Alþýðublaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 4
4 VETTVANGUR Miðvikudagur 22. desember 1976 alþyöu- blaöiú Gamla starfsmannahúsiO. Nú er veriö aö gera þaö aö skóla- og handavinnuhúsnæöi fyrir vistmenn — tii bráöabirgöa. Einn af vefstólum hælisins. Þeir hafa veriö á hrakhólum vegna hús- næbisleysis, en nú veröa þeir fluttir i gamla starfsmannahúsiö. Rýjateppiö sem þessi vistmaöur heldur á, hefur hann sjálfur hnýtt og var aö byrja á ööru þegar viö komum. Sýnishorn af handavinnu vistmanna. Handavinnukennarinn vakti sérstakiega athygli á teikningunni af Kópavogskirkju, sem teiknuö var samkvæmt minni vistmannsins sem hana geröi. Litið við á Kópavogshæli: Ný deild hefur tafizt mótum vegna skorts Kópavogshæliö er stærsta heimili fyrir vangefna hér á landi, meö 197 vistmenn, eöa ibúa eins og þau hjónin Ragnhildur Ingibergsdóttir yfirlæknir og Björa Gestsson forstöðumaður vildu nefna þá. Þetta heimili var tekið i notkun 13. desember 1952 og alla tiö siðan hefur það gegnt veigamiklu hlutverki i meðferð vangefinna á landinu. En það er eins og viðast hvar annars staðar i heilbrigðiskerfinu: skortur á faglærðu fólki háir starfseminni nokkuð, auk þess sem ibúafjöldi er þar talsvert meiri en talið er æskilegt miðað við stærð. Til dæmis er enginn faglærður iðju- þjálfi á staðnum og að sögn Bjötns hefur verið reiknað út, að 161 ibúi væri hæfilegur fjöldi fyrir hælið. Næstum tilbúin i heilt ár. — En viö erum smátt og smátt að auka við húsakostinn án þess að bæta við ibúum, þannig að ástandið lagast smám saman. Þannig erum við að biða eftir þvi núna, að fjármagn fáist til að leggja siðustu hönd á nýja fimmt- án manna deild, sem búin er að vera á mörkum þess að, vera tilbúin það sem af er þessu ári. Aðeins eftir að ganga frá raf- magni og ýmsum smáatriðum svo að flytja megi I hana. En við bara fáum ekki fé. Svona hús þurfa hins vegar að vera tilbúin að öllu leyti áöur en flutt er inn i þau, ekkert sem má draga eins og þegar heimili eiga i hlut. Auk þess sem byggðar hafa verið nýjar byggingar fyrir deildir eldri og yngri vistmanna, hefur ibúðarhúsnæði starfs- 'stúlkna smám saman verið tekið undir kennslu- og föndurhúsnæði' Þarhefur ibúðunum verið breytt i litlar einingar og virðistfara vel. Þegar við Alþýðublaðsmenn gengum þar um og skoðuðum, voru vistmenn við föndur af ýmsu tagi, hnýttu rýjateppi, gerðu jóla- skraut, máiuðu. Allt eftir áhuga- málum hvers og eins. Raunar sagöi Eyjólfur Melsteð, aöstoðarforstöðumaður og músíkterapý, að nokkur hætta væri á að vistmenn vildu staðna i ákveðnum verkefnum, ef þeir næðu á þeim góðum tökum. Slikt væri þó reýlnt að fyrirbyggja með þvi að fá þeim þá önnur verkefni, svo þeir yrðu ekki of einskorðaðir i sinum viðfangsefnum. Franileiða bui^sta fyrir hælið. A staðnum er einnig smiða- stofa, þar sem vistmenn fást við útskurð og smiðar af ýmsum toga. í svona viðfangsefnum fær sköpunargleöi'og jafnvel að ein- hverju leyti tjáningarþörf vist- mannanna útrás um leið og þau hafa ofan af fyrir þeim. Þá er á hælinu rekin framleiðslustarfsemi. Þar eru framleiddir burstar og sjá þeir hælinu fyrir öllum þeim burstum sem það hefur þörf fyrir, og það sem umfram er framleitt, er selt til birgðastöðvar rfkisspitalanna. Vistmenn hælisins sem mesta vinnugetu hafa.eru látnir aðstoða við nauðsynlegustu störf innan Húsbúnaður f leikskóla yngstu barnanna er að mestu leyti smiðaður af vistmönnum, eins og þessir stólar til dæmis. húss og utan, auk þess sem þeir stunda flestir fyrrgreint föndur. Hestar keyptir fyrir happdrættiságóða. Fyrr á árinu gengust starfs- menn hælisins fyrir happdrættitil styrktar þvi. Voru allir vinningar gefnir og það sem inn kom þvi beinn hagnaöur. Fyrra laugardag komu svo á hælið tveir hestar sem keyptir voru fyrir hluta af hagnaðinum Að sögn eru hestar einmitt mjög góðir fyrir hreyfihamlaða og var komu þeirra fagnað mjög. Einn vist- manna hefur tekið að sér gæzlu og umhirðu þessara hesta og gegnir jþvi embætti sinu með miklum sóma, enda dýravinur mikill og tvanur að umgangast þau. Áhugi og samvizkusemi. Þegar viö gengum um húsnæði hælisins og virtum fyrir okkur vistmennina þar sem þeir undu við störf sin, teppahnýtingar, smiðar, gerðu jólaskraut og fleira þessháttar, fór ekki fram. hjá okkur sá mikli áhugi sem þau virtust hafa fyrir iðju sinni. Enda var okkur tjáð, að þegar áhugi þeirra hefði verið vakinn, væri fátt sem gæti eytt honum. - Samvizkusemi þeirra er lika með ólikindum, sagði Eyjólfur. — Þeir vanda sig svo með það sem þeir gera, að manni finnst það stundum nálgast smámunasemi. Þeir læra rétt handtök og frá 'þeim er ekki vikið. Innan hælisins er starfandi ráð- gefandi nefnd, svo nefnt mið- Þessi ungi maöur var mjög áhugasamur og leit vart upp frá hnýtingunni þegar við komum inn I handavinnustofuna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.