Alþýðublaðið - 11.03.1977, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.03.1977, Blaðsíða 2
2 STJÖRNMÁL Föstudagur 11. marz 1977 blaSið1' útgefa\i(Ur Alþýðuflokkurlnn. 1 1 * f Rekslur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgöarmaður: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Bjarni SigtryggSson. Aðsetur ritstjórnar er i Síðumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftarsimi 14900. Prentun: Blaðaprent h.f. Askriftarverð: 1100 krónur á mánuði og 60 krónur i lausasölu. Margt er líkt með skyldum Síðastliðinn föstudag lagði ríkisstjórn jafn- aðarmanna í Noregi f ram i Stórþinginu svokallaðan „skattapakka", en það eru tillögur í skattamál- um, sem jafnaðarmenn hyggjast framkvæma, ef þeir fara með völd eftir kosningarnar í septem- ber. Samkvæmt frásögn Arbeiderbladet eru meginatriði tillagnanna, sem Per Kleppe fjár- málaráðherra ber veg og vanda af, sem hér segir: 1) Dregið verður úr stig- hækkun tekjuskattsins, þannig að hann lækki verulega á lágum og miðlungstekjum, en haldist óbreyttur á há- tekjum. Segir, að tekjuskatturinn sé far- inn að lenda með alltof miklum þunga á al- mennum launatekjum, og verði úr því að bæta. 2) Aukin áherzla verður lögð á óbeina skatta til þess að tryggja tekjur ríkisins, en þeirri meginstefnu hafa norskir jafnaðarmenn fylgt um langt árabil. 3) Nánari greining verð- ur á persónulegum tekjum þeirra, sem hafa eigin atvinnu- rekstur, og útgjöldum fyrirtækjanna. ( Noregi er algengt, að menn í slikri aðstöðu minnki verulega skatt- skyldar tekjur sínar með því að færa eigin kostnað á fyrirtækin. Viðurkennt er, að mjög erfitt sé að hafa stjórn á þessu, en 1975 var skipuð sérstök nefnd í Noregi til að f jalla um þau mál, og hefur hún ékki lokið störfum. Lagt er til, að skatt- yfirvöldum verði heim- ilt að áætla tekjur, þeg- ar neyzla manns er í augljósu ósamræmi við framtaldar tekjur. 4) Dregið verður úr frá- dráttarliðum á skatta- framtölum. í Noregi fer langmest fyrir frá- drætti vaxta, og er talið rétt að hann verði tak- markaður. 5. Tekinn verður upp framfærslufrádráttur fyrir barnmargar fjöl- skyldur. 6. Gerðar verða viðtækar ráðstafanir til þess að draga úr skattsvikum. Norska stjórnin telur, að næst of háum tekju- skatti á almenn laun stafi óánægja norskra skattgreiðenda mest af því, að hópar manna og einstaklingar greiði augljóslega ekki skatta sem samsvara lífskjör- um þeirra. Þar sem norskir jafnaðarmenn líta á skattakerfið sem mikil- vægt tæki til lífskjara- jöfnunar í landinu, telja þeir með í þessum tillög- um hugmyndir um jöfnun á tekjum, áður en skattar eru lagðir á, svo og jöfnunaraðgerðir á sviði húsnæðismála, tryggingarmála, skóla- mála ofl. Tillögurnar, sem taldar voru hér að ofan, eru ná- lega hinar sömu og þær hugmyndir um endurbæt- ur í skattamálum, sem Alþýðuf lokkurinn hefur fluttá Alþingi undanfarin ár. Ýms þessara atriða eru einnig í einhverri mynd í því skattalaga- frumvarpi, sem Alþingi fjallar um. Það er sérstaklega athyglisvert, að norska stjórnin bendir á, að tekjuskattur hafi í seinni tíð lagzt með alltof miklum þunga á almenn- ar launatekjur, og sé þetta meginástæða fyrir óánægju landsmanna með skattakerfið. Er því lagttil að lækka verulega tekjuskattinn af almenn- um launatekjum, en halda honum á hátekjum. Þetta hefur einnig verið kjarninn í skattatillögum Alþýðuf lokksins. Enda þótt skattar séu háir í Noregi og hærri en á íslandi, telur norska stjórnin ekki, að það valdi eins mikiili óánægju og sú staðreynd, að hópar og einstaklingar greiða sýni- lega mun lægri skatta en lifskjör þeirra gefa til- efni til. Einmitt þetta á einnig við hérá landi. Það er einmitt samanburður- inn við aðra, sem sleppa að miklu leyti við skatt- byrðina, er veldur rétt- látri reiði fólks hér á landi. Ef þetta misrétti væri upprætt, mundi ríkissjóður geta aukið til muna tekjur sinar og lækkað byrði heildar- innar. Þetta sjónarmið verður umfram allt að ríkja við endurskoðun skattalaganna, en ástæða er til að ætla, að I þessum efnum sé ástand mun verra á Islandi en Noregi — og þykir þeim samt alvarlegt. Þá er athyglisvert, að skattar þeirra, sem reka eigin atvinnurekstur eða hafa ráð á atvinnurekstri hafa verið vandamál í Noregi vegna misnotkun- ar á þeirri aðstöðu, og sérstök nefnd hefur f jall- að um það mál. Viður- kennt er, að þetta sé vandmeðfarinn þáttur skattlagningar, en samt telur norska stjórnin ekki hjá því komizt, að áætla megi tekjur manna, þeg- ar framtaldar tekjur þeirra eru í grófu ósam- ræmi við lífskjör þeirra. Meginhugmyndin er ein- mitt sú, að menn greiði skatta í samræmi við per- sónuleg lífskjör eins og launþegar gera, hvað sem líður bókhaldsaf- komu fyrirtækja, sem þeir ráða yfir. Það er fróðlegt að kynnast hinum norsku til- lögum — og sannariega er margt.líkt með skyldum. BGr Fleiri tilfelli atvinnu- sjúkdóma — Framhald af forsíðu grun um aölæknar hafi alls ekki veriö nægilega vakandi I þessu máli, sagöi örn Erlendsson aöaltrúnaðarmaður i Straums- vik. Lélegt öryggiseftirlit — Ég get sagt þaö hreint út hér, aöég tel aö öryggis- og heil- brigðiseftirlitiö hafi verið hrein- asti dragbitur á þvi sem þurft hefur aö bæta i Straumsvik, sagöi einn trúnaöarmaöurinn á fundinum i gær, og tóku aörir fundarmenn undir þetta álit. — Fólk hefur treyst á aö þessar stofnanir bæti úr þeim vankönt- um sem fram koma og kvartaö hefur veriö yfir, en staöreyndin er sú, aö þær gera ekkert. Erlendis er þaö svo, aö ef eft- irlitsmaður slikra stofnana kemur aö tæki sem er I ólagi, þá innsiglar hann þaö og þar meö er það tekið úr notkun. Hér á landi kemur eftirlitsmaöur meö höppum og glöppum og ef hann sér tæki sem er i lamasessi og gæti valdiö slysi, þá skrifar hann bara nótu, ósköp pent, og gefur frest i þrjá mánuöi til aölagfæra tækiö. Það er svo not- aö óviögert i þessa þrjá mánuöi og undir hælinn lagt hvort eftir- litsmaöurinn kemur eftir þrjá mánuöi til aö fygljast meö framkvæmdum á fyrirmælum sínum. Kröfur um aðbúnað Verkalýösfélögin hafa mjög látiö til sin i aöbúnaöarmálum i Straumsvik og er ástæöan sú, aö lagfæringar i þeim efnum hafa ekki fengizt nema undir þeim þrýstingi sem lausir samningar skapa. Sem dæmi má nefna kröfu um afdrep I kerskálum, og viöar þar seem menn geta leitaö Ibetra loft en er á vinnustaö, stutta stund I einu. Kröfur hafa veriö settar fram um betri loft- ræstingu á flestum vinnustööum þar syðra, en þær hafa þó ekki allar náö fram aö ganga. Þar sem ljóst er, aö hreinsi- tækjum veröur ekki komiö upp nema á mjög löngum tima, hafa veriö settar fram fjórar megin- kröfur sem nauösynlegt er aö framkvæma I kerskálum og annars staöar. Þessar kröfur eru: 1. Kerskáli: Hætt veröi aö setja gamalt efni úr kerskála- kjallara á kerin.þar sem þaö veldur miklu ólofti þegar þaö er brotið niöur i kerfin. Kerskálakjallari veröi þrifinn reglulega þvi ryk á gólfi hans blæs upp meö lofthreinsuninni sem fram á aö fara i kerskálun- um. Kerskálagólf veröi hreinsuö á hverri vakt. 2. Kersmiöja: Gengiö veröi frá lofthjálmum viö massa- hrærivélar til aö beina frá heitri tjörugufu. Loftræstibúnaöi sem rætt var um fyrir 2 árum aö koma fyrir viö kerþjöppun, veröi komiö I nothæft ástand. 3. Skautasmiöja: Mulnings- vél sem mikiö ryk stafar frá og er viöskautsmiöjudyr, svo og hrærivél fyrir kragasalla sem sett var inn i skautsmiðju, veröi fjarlægðar og byggt yfir sér- staklega, samanber samþykkt hollustunefndar frá 7. april sl. 4. Böö og búningsklefar veröi þrifin eftir hverja vakt. Varöandi fyrsta liöinn gat trúnaöarmaöur i kerskála þess, aö i kjallara kerskálanna væri enn ryk frá fyrsta ári fyrir- tækisins og raunar væri ástand- iö I þessum skálum slikt, aö kallast mætti trassaskapur af starfsmönnunum aö hafa ekki hreinlega gengiö út. —hm EiN- DALKURINN Samtökin og ætlunarverk þeirra Magnús Torfi ólafsson, for- maöur Samtaka frjálslyndra og vinstri manna hefur ákveöiö, aö Samtökin skuli starfa áfram og hasla sér völl á ný á landsgrund- velli. Auövitaö er hópur flokks- manna honum sammála I þessari ákvöröun, sem hlýtur aö byggja á þeirri von og trú aö flokkurinn nái aö festa rætur á ný eftir talsverö- ar sviptingar. Tveir af þekktustu Samtaka- mönnunum i hópi yngri manna hafa yfirgefið flokkinn og horfiö til Alþýöubandalagsins. Þetta eru þeir Ólafur Ragnar Grimsson og Baldur Óskarsson, sem nokkuð hafa þvælzt á milli floska aö undanförnu. Brottför þeirra ræð- ur engum úrslitum um framtiö Samtakanna. Innganga þeirra i Alþýöubandalagiö getur hins veg- ar haft alvarleg áhrif á þann flokk, enda mennirnir staldraö stutt viö i þeim flokkum sem þeir hafa heimsótt. Það hlýtur hins vegar að vera alvarlegra mál fyrir Samtökin, þegar traustir forystumenn þeirra taka ekki lengur þátt i flokksstarfinu. Þaö verður þvi forvitnilegt aö fylgjast meö þvi hvernig Samtökin hyggjast ná fylgi almennings og hvaöan þeir ætla að ná þessu fylgi. I leiöara I Nýjum Þjóömálum i gær segir Magnús Torfi Ólafsson meöal annars, aö ástæöurnar fyrir þvi aö flokksstjórnarmenn Samtakanna hafi veriö á einu máli um aö reisa merkiö á ný, hafi veriö sú, sem fram komi i stjórnmálaályktun fundarins. Þar sé sýnt fram á aöeina'fara leiöin til aö stugga viö stöönuöu flokkakerfi, semleitthafi þjóöina i þann vanda sem viö blasi, sé aö efla Samtökintiláhrifa. En þvi miöur er sú hætta fyrir hendi, aö Samtökin, sem i upphafi var ætlaö þaö hlutverk að sam- eina i einum flokki alla jafnaöar- og samvinnumenn, eigi eftir aö sundra þeim meira en nokkurt annaö stjórnmálaafl, sem komiö hefur við sögu á tslandi á siöari árum. Magnús Torfi segir i leiöara sinum, aö samstjórn tveggja stærstu flokka landsins hafi sum- part meö óhappaverkum og sum- part með athafnaleysi, komið málum þjóöarinnar i óviöunandi horf. Lágtekjufólk sé féflett i þágu forréttindahópa, sem kom- izt hafi upp á lag meö aö láta verðbólguna mala sér gull. Skuldasöfnun erlendis ýtti undir tilhneigingu til aö greiöa fyrir fjárfestingu erlendra aöila i stór- iöju meö forgangsrétti til hagnýt- ingar orkulinda landsins, án þess að skeytt sé um framtiöarhags- muni landsmanna sjálfra. Krögg- ur, sem stafi aö verulegu leyti af rangri stjórnarstefnu noti svo sumir liösmenn stjórnarflokk- anna til aö reka áróöur fyrir þvi aö leigusala á landinu undir her- stöövar sé gerö aö verulegum tekjustofni. Skjótt skipast veöur i lofti. Þess er hollt aö minnast, aö ekki er langt siöan aö Magnús Torfi Ólafsson vildi öllu fórna til aö halda áfram stjórnarsamstarfi meö öörum núverandi stjórnar- flokka, Framsóknarflokknum. Þá baröist hann eins og ljón til aö halda áfram stjórnarsamstarfi meö flokki, sem hann finnur nú allt til foráttu. Hann heldur' þvi jafnframt mjög á lofti aö „gömlu verkalýðs- flokkarnir séu þannig á sig komn- ir aö engar likur séaá aöframmi- staöa þeirra valdi neinum straumhvörfum. Liklega ber aö skilja þaö svo, aö Samtökin séu nú verkalýösflokkur. Ekki er þó ljósthvermunurerá þeim flokki og „gömlu” verkalýösflokkunum , sem réttlætir þessa kenningu. Og ekki veröur „gömlu” verka- lýösflokkunum gert auöveldara aö beita afli sinu til hagsbóta fyrir verkalýöshreyfinguna i landinu á sama tima og Samtökin kljúfa vinstri öflin i fleiri einingar en nú er.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.