Alþýðublaðið - 27.01.1977, Page 2

Alþýðublaðið - 27.01.1977, Page 2
2 STJÚRNMÁL Fimmtudagur 27. janúar i97/ascr- alþýöu- blaóiö Útgefaadi: Alþýðuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjórnar er i Sfðumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftarsimi 14900. Prentun: Biaðaprent h.f. Áskriftarverð: 1100 krónur á mánuði og 60 krónur i lausasölu. ,,Mannréttindi ’77” Sá frelsisblær, sem berst um gervalla Austur- Evrópu, hefur náö til Tekkóslóvakíu á eftir- minnilegan hátt. A síðasta áratug gerðu Tékkar tilraun til að hrinda einræðis- og kúgunarstjórn að sovózkri fyrirmynd, en koma -á- 4ýðræðislegum sósíalisma, sem veitti landsmönnum öll almenn mannréttindi. Ekki var efazt um, að mikill meiri- hluti tékknesku þjóðar- innar studdi þessa hreyfingu, sem Dubcek hafði forustu um, enda varð hún ekki brotin á bak aftur nema með inn- rás Rauða hersins. Nú hefur 241 Tékki,. mest mennta- og lista- menn, undirritað ávarp, sem kallað er „Mannrétt- indi 77." Aftur eru hinir Moskvutrúu leiðtogar í Prag í hinum mesta vanda, og haf a gert gagn- sókn með alls kyns full- yrðingum um að þetta sé gagnbyltingarhreyf ing skipuð hvers konar óbóta- mönnum. Ölíklegt er, að tékk- neska þjóðin láti blekkja sig. Hún er ekki eins ein- angruð og áður var, f rek- ar en aðrar þjóðir Austur- Evrópu. Það hefur oft verið unnt að ná beinu símasambandi milli fólks í Tékkóslóvakíu og Vín, og útvarp og sjónvarp f rá hinum frjálsa hluta álf- unnar sést um allt landið. Tæknin er að brjóta niður einangrun þjóðanna bak við Berlínarmúr kommúnismans, þær verða ekki lengur kúgaðar án þess að ná- lega hvert atvik fréttist til útlanda. Samningurinn frá Hel- sinki kemur hinum nýju andstöðuhreyf ingum aust an járntjalds nú að óvæntum notum. Þessi samningur um „þíðu" milli stórveld- anna i austri og vestri hefur verið mikið gagn- rýndur á þeim grundvelli, að Sovétríkin hafi af hon- um allan ávinning, en muni svíkjast um að efna heitsín um aukið frelsi til handa þegnum sínum, þar á meðal ferðafrelsi. Stjórn Brezhnves í Moskvu hefur lagt mikla áherzlu á þennan sátt- mála og gert hann að hyrningarsteini i utanríkisstef nu sinni. Þeir, sem ekki aðhyllast hann, hafa verið stimpl- aðir striðsmangarar. Nú hafa hinar nýju mannréttindahreyf ingar í Austur-Evrópu á vissan hátt tekið sér nokkuð af því frelsi, sem Helsinki- sáttmálinn lofar. Þess vegna eru kommúnista- stjórnir Austur-Evrópu komnar í alvarlegan vanda. Þær geta ekki lengur falið örlög and- spyrnumanna, það frétt- ist alltaf af þeim. Þær geta ekki brotið and- stöðuhreyfingarnar á bak aftur með stalínskum að- ferðum. Það mundi vekja reiði um allan heim og Helsinki sáttmálinn mundi þarmeð fokinn út í veður og vind. Þvílíkir at- burðir gætu leitt til þess, að stjórn Brezhnevs í Moskvu félli og til dæmis stjórn Póllands gæti farið sömu leið. Allt þetta veldur því, að Ota Sik, fyrrum varafor- sætisráðherra Tékka, sem nú er í útlegð, er vongóður um, að andófs- hreyf ingarnar kunni með tímanum að geta knúið fram umbætur í átt til lýðræðis og frjálslyndis. Slíkar vonir hafa menn ekki leyftsérað láta í Ijós um þróun mála í kommúnistankjum fyrr en á síðustu vikum. Þetta er mikil og góð breyting f rá því vonleysi sem hvilt hefur yfir baráttu þeirra hugrökku einstaklinga, sem undanfarin ára hafa lyft kyndli frelsisins í skammdegi kommún- ismans. orion skrifar: ★ ★ ★ 0G ALMENNINGUR ALÞINGI Alþingi hetur nú hafið störf aö nýju eftir mánaöar hlé. Annir voru meö mesta móti rétt fyrir jólahlé, en einkennandi fyrir haustþingiö voru rólegheit i afgreiöslu frumvarpa fram í desember. Svo þegar þinghlé er rétt undan dembast yfir þing- menn frumvörp og þá reynist timi hvergi nærri nauðsynlegur til þess aö athuga málin nægi- lega. Þessi vinnubrögö eru van- sæmandi fyrir löggjafarsam- kunduna og veröa ráöherrar aö gerasér þetta ljóst. Kannski eru þessi vinnubrögð stundum gérö af ásettu ráöi, svo aö minna fari fyrir gagnrýni og umræður verði sem minnstar. En það veröur hver rikisstjórn að gera sér ljóst, aö almenningur i land- inu hefur ýmugust á þvi, að Alþingi „fungeri” eins og afgreiöslustofnun fyrir hana. Þaö má ekki henda i lýöræöis- rikinu Islandi. Þaö er staöreynd, aö almenn- ingur hefur sett fram vaxandi og haröa gagnrýni á vinnu- brögö Alþingis og svo virðist sem viröing þess hafi sétt ofan, aö minnsta kosti kemur þaö fram i einstökum blaðagrein- um. Þetta er alvarleg þróun og hér þarf aö veröa á breyting'. Ef viö viljum telja okkur heiðarlega lýðræðisþjóö. A hinn bóginn er rökstudd gagnrýni sjálfsögö og eðlileg og hlýtur al- menningur aö vera vakandi yfir sliku og hefur til þess bæöi skyldur og rétt. En til þess aö slik gagnrýni geti átt sér stað, þarf miklu mun betri frétta- flutning frá daglegum störfum Alþingis en nú á sér staö. Tvo undanfarna vetur voru nokkuö góðar fréttir frá Alþingi bæöi i Utvarpi og sjónvarpsþáttum og var til sóma þeim nöfnunum, er þennan þátthöföu meö höndum. Nú er nýr maður meö þennan fréttaþáttog er skemmst frá að segja, aö hann er vonlaus eins ogtilhefurtekist.Hér veröuraö veröa breyting og þaö þegar i staö. Þingmenn eiga ekki aö una þvi aö missagnir og röng túlkun á störfum þeirra komi fram i dagblööunum, vegna þess aö ekki eru veittar nægilegar hlut- lausarfréttir af daglegum störf- um Alþingis. Þeir eiga aö krefjast þess, aö rikisfjölmiöl- arnir hafi fasta þætti um störf Alþingis og frá umræðum veröi sagt meö beinni upptöku á band og þannig á almenningur að fá að sjá og heyra i kjörnum full- trúum þjóöarinnar. Þetta er af- ar mikilvægt til þess að endur- heimta nauösynlegt traust og viröing Alþingis. Þetta er ekki aðeins réttmæt krafa þingmanna, heldur nauösynlegt fyrirallar umræöur um þjóömál meðal manna. Það fer ekki milli mála að þingmenn sinna störfum sinum misjafnlega mikiö og margir eru mjög störfum hlaönir auk venjulegra þingstarfa.Meö þvi aö veita almenningi inn- sýn inn i fundarsali Alþingis, mun almenningur sjá hvernig menn rækja þingstörfin og kynnast réttum háttum og rök- um viökomandi þingmanns. Þar meö er „geislabaugurinn”, er málgagns-skrifarar mynda sýndur i réttu ljósi. Þetta kann að hafa ýmislegt i för með sér, en er óhjákvæmilegt, svo aö nýtt viöhorf og þaö raunsætt komi fram gagnvart almenningi og Alþingi. Alþingi getur ekki unaö þvi, að sú þróun haldi áfram, aö viröing þess og völd fari minnk- andi. Betri fréttaflutningur og einkum samtimis atburöa- rásinni mun breyta þessu og þá til hins betra, séu þingmenn þá þess megnugir aö risa yndir skyldum sinum og starfsheiti. Ekki leikur þaö á tveim tung- um, að störf alþingismannsins eru margvisleg og þaö er ofur eölilegt aö hann þurfi aö snúast I ýmsu fyrir umbjóðanda sinn. Hitt er óþolandi aö sá orörómur sé á kreiki, aö hann stundi ein- hverjar einkennilegar „redd- ingar”. Kynning á starfinu er þvi nauðsyn og óhjákvæmileg. Auk beinna frétta frá þingfund- um og umræðum mála, kann aö vera bráönauösynlegt aö skipu- legar feröir veröi teknar upp frá framhaldsskólunum i þingsali og starfshættir Alþingis kynntir og tilhögun. Þaö er vansæmandi i hinni miklu skólamenntun aö ungmennin vita mörg hver sáralitið um löggjafar- samkundu þjóðarinnar. A þessu veröur aö koma skjót breyting. orion. EIN- dAlkurinnI Meiri skilnings og við- sýni gætir i sam- skiptum við áfengis- sjúklinga Aö undanförnu hafa heil- .. brigöisyfirvöld og samtök ein- staklinga gert mikiö átak i mál- efnum drykkjusjúkra. Afstaöa almennings til drykkjusjúklinga hefur tekiö miklum breytingum á siöustu árum, og má segja, að hún hafi komiö i kjölfar þeirrar eðlilegu hugarfarsbreytingar, sem oröið hefur gagnvart tauga- og geösjúklingum, sem lengi voru huldubörn þessa lands. Áfengissjúklingar voru talir óalandi og óferjandi: hvimleiö óværa. Ekki var litið á sjúkdóm þeirra eins og hvern annan sjúk- dóm, heldur voru áfengissjúk- lingar gerðir á vissan hátt brott- rækir úr samfélaginu, og vonir þeirra um bata voru næsta litlar. Svipaö var upp á teningnum meö geö-og taugasjúklinga. Tildæmis hefur þaö veriö skoöun fjöldans til skamms tima, aö þeir menn og konur, sem vistaðir voru á Kleppsspitala ættu þaöan ekki afturkvæmt. NU má segja, aö öldin sé önnur, þótt enn sé margt ógert til að auka skilning og umburðarlyndi gagnvart þessum sjúkdómum öllum. Bábiljur og úreltar kenn- ingar um áfengis-, geð- og tauga- sjúklinga eru á undanhaldi. Meiri viðsýni og skilnigs gætir. Ný lyf og nýjar lækningaaöferöir hafa gefið góöa raun og um leiö gefiö þúsundum sjúklinga von um nýtt og betra lif. Fleiri og fleiri hljóta lækningu meina sinna, og það eitt sannar aö Islendingar eru á réttri leið á þessu sviöi. En þaö fer heldur ekki framhjá neinum, aö áfengis- sjúklingum hefur farið fjölgandi og riánast i réttu hlutfalli tauga- og geösjúklingum. Harðnandi barátta um lifsins „gæöi” hefur orðið mörgum um megn. Fjöldi manna hefur oröið aö gefast upp fyrir þeim kröfum, sem stööugt vaxandi velmegun hefur gert til þeirra. Ytri aðstæður valda þvi, aö fjöldinn stjórnar vart lengur veraldlegum umbúnaöi sinum. Hver dregur dám af öörum og kapphlaupið viö nábúann veröur rauöi þráöurinn i lifi alltof margra. En aöstæöur til að heyja kapp_- hlaupið eru misjafnar. Þeir, sem lakaristöðu hafa, geta oröiö undir og slfkum ósigri fylgja margvis- leg vandkvæöi, sem leitt geta til þeirra sjúkdóma, sem áöur hefur verið getiö. — Þess vegna snýst spurningin ekki um það eingöngu hve marga hægt er aö lækna eftir aö þeir hafa tekið sjúkdóminn, heldur aö reyna aö koma i veg fyrir hann. Það er ljóst, að mjög veiga- miklar breytingar þyrfti aö gera á þjóöfélagslegri uppbyggingu hér á landi, ef verða mætti til þess að stööva útbreiðslu þessara sjúkdóma. I fyrsta lagi þarf aö hef ja baráttu fyrir meiri andlegri hreysti þjóöarinnar. Þaö veröur ekki gert á meöan öll áherzla er lögö á aukna tækniþróun og meiri velmegun, en þjóöin hefur efni á. Hér þarf aö rikja meiri launa- jöfnuður, og hugarfarsbreyting þarf aö veröa i afstööu íslendinga til andlegra og veraldlegra verö- mæta. —AG HORNID Skrifið eða hringið í síma 81866

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.