Alþýðublaðið - 07.01.1977, Qupperneq 14

Alþýðublaðið - 07.01.1977, Qupperneq 14
Föstudagur 7. janúar 1977 S2.“ 14 LISTSR/MEMMING Gjöf til Þjóðleikhússins Þjóðleikhúsinu barst nýlega höfðingleg gjöf frá Andrési Þormar leikritaskáldi og fyrr- um gjaldkera. Er það bók þar sem hann hefur safnað öllum gögnum og umsögnum i blöðum um vigslu Þjóðleik- hússins, undirbúning og starf þess á fyrstu mánuðunum. Bókin er fagurlega innbundin og verður til sýnis á Kristalssal á sýningum i leikhúsinu næstu vikurnar. Andrés Þormar er gamall leikhúsunnandi og kunnur bóka- safnari og mun til dæmis eiga eitt merkasta safn islenzkra. leikrita, sem til er. Hann sést hér á myndinni við gjöf sina, en með honum á myndinni eru nokkrir af leikurum og starfs- mönnum, sem hafa starfað við leikhúsið allt frá opnun þess. Þeir eru, talið frá vinstri: Valur Gislason, Róbert Arnfinnsson, Herdis Þorvaldsdóttir, ög- mundur Kristófersson, gefand- inn Andrés Þormar, Bjarni Ste- fánsson, Þorlákur Þórðarson og Kristinn Danielsson. Hin myndin er af Páli Isólfs- syni,sem gefin var Þjóöleikhús- inu annan i jólum. íslenzk kvikmynd i byrjun desem- bermánaöar var lokið við töku kvikmyndarinnar „ólafur liljurós"/ og er þar gengið út frá samnefndri þjóðsögu/ sem flestir kannast við. Einnig er færeyska út- gáfan höfð tii hliðsjónar, en hún er frábrugðin þeirri íslenzku m.a. að því leyti/ að unnusta ólafs er þar ein af höfuð- persónum. Kvikmyndahandritið viður- kennir hinsvegar ekki, að sagan um Ólaf hinn unga sé eins ein- föld og af er látið: Ólafur kemur heim helsærður, deyr stuttu siðar og álfameyjum svo um kennt. Oft hefði þessi skýring þótt ófullnægjandi og allgrun- samleg. Það er þvi lagt til i handritinu, aö athuga það nánar hvernig huldufólkssögur verða til, hvaða hlutverki þær gegndu á þeim tima, þegar þær voru hvað magnaðastar og hverjum þær þjónuðu yfirleitt. í frétt frá aöstandendum myndarinnar segir að fyrir yfirstétt og presta Páll isólfsson. hafi þær verið enn eitt vopnið til þess að tryggja vald sitt og kúga hina fátæku. Fyrir þeim hafi huldufólk átt sök á öllu hinu illa, verið grimmt og heiðið, drepið bæði fé og menn? Hinsvegar, fyrir fátækum almúga hafi huldufólkið verið bæði örlátt og fagurt, einskonar imynd þess frelsis sem hann dreymdi um. Þótt huldufólk hafi oft áður gefið islenzkum listamönnum hugmyndina að verkum þeirra, hafa þær aldrei verið beint útfærðar sem þjóðfélagsádeila, og mun kvikmyndin liklega vera hentugasta tjáningar- formið. Hér varð sagan um Ólaf liljurós fyrir valinu vegna þess hve vinsæl og myndræn hún er, og ekki sist vegna þess að hún hefur alla þá spennu og drama- tik til að bera, til þess að skapa sterkt handrit. Sagan hefst nokkru eftir að Ólafur liljurós hefur verið myrtur. Fátækur bóndasonur lendir i álika ævintýri og hann, nema hvað i hans tilfelli er álfa- mærin klædd holdi og blóði, dóttir velefnaðs bónda og ekki að sama skapi heiðarlegs. Hafði hún verið heitin Ólafi hinum unga.... Þeir sem um framkvæmd myndarinnar og leik sáu, eru flestir viðurkenndir listamenn, þótt þeir komi úr ólikum áttum, og verður athyglisvert aö sjá útkomuna á samstarfi svo sundurleits hóps. Kvikmyndahandritið er eftir Rósku, sem einnig er leikstjóri i samráði við italskan leikstjóra, Manrico Pavolettoni. Töku myndarinnar annast svo Þrándur Thoroddsen og hljóð-A upptöku Jón Hermannsson. Sviðsmynd gerði Jón Gunnar Árnason og Megas sá um tónlistina og útsetningu á lögum. Textar eru samstarf Rósku, Þrándar og Dags Sigurðarsonar. Tökuritari var Birna Þórðardóttir. Leikarar eru: Dagur, Þrándur Thoroddsen, Sigrún Stella Karlsdóttir, Megas, Jón Gunnar, Ásgeir Einarsson, Guðlaug Guðjónsdóttir, Sigriður Jónsdóttir, Róska og Birna. Nær allir leikarar syngja kór- söng, en Megas, Dagur og Sigrún Stella syngja lika einsöng, gamlar islenzkar stemmur. Aðstæður til myndatöku, lán á baðstofu og fornum munum, veitti Þórður Tómasson safn- vörður við byggðasafnið i Skógum undir Eyjafjöllum. Búningar eru frá Þjóðleik- húsinu, og gripir álfameyja eru fengnir að láni hjá Þjóðminja- safninu. Kvikmyndin er framleidd á kostnað leikstjóranna, Rósku og Manrico Pavolettoni. Má geta þess, að'þetta er ekki i fyrsta sinn, sem Manrico leik- stýrir kvikmynd á íslandi um islenzkt efni. Á árunum 1972- 1974 gerði hann hér flokk heimildamynda fyrir fræðslu- deild italska sjónvarpsins, þá með aðstoð Rósku sem tók einnig myndirnar. Voru þær sjö talsins, hver um sig 25 minútur, og var efni þeirra 1) saga og sjálfstæðisbarátta, 2) eldgos og jarðhiti, 3) sjómenn og þorskastrið, 4) sauðfjárrækt og afdalir, 5) stóriðja og bændur i Mývatnssveit, 6) uppeldis og skólamál, 7) islenzk menning og erfðavenjur. Voru myndirnar siðan sýndar i italska sjónvarpinu i árslok 1974, en efnið er i eigu Rósku. tslenzkir aðilar sem studdu fjárhagslega töku mynda- flokksins voru Ferðaskrifstofa rikisins og Flugleiðir, en sögu- legt efni létu i té, Islenzka sjón- varpið, Osvald Knudsen og Fylkingin. um Ólaf Liljurós Þrándur og Megas æfa. Manrico Pavolettoni, leikstjóri, Jón Hermannsson hljóðupptöku- maður, Þrándur Thoroddsen, myndatökumaður. Gjöf til Þjóð- leikhússins A annandag jóla.skömmu fyrir frumsýningu á Gullna hliðinu eft- ir Davið Stefánsson var Þjóðleik- húsinu gefin mynd af dr. Páli isólfssyni, sem samið hefur tón- listina við verkið. Er myndin gjöf frá fjölskyldu dr. Páls og máluð af þýzkum málara Hans Alex- anderMulIer iLeipzig 1917 eða 18. Við afhendingu myndarinnar hafði Jón Pálsson, sonur tón- skáldsins orð fyrir gefendum, en formaður Þjóðleikhúsráðs, Vil- hjálmur Þ. Gislason þakkaði fyrir hönd leikhússins. Tækni/Vísindi í þessari viku: Leit að risaplöntum'4. Veggur plöntufruma er úr stffu ógegndreypu beðmi sem vernd- ar innri hluta frumunnar. var. Plöntufræöingar, sem byggja á rannsóknarstarfi sem unnið var við háskólann I Notthingham á Englandi, geta nú með hjálp ensima komizt að umfryminu. PR.QT-OPLfv.STS.. Umfrymi Þetta gerir það að verkum að plantan er sterkari og þolir meira. En hingað til hefur þetta komið í veg fyrir aö hægt væri aöblanda saman óskyldum teg- undum. Ef unnt reynist að brjóta niðui frumuvegginn, er hægt a( blanda saman ólikum jurta tegundum og ef tii vill verðui útkomanný planta með eigin leika beggja þeirra sem blandat

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.