Alþýðublaðið - 11.03.1977, Page 3

Alþýðublaðið - 11.03.1977, Page 3
Föstudagur 11. marz 1977 VETTVANGUR 3 Pótýfónkórinn tuttugu ára: Pólýfónkórinn. Myndin var tekin er kórinn flutti Messlas eftir Handel i Háskólabfói I april 1975, en kórinn mun flytja verkið I söngför sinni um ttallu. PflSKATÓNLEIKAR í APRÍL UTANFÖR í 1ÚNI - Fjölmennasta hljómleikaferð sem farin hefur verið frá íslandi til þessa, alls 180 manns, syngja í 7 borgum á Ítalíu Pólýfónkórinn, er þekkt nafn i tónlistar heimi Islendinga, enda hefur kórinn nú starfað um tutt- ugu ára skeið. Kórinn hefur þvi starfað lengur en nokkur bland- aður kór i Reykjavik. Stofnandi kórsins og stjórnandi frá upphafi er Ingólfur Guðbrands- son, og er hann þekktur fyrir að ráöast ekki alltaf á garðinn þar sem hann er lægstur i tónlistar- flutningi með kór sinum. Hefur kórinn löngum flutt mörg stærstu verk gömlu höfundanna, til dæmis öll stærstu kórverk J.S. Bach, Messias eftir Hffndel og fleiri. Fjölmennasta hljómleikaferö frá Islandi 1 tilefni tuttugu ára afmælis kórsins hyggur hann á utanför i júlimánuði. Mun sú ferö verða fjölmennasta hljómleikaferð sem farin hefur verið frá tslandi til þessa. 140 söngvarar Pólýfónkórsins, fimm einsöng- varar og 34 manna hljómsveit, alls um 180 manns, taka þátt i söngförinni ásamt 70 manna fylgdarliði vina og vandamanna. Flogið veröur með 250 manna þotu Flugleiða DC-8 beint til hinnar frægu borgar Pisa á Italiu. Sungið í 7 borgum Frá Pisa verður ekið til Siena, einnar fegurstu miðaldaborgar sem varöveitzt hefur og veröa þar haldnir fyrstu hljómleik- arnir að kvöldi 25. júni i dómkirkju staðarins. Flutt veröur Messias eftir Handel. Kórinn hefur áður flutt Messias hérlendis og i Amsterdam við góöar undirtektir. Einsöngvar- ar verða brezkir og verkið sung- ið á ensku. Siena er ein fremsta tónlistar- borg Evrópu og safnar hin fræga Accademia Chigiana til sin efnilegustu tónlistarmönn- um á hverju sumri. Tónleikar Pólifónkórsins I Siena eru haldnir á vegum tónlistaraka- demiunnar og menningarráðs borgarinnar. Taka þátt í tónlistarhátið — Næsti viðkomustaður kórsins verður Flórens háborg italskrar listar. Verða þar haldnir hljóm- leikar i höfuökirkju borgarinn- ar, Santa Groce, 27. júni. Flutt verða Gloria eftir Vivaldi og Magnificat eftir Bach svo og konsert fyrir tvær einleiksfiðlur og hljómsveit i d-moll, sömu- leiðis eftir Bach. Einleikarar með hljómsveitinni veröa systurnar Rug og Maria Ingólfsdætur. A meöan dvöl kórsins stendur yfir i Flórens fer þar fram ein mesta tónlistarhátið i Evrópu, Maggio Musicale, þar sem fram munu koma margir heimsfrægir flytjendur. íslendingar hafa ekki, svo vitað sé, tekiö þátt I þessari stóru tónlistarhátiö. — og syngja í Markúsarkirkjunni Vicensa er næsti viþkomu- staður kórsins og verður Messias fluttur þar I fallegri barrokk-kirkju, orðlagöri fyrir góðan hljómburð. Þá verður haldið til Feneyja og sungiö þar 29. júni i Markúsarkirkjunni, einni sögufrægustu byggingu heims. Telst það mikill heiður fyrir tónlistarfólk að koma þar fram, en tónleikar Pólýfónkórs- ins verða fyrstu hljómleikar sem auglýstir verða á listapró- grammi Feneyja i sumar. Auk fyrrnefndra staða hefur kórinn samiö um hljómleika i Trieste, Aquileia og Liganano. til með að kosta. Reynt veröur aö leita fyrirgreiðslu einstak- linga, stofnana og fyrirtækja til að létta baggann, og er það von kórsins að undirtektir verði góðar. Pólyfónkórinn fór fram á fjárhagsaöstoö vegna utanfarar sinnar, en kórinn hefur i þau tuttugu ár sem hann hefur starf- að, alltaf orðið aö kosta hljóm- leika sina sjálfur aö öllu leyti og greiöa bæði einsöngvurum og hijóðfæraleikurum laun. Fjár- veitingavaldið hefur enn dauf- heyrzt við óskum um aðstoö. Eina fjárveitingin sem lofuð er á afmælisárinu eru 100 þúsund krónur úr rikissjóöi og 200 þúsund úr borgarsjóöi, sem ekki nægir einu sinni til nótnakaupa fyrir kórinn. — Það er ekki búið að nokk- urri annarri listgrein i landinu sem þessari. Við höfum flutt hvert stórverkið af ööru án þess að fá nokkurn tima nokkuö fyrir það, sagði Ingólfur Guðbrands- son. Æfingar sóttar reglulega úr Keflavík Æfingar hafa staðið yfir siðan i haust. Siðustu þrjá mánuði fyrir utanför verða þó settar á strangari æfingar. Að sögn Ingólfs hafa æfingar verið vel sóttar og sem dæmi um áhugann nefndi hann að fólk úr Keflavik hefði i vetur sótt æf- ingar reglulega tvisvar og jafn- vel oftar i viku. — Ég hef alltaf jafnað við og borið saman iþróttamenn og söngfólk. Hvorutveggja krefst mikilla og stööugra æfinga. Ef æfingar eru ekki stundaðar reglulega, næst enginn árangur, sagði Ingólfur. — 1 sambandi við utanferöina sagöi Ingólfur, vonum við að við fáum ekki lakari fyrirgreiðslu en handkanttleiksliðiö. —AB. Siðustu tónleikar eru áætlaðir 3. júli, en söngfólkiö mun ætla að dvelja erlendis nokkuö lengur til sumarleyfisdvalar á Lignano- Gullnu ströndinni. Syngja fyrir ítalska útvarpið Ferð Pólýfónkórsins mun taka alls um 12 daga, og verður sungið viða eins og sjá má. Auk alls hljómleikahalds, mun kór- inn væntanlega koma til með að syngja fyrir italska útvarpið, en ekki er fullákveðiö með aðrar upptökur. — fdu neiur íongum verio draumur okkar að komast út og flytja þessi stóru verk, i húsum sem bjóða upp á betri hljóm- burð en húsin hér heima. Við eigum ekkert almennilegt hljómleikhús I Reykjavik. A þessa leið fórust Ingólfi Guðbrandssyni orð, er hann var inntur eftir aðdragada aö utan- för kórsins. Ingólfur lætur af stjórn Sem fyrr segir stofnaði Ingólfur Guðbrandsson Pólýfónkórinn fyrir réttum tuttugu árum siðar. 1 tilefni afmælisins verða haldnir páskatónleikar á skirdag, föstu- daginn langa og laugardaginn fyrir páska. Verða það seinustu tónleikar sem Ingólfur mun setja upp með Pólýfónkórn- um, en eftir utanförina til Italiu hyggst hann láta af söng- stjórn. Er framkvæmdastjórn kórsins var innt eftir þvi hvort kórinn myndi starfa áfram, þrátt fyrir að Ingólfur léti af störfum sinum, þótti henni það afar óliklegt. — Ingólfur hefur átt það stóran þátt i að móta kórinn að það væri tilgangslaust aö halda áfram án hans. Það yrði að minnsta kosti ekki sami kórinn áfram, sagði Guðmundur Guðbrandsson formaður stjórnarinnar. 300 þúsund frá Islandi — 7 milljónir frá Italíu Italiuferö Pólýfónkorsins mun kosta um það bil 20 milljónir i allt. Skiljanlega hefur reynzt fremur erfitt að f jármagna svo stórt fyrirtæki, en Italir hafa lofað fjárveitingu og fyrir- greiöslu sem mun nema and- virði 7 milljóna. Vantar þá á um það bil 2/3 þess er förin kemur 'ólfur Guðbrandsson stofn- ii og stjórnandi Pólýfónkórs- I tiittnóii ár.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.