Alþýðublaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 9
8ÍFRÉTTIR Miðvikudagur 22. desember 1976 biai Iþýö laöiel u- íó Miðvikudagur 22. desember 1976 ffRÉTTIR 9 Kínverskar "^bast- 1 mott I Þrjár stæröir. Verö frá >kr. 1.350 ■ : SÉRVERZLUN MEÐ GÓLFTEPPI Hvað segja lögfróðir menn um mál Guðbjarts Pálssonar? - segja þau Erla Jónsdóttir og Jón Eysteinsson „Réttarstaða sakborninga á íslandi er veik” Kristján Pétursson verður að leggja spilin á borðið I - segir Guðmundur Ingvi Sigurðsson, hrl AlþýöublaöiB náöi i gær tali af Guömundi Ingva Sigurössyni, hæstaréttarlögmanni, og spuröi hann álits á þeirri ákvöröun Jóns Eysteinssonar, bæjarfógeta I Keflavik, aö vikja Hauki Guömundssyni úr starfi um stundar sakir. Guömundur Ingvi sagöist telja aö bæjarfógeti heföi alls ekki tek- iö þessa ákvöröun nema aö vand- lega athuguöu rnáli. „Ég tel aö bæjarfógetinn I Keflavfk heföi ekki látiö Hauk hætta nema gild ástæöa hafi veriö til þess,” sagöi Guömundur Ingvi. Varöandi ógildingu Hæstarétt- ar á gæ.zluvaröhaldsúrskuröi yfir Guöbjarti Pálssyni og umsögn og aögeröum Kristjáns Péturssonar varöandi þaö mál, haföi Guömundur Ingvi Sigurösson þetta aö segja: „Mér finnst rannsóknardómar- ar og rannsóknarmenn hér á landi alltof gæzluvaröhaldsglaö- ir. Löggjafinn gerir einmitt ráö fyrir þvl aö gæzluvaröhaldi sé beitt af Itrustu varúö.” Guömundur Ingvi benti á aö i Bandarlkjunum væri einmitt sá háttur á haföur aö menn fengju að ganga lausir, gegn tryggingu, meöan veriö væri aö kanna hvort ákærur gegn þeim ættu viö rök aö styöjast. „Þaö er eins og sumir rann- sóknarmenn sjái glæpamann I hverjum manni og veröi aldrei ánægöir fyrr en búiö er aö setja einhverja I gæzluvaröhald.” Þá sagöi Guömundur Ingvi: „Fyrsta skylda Kristjáns Péturssonar er aö tala minna og dylgja minna. Fólk tekur mark á honum af þvl hann er duglegur. En þá veröur lika aö gera þá kröfu til hans aö hann noti vinnu- brögð sem eru á hærra plani en hjá þeim mönnum, sem hann er aö rannsaka.” Aö lokum sagöi Guömundur Ingvi Sigurösson: „Eins og málin standa nú verður Kristján Pétursson aö leggja spilin á borö- iö.” —BJ Erla Jónsdóttir, fulltrúi hjá Sakadómi Reykjavikur, sagöi I viötali, sem Alþýðublaðiö átti viö hana I gær, aö þvl færi vlös f jarri, sem fram heföi komiö i dagblöö- um á þriöjudag, aö afar sjaldgæft eöa nánast einsdæmi væri, aö Hæstiréttur ógilti gæzluvarö- haldsúrskurö. „Þetta er ekkert einsdæmi”, sagöi Erla Jónsdóttir. Hún sagöi aö ýmislegt af þvl sem Kristján Pétursson heföi sagt um mál Guöbjarts Pálssonar lægi alls ekki fyrir. Þessi gögn þyrftu aö koma fram og heföu reyndar átt aö vera komin fram, en einhverra hluta vegna heföi Kristján Pétursson séö ástæöu til aö halda þeim eftir. Erla sagbi aö málið væri allt I rannsókn og mundi Kristján Pétursson fá aöstööu til aö leggja fram þau gögn, sem hann heföi til viðbótar þvl sem komið væri. Þá haföi Alþýöublaðið samband við Jón Eysteinsson, bæjarfógeta I Keflavlk og vildi hann ekkert um málið segja. Um úrskurö Hæsta- réttar til ógildingar á gæzluvarð- haldi Guöbjarts, sagöi bæjar- fógeti þó, aö sllkt væri alls ekkert .einsdæmi og myndi hann eftir nokkuö mörgum hliöstæöum dæmum. Þá var bæjarfógeti spuröur um þá ákvöröun að vlkja Hauki Guðmundssyni úr starfi. „Ég vil ekkert um þetta mál tjá mig á þessu stigi”, sagöi Jón Eysteins- son. Þegar bæjarfógeti var spuröur um þaö hvort eitthvaö nýtt væri I uppsiglingu I þvi máli visaöi hann spurningunni algerlega á bug og frábaöst frekari spurninga. —BJ segir Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður Ragnar Aðalsteinsson, hrl, sagöist litið vita um þetta mál annað en þaö sem fram kæmi i blöðum og af fenginni reynslu vissi hann, að ekki væri alltaf rétt með farið á þeim vettvangi. Um afgreiöslu Hæstaréttar á hinum kærða úrskuröi væri tæpast hægtað fjalla þar eð menn hefðu ekki hugmynd um hvernig hinn kærði úrskurður hefði verið, enda blöðin ekki séð ástæöu til að birta hann ennþá. Þannig skortir allar forsendur til að hægt væri aö imynda sér skoðun á afgreiðslu Hæstaréttar I þessu máli. Þá var Ragnar inntur álits á viðbrögðum Kristjáns Péturs- sonar, er rannsókn málsins var færð til embættisins i Reykjavik. Sagði hann viðbrögð Kristjáns óvenjuleg þar sem lögreglu- og sakadómsrannsóknir fari ekki fram á siðum dagblaðanna. Einnig sagði Ragnar þaö undarlegt að maður sem vegna gamalla mála sem eru til rann- sóknar viö sakadóm Reykja vikur, skuli skyndilega vera handtekinn i Keflavík. Sagðist Ragnar i grundvallar- atriðum vera þeirra skoöunar, að áður en handtaka og frelsis- svipting fari fram þurfi að uppfylla mjög ströng skilyrði. Komist dómstólar upp með að halda mönnum í gæzluvarðhaldi á veikum grundvelli skapi það hættulegt fordæmi sem ekki verði viö unað af réttaröryggis- ástæöum. „Réttarfarið hér á' landi ber allt of mikinn keim af rannsóknarréttarfari, þar sem réttarstaða sakbornings er veik”, sagði Ragnar. Um viðbrögð yfirsakadómara er fógetinn I Keflavlk visaöi málinu til hans, sagði Ragnar, að alltaf gætti vissrar tilhneygingar hjá yfirhlöðnum dómsstólum, ekki aðeins hér I Reykjavik heldur alls staðar, aö koma málum annaö ef grundvöllur væri fyrir þvi. —GEK Grensásvegi 1 3, símar 83577 — 83430. Harma opinberar deilur einstakra dómara og ríkissaksóknara - segir Jón E. Ragnarsson, hæstréttarlögmaður Blaðiö leitaði til Jóns E. Ragnarssonar og haföi hann þetta um málið að segja:,,Þaðerörðugt aö gera sér grein fyrir gangi þessa máls og þeim sakargögnum sem fyrir liggja af blaðaskrifum eingöngu, til dæmis sakargiftum á hendur hinum grunaöa og gæzluvarðhalds úrskuröinum sjálfum. En þessi gögn hef ég ekki séö og frásagnir blaða eru stundum sundurlausar, þannig aö rökstutt álit verður ekki byggt á þeim ein- göngu. Opinber umræöa um mál á sliku frumstigi rannsóknar er mjög varasöm og oft ósanngjörn. í framhaldi af mjög auknum skrifum dagblaða um sakamál og dómsmál af ýmsu tagi, ber að harma það aö ágreiningur milli einstakra dómara og rlkissak- sóknara komi fram I blöðum meö þeim hætti sem oröiö hefur, þótt alíir þessir aöilar viröist aö mér sýnist hafa lögfræðilega rök- studda og sanngjarnar forsendur fyrir afstööu sinni. Slíkur ágreiningur er oftast fræðilegur, en getur veriö til þess fallinn aö koma innn hjá almenn- ingi ranghugmyndum um dóms- stóla og réttarfar á Islandi. 1 máli sem þessu, takast á tvenns konar hagsmunir, annars vegar réttur borgarans og trygg- ing fyrir þvl aö sakaöir menn hljóti ekki ranga eöa ósanngjarna dóma, þetta getum viö kallaö réttlætissjónarmiö, en hins vegar eru svo hagsmunir rlkisins sem eiga aö tryggja þaö aö eftir lögun- um sé farið, aö lögbrjótar hljóti eðlilega dóma og viöurlög og aö almenningur, eöa þeir sem fyrir afbrotunum verða hafi trausta vernd. Þetta getum við kallaö réttaröryggissjónarmiö. í sllku efni er oft vandrataö meöalhófið en mat á þvl er oft á tlöum hiö vanþakkaöa hlutverk laganna manna. Þessi ofangreindu sjónarmið öll, koma glöggt fram i þessu til- tekna máli sem hér er um spurt og eingöngu reynslan og fram- þróun þess máls og niðurstaða, munu skera úr þvl hvaö sé rétt og hvað rangt, eöa hvaö hafi orkað tvlmælis. Aö þessu athuguöu vil ég ekki á þessu stigi málsins leggja dóm á einstaka þætti þess, en vara mjög viö fordómum á þessu stigi I garö rannsóknarmannanna eöa þeirra dómara sem um máliö hafa f jall- aö,” sagöi Jón E. Ragnarsson aö lokum. —GEK Þorsteinn Júlíusson, hrl.: Kannað hvort ummæli Kristjáns Péturs sonar hafi við rök að styðjast Þorsteinn Júliusson, hæsta- réttarlögmaður, tók það fram I upphafi máls slns og undirstrik- aði, aö þegar talaö væri um þetta mál sem önnur, yröu menn aö gæta þess, aö einskoröa sig viö þær staöreyndir sem fram heföu komiö og varast aö fella dóm án þess aö fyrir lægju sannanir um sekt eöa sakleysi viökomandi aö- ila. Sagöi Þorsteinn aö i sjálfu sér sæi hann ekkert athugavert viö þaö aö flytja máliö til Reykjavik- ur. Fyrir þeirri aðgerö heföú veriö færö rök, sem virtust aö hans mati réttlætanleg. Hitt væri ann- að mál, aö viö handtökur eins og þá sem átti sér staö I Keflavík hlytu alltaf aö vakna spurningar. Eins og til dæmis, var aöförin gegn Guöbjarti og handtaka hans lögleg? „Við veröum aö gæta aö þvl, að I réttarriki eiga allir rétt á aö bera hönd fyrir höfuð sér. Ekki má skilja orð mín svo, aö ég sé aö fella dóm um sekt eða sakleysi Guðbjarts þaö get ég ekki frekar en aðrir eins og málin standa.” Um úrskurö Hæstaréttar haföi Þorsteinn þetta aö segja, „Ég tel að úrskurður Hæstaréttar hafiver iö eina afgreiðslan sem til greina kom, meö tilliti til þess, hve mikl- ir annmarkar voru á hinum kærða gæzluvaröhaldsúrskuröi. Svo viröist sem mikiö hafi vantað á að gögn þau sem lágu til grund- vallar gæzluvaröhaldsúrskurö- inum hafi fullnægt þeim grund- vallaratriðum sem til þurfti. Þvl miður stendur þjóöfélagiö höllum fæti gagnvart afbrota mönnum, þvi aö sjálfsögöu getur þaö ekki beitt sömu aöferöum og þeir.” Þá sagöist Þorsteinn ekki átta sig á þætti Kristjáns Péturssonar I þessu máli. Guöbjartur heföi verið tekinn utan lögsagnar Kristjáns, sem starfsmanns toll- gæzlunnar á Keflavikurflugvelli. Þó svo aö Guöbjartur heföi verið tekinn fyrir tollalagabrot, hlyti Kristján að hafa unnið aö þessu máli I frltlma sinum. Þá bæri aö llta á ásakanir þær sem Kristján hefði komiö fram með bæöi I útvarpi og sjónvarpi mjög alvarlegum augum, þar sem Kristján væri opinber starfs- maður tollgæzlunnar. Kristján heföi gefið ýmislegt I skyn, án þess, að leggja fram staöfesting- ar, eða gögn. Ætti núverandi rannsóknaraöili málsins hiklaust aö gangast fyrir þvl að hann gerði hreint fyrir slnum dyrum, svo hægt væri að sannreyna hvort ásakanir hans eigi viö rök aö styðjast. Taldi Þorsteinn eölilegast aö Kristján léti þeim I té allar þær upplýsingar sem hann kynni að hafa I fórum sínum. Ef Kristjáni fyndist sem legiö væri á þeim gögnum, eöa upplýsingum gæti hann á eigin ábyrgö birt I opin- berum fjölmiðli þau þeirra, sem renna stoöum undir fullyröingar hans. —GEK Askriftarsími Alþýðublaðsins er 14900 Auðvitað allar barnabækurnar en líka mikið úrval allskonar þroskaleikfanga, t.d. eru nýkomnir hinir margeftirspurðu „Raðpinnar" í fallegum gjafakössum og mjög mikið úrval af nýjum púsluspilum fyrir börn og fullorðna. Ennfremur bókstafir og tölustafir með segulstáli. Það eiga allir leið í Barnabókabúð Máls og menningar L_au£iI242 ------------------------x Mikil biaðaskrif, sem óþarft er að rekja, hafa fylgt i kjölfar gæzluvarðhaldsúrskurðar sem kveðinn var upp yfir Guðbjarti Pálssyni, við em- bætti fógetans i Keflavík fyrr i þessum mánuði. Alþýðublaðið leitaði i gær álits nokkurra lög- fróðra manna á þessu máli og þeim blaðaskrifum, sem af þvi hafa sprottið. „EKKERT EINSDÆMI”

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.