflóðavarnir erlendis ásamt fleiri Islendingum. Snjóflóöanefndin mælir ein- dregiö með þvi aö starf athug- unarmanns snjóflóöa i Neskaup- staö verði til frambúöar og aö eölilegt sé aö starfsrammi athug- unarmanns sé endurskoöaður frá ári til árs af almannavarnanefnd eftir þvi sem þurfa þykir i ljósi fenginnar reynslu. Þá telur nefndin aö á hverjum tima veröi að vera til staöar tilbúin rým- ingaráætlun og aörar skipulegar varúöarráðstafanir og björg- unaraögeröir meö tilliti til snjó- flóöa. Akvörðun um rýmingu skal vera á hendi almannavarna- nefndar eftir eigin mati hverju sinni, en nefndin taldi óhjákvæmilegtað beita rýmingu i varúðarskyni viö tilteknar aðstæður, sem stööugt væri þó hægt að endurmeta i ljósi nýrra upplýsinga og aö fenginni reynslu. Sett verði lög um snjóflóða- rannsóknir Eftirfarandi áskorun til Alþingis og rikisstjórnar var samþykkt á fundi i bæjar- stjórn Neskaupstaðar 10. þ.m.: „Bæjarstjórn Neskaupstaðar skorar á hæstvirta rikisstjórn og Alþingi að setja lög, sem tryggi áframhaldandi snjó- flóðarannsóknir og eftirlit með snjóflóðahættu, þótt snjó- flóð falli ekki svo árum skipti. í þvi sambandi styður bæjar- stjórn þá hugmynd, að komið verði upp gagnabanka, mið- stöð og landshlutastöðvum. Jafnframt hvetur bæjar- stjórn til þess, að sem fyrst verði sett lög og mótaðar regl- ur um, hver bera skuli kostnað og taka ákvarðanir um gerð hugsanlegra varnarvirkja. Rétt er að undirstrika strax, að tilgangslaust er að tala um slik varnarvirki nema fyrir liggi, að rikið eða hliðstæður aðiii (viðlagatrygging) greiði kostnað við gerð þeirra að mestu eða öllu ieyti. Ennfremur hvetur bæjar- stjórn til þess, að nii þegar verði könnuð réttarstaða sveitarfélaga vegna varnar- aðgerða á snjóflóðasvæðum”. Landið verði kortlagt. Varðandi skipulag byggöar skal sú meginregla gilda, að ekki megi byggja ibúðar- eöa atvinnu- húsnæöi á svæöum, sem taliö er af sérfróöum aðilum aö snjóflóö geti náö til. Veröi allt land kaupstaðarins neðan viö eölileg byggðarmörk flokkað og kortlagt með tilliti til snjóflóðahættu éftir sama kerfi (rauð, blá, gul og hvít svæöi) og tekiö hefur veriö upp viða erlendis i þessu skyni (Sviss, Noregur). Komi til álita að reisa hús á áöur óbyggðumsvæöum, sem snjóflóö gætu fallið á, veröi þaö aðeins gert aö vandlega athuguðu máli og aö fengnum tillögum sér- fróöra aöila um varnarvirki og hönnun mannvirkja. Alls ekki verði byrjað aö byggja á slikum svæöum fyrr en skipulag þeirra með tilliti til snjóflóöavama hefur verið fullmótað og staöfest af réttum aöilum og afstaöa tekin til byggingar varnarmannvirkja og fjármagn tryggt i þvi skyni” Eigendur húsa styrktir til breytinga á þeim. Vegna snjóflóðasvæöa, þar sem þegar er komin byggö, telur nefndin aö taka beri miö af eftir- farandi: 1. Ekki verði bætt viö byggö á slíkum svæðum frá þvi sem nú er, nema reist veröi varnar- virki sem réttlæta endurmat á flokkun slikra svæöa. 2. Heimilað veröi viðhald núver- andi mannvirkja, ibúðar- og at- vinnuhúsnæöis, aö þvi tilskyldu aö slikt leiði ekki til að fleiri dvelji að jafnaöi á viökomandi svæöi. Jafnframt verði eigend- um fasteigna á snjóflóöasvæö- um veitt ráð um æskilega styrkingu mannvirkja og breytingar, er veitt gætu aukið öryggi gagnvart snjóflóöum. Þegar atvinnufyrirtæki á snjó- flóðasvæöum eiga i hlut er sér- stök nauðsyn aö réttir aðilar (skipulags- og bygginganefnd) horfist i augu við vaxtarþörf þeirra i fyrirsjáanlegri framtiö eða viöbyggingar eru heimilaö- ar. Kemur þá til álita aö stuöla aö flutningi slikra fyrirtækja eöa reisa varnarvirki er rétt- læti áframhaldandi uppbygg- ingu þeirra á sama staö. Fræðsla um snjóflóðahættu. Þá telur snjóflóöanefnd rétt, að bæjarbúum verði veittar upplýs- ingar og fræðsla um snjóflóö og hættu af þeim og þær meginregl- ur er lagðar veröa til grundvall- ar öryggisráöstöfunum af hálfu almannavarnar vegna snjó- flóðahættu. Jafnframt beri aö leggja áherzlu á að kenna almenningi aö nýta kosti snævar- ins til útilifs, enda sé þá jafnframt tekið eölilegt tillit til snjóflóða- hættu, m.a. við staösetningu og rekstur skiðatogbrauta. Snjóflóðanefnd vekur athygli bæjarstjórnar á þeirri hættu sem byggö getur stafaö af skriöuföll- um og aurflóöum og tillit þarf aö taka til viö skipulag byggðar. Bendir ýmislegt til, aö slik hætta sé oft á sömu svæöum og snjóflóö falla yfir. Þarf þetta sérstakrar úttektar við að mati nefndarinn- ar, einnig meö hliðsjón af hugsan- legum varnarvirkjum gegn snjó- flóðum. í lok álits nefndarinnar segir: „Snjóflóöanefnd er ljóst, aö margháttaöur vandi fylgir þeim aöstæöum sem ljósar hafa oröið i framhaldi af snjóflóöunum i desember 1974. Við honum ber mönnum að bregöast af raunsæi og meö markvissum aögeröum, er tryggi sem mest öryggi fyrir ibúa byggðarlagsins i bráö og lengd. Bæjaryfirvöld og almanna- varnir veröa þvi að framkvæma þær fyrir byggjandi aögerðir, sem tök eru á og vitneskja leyfir hverju sinni, og gera kröfur sem réttmætter um stuöning rikisins og annarra aðila við þær aðgerö- ir”. —ARH FRÁ RAFMAGNSVEITU REYKJAVÍKUR Raf magnsveitunni er það kappsmál, að sem fæstir verði fyrir óþægindum vegna straumleysis nú um jólin sem endranær. Til þess að tryggja öruggt raf- magn um hátíðirnar, vill Rafmagnsveitan benda notendum á eftirfarandi: IReynið að dreifa elduninni, þ.e. jafna henni yf ir daginn eins og kostur er, eink- um á aðfangadag og gamlársdag. Forð- ist, ef unnt er, að nota mörg straumf rek tæki samtímis, t.d. rafmagnsofna, hrað- suðukatla/þvottavélar og uppþvottavélar — einkanlega meðan á eldun stendur. 2Farið varlega með öll raftæki til að forð- ast bruna og snertihættu. Illa meðfarnar lausataugar og jólaljósasamstæður eru hættulegar. útiljósasamstæður þurfa að vera vatns- þéttar og af gerð, sem viðurkennd er af Rafmagnserftirliti Ríkisins. 3Eigiðávallttil nægar birgðir af vartöpp- um („öryggjum"). Helstu stærðir eru: 10 amper = Ijós 20-25 amper=eldvél 35 amper=aðalvör fyrir íbúð. Ef straumlaust verður,skuluð þér gera eftirtaldar ráðstafanir: Takið straumfrek tæki úr sambandi. Ef straumleysið tekur aðeins til hluta úr ibúð, (t.d. eldavél eða Ijós), getið þér sjálf skipt um vör I töflu íbúðarinnar. 5Ef öll ibúðin er straumlaus, getið þér einnig sjálf skipt um vör fyrir íbúðina i * aðaltöflu hússins. 6Ef um víðtækara straumleysi er að ræða skuluð þér hringja í gæslumann Raf- mangsveitu Reykjavíkur. B'ilanatilkynningar í síma 18230 allan sólarhringinn. Á aðfangadag og gamlársdag til kl. 19 einnig í símum 86230 og 86222. Vér flytjum yður beztu óskir um Gleðileg jól og farsæid á komandi ári, með þökk fyrir samstarfið á hinu liðna. RAFMAGNSVEITA V£i REYKJAVÍKUR HHSMBk, 1 Geymið auglýsinguna

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.