Alþýðublaðið - 21.01.1977, Page 8
8 FRÉTTIR
v /
Föstudagur 21. janúar 1977.
Hér aö ofan gefur aö lfta loftmynd af Kröflusvæöinu Nr. 1 á myndinni eru skálar starfsfólks, nr. 2 er stöövarhús, nr. 3 er Vfti og nr. 4 er
Leirhnjúkur. Dökka svæöiö ofanvert viö Leirhnjúk er hrauniö sem rann I gosinu i desember áriö 1975.
SKALF
Um # miðnætti í
fyrrin'ott upphbfust
stöðugir jarðskjálftar á
Kröflusvæðinu jafn-
hliða þvi sem sá endi
stöðvarhussins sem
undanfarnar vikur hef-
ur verið á uppleið tók
að siga með all miklum
hraða.
Klukkan 00:15 var
starfsmönnum 'a
svæðinu gefin viðvörun
og um klukkustund
siðar voru því sem næst
allir starfsmenn
Kröfluvirkjunar farnir
af svæðinu.
Um einum og hálfumklukku-
tima döur en til þessa skyndi-
brottflutnings kom, haföi starfs-
mönnum veriö gert ljóst þaö álit
Orkustofnunar að um yfirvof-
andi goshættu gæti verið að
ræöa og haföi þeim veriö
uppálagt aö vera við öllu búnir.
Þaö var aö tilhlutan iðnaöar-
ráöuneytis aö þessar varúöar-
ráöstafanir þessar varúöarráö-
stafanir voru geröar, en þá
hafði ráöuneytinu borizt svo-
hljöðandi bréf frá Orkustofnun:
„Þróun umbrota i jarðskorp-
unni á Kröflu-Leirhnjúks-
svæöinu nú aö undanförnu hefur
veriö meö þeim hætti, að likur
aö eldgosi þar eru nú taldar
mjög miklar og meiri en nokkru
sinni fyrr frá gosinu f Leirhnjúk
i desember 1975. Þvi er aö mati
Orkustofnunar ástæöa til ráö-
stafana umfram þær sem þegar
hafa veriö geröar til aö tryggja
öryggi starfsmanna viö Kröflu-
virkjun.
Aö mati hennar eiga þessar
umframráöstafanir aö fela i
sér eftirfarandi atriöi hiö
minnsta.
1. Starfsmenn gisti ekki i
Kröflubúöum.
2. Daglegur vinnutimi á virkj-
unarsvæðinu veröi styttur frá
þvi sem hann er nú, eftir þvi
sem fært þykir.
Lagt er til aö ráöstafanir
þessar veröi endurskoöaöar
fyrir 30. jan. n.k.”
Einbjörn i Tvibjörn og
Tvibjörn i Þribjörn.
Strax og tók að bera á stööug-
um skjálftum var Almanna-
varnaráöi gert viövart og
fylgdist þaö meö framvindu
mála jafnframt þvi sem þaö
geröi ýmsar varúöarráöstafanir
hér syöra. Þannig var rikisút-
varpinu gert aö vera viöbúiö aö
senda út ef með þyrfti. Þetta
staöfesti framkvæmdastjóri
þessGuömundur Jónsson. Sagöi
Guömundur að starfsmaöur
Almannavarnaráös rikisins
heföi haft samband við einn
fréttamann útvarpsins og
tilkynnt þessa ákvöröun, slðan
heföi fréttamaöurinn haft sam-
band viö fréttastjórann sem
aftur haföi samband viö
Guömund. Haföi Guömundur á
oröi aö varla heföi hér veriö um
rétta boðleið aö ræöa, en hvaö
um þaö, er Guömundur kom
niður i útvarpshús skömmu
siöar var þar fyrir sex manna
hópur starfsmanna og var búiö
aö ræsa stöðina og voru tæki
hennar heit og tilbúin til útsend-
ingar klukkan tvö um nóttina.
Ekki kom þó til þess aö til þeirra
þyrfti aö gripa.
Fundahöld.
Um klukkan 10.30 i gærmorg-
un voru haldnir fundir samtimis
hjá Almannavarnaráöi rikisins,
almannavarnanefnd Mývatns-
veitar og i iönaöarráöuneyti, en
á síöast talda fundinum voru
einnig mættir fulltrúar Orku-
stofnunar. A fundi almanna-
varnanefndar Mývatnssveitar
voru og mættir þeir Eysteinn
Tryggvason, jarövisindamaöur
og Þorkell Erlingsson, staöar-
verkfræöingur. A þeim fundi
var samþykkt eftirfarandi álit:
,,Meö tilliti til þeirrar jarö-
fræöilegu viöburöa sem oröiö
hafa á Kröflusvæðinu siöustu
dægur, veröur aö telja að dregiö
hafi Ur þeirri óvissu sem rikt
hefur um hættu ástand á
svæöinu.
Þvi telur nefndin ekki ástæöu
til annars, en aö leyfa starfs-
mönnum við Kröfluvirkjun aö
fara inn á virkjunarsvæöiö nú i
dag.”
Starfsmenn sendir í
helgarfri.
í Reykjavik varö þaö hins
vegar samdóma álit Almanna-
varnaráös rikisins og
framkvæmdaaöila viö Kröflu-
virkjun aö doka skyldi viö fram
á laugardag og ennfremur aö
ástand á svæöinu skiidi endur-
metiö f siöasta lagi á föstudags-
kvöld, þ.e. i kvöld.
I framhaldi af þessari niöur-
stööu, ákváöu yfirmenn viö
virkjunina aö starfsmönnum
skyldi gefiö helgarfrí. Gaf
Almanna varnarráö samþykki
sitt fyrir þvi aö mönnunum
skyldi heimilaö aö fara inn á
virkjunarsvæöiö tilaðtina sam-
an f öggur sinar og ennfremur að
heimilt væri aö ganga frá þeim
tækium sem annars gætu legiö
undir skemmduin. Fékk hver
starfsmaöur eina klukkustund
til þessara starfa og voru allar
feröir inn og út af svæöinu
skráöar.
Eins og fyrr segir hófust
stööugir jaröskjálftar á Kröflu-
svæöinu um miönætti I fyrrinótt.
Var tiöni þeirra um tveir til þrir
á minútu og fram til klukkan
sex I gzetmorgun mældist aö
meöaltali einn stór skjálfti aðra
hvora minútu. Tveir skjálftar
urðu áberandi sterkastir sá
fyrri klukkan 2.57 um nóttina
mældist 4.1 stig á Richter en sá
siöari klukkan 4,34, eöa tæpum
tveimur timum siöar, mældist
4,5 á Richter og uröu menn á
Akureyri varir viö þann
skjálfta.
Goshættan liðin hjá
Er Alþýöublaðiö ræddi viö
Eystein Tryggvason siödegis i
gær, en hann var þá staddur á
skjálftavaktinni i Reykjahlið,
taldi hann allar likur benda til
þess aö goshætta á Kröflu-
svæöinu væri hjá iiðin. Sagöi
hann aö upptök jaröskjáiftanna
heföu aö mestu leyti færzt yfir I
Gjástykki og tæki hann þaö sem
visbendingu um aö atburöimir
aöfaranótt fimmtudags heföu
veriö nánast endurtekning á þvi
sem geröist þar mánaöamót
október/nóvember.
Taldi Eysteinn aö næstu 2—3
daga myndi aftur róast um á
Kröflusvæöinu og mætti búast
viö rólegum kafla þar um slóöir
næstu mánuöi. Þá væri enn-
fremur alls ekki óliklegt að
þessir atburöir endurtækju sig
og þá jafnvel meö enn meiri
krafti.
Um aö leyti er Alþýöublaöiö
spjallaöi viö Eystein haföi
noröurendi stöövarhússins sigiö
um 6,4 mm.
Mun þaö svara til þess aö
svæöiö í kringum Leirhnjúk hafi
sigið um rúma 25 cm.
—GEK
FULLKOMINN RÆKJU-
TOGflRI VÆNTANLEG-
UR TIL DALVIKUR
Söltunarfélag Dalvikur h/f hef-
ur nýlega gert samning um kaup
á skuttogara til veiöa á djúp-
rækju. Togari þessi er 5 ára gam-
all, smiöaöur á ítaliu og hefur
veriö gerður þar út á rækju. Hann
er um 40 metra langur 278 tonn,
ogkostar 102.5 milljónir króna, en
ætlunin er aö setja um borö
danskar vélar til flokkunar, suöu
og frystingar á aflanum og mun
skipiö kosta 160 milljónir króna
tilbUiö á veiöar.
Jóhann Antonsson fram-
kvæmdastjóri Söltunarfélagsins
Snorri Snorrason skipstjóri, full-
Vélar um borð til
flokkunar, frystingar
og suðu á aflanum
trúi Siglingamálastofnunarinnar
ogfulltrúar danska fyrirtækisins,
sem framleiðir vinnsluvélar þær
sem settar veröa um boröi skipiö,
hafa veriö á Italiu undanfarna
daga og skoöaö togarann.
Reyndist hann vera hinn
álitlegasti og hlaut meömæli
Siglingarmálastofnunarinnar til
innflutnings, meö litilsháttar
breytingum þó.
Jóhann Antonsson sagöi í sam-
tali I gær, aö Fiskveiöisjóöur
heföi ekki veitt formlegt sam-
þykki sitt til kaupa á skipinu, en
ástæöa væri til þess aö ætla aö
slikt leyfi fengist.
Jóhann sagði aö i togaranum
væru öll tæki þekkt frá islenzkum
fiskiskipum og tækjabúnaöur all-
ur fullkominn og góöur. Aöalvélin
er af Deutz-gerö og ljósavélar af
Mannheim-gerö.
Flokkað i 3' flokka
Ætlunin er aö rækjan veröi
flokkuö i 3 stæröarflokka á miö-
unum, þegar togarinn er á veiö-
um. Er rækjan soöin og siöan
heilfryst, þ.e. fryst I skelinni. 2
stærri flokkarnir verða seldir á
erlendum mörkuöum. Minnsti
flokkurinn veröur settur i frysti-
geymslur Rækjuverksmiöjunnar
á Dalvik og þar veröur rækjan
pilluö eftir hendinni og fram-
leiöslan siöan seld erlendis.
Jóhann kvaö eftirspurn eftir
heilfrystri rækju nú mikla og
verö gott, og væri verölag á heil-
frystri rækju stööugra en á þeirri
piíluöu.
Hann sagöi ennfremur aö til-
koma togarans myndi bæta mjög
úr hag Söltunarfélags Dalvikur
og væri þess vænst aö útkoman á
útgeröinni yröi góö. Þá yröi aö
geyma hráefni i frysti og gripa til
þess þegar litið bærist á land um
tima af einhverjum orsökum.
Einnig myndi fjölbreytnin I fram-
leiðslunni aukast talsvert meö
þessari breytingu á rækjuveiöun-
um og þaö myndi svo væntanlega
stuöla aö traustari mörkuöum
fyrir rækjuna.
Mikil rækja fyrir
Norðurlandi
Rækjuverksmiðjan á Dalvik
tók til starfa á árinu 1975 og hefur
hráefni lengst af borizt henni frá
bát Snorra Snorrasonar á Dalvik,
en hann hefur um margra ára
skeiö fengizt viö rækjuveiöar
fyrir Noröurlandi og er þvi mjög
vel kunnugur slfkri útgerö.
Snorri seldi bát sinn á siöasta ári
og keypti Rækjuverksmiöjan þá 2
báta til rækjuveiöanna. Annar
þeirra var seldur þegar hug-
myndin um togarakaup fyrirtæk-
isins kom upp. Hinn báturinn,
sem er 105 tonn aö stærö, veröur
áfram i eigu Rækjuverksmiöj-
unnar. Hann hefur reynst mjög
vel og viröist henta vel til þessara
veiöa. Jóhann sagöi aö þeir hjá
Rækjuverksmiðjunni teldu sig
þurfa annan bát af þessari stærö,
auk togarans, til þess aö afla
verksmiöjunni nægilegs hráefnis.
Rækjumiöin fyrir Noröurlandi
eru litt könnuö, og stutt reynsla
komin á djúprækjuveiöar þar.
Jóhann Antonsson sagöi þó aö
ljóst væri aö mikil rækja væri i
sjónum þar og einnig væri vitaö
um rækju fyrir Austurlandi og
Vestfjöröum. Hann kvaöst þvi
bjartsýnn á þróun þessara veiöa
og uppbyggingu rækjuvinnslu á
Dalvik. —ARH