Alþýðublaðið - 07.01.1977, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 07.01.1977, Qupperneq 4
Föstudagur 7. janúar 1977 iSær í HEIÐARDALINN HEIM Það rikti mikil spenna og eftirvænting á Reykjavíkurflugvelii á Þorláksmessudag, er undirrituð lagði leið sina þangað i þeim er- indagjörðum að lita landsbyggðina augum um jólahátiðina. Greinileg jólastemning var rikjandi á flugveil- inum þar sem saman var komið fólk viðs vegar að af landinu, allir spenntir að kom- ast heim i jóladýrðina tii vina og vanda- manna. VeöriB var eins og bezt var á kosið, engin rigning (aldrei þessu vant i Eeykjavík) ekkert rok og leit út fyrir hið bezta flugveður. Fólk beið spennt eftir kalli i flugvélarnar þar sem það gekk um með töskur og poka og þeir sem engan farangur þurftu að bera héldu bara á bangsan- um sinum eða dúkkunni. Allir voru i góðu skapi og biðu bara eftir að geta stigið út f hina langþráðu flugvél. En alltaf er mikill flýtir á mönnum þegar fara á i ferða- lög. Undirrituð er engin undan- tekning og sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að spenn- ingurinn var engu minni en flýtirinn, i þetta sinnið gekk allt á afturfótunum. Loksins þegar allt átti að vera tilbúið, búið var að kveðja og þeyst var af stað i leigubilnum átti bara að loka augunum og slappa af. En það gekk ekki eins vel og á horfðist i fyrstu þvi eng- inn fer peningalaus i langferð. Billinn varð að snúa við og halda heimleiðis aftur. Peningarnir fundust og aftur var geýst.. af stað með ógnar- hraða. Billinn var greiddur upp við dyr Flugfélagsins og farangr- inum komið fyrir á sinum stað. Samferöafólk var þegar mætt á staðinn enda klukkan orðin ná- kvæmlega það sem hún átti að vera er vélin færi i loftiö. Undirrituð kom á handa- hlaupum inn um dyrnar keypti miða eins og vera ber og rétt náði að hlýða á kall flugmanns- ins er hann kallaði fólk um borð i flugvélina. Út var þotið i flugvélina en eitthvað voru handleggirnir léttir þegar upp i vél var komið. Jú, viti menn, kápan gleymdist i anddyrinu. Ekki var til setunn- ar boðiö, kápuna varð að hafa með. Eftir mikla árekstra og af- sakanir hér og þar var loksins hægt að tylla sér i sæti flug- vélarinnar og hafa það náðugt. Vélin fór i loftið, tilkynnt var um klukkutima flugáætlun til Hornafjarðar og flugfreyjan bauð öllum góða ferð, hug- hreystandi röddu. Ekki þýddi að fást um flug- hræðslu, vélin var þegar i loft- inu og ekki varð til baka snúið. Þá var ekki til annars ráðs að grípa en klipa bara duglega i . sessunautinn ef vélin færi að láta eitthvað illa. Til þess kom nú ekki, enda ekki að vita nema einhverjir hefðu tekið það illa upp aö koma bláir og marðir heim I jólafriið. Flugfreyjan gekk um með bros á vör og bauð lestrarefni, enda ekki vanþörf á að dreifa huganum við eitthvaö á svo langri leið. Eftir um það bil 55 minútur kom hughreystandi röddin aftur og tilkynnti nú glaðlega að lend- ing á Hornafirði yrði innan skamms.bannað var að reykja og öryggisbeltin skyldu vand- "lega spennt. Og auðvitað biðu allir spennt- ir, i tvennum skilningi. Vélin lenti með tilheyrandi brambolti og þrýstingi, en allt gekk stór- slysalaust. Enginn mátti standa upp fyrr en flugfreyjan sagði og þvl varð að hlýða þó erfitt væri að sitja á sér. Ferðin var vist nógu löng, þó hleypt væri nú út úr vélinni eftir lendingu. Jú, loks opnuðust dyrnar og menn og konur þustu út, undirrituð ekki með þeim seinni. Vonbrigðin leyndu sér ekki er út var komið. Hvar var mót- tökunefndin. Enginn sjáanlegur til að færa mann heim á fyrir- heitna staðinn. Eða hvað, jú þar sást móta fyrir ökutæki I myrkrinu,sem kom kunnuglega fyrir sjónir. Og vonbrigðin voru Aðalheiður Birgisdóttir /----------------------------- ” 'v,"\ ekki mjög lengi að breytast i fögnuð og feginleika. Eftir að búið var að finna all- anfarangurinn, allir jólapakkar komnir á sinn stað og búið var að koma sér vel fyrir i þægileg- um sætunum var brunað á stað, og ekki til setunnar boðið, enda tæplega tveggja tima akstur fyrir höndum, yfir heiðar og dali. En hver kippir sér upp við nokkurra tima akstur, þegar maður loksins er að nálgast fyr- irheitna landið. Ekki undirrituð. Og ekki leið langur timi unz draumaheimurinn hafði yfir- bugað veruleikann og likaði vel. Nú var fyrst hægt að slappa af, peningarnir á sinum stað i kápunni, allt klappað og klárt og bara að biða eftir að komast heim i jólasæluna. Og vonbrigð- inurðu engin i þetta skiptið er á áfangastað var komið. Sagan má ekki gleymast Rit Fiskifélags ís- lands, Ægir, 22. tölu- blað siðasta árs, er ný- komið út. í forystu- grein blaðsins er fjallað um nauðsyn skrásetningar á nýjungum i atvinnu- sögunnu, þar sem alltof oft vilji brenna við, að í gleymsku falli hvenær ákveðnir starfshættir eru teknir upp og eldri lagðir til hliðar. Höf- undurinn, Ásgeir Jakobsson, segir I þessu sambandi: „Þar sem fiskveiðar hafa verið stundaðar hér frá land- námstið, og sjávarútvegur veriö okkar annar aöalatvinnuvegur, þá lætur þaö náttúrulega aö likum, að við tslendingar höfum lagaðeittog annaðihendi okkar eftir okkar sérþörfum eða fundið annað upp, sem brýn nauðsyn var á. í báðum þessum tilvikum hefir það viljað gleymast mönnum, hvenig sagan gerðist. Fiskimenn standa nú ekki með pennann i höndunum daglega . og eins er það, að mönnum finnst óþarfi að skrá niður sitt- hvað sem allir hljóti að muna þetta, og stundum finnst mönnum þetta ekki frásagnar- vert, þótt tekið sé i notkun eitt- hvert tæki við atvinnuveginn. En svo kemur það i ljós, að þetta tæki eða þessi breyting hefur valdið verulegum um- skiptum i atvinnuveginum. Þá fara menn að reyna að rifja söguna upp. Það vill ganga mis- jafnlega, þá er stundum, að þeir eru fallnir frá sem gerzt myndu vita, eða frásagnirnar stangast á svo að enginn veit hvað rétt er.... Stundum er ekki heldur nógu rækilega gengið frá sögunni, þó að hún sé skráð af samtima- mönnum. Hef ég þar i huga, hvaða Islendingur varð fyrstur til að veiða með herpinót. I sildarsögu Matthiasar er sagt að það hafi verið Agúst Flygering sumarið 1906 með skip sitt Leslie, sem hann hafði keypt i þessu skyni, en það er bara á lifi maður, sannferðugur og skilgóður á Hrafnistu, Magnús Helgason, sem var á Leslie 1906 og fullyrðir, að skipið hafi ekki farið norður til herpinótaveiða þetta sumar né næsta. Annað eins gæti náttúr- lega ekki brenglast i minni manna, sem eru meö óbrenglað minni eins og Magnús. Sjómenn muna, hvort þeir eru á rek- netum I Faxaflóa, eða að baksa við nýja veiðiaðferð fyrir norðan land. Af þessum sökum, hversu margt vill hrapa i glat- kistuna, þegar frá liður, ættu sjávarútvegsmenn að gera þaö að venju sinni, að krota eitt og annað hjá sér, sem gæti orðið siðaritima mönnum tilhjálpar, þegar þeir fara að rifja upp söguna og helzt ætti samtiminn ævinlega að ganga rækilega frá sögunni i heild.” Aukin átök um skiptingu þjóðartekna Kristján Thorlacius fjallar um kjara- baráttuna sem fram- undan er, i siðasta tölu- blaði Ásgarðs, mál- gagns Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. í forystugrein gerir Kristján að umræðuefni skiptingu þjóðartekna og boðar aukin átök af hálfu launþegasamtakanna um hana. Hann segir þar meðal annars: „Um eins árs skeið hefur út- flutningsverð verið að hækka og innflutningsverð hefur hækkað mun minna en áður. Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir þvi, að verðmæti heildar- framleiðslu sjávarafurða verði um 15 milljörðum króna meira 1976 en 1975, en það er hækkun um 40%. Þá er reiknað með 4- 5% aukningu á sjávarvöru- framleiðslu. Útflutningsverðlag i erlendri mynt er talið hafa hækkað frá 1975 um 18-19% og hækkun á verði erlends gjaldeyris vegna gengislækkana (gengissigs) hefur orðið 14-15%. Það, sem einkennt hefur mjög aðgeröir i efnahagsmálum undanfarinna ára eru gengis- lækkanir, vaxtahækkanir og takmarkanir á verðtryggingu launa. Launþegasamtökin veröa aö gera sér betur ljóst hér eftir en hingað til, hvernig Alþingi, rildsstjórnir og bankavald fara að þvi að eyðileggja þá kjara- samninga, sem launþega- samtökin gera, með svo- kölluðum hagstjórnartækjum. Samtök launafólks verða vissulega að hafa auga með þvi, hvernig ástand efnahagsmála er og hvort aðstæður séu til þess, að launahækkanir geti orðið raunhæfar. Hitt verða menn nú að gera sér ljóst, að kjarasamningar i okkar landi eru að verða hreinn skripa- leikur, i mörgum tilfellum, vegna þeirra sterku taka, sem atvinnurekendur hafa i valda- kerfi þjóðarinnar. Augljóst er, að kjarabaráttan hlýtur á næstunni að snúast i mjög auknum mæli um, hvort þjóðartekjunum sé réttlátlega skipt. Það mun skipta sköpum, hvort launafólki auðnast að sameinast um kjaramálin i viðustu merkingu, eða hvort áfram tekst að sundra mönnum i flokkspólitiskar fylkingar, atvinnurekendum til gengis og gróða.”

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.