Alþýðublaðið - 07.01.1977, Side 16
■
■
i gær veitti Félag blikk-
smiða viðurkenningu
fyrir góðan aðbúnað
starfsfólks á vinnustað, í
fyrsta sinn á ferli sínum.
Það var blikksmiðjan
Blikk og Stál hf að Biids-
höfða 12, sem hlaut þessa
viðurkenningu og var hún
veitt samkvæmt einróma
samþykkt trúnaðar-
mannaráðs félagsins.
Formaöur Félags blikksmiöa
Kristján Ottósson, sagði i ræðu
sem hann hélt við þetta tæki-
færi, að þessi viðurkenning væri
tilefni sem rekja mætti til
siðasta verkfalls i hlákksmiða-
iðninni, ,,en eins og endranær
við slikar aðstæður voru blikk-
smiöir á verkfallsvöktum og
ferðuðust á milli blikksmiðj-
anna til að sjá um að ekki væru
framin verkfallsbrot.
Það var á þessum eftirlits-
ferðum sem blikksmiðirnir tóku
eftir þvi, að ein blikksmiðjan
var miklu framar öðrum blikk-
smiðjum hvað varðar aðbúnað
og hollustuhætti til handa
starfsmönnum i blikksmiðaiðn-
inni.”
Að taka eftir því
sem vel er gert.
Þá sagöi Kristján, aö á aðal-
fundi félagsins i marz á siðasta
ári hefði komið fram tillaga
þess efnis að félagið veitti
viðurkenningu þeirr.i. blikk-
smiðju er skapaði starfsmönn-
um bezt aðstööu, hvað varðar
aöbúnað og hollustu hætti.
Þannig vildi félagið sýna, að
það tæki eftir þvi sem vel er
gert, i stað þess að halda ein-
göngu á lofti dökku hliö
málanna. Þessi tillaga var
samþykkt einróma og stjórn
félagsins og trúnaðarmanna-
ráði falin framkvæmd þessa
máls.
Á trúnaðarmannaráðsfundi I
Félagi blikksmiða sem haldinn
var 28. desember sl., var enginn
ágreiningur um hvaða blikk-
smiðja ætti að fá viðurkenningu
samkvæmt áðurnefndri
samþykkt siðasta aðalfundar.
Það er Blikk & Stál sem við nú
erum staddir i.
Að mati trúnaðarmannaráðs
virðist sem aðbúnaður hollusta
og góð vinnuskilyrði starfsfólks
hafi ekki gleymst viö uppbygg-
ingu þessa fyrirtækis, sem að
sjálfsögðu á að leiða til aukinn-
ar framleiðni fyrirtækinu i
hag.”
Annaö heimili
starfsmannsins.
Þá taldi Kristján upp þau
atriði sem geröu þaö að verkum
að fyrirtækinu var veitt þessi
viðurkenning, en þau voru tíu:
1. Góð lýsing.
2. Góö loftræsting. Hér eru i
húsinu 5 sjálfstæöar loftræsti-
og hitunarsamstæður meö
uppblöndun á fersku lofti.
3. Útsog frá suðuherbergi,
renniverkstæði, sprautu-
herbergi sem hefur sérstakan
vatnsúðara (eða vaskara) og
einnig útsog frá snyrtingum
og er mér tjáð af starfsmönn-
um að hér sé alltaf gott loft i
vinnusal og nægur hiti.
4. Hreinlætisaðstaöa er hér og
nokkuð góð. Hver maður hef-
ur sér fataskáp, hér eru
rúmgóð sturtuböð ásamt ann-
arri snyrtiaðshöðu.
5. Matsalur er hér mjög aðlað-
andi með tilheyrandi
hreinlætisaðstööu og salerni.
6. Mér er kunnugt um að fjórar
blikksmiðjur gefa starfsfólki
kaffi tvisvar á dag, auk Blikk
& og Stáls eru það blikksm.
Grettir, blikksm. Gylfa og
blikksm. J.B. Péturssonar.
7. Ég tel aö óhætt sé að segja
að vinnuaðstaða hér í Blikk &
Stáli sé mjög góð og öðrum
til eftirbreytni. Hér hefur
hver starfsmaður sinn verk-
færaskáp með verkfærum og
vinnuborð.
8. Hér er og vinnuvélum hag-
anlega fyrirkomið i þeirri
vinnsluröð sem verkefnin
segja til um.
9. Þá eru öll húsakynni hér
máluð ! hólf og gólf og að sjá
þokkalega við haldið.
10. Hér i Blikk & Stál hefur verið
sett upp gluggaskreyting og
skreytt jólatré i vinnusal.
Þá gat Kristján þess i ræðu
sinni, að framhjá þeirri stað-
reynd yrði ekki gengið, að
vinnustaðurinn væri I raun ann-
að heimili starfsmannsins. A
þeim timum sem við nú lif-
um kemur hann aðeins heim til
að sofa, þvi vökutimanum
verður hann að eyða á vinnustað
til að þræla fyrir þvi litla kaupi
sem honum er skammtað. A
þessu sést, að vinnustaðurinn
verður að uppfylla þær kröfur
sem þarf að gera til að starfs-
maðurinn hald óskertri heilsu.
Hugarfarsbreyting
nauðsynleg.
Lágmarkið þar er að minu
mati, sagði Kristján góð lýsing,
hreint loft, rétt hitastig miðað
við verkefni góð hreinlætisað-
staða, fyrirbyggjandi aðgerðir
gegn hávaða og siðast en ekki
sizt að allir taki þátt i félags-
störfum bæði innan og utan
vinnustaðarins.
En Kristján benti einnig á þaö
i ræðu sinni i gær, að það væri
ekki nægilegt að gera kröfur i
þessum málum til atvinnurek-
enda. Hugarfarsbreyting yrði
að eiga sér stað hjá sveinum
lika, i mannlegum samskiptum
og umgengnisvenjum. Það væri
ófögur sjón að sjá eyrnarhlifar
öryggishjálma og aðrar
öryggishlifar liggja undir
vinnuborðum eða veltast á gólf-
um vinnusala af óhirðu starfs-
manna. Einnig væri það vægast
sagt óviðeigandi, þar sem
þokkalegir kaffi- og matsalir
væru fyrir hendi, að sjá starfs-
menn matast i óhreinum vinnu-
skóm og óhreinum vinnuslopp-
um.
Stjórnendum, verkstjórum,
flokksstjórum og trúnaðar-
mönnum bæri skylda til að vera
fyrirmynd i allri umgengni og
öryggismálum.
15. . afmælisár
' Viðstaddur athöfnina i gær
var meðal annars Guðjón Jóns-
son formaður Málm- og skipa-
smiðasambands Islands. Var
honum sérstaklega boðið af
Félagi blikksmiða vegna mikill-
ar baráttu sinnar fyrir bættum
aðbúnaði og holiustuháttum i
málmiðnaði, og þakkaði
Kristján honum sérstaklega.
Það var Garðar Erlendsson
framkvæmdastjóri sem tók við
viðurkenningunni fyrir hönd
Blikk & Stál hf. Hann gat þess i
stuttu ávarpi, að félagiö ætti 15
ára afmæli i ár og þakkaði þessa
góðu afmælisgjöf.
Húsnæði fyrirtækisins er
tveggja ára ' gamalt, 1050
fermetrar að snærð og var sér-
staklega hannað með það fyrir
augum að öll starfsaðstaða væri
sem bezt. Það var teiknistofan
Arkó sem sá um teikningu og
útlit húsnæðisins.
Þess má geta hér, að öll
snyrtiaðstaða er mjög til fyrir-
myndar hjá Blikk & Stál, og
kaffistofa fyrirtækisins einnig,
eins og sjá má af þvi, að þar eru
jafnvel haldin þorrablót starfs-
mannafélagsins. —hm.
BLIKK OG STAL FEKK
VIÐURKENNINGU FYRIR
AÐBÚNAÐ STARFSFÓLKS
FÓSTUDAGUR
7. JANÚAR 1977
alþýðu
blaðið
Lesið: í Dagblaðinu i
fyrradag i byrjun fréttar á
baksiðu: ,,—Kristján
Pétursson nýkominn úr
Amerikuferð i gærmorgun
með Loftleiðavél, sem lenti
á Keflavikurflugveili
klukkan 7.00 að islenzkum
tima. Hann var náður tali
af Dagblaðinu heima hjá
sér i gærkvöldi. Hann kvað
erfiða ferð vera að baki.
Hann var spurður. Hann
svaraði:..”
o
Lesið: í Visi i gær: ,,Hauk-
ur Guðmundsson, rann-
sóknarlögreglumaður, hef-
ur nú krafizt rannsóknar á
þvi að eiginkona hans og
systur voru kallaðar i sak-
bendingu. Þær voru i hópi
sautján kvenna, sem voru
kvaddar til til að athuga
hvort Guðbjartur Pálsson
og fylginautar hans þekktu
þar þær stúlkur, sem þeir
segja að hafi verið notaðar
tilað ginnaþá.Mál þetta er
nú orðið allflókið, þar sem
Haukur er að krefjast
rannsóknar á rannsókninni
á rannsókn hans á málum
Guðbjarts. Undanfarna
daga og vikur hefur þess
orðið mjög greinilega vart
að það er verið að breiða út
allskonar sögur um þá
Hauk og Kristján Péturs-
son. Það er enginn vafi á
þvi að vissum mönnum er
mjög umhugað um að
„negla” þá félaga.” — 1
framhaldi af þessari
klausu i Visi væri rétt að
spyrja þá, sem fyrir sak-
bendingunni stóðu, hvort
ekki hefði verið auðvelt
fyrir Guðbjartað kynna sér
hvernig kona Hauks og
systurhans litu út. Honum
var jú sleppt úr gæzluvarð-
haldi á þeim forsendum, að
það myndi engin áhrif hafa
á sakargögn. Liklega er
þetta einhver mesti skripa-
leikur dómsmála á Islandi,
og er þó hægt að taka mið
af mörgu skritnu.
o
Heyrt: Að þrátt fyrir áætl-
un fjárlaga um tekjur af
bensingjaldi til rikisins á
þessu ári, sé enn til at-
hugunar i fjármalaráðu-
neytinu að fella niður að-
flutningsgjöld af bifreið-
um. Sé þetta hugsað til að
auka bílainnflutning, en
jafnframt verði bensin-
verðið hækkað sem nemur
tekjutapinu vegna hugsan-
legrar niðurfellingar aö-.
flutningsgjalda.