Alþýðublaðið - 21.01.1977, Qupperneq 16
Minnihlutinn leggur til 150 millj. kr. sparnað
við síðari umræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar
Útsvör verði lækkuð
um 269 milljónir kr.
sjálfsbjargar, aðstoða það við
vinnuleit og slikt. Við gerum ráð
fyrir að starf þessara manna geti
kostað um 5 milljónir, miðað við
að þeir hefji störf i marzmánuði,
en það þýðir að sparnaður við
þessa ráðstöfun yrði um 15 millj-
ónir.
Þá er tillaga um að starfsvöll-
um borgarinnar verði fjölgað og
þeir gerðir fjölbreyttari, um dag-
vistunarmál, atvinnumál í borg-
inni, vinnuvernd og fleira.
— Hvað um sértillögur þinar?
—■ Eg legg fram tillögu um að
felldur verði algerlega niður
styrkur til Sinfóniuhljómsveitar
Islands. Borgin styrkir hljóm-
sveitina með 42 milljónum króna
og það tel ég ekki rétt, þar sem
hún er rekin af rikisfyrirtæki, út-
varpinu, og þvi tel ég að rlkið eigi
að standa undir hallanum af
henni. Þessari upphæð, 42
milljónum, legg ég til að verði
varið til undirbúnings byggingar
B-álmu Borgarspitalans sem á að
vera fyrir ianglegusjúklinga og
aldraðra, og til uppbyggingar
Bæjarútgerðar Reykjavikur. —
það er rétt að geta þess, að fleiri
borgarfulltrúar hafa áhuga á að
lækka framlag til Sinfóniuhljóm-
sveitarinnar. Til dæmis leggur
Sigurjón Pétursson fram tillögu
um að styrkurinn verði lækkaður
um 15 milljónir.
— Er þessi samvinna minni-
hlutafulltrúanna ekki nokkuð
óvenjuleg?
— Það má segja aö alltaf hafi
verið einhver samvinna milli
þeirra, misjafnlega mikil. En það
er langt siðan við höfum flutt svo
itarlegar sparnaðartillögur. Við
teljum að i rekstri borgarinnar sé
ekki gætt nægilegrar fyrirhyggju.
Þanniger aukavinna hjá borginni
óeðlilega hár liður og einnig telj-
um við að nota eigi útboð i mun
meira mæli en nú er gert. Til
dæmis er það álit okkar að við-
hald til dæmis á vegum borgar-
innar, eigi að bjöðast út i rikara
mæii en ekki vera falið ákveðnum
aðilum án undangenginna
athugana á kostnaði.
—hm
Liðið gætu
átta ár
— þar til Kröflu-
virkjun kemst
\ gagnið
í viðtali við útvarpiö i gær-
kvöldi lét Eysteinn Tryggvason
jarðfræöingur svo um mælt, að
vel gæti svo farið, að ekki yrði
unnt aö hefja vinnslu á Kröflu-
svæði fyrr en eftir átta ár — árið
1985! Þá vildi hann ekki, i sama
viðtali, útiloka þann möguleika
að gos i Leirhnjúk kynni að hafa
þær afleiðingar, að vinnslusvæðið
við Kröflu færi undir hraun. Slikt
væri þó ekki liklegt, en gæti orðið
ef um mikiö gos væri að ræða.
Einnig kom fram hjá Eysteini,
að ekki fari hjá þvi að þró sú við
Gjástykki, sem hraunkvikur hafa
nú runnið f I tvigang á tiltölulega
stuttum tima, fyllistog taki ekki á
móti meiru. Þegar svo sé komið,
sé ekki nema um tvennt að ræða:
Annað hvortleiti hraunkvika sem
myndast kann upp I gegnum yfir-
borðið sem eldgos, eða þá að hún
fer norður á bóginn eftir sprungu-
belti þvi sem þarna liggur undir
yfirboröinu. Liklegasta gosstað-
inn, ef til kæmi, taldi Eysteinn
Leirhnjúk.
—hm
Rætt við Björgvin Guðmundsson borgarfulltrúa
Á fundi borgarstjörn-
ar i gær fór fram síðari
umræða um fjárhags-
áætlun borgarinnar
fyrir yfirstandandi ár. í
sambandi við hana hafa
fulltrúar minnihluta-
flokkannahaft samvinnu
um tillögur um sparn-
aðarráðstafanir í rekstri
borgarinnar. Til þess að
fræðast um þessar til-
lögur, ræddi Alþýðu-
blaðið i gær við Björgvin
Guðmundsson borgar-
fulltríia, og spurði hann
fyrst, hverjar væru
helztu tillögur minni-
hlutaflokkanna.
Okkar tillögur beinast I þá átt,
að skera m.a. niður skrifstofu-
kostnað borgarinnar. Þessar til-
lögur eru samtals að upphæð 150
milljónir, auk þess sem einstakir
fulltrúar minnihlutans verða
einnig með sjálfstæðar tillögur til
sparnaðar. Einnig leggjum við
til, að heimild til aðstöðugjalda
Björg Einarsdóttir, varaform. Kvenréttindafélags
Islands um skattafrumvarpið:
Niðurfelling 50% frá-
dráttarreglu er til bóta
sköttun, en er eins og augljóst
má vera aðeins samsköttun i
annari mynd en nú tiðkast.
Þvi ber að fagna að 50%
frádráttur af launatekjum giftr-
ar konu er felldur niður. SU
regla var sett með breytingum á
skattalögum 1958 og var hugsað
til bráðabirgða þá til að bæta úr
rikjandi óréttlæti. Tekjur giftra
kvenna lögðust þá óskiptar við
tekjur eiginmanns, en á þeim
árum var skattstiginn allbratt-
ur frá 5 til 30%, þannig að
viðbótartekjur heimilisins ollu
þvi að þau komust fljótt i hátt
skattþrep og mörgum giftum
konum sámaði að laun þeirra
fóru nær öll beint til skatts en
skiluðu heimilum þeirra ekki
afrakstri miðað við erfiði.
Brögð voru að þvi að fólk lét
ekki gefa sig saman i hjúskap til
að sniðganga skattbyrðina, sem
af þvi stafaði. Nú er þessi
kynbundna frádráttarregla búin
að vera i i gildi i 18 árog sannast
á henni, að oft vill verða lifseigt
það sem aöeins á að vera til
hráðabirgða.”
Björg Einarsdóttir sagði að
lokum, að hér væri um mikið
málefni að ræða, sem
Kvenréttindafélag Islands hefði
allt frá upphafi lagt mikla
áherzlu á. „Félagið skrifaði á
sinum tima fjármálaráðuneyt-
inu og óskaði eftir að fá að senda
fulltrúa til að fylgjast með eða
taka þátt i samningu frum-
varpsins.” Sagði Björg að
ráðuneytið hefði, af einhverjum
ástæðum ekki séð ástæðu til að
svara þessu bréfi. „Að lokum er
rétt að vekja athygli á þvf að
Kvenréttindafélag Isiands
mun minnast 70 ára afmælis
sins 27. þ.m. með umræðufundi
um skattafrumvarpið. — BJ.
Björg Einarsdóttir vara-
formaður Kvenréttindafélags
islands var i gær spurð álits á
skattalagafrumvarpinu og
umræöufundi Bandaiags
kvenna i Reykjavik meö rikis-
skattstjóra nú fyrir stuttu.
Björg sagði: „Það var merkt
framtak hjá stjórn Bandalags-
kvenna i Reykjavík að efna til
þessa umræðufundar um
frumvarp til tekjuskatts og
eignaskatts. Fundur þessi var
haldinn laugardaginn 15. janúar
i Tjarnarbúð og sóttu hann á
annað hundrað konur.”
Aður en vikið var að sjálfu
frumvarpinu var Björg spurð
um fjölda þeirra kvenna og
félagasamtaka þeirra, er störf-
uðu i Reykjavik. Björg sagði, að
skv. upplýsingum formanns
Bandalagsins væru 30 félög
starfandi innan þess I Reykja-
vik. 1 Bandalaginu sjálfu, sem
er aðili að Kvenfélagasambandi
Islands munu vera um 12
þúsund konur, eða röskur
helmingur þeirra, sem á aðild
að Kvenfélagasambandinu.
Eins og áður hefur komið
fram flutti rikisskattstjóri,
Sigurbjörn Þorbjörnsson
framsögu um skattafrumvarpið
á fundinum hjá Bandalagi
kvenna. Björg sagði að rikis-
skattstjóri hefði fjallað um
flesta þætti frumvarpsins, sem
er mjög yfirgripsmikið. „Hann
fór itarlega út i þannþátt, sem
snertir sköttun einstaklinga og
heimila og aðallega birtist i 5.
grein, 59. grein og 61. til 65
greinar. Með tilliti til þess að
frumvarpið gerir ráð fyrir
kerfisbreytingu á skattheimtu
hér á landi, sem m.a. er ætlað
aðstemma stigu við þvi, aö unnt
sé að skjóta sér löglega undan
sanngjarnri skattgreiðslu, er
brýnt að sem flestir gaumgæfi
efni frumvarpsins einmitt nú
þegar framundan er umræða
um þaö á Alþingi.”
— Hver eru helztu nýmæli
frumvarpsins, sem þér finnst
athyglisverð?
„Helstu nýmæli i sköttum
hjóna er að niður er felldur 50%
frádráttur af launatekjum giftr-
ar konu, að ekki er heimild fyrir
hjón að telja fram hvort I sinu
lagi eins og nú er, og að taka
skai upp svonefnda helminga-
skiptareglu i skattlagningu
hjóna.”
Siðan sagði Björg: „Nú
virðistvera eftir þeim útlistun-
um er fengizt hala á
framkvæmd henar, aö tekjur
hjóna skulu fyrst lagðar saman,
og siðan deilt i tvennt. Þær
skattlagðar I tvennu lagi og
skattaupphæðin siðan lögð sam-
an og bera hjónin bæði óskipta
ábyrgð á greiðslum. Þessi til-
högun á skattlagningu hjóna
hefur veriö umtöluð sem sér-
verði nýtt til fullnustu, en hún
hefur hingað til verið notuð að
90%. Þessi tiu prósent sem viö
leggjum til að lögð verði á I við-
bót, gera um 150 millj. króna.
Sparnaðurinn og þessar auknu
tekjur leggjum við til að verði
notaðar til að lækka útsvör al-
mennings um 269 millj. kr. og
auka framlög til nokkurra mikil-
vægra málaflokka, svo sem fjölg-
un barnaheimila, undirbúnings
undir byggingu leiguibúða á veg-
um borgarinnar, svo og sölui-
búða.
— Söluibúðir? A borgin að
stunda húsabrask?
— Ekki aldeilis. Hugmyndin er
að borgin byggi og selji á
kostnaðarverði um 100 ibúðir
fyrir aldraða, öryrkja og ein-
hleypinga sem ekki hafa bolmagn
til að kaupa sér ibúðir á almenn-
um markaði. Hvað leiguibúðirnar
snertir er hugmyndin að byggöar
verði litlar tveggja til þriggja
herbergja ibúðir fyrir ungt fólk
sem er að byrja búskap og stærri
ibúðir fyrirefnalitið fólk sem ekki
getur keypt sér ibúð.
Auk þessa gerum við tillögur
um að auknar verði lánveitingar
til kaupa á eldri ibúðum. Slikt
teljum við höfuðnauðsyn til að
auka nýtingu eldri hverfanna og
sporna gegn flótta ungs fólks úr
þeim.
Björgvin Guðmundsson
— Aðrar sameiginlegar tillög-
ur?
— Þær eru nokkrar, en til að
gefa hugmynd má geta um tillögu
um að Félagsmálastofnun borg-
arinnar lækki beiná fjárhagsað-
stoð um 20 milljónir króna. Þetta
teljum við vera hægt að gera með
þvf að fjölga starfsmönnum
stofnunarinnar um þrjá, og yrðu
það þá sérfræðingar sem hefðu
það fasta starf að hjálpa fólki til
FÖSTUDAGUR
21. JANÚAR 1977
alþýðu
blaölð
Lesið: 1 Handbók Iðn-
kynningar: „Með nokkrum
sanni má segja, að öll
iðnaðarframleiðsla á
Islandi myndi, ef hún væri
ekki fyrir hendi, vera flutt
inn. A þann hátt sparar
islenzkur iðnaður gjald-
eyri. Auðvitað er jafnan
erfitt að meta hve stórar
fjárhæðir um er að ræða,
en áætlað hefur verið, að
heildargjaldeyrissparnað-
ur islenzks framleiðslu-
iðnaðar á árinu 1975 hafi
numið nálægt 30 milljörð-
um króna, sem samsvarar
þvi, að hvert starf i fram-
leiðsluiðnaði spari um tvær
og hálfa milljón króna I er-
lendum gjaldeyri.”
o
Séð: Að Lions-klúbbar á
Islandi eru nú 72 og i þeim
starfa nærri 2600 félagar.
Lionsmenn seldu „Raubu
fjöðrina” I april á siðasta
ári fyrir heilar 16 milljónir
króna, og mun það vera
Islandsmet i söfnun af
þessu tagi. Þessum fjár-
munum er varið til styrkt-
ar vangefnum.
o
Tekið eftir: Að á fjárlögum
þessa árs er áætlað að
verja tæplega 111 milljón-
um króna til dagvistunar-
heimila. Hæsta framlagið,
12 milljónir, fer til Hafnar-
fjarðar. Þá er veitt til
nýrra dagvistunarheimila
á Patreksfirði, Suðureyri,
Höfn I Hornafirði, Isafirði
og Grundarfirði.
o
Lesið: 1 fjárlögum, að
heiðurslaun listamanna á
þessu ári nema 6 milljón-
um króna. 12 menn fá hálfa
milljón hver. Þeir eru:
Ásmundur Sveinsson,
Finnur Jónsson, Guðmund-
ur Danielsson, Guðmundur
G. Hagalin, Halldór Lax-
ness, Indriði G. Þorsteins-
son, Kristmann
Guðmundsson, Rikharður
Jónsson (látinn), Snorri
Hjartarson, Tómas
Guðmundsson, Valur
Gislason og Þorvaldur
Skúlason.
o
Heyrt: Að Jón Sólnes og
sonur hafi farið til Japan til
að spyrja hvort hverflarnir
I Kröfluvélunum gengju
ekki fyrir örorku. Aðra
orku væri ekki að fá.