Alþýðublaðið - 22.12.1976, Qupperneq 13

Alþýðublaðið - 22.12.1976, Qupperneq 13
sisar Miðvikudagur 22. desember 1976 IKtarp Miðvikudagur 22. desember 7.00 Morgunútvarp Ve&urfregn- ir kl. 7.00, 8.15 og 10.10 Morgun- leikfimikl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 ( og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Jón Bjarman heldur áfram lestri sögunnar um „Marjun og þau hin” eftir Maud Heinesen (10) Tilkynningar kl. 9.15. Létt lög milli atriða. Drög að útgáfu- sögu kirkjuiegra og trúarlegra blaða og timarita á tslandikl. 10.25: Séra Björn Jónsson á Akranesi flytur niunda erindi sitt. Á bókamarkaðinum kl. 11.00: Lesið úr nýjum bókum. Dóra Ingvadóttir kynnir. 12.00 Dagskráin Tónleikar , Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Til- kynningar . Við vinnuna: Tón- leikar 14.30 Miðdegissagan: „Löggan, sem hló” eftir Maj Sjövall og Per Wahlöö Ólafur Jónsson les þýðingu sina (14). 15.00 Miðdegistónleikar Stephen Bishop leikur á pianó tónlist eftir Fréderic Chopin. Gerard Souzay syngur lög eftir Henri Duparc, Dalton Baldwin leikur á pianó. 15.45 Frá Sameinuðu þjóðunum Jón Abraham ólafsson saka- dómari flytur pistil frá alls- herjarþinginu. 16.0 Fréttir . Tilkynningar . (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn. 17.30 Útvarpssaga barnanna: „Vetrarævintýri Svenna i Asi” Höfundurinn, Jón Kr. ísfeld, les (4). 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Dýralíf I fjörum. Dr. Agnar Ingólfsson prófessor flytur fjórða erindi flokksins um rannsóknir i verkfræði- og raunvisindadeild háskólans. 20.00 Kvöldvaka a. Einsöngur: Þuriður Pálsdóttir syngur lög eftir Karl O. Runólfsson leikur á pianó. b. Bóndinn á Brúnum Sverrir Kristjánsson sagn- fræðingur flytur sjötta hluta frásögu sinnar. c. Ljóð eftir Birgi Stefánsson Höfundur les. d. Draumar og dulsýnir Sigrið- ur Jónsdóttir frá Stöpum flytur frasöguþátt. e. Alfa- og huldu- fólkssögurlngólfur Jónsson frá Prestbakka skráði. Baldur Pálmason les. f. Haldið tii haga Grimur M. Helgason cand. mag. flytur þáttinn. g. Kór- söngur: Karlakór Akureyrar syngur. Söngstjóri: Guðmund- ur Jóhannsson. 21.30 Otvarpssagan: „Hrólfs saga kraka og kappa hans”Sigurður Blöndai les (4) 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöldsagan: „Minningabók Þorvalds Thor- oddsens” Sveinn Skorri Höskuldsson les (23). 22.40 Djassþáttur i umsjá Jóns Múla Arnasonar. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok. SJómrarp; MIÐVIKUDAGUR 22. desember 1976 18.00 Hviti höfrungurinn . Franskur teiknimyndaflokkur. Þýðandi og þulur Ragna Ragn- ars. 18.15 Skipbrotsmennimir. Ástralskur myndaflokkur. 11. þáttur. Börnin I skóginum. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdótt- ir. 18.40 Börn um viða veröld. Undir hliðum Himalaja. Mynd úr myndaflokki, sem Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hefurgert f samvinnu við kanadiska sjón- varpið. Þessi mynd er um 14 ára dreng, sem á heima i Nepal i grennd við hið helga fljót Bag- mati, og lýsir hún átthögum .hans og daglegu lifi. Þýðandi Stefán Jökulsson. 19.05 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Jóiamyndir kvikmyndahús- anna.Umsjónarmenn Sigurður Sverrir Pálsson og Erlendur Sveinsson. 21.40 Fjarskiptarásir um geim- inn. Nýleg fræðslumynd um framfarir á sviði f jarskipta um gervihnetti i Kanada. Með til- komu þeirra eiga Ibúar af- skekktustu byggða landsins i fyrsta skipti kost á beinum lit- sjónvarpssendingum og full- kominni simaþjónustu. Eins og kunnugt er, hefur framtið f jar- skipta hérlendis verið ofarlega á baugi að undanförnu. Þýð- andi og þulur Jón D. Þorsteins- son. 22.05 Margt er likt með skyldum. Harald Heide Steen yngri bregöur sér i ýmis gervi og kemur fram i stuttum skemmtiatriðum. Einnig syng- ur hann nokkur létt lög. Þýð- andi Jóhanna Jóhannsdóttir. (Nordvision — Norska sjón- varpiö) 23.30 Dagskrárlok. Hún situr og horfir á sjónvarpið, ég er viss um að hún er búin að gleyma afmælisdeginum sinum svo nú skulum við koma henni rækilega á óvart. (...TIL KVOLDS13 EYDIR 3.1 KÍLÓI AF K0LUM A HVERJA HUNDRAÐ KÍLÚMETRA Uppfinningamaður- inn Marshall Ovens reiknar eldsneytis- eyðslu bifreiðar sinnar út i kilóum, en ekki i litrum eins og við hin. Bill Ovens er nefnilega knúinn áfram af gufu sem fæst við brennslu á sérstaklega með- höndluðum kolum. Ovens hefur unnið að bil sinum allt frá árinu 1952 og þykist nú það vel á veg kominn að timi sé til kominn að kynna farartækið fyrir forráðamönnum i bíla- iðnaði. Miðað við verð á kolum i dag er bill Ovens sparneytinn og mun endingarbetri en bilar sem brenna benzini. Ovens heldur þvi fram að bill hans komist 16 kilómetra á hálfu kilói af kolum. BJARGAR TÖLVA HINUM SÖKKVANDI FENEYJUM? Lfkan það sem vlsindamenn hafa gert I þeim tilgangi að kanna áhrif flóðs og fjöru á undirstöður mann virkja I Feneyjum. Á ári hverju stigur vatnsborðið i skurðun- um i Feneyjum um 2 mm. Þetta ásamt með öðrum skaðvænlegum áhrifum umhverfisins setur hinar heimsfrægu hallir, kirkjur, ferskur og málverk sem borgin á yfir að ráða i stór- hættu. Meira en 600 sögufrægar byggingar og hundruð ómetan- legra myndverka eru á hættusvæðinu. Þetta kemur fram i skýrslu sem UNESCO hefur sent frá sér. Borgin Feneyjar stendur á fjölda litilla eyja fyrir botni Adria- hafs. Visindamenn hafa nú byggt griðar- stórt likan af borginni. Likan þetta er 170 metrar á annan veginn en 70 metrar á hinn. 1 likani þessu er flóði og fjöru stjórnað af tölvu. Likanið þekur 1200 fer- metra og á þvi eru ein- ungis 5 skref frá aðal- járnbrautastöðinni til Markúsartorgsins og Rialtbbrúna getur maður falið i hendi sér. Tölva sú sem stjórn- ar flóði og fjöru i likan- inu dælir vatni i það úr þrem stórum tjörn- um. Þá gerir tölva mælingar á ýmsum stöðum i likaninu til að komast að þvi hver áhrif flóð og fjara hafa á undirstöður bygginga og annarra mannvirkja i likaninu. Niðurstöð- um þessara mælinga er siðan safnað saman og með þeim vonast vis- indamennirnir til þess að unnt reynist að finna út samband orsaka og afleiðinga. Likanið var tekið i notkun nú i haust og innan fárra mánaða vonast visindamenn- imir til þess að hafa yf- ir að ráða nægum upp- lýsingum til þess að geta dregið marktækar ályktanir.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.