Alþýðublaðið - 27.01.1977, Side 9

Alþýðublaðið - 27.01.1977, Side 9
SBw' Fimmtudagur 27. janúar 1977 ___________________________________ FRÉTTIR 9 Hörður Einarsson hrl. fyrrum í forystusveit Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík: „EKKI VÆRI MÉR EFTIRSJA f ÞVÍ ÞÖH NÖVERANDI RÍKISSTJÓRN FÆRI FRA” „Ekkert athugavert við afskipti utan- ríkisráðherra af afplánunarmálinu” Hörður Einarsson, hrl. ritar grein i dag- blaðið Visi i gær, sem hlýtur að vekja mjög mikla athygli. Grein Harðar nefnist ,, Stjómmálabarátta á villigötum.” Þess má geta, að Hörður Einarsson var framarlega i forystu- sveit Sjálfstæðis- flokksins i Reykjavik, en dró sig í hlé og hefur nú um langa hrið látið stjórnmál afskiptalaus, a.m.k. opinberlega. Höröur fjallar einkum um dómsmálin og umræður um þau. Hann gerir sérstaklega aö umræöuefni þær ásakanir, sem hafa veriö bornar á dómsmála- ráöherra og utanrikisráöherra um afskipti þeirra af máli manns nokkurs, sem sleppt var úr fangelsi eftir aö hafa afplán- aö skamman tima af dómi. — En þaö sem vekur hvaö mesta athygli i grein Haröar eru um- mæli hans um núverandi rikis- stjórn. Ekkert við afskipti utanríkisráðherra að athuga Eftir aöHörður hefur rakiö aö nokkru afplánunarmáliö segir hann: , ,Eftir þvi sem ég bezt get séö af þvi, sem upplýst hefur verið um afskipti Einars Agústssonar af afplánunarmáli margumrædds afbrotamanns, er ekkert viö þau að athuga. I fyrsta lagi er ekki annað aö sjá en viökomandi yfirvald hafi verið búiö aö ákveöa aö veita einnar viku viöbótarfrest á afplánuninni, sem ekki var liðinn, þegar Einar Agústsson bað um tveggja daga frestinn. I ööru lagi var Einari Agústs- syni, þó aö hann sé utanrlkis- ráðherra, þaö fullheimilt sem hverjum öörum borgara, er vildi veita ólánsmanni nokkurt liösinni, aö snúa sér til þess yfir- valds, sem meö málefni hans haföi aö gera i þvi skyni aö biöja honum mjög timabund- innar vægðar, ef þaö ekki skaöaöi almannahagsmuni. Og þó aö yfirvaldiö heföi oröiö við beiöni utanrikisráöherra, heföi ekkert þurft aö vera viö þaö aö athuga. Viökomandi yfirvaldi var þaö i sjálfsvald sett, hvort þaö sinnti beiöninni eöa ekki, en áþaö viröistekkieinu sinni hafa reynt I þessu tilviki. Þeir menn, semekkihafabeinl nefinu tilaö segja hiklaust ,,nei” viö ráöherrabeiöni, sem þeir telja óeölilega, eiga ekki aö sitja i ábyrgðarstööum, sizt af öllu I dómarasætum. í þriöja lagi hefur þvi ekki einu sinni veriö haldiö fram, aö af hálfu Einars Agústssonar hafi nokkrum þrýstingi verið beitt, er hann bar fram erindi sitt, heldur aöeins, aö hann hafi boriö fram tilmæli. I fjóröa lagi ætti svo ekki aö skaöa, aö menn leiddu hugann að þvi, hvort nokkuö sé viö þaö aö athuga, að sjórnmálamenn, frekar en aðrir, reyni aö greiöa götu náunga sins” ... Siöan segir Höröur: „Þaöerþess vegna von min, aö þegar frá liöur muni Einar Agústsson taka til nýrrar yfirvegunar þá yfirlýsingu, sem eftir honum hefur veriö höfö i tilefni af þessu máli, aö ekki þýöi eftirleiöis aö leita til hans um greiða. Hann ætti þvert á móti hiklaust og kinnroðalaust að segja, aö hér eftir, sem hingaö til muni hann leitast viö aö greiöa götu þeirra sam- félagsborgara, sem til hans leita, sem alþingismanns eöa ráöherra, meö eölilegar mála- leitanir eftir þvi, sem I hans valdi stendur og timi hans leyfir.” Ákvörðun dómsmála- ráðherra umdeilan- legri Um þátt Ólafs Jóhannes- sonar, dómsmálaráöherra, i þessu máli segir Hörður Ein- arsson: „Þvi má vel hreyfa, aö ákvöröun Ólafs Jóhannessonar, dómsmálaráðherra, aö veita umræddum refsifanga skilorös- bundna og timabundna reynslu- lausn úr fangelsi eftir aðeins u.þ.b. sjö mánaöa afplánunar- tima samtals, sé I raun og veru umdeilanlegri en afskipti Einars Ágústssonar og málefnum þessa manns. Sú ákvöröun er ekki samkvæm fyrirmælum hegningarlaga um reynslulausn, en er hins vegar i samræmiviö langa framkvæmd margra dómsmálaráöherra....” Siöan segir Höröur: „En hitt er hins vegar fráleitt aö lita lagaframkvæmd núverandi dómsmálaráöherra um þessi efni öörum augum en sambæri- legar athafnir fyrirrennara hans og ætlast til þess aö hún verði látin varða hann embættismissi” Hrifluofstækið Hörður fjallar síöan um þátt Sjálfstæöisflokksins I þessu máli. Hann segir: „Þeir fylgis- 1 menn Sjálfstæöisflokksins og aörir, sem um þessar mundir gera haröasta hriö aö greindum ráðherrum Framsóknarflokks- ins, heföu gottaf þvl aö rifja upp þann tima, er Framsóknar- flokkurinn undir forystu Jónasar frá Hriflu reyndi með ósönnumásökunum aö knésetja forystumenn Sjálfstæöisflokks- ins...” Siöan segir hann: „Þó aö ég hafi undanfarin misseri veriö litt hrifinn af mörgum stjórnar- framkvæmdum Sjálfstæöis- flokksins og raunar núverandi rikisstjórnar og þingmeirihluta iheild, vona ég, aðþaö eigi ekki til viöbótar ýmsu ööru böli Sjálfstæöisflokksins eftir aö henda hann, að hann veröi lika aö bráö gamla Hrifluof- stækinu.” Ekki eftirsjá i rikis- stjórninni Höröur lýkur grein sinni á hugleiöingum um rlkisstjórn- ina. Þar segir hann meðal annars: „Ekki værimér eftirsjá i þvi, þótt núverandi rikisstjórn I heildog sem mest af hennar stjórnarliöi, þ.á.m. þeir tveir ráöherrar Framsóknarflokks- ins, sem nú eru sérstaklega til umræöu, færu sem fyrst úr valdastööum sinum, og óskandi er, aö sem fyrst megi takast aö skapa skilyrði fyrir traustari og stefnufastari landstjórn en viö njótum nú.” — Siöan leggur Höröur Einarsson á þaö áherzlu, aö ádeiluefni á núver- andi rikisstjórn séu f jölmörg, en ekki megi fara eftir órök- studdum brigzlum um siöferöis- legar áviröingar um allt aö þvi beina eða óbeina þátttöku i glæpastarfsemi. —AG Rfkisendurskoðunin: Bókhald ÁTVR í lagi Slðastliöinn mánudag ritaði Halldór Halldórsson biaðamaður kjailaragrein I Dagblaðið. Þar gerir hann aö umtalsefni bókhald ÁTVH. Hann getur þess meðal annars að skýrslugeröarmaður land- læknisembættisins hafi mánuðum saman reynt að fá útskýringar á grófum mun sem komi fram á innflutnings-og söluskýrslum tóbaks, en án árangurs. t leiðara Dagblaðsins i gær er mál þetta tekið upp og þar segir orðrétt: „Það dugir náttúriega ekki, að opinberum forstjóra sé leyft að flækja svo bókhald stofnunar sinnar, að ógerlegt sé að finna, hver sé vörurýrnun á hans vegum. Fjármálaráðherra ber nú, þegar athygli hefur verið vakin á þessu hneyksli, að láta hefja opinbera rannsókn á, hvort tæplega 1500 tonn og nokkrir milljarðar króna hafi giatazt i Áfengis- og tómbaksverzluninni eða ekki.” Alþýðublaðinu hefur nú borizt afrit af bréfi frá Ríkisendur- skoðuninni, sem fermeðbókhald ATVR, sem sent var ritstjóra Ðag- blaðsins i gær vegna þessa máls og ferbréfiöhér á eftir: Hr. ritstjóri. í blaði yöar þann 24. janúar s.l. birtist grein, eftir Halldór Hall- dórsson, sem bar yfirskriftina „Ekkert eftirlit meji innflutningi og sölu tóbaks”. Eins og yfirskriftin ber með sér, þá er i greininni fjallaö um innflutning og sölu Afengis- og tóbaksverzlunar rikisins á tóbaki. Rikiséndurskoöunin hefur með hendi endurskoöun hjá ATVR, eins og' öörum rfkisstofnunum. Þess vegna hlýtur gagnrýni á eftirlitsleysi hjá þessari rlkis- stofnun aö beinast aö verulegu leiti aö henni. Nokkrar setningar i greininni, er fjalla um bókhald ATVR og ef tirlit, gefa tilefni til aö taka fram eftirfarandi: Vegna sérstöðu ARVR innan rikiskerfisins hefur þar verið lögö sérstök áhersla á endurskoðun- ina, er þvi um daglega endur- skoöunaö ræða. Endurskoöun hjá stofnuninni hefur ávallt veriö fal- in mjög vel hæfum starfsmönn- um. Fjárhagsbókhald ATVR er vel og reglulega fært, þannig aö á hverjum degi eru færöar þær fjármunahreyfingar, sem fram fóru næsta vinnudag á undan. Reikningsskil eru gerö mánaöar- lega. Venjulega eru þau tilbúin 6- 7 dögum eftir hver mánaöamót, nema um áramót, þá tekur lengri tima aö ganga frá ársreikningi, en venjulega er ARVR meö fyrstu rlkisstofnunum aö skila ársreikn- ingi. Birgöabókhald ATVR, en nefnd grein snertir aöallega birgöa- haldiö, er einnig vel og reglulega fært. Birgöabókhaldiö er tvöfalt, fært bæði i fjárhæöum og magni (einingarfjölda eftir tegundum). Um hver mánaöamót eru geröar birgöatalningar, auk þess sem talningar eru geröar þegar um veröbreytingar er að ræöa. Birgöatalningarnar eru siöan bornar saman viö birgöabók- haldiö og kemur þá þegar fram ef um misræmi er aö ræöa. Þaö er þvi algerlega út i hött, þegar greinarhöfundur segir að „Þess vegna heföi hverjum sem væri verið I lófa lagiö aö stinga undan þessi ellefu ár nokkrum tonnum árlega án þess aö nokkur tæki eftir”. Hjá ATVR, eins og öörum verzlunarfyrirtækjum á sér staö vörurýrnun, sem stafar af ýms- um orsökum. Undanfarin ár hef- ur óskýrÖ rýrnun á tóbaksvörum veriö á bilinu frá 0,0037% til 0,0145% miöað viö söluverö. — Að áliti rikisendurskoðunarinnar er hér um vel viöunandi ástand að ræða. Bréf þetta óskast birt I blaöi yö- ar. Riksendurskoðun, 26. jan. 1977. F.h.r . Haiidór V. Sigurðsson. Guðm. Magnússon Auói 80 árgerð 1977 fyrirliggjandi. HEKLA HF. Uugavegí 170—172 — Simi 21240 Aoái 80 árgerð 1977 er glæsilegur fólksblll í nýjum búningi, sem hefir að baki sér hina viðurkenndu vesturþýsku tækni- kunnáttu og gæðaframleiðslu sem tryggir þægilegan, öruggan og ódýran akstúr. — Audi 80 bfður yðar nú í sýningarsal okkar. — Gjörið svo vel að líta inn og við munum gera okkar besta til að leysa úr sp'urningum yðar varðandi Auú. 80 Verð á Audi 80 LS ca. kr. 2.379 þúsund Verð á Audi 80 GLS ca. kr. 2.485 þúsund

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.