Alþýðublaðið - 21.01.1977, Page 4

Alþýðublaðið - 21.01.1977, Page 4
Föstudagur 21. janúar 1977. S83S* 4 SJONAR^IÐ Mikið hefur verið rætt og ritað um fljúg- andi furðuhluti á siðum þessa blaðs að undan- förnu, svo mikið að blaðið er gjarnan kall- að Marz-tiðindi manna á meðal. Ekki er ætlun- in að taka þetta mál upp að nýju hér i þess- ari dagbók, ekki að koma með ferskan fróðleik af furðusynum eða reyna að troða lae- vislegum áróðri inn á blásaklausa lesendur. Hér er ætlunin að fjalla um málið frá annarri hlið, sem sagt þeirr, hvernig menn bregðast gjarnan við ef þeir sjá eitthvað, sem þeir skilja ekki. Sendur á hann diskur Ekki þarf ég að fletta upp f erlendum bókum eða lesa skýrslur geölækna til að finna gott dæmi um viðbrögð, er verða til þegar maður sér eitt- hvað sem hann trúir ekki að sé til. Dæmið er sem sagt mjög nærtækt. Undirritaður hefur aldrei far- ið í launkofa með það að hann trúi þvf, að til séu fijúgandi diskar, þótt hann hafi aldrei séð slfka sjáifur. Eins og hver sá annar, sem hefur aðrar skoö- anir en gengur og gerist og flík- ar þeim ótæpilega, hefur undir- ritaður veriö hæddur oft á tiö- um, en staðið uppréttur og keik- ur eftir sem áöur enda trúin bjargföst. Meöal þeirra, sem hafa látiö hvað mesta vanþókn- un íljósi á þessari diskadeliu, er vinur minn og samstarfsmaður. Dag einn hvað svo rammt að háði og spotti þessa manns i minn garð og skoöana minna (sagöist hafa frétt af heilu bollastellunum á flugi) að ég gerði mig byrstan og sagðist vera umboðsmaður fljúgandi diska á islandi og héldi hann sér ekki á mottunni, yröi sendur á hann diskur til að sannfæra hann. Hláturinn heyrðist ennþá þegar hann bjó sig undir að fara heim. Hann fór heim snemma til aö geta lagt sig fyrir kvöld- vaktina sem hann átti að taka. Hljóp sem óður væri Nú kem ég ekki viö sögu nokk- urn tlma og verð þvi aö styðjast við frásagnir sjónarvotta. Kvöldvaktin var róleg og nokkuö fljótt búin. Þar sem veð- ur var allgott, heiöskirt, logn, en nokku frost, ákvað þessi vinur minn að ganga heim, enda ekki langt að fara. Þegar hann er aö ganga yfir Suðurlandsbrautina, brúnaþungur og beinn I baki, enda Svarfdælingur að ætt og uppruna, sér hann út undan loðnum augabrúnunum allmik- inn ljósagang. Litur hann nú upp (hann stendur úti á miöri Suöuriandsbrautinni að sögn sjónarvotta) og sér þar allstór- an hlut sem skiptir litum og snýst. Sýndist honum hluturinn vera yfir Breiðholti. Undrunin er eigi alllitil, neöri vörin sigur niður á bringu, enda heldur hann sig sjá þarna hlut, sem hann trúir bara að sé alls ekki til. Nú hafði safnazt saman álit- legur fjöldi bila, sem komust hvorki fram né aftur vegna þessa undarlega manns sem stóð þarna úti á miðri götu, gap- andi út I loftið. Þegar menn höfðu hlegið nægju sina að hon- um, tók þeim að leiðast biðin og vöktu á sér athygli meö hjálp bilflautunnar. Tók hann þá á rás og hljóp i austurátt á miklum hraða. Heimilisfriðurinn rof- inn Nú vikur sögunni aftur til min. Ég hafði gengið snemma til náða hafði nýlokiö við að lesa góða bók. Ég var rétt að svifa inn I sæluland draumheima, þar sem heill herskari ótrúlega fag- urra kvenna þjónaöi mér og hlýddi hverri þeirri ósk, er ég hafði fram að færa, þegar barið var harkalega að dyrum. Ég rauk upp með andfælum og spurði hvað væri um aö vera (má vera að ég hafi ekki orðað þaö alveg svona kurteislega). Mér var svarað, að beðið væri um mig i símanum. Sennilega værihér drukkinn maður á ferð, en hann heföi krafist þess að fá að tala við mig. Maöurinn væri mjög óöamála og erfitt væri að skilja hann. Allt þetta var mér sagt á leið minni að herberginu þar sem siminn er geymdur. Þegar ég tók upp tólið heyrði ég á þungum andardrættinum, að þarna var maöur, sem mikið var niður fyrir. Ég vogaði mér að segja: „Halló”. Svo komst ég ekki að lengi vel. ,,Ég ætla að byrja á þvi aö taka það fram að ég er ekki fullur. Hefurðu litiö út? Af hverju hefurðu ekki litið út? Littu út strax. ,,Ég gat skáskot- iö spurningu á milli næst þegar hann þurfti að draga andann. ,,Af hverju ætti ég aö lita út”? Axel Ammendrup e--------------— Svo kom oröaflaumurinn aft- ur. Eftir nokkrar minútur róð- aöist vinurinn niður og gat sagt mér allt af létta. Mig grunaði aö hann væri fullur en fór samt út til að gá. Ég sá ekkert, en þegar ég sagði honum það, trylltist hann á nýjan leik. „Og þú þykist trúa á fljúgandi diska og sérö þetta ekki einu sinni”, sagöi hann og margt fleira i þeim dúr. Til þess að leggja mitt að mörkum til þess að hann næði aftur andlegu jafnvægi, fór ég út aftur. Ég horfði lengi á stjörnu, sem skein nokkuð skært. Siðan fór éginnogsagöi: „Jú, ég held að ég hafi séð hlutinn, hann er bara kominn svo langt i burtu”. Við þetta róaðist röddin i sim- anum nokkuð. Framhald á bls. 10 Nýting en ekki sóun Timaritið Heima er bezt hóf göngu sina árið 1951 og hefur þvi komið út reglulega i 26 ár. Rit- stjóri er Steindór Steindórsson frá Hlöðum. Blaðið hefur lagt mikla áherzlu á þjóðlegan fróðleik og má þar finna sitt af hverju i þeim dúr, sem ekki veröur fundið betur aögengilegt I öðrum ritum. i blaðinu birtist einnig reglu- lega pistill frá ritstjóra, eins- konar hugvekja til landsmanna, sem venjulega fellur mjög vel inn i umræður manna og það, sem efst er á baugi hverju sinni. 1 ellefta hefti 1976 má lesa eftirfarandi hugleiðingu frá Steindóri Steindórssyni ritstjóra timaritsins Heima er bezt: „Ekki er ýkjalangt siðan að nýtni og sparsemi voru höfuð- dyggðir Islendinga. Aldalangur skortur og einangrun hafði kennt þjóðinni aö láta ekkert nýtilegt fara til spiliis, og nýta hvern hlut eins lengi og auðið væri, og þótt beinn skortur væri ekki yfirvofandi, var það annarsvegar endurminningin um liðnar hörmungar og hins vegar uggurinn um hvað koma kynni, sem hélt uppi járn- hörðum aga sparsemi og nýtni. Og þannig hafði verið öld eftir öld, allt fram á vora daga, sem teknir eru að eldast. Þjóðin var fátæk, peningar sjaldséðir, og hún kepptist við að búa að sinu, nýta og spara, Ef til vill segir einhver, að það sé litil dyggð, sem knúið er fram af illri nauðsyn, og eigi ekki upptöku hið innra með manninum sjálfum, og svo hafi verið um sparsemi Islendinga. En minna má á að venja j;etur orðið dyggð, ef hún er iðkuö nógu oft. Og nýtni og sparsemi eru 'oneitanlega dyggðir, enda þótt þær geti farið út i öfgar, orðið að nizku og skefjalausri afturhaldssemi.” Sfðan segir Steindór: »En öld vor hefur haft enda- skipti á flestum þessum hlutum. Margt hefur týnzt i hringiðu umróts, nýjunga, framfara og fjáröflunar. Vigorð framvind- unnar er að afla mikils, selja og kaupa dýrt, eyða miklu, og fieygja þvi, sem úr sér gengur þegar i stað. En umfram allt afla mikils, hvað sem það kostar.” Siöan vikur ritstjóri blaðsins • að einstökum dæmum um dag- lega sóun þjóöarinnar sem almenningi hljóti aö ofbjóða þegar mál þessi eru skoðuð niöur I kjölinn. 1 lok greinarinnar er vakin at- hygli á tillögum, sem fram hafa komið á Alþingi um nýtingu og endurvinnslu úrgangsefna, pappirs, járns, fiskúrgangs, o.þ.h. „Það hefur ekki verið haft hátt um þessar tillögur, en ekki er ég þó viss um að önnur nýmæli merkari hafi veriö borin fram á þeim stað á seinustu timum. Það er full ástæða fyrir almenning að fylgjast vel með þessum málum, og krefjast þess, að tiilögurnar kafni ekki I pappirsdyngjum þings og stjórnar eöa sofni i hægindum ráða og nefnda. Hér er um hags- muna- og menningarmál að ræða, meira en margir hyggja.” Við þessi orð þarf litlu að bæta. Þó sakar ekki að undir- strika þau hollu uppeldislegu áhrif, sem hugmyndir sem þessar, geta haft á þjóðlifið i heild. Sovézkir stjórnar- hættir á Islandi 1 grein sem Sigurður A. Magnússon skrifaði i Dagblaðiö siðastliðinn miðvikudag segir svo um kerfismenn austan járn- tjalds og svo hér heima á tslandi: „Það hefur meö réttu verið fordæmt bæði af kerfis- mönnum og öðrum tslend- ingum, að valdamenn austan járntjalds þola ekki aðrar skoðanir en þær sem hafa hlotið opinberan stimpil og eru að þeirra mati „jákvæöar”. Einstaklingar eða hópar, sem hugsa eða álykta öðruvisi en stjórnvöld hafa mælt fyrir, eru fangelsaöir, lokaðir inni á geð- veikrahælum eða þegar bezt lætur flæmdir úr landi eöa gerðir óvirkir i þjóðfélaginu með alls kyns hömlum. Svo árangursrikt hefur þetta uppeldisstarf i Sovétrikjunum orðið á tæpum sex áratugum, að allur almenningur þar i landi teiur það jafngilda geöbilun að gagnrýna valdhafa eöa þjóö- skipulag þar eystra.” Siðan segir Sigurður að menn bæöi hér og annars staðar hafi litiö þessa þróun „alvarlegum augum”. „En það hlálega er, að þeir aðilar hérlendis sem hæst gaspra um ósvinnuna austan tjalds og eiga ekki nógu sterk orö til aö fordæma hana, þeir hinir sömu eru dyggustu lærisveinar og sporgöngumenn Kjallarinn Sigurður A. Magnússon gerskra valdhafa og feta kinnroðalaust i fótspor þeirra, hvenær sem tilefni er til. Og til- efnin eru bæði mörg og sundurleit.” Þá segir Sigurður A. Magnússon: „Mér er til efs að til sé i stórum stjórnmálaflokk- um i Evrópu — nema auðvitað austan tjalds — annað eins sam- safn einsýnna afturhaldsmanna og það lið sem ræður Sjálf- stæðisflokknum og Fram- sóknarflokknum, málgögnum þeirra og þeim rikisstofnunum, sem varöhundar stjórnmála- flokkannna veita forstööu.” Eftir að hafa tilfært nokkur dæmi máli sinu til stuönings segir Sigurður: „Að þvi er ég best veit eru nú um stundir ekki önnur blöð i Evrópu vestan járntjalds afturhaldssamari en Timinn og Morgunblaöið, og hef ég þá ekki gleymt Springer og blaðahring hans i Vestur- Þýskalandi. Þau njóta þess bæði að ísland er afskekkt og fáir Isiendingar hafa kynni af blaða- kosti annarra þjóða.”

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.