Alþýðublaðið - 27.01.1977, Síða 5

Alþýðublaðið - 27.01.1977, Síða 5
sæs? Fimmtudagur 27. janúar 1977 IÞBÚTTIB 5 Getraunaspá Alþýðublaðsins ALLT GETUR GERZT I BIKARKEPPNI Á getraunaseöli vikunnar eru leikir úr fjóröu umferö bikar- keppninnar. Eins og alltaf I bikarkeppnier afar erfitt aö spá fyrir um úrslitin, leikir sem á pappfrnum viröast öruggir hafa fariö allt ööruvisi en viö var búizt. Þess vegna er bezt aö hafa sem fæst orö um hvern leik, þess minna þarf aö taka aftur. Spá vor aö þessu sinni er afar heföbundinn, ekki gert ráð fyrir mörgum óvæntum tiö- indum, en þaö verður aö hafa i huga, að allt getur gerzt i bikar- keppni. Arsenal-Coventry Þetta gæti orðið jafn leikur, þar sem Arsenal-liðiö hefur dofnað eitthvaö aö undanförnu. Heimasigur er þó liklegri. Aston Villa-West Ham Ekkert er liklegra en aö Villa liöið fljóti auðveldlega gegnum þessa hindrun. Liðið er sterkt á útivelli. Heimasigur. Birmingham-Leeds Leeds er sterkara liðiö á pappirnum,enþess beraö gæta, að heimavöllur er mjög mikil- vægur i bikarkeppni og þvi spáum viö heimasigri en til vara jafntefli (fyrsti tvöfaldi leikurinn). Cardiff-Wrexham Um þennan leik er bezt að segja sem minnst, þessi liö eru til alls likleg i bikarkeppni. Spáin er jafntefli en heimasigur til vara (annar tvöfaldi leikurinn). Chester-Luton Þaö gildir nákvæmlega þaö sama um þennan leik og leikinn á undan og spáin er sú sama (þriðji tvöfaldi leikurinn) Ipswich-Wolves Þessi leikur veröur sennilega bráöfjörugur og skemmtilegur, þvi þarna mætast toppliö fyrstu og annarrar deildar. Heldur erum viö þó á þvi aö fyrsta deildarliðið sigri. Liverpool-Carlisle. Þó að Liverpool liðiö hafi heldur daprazt flugiö aö undan- förnu ætti þaö þó ekki aö vera i erfiðleikum meö Carlisle. Heimasigur. Manchester United- QPR Þetta er erfiöur leikur, jafnt fyrir leikmenn sem getrauna- spámenn. Þessi liö eru nokkuö jöfn að getu, en Manchester Kr. 800 © The Football League Leikir 29. fanúar Arsenal - Coventry...... Aston Viila - West Ham Blrmingham - Leeds . . Cardiff - Wrexham ...... Chester - Luton......... Ipswich - Wolves ....... Liverpool - Carlisle Manchester Utd. - Q.P.R. Middlesbro - Hereford . . Northw. Victoria - Oldham Port Vale - Burnley Swindon - Everton ...... K 1 X 2 T 1 I X L ><; L X T / X, 1 T l 2 X SkrifiS greinilega nafn og helmilisfang jj iíi 22 -j co KERFI 16 RAÐA 4 leikir meS tveim merkjum 8 leikir meS einu merki liöiö er á heimavelli og auk þess á uppleið. Aö þessum upplýs- ingum fengnum myndu flestir spá heimasigri, en ekki við. Queens Park Rangers er mjög harösnúið bikarliö og þess vegna spáum viö útisigri en til vara aö heimaliðiö nái jafntefli (fjóröi og siöasti tvöfaldi leikur- inn). Middlesbro-Hereford Hereford er mikiö bikarliö og hefur oft komiö á óvart þó teljum viö skynsamlegra aö spá heimasigri. Nortwich Victoria- Oldham Oldham ætti ab vera sigurinn vis gegn áhugamannaliöinu og spáum viö þvi útisigri. Port Vale-Burnley Þó að gengi Burnley hafiekki verið upp á þaö bezta aö undan- förnu vogum við okkur að spá útisigri. Swindon-Everton Samkvæmt guös og manna lögum ætti Everton aö sigra en lög þessi eru ekki alltaf virt i bikarkeppni. Otisigur. ATA Beckenbauer knatt- spyrnumaður ársins Beckenbauer er vel aö þessari viðurkenningu kominn, bæði er maöurinn frábær knattspyrnu- maöur og auk þess góður fulltrúi lands sins. Nýlega var hann lika heiðraður með þýzku eftirliking- unni af Fálkaorðunni, enda segja Þjóöverjar að hann hafi gert iandi sinu mikið meira gott en margir stjórnmálamenn. Franz „keisari” Beckenbauer hefur veriðvalinn „Knattspyrnu- maður ársins”. Hinn 31 árs gamii fyrirliði Bayern og V-þýzka landsliðsins varð hiutskarpastur i kjörinu um knattspyrnumann ársins í Evrópu 1976. 1 kjörinu tóku þátt iþróttafréttaritarar frá 28 löndum. Punktar Firmakeppni borötennis- deildar KR fór fram i fyrsta skipti nýlega. Ætlunin er aö slik keppni verði árviss atburöur i framtiðinni. Keppnin fer þannig fram, ab hver meölimur deildarinnar fær sitt fyrirtæki að keppa fyrir. Verölaunabikar er veittur þvi fyrirtæki, sem sigrar f hvert sinn, til eignar. Helztu úrslit nú urðu þessi: Nesco hf. sigraöi. Keppandi fyrir hönd þess var Hjálmar Aðalsteinsson. 1 ööru sæti varö Pétur Snæ- land hf. Keppandi Hjálmtýr Hafsteinsson. í þriðja sæti varð Rolf Johan- Badmintonfélag Hafnar- fjarðar gengst fyrir B-flokks- móti i badminton 6. febrúar næstkomandi. Keppnin ferfram i Iþróttahúsinu i Hafnarfirði og hefst klukkan 13. sen & Co. Keppandi Kristján Magnús. I fjóröa sæti varð Fatagerðin Bót. Keppandi Tómas Guðjóns- son. Keppt verður í einliöaleik og tviliðaleik karla og kvenna. Leikið veröur meö plastboltum. Þátttöku ber aö tilkynna i sima 52788 eöa 50634 fyrir 3. febrúar. B-flokksmót í Hafnarfirði Firmakeppni KR í borðtennis Stefán Konráðsson sigraði á Arnarmótinu Arnarmótið i borð- tennis fór fram fyrir skömmu. Skráðir þátt- takendur voru 73 og mættu 67 til leiks. Er MÓt Glímusam- bandsins þetta fjölmennasta Arnarmótið sem haldið hefur verið til þessa, og jafnframt er það fjöl- mennasta punktamót Borðtennissambands- ins. Keppt var i tveimur flokkum II. og III. flokki og var Arnar- bikarinn sigurlaunin i II. flokki. Þar sigraöi Stefán Konráösson, frá Gerplu i Kópavogi, Hjálmtý Haf steinsson, KR, i alls sjö lot- um (4-3). Aður haföi Stefán sigrað þrjá fyrrverandi bikar- hafa, þá Ólaf H. Clafsson, Hjálmar Aðalsteinsson og Gunnar Þ. Finnbjörnsson. Meö þessum sigri er Stefán Konráðsson kominn i annaö sæti islenzkra borbtennismanna á eftir Gunnari Finnbjörnssyni. I þriðja flokki sigraði Hilmar Konráðsson, Vikingi, Arna Gunnarsson, Keflavik. Þeir fluttust báðir i annan flokk eftir þessa frammistöðu og eru nú alls 14 borðtennismenn komnir upp i annan flokk, en keppnin i þriöja flokki harönar stööugt. Eftirtalin mót verða haldin á vegum Glimu- sambands Islands i vetur: 29. janúar, Miðsvetrar- mót GLI. 27. febrúar, Bikarglima. 26. marz, Landsflokka- glima. 30. april, íslandsglima. Þátttökutilkynningar þurfa að hafa borizt Sigtryggi Sigurðssyni, Melhaga 9, viku fyrir mótsdag.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.