Alþýðublaðið - 11.03.1977, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 11.03.1977, Blaðsíða 11
iK£? Föstudagur 11. marz 1977 VH> 11 spékoppurinn | Sæmundur G. Lárusson — Jörðin hér er svo frjósöm, að það er stundum erfitt að trúa þvi nema af eigin reynd!! — Nehei, ég vil sko ekki giftast þér Harry en mamma getur vel hugsað sér... 3Ule — Haltu kjafti strákbjálfi! Skattamálin í ólestri ÞRIÐJI HLUTI Ragnhildur Helgadóttir alþingismaöur hefur m.a. skrif- að um skattalagafrumvarpið, og ætla ég aöeins að minnast á niðurlag greinarinnar sem er á þessa leið: Að svo miklu leyti sem sveitarfélögin veita þjónustu vegna viðkomandi fasteigna, eru skattar af þeim réttlætan- legir og einungis vegna þess. Menn hafa keypt ibúöir slnar fyrir tekjur sem skattlagöar voru þegar þeirra var aflað og með sifelldri skattlagningu ibúðarhúsnæöis eru menn að skattleggja margsinnis sömu krónurnar. Þetta er vissulega gert og mér og mörgum fleiri finnst harla óréttlátar aðfarir. Þaö er minnzt á fleiri atriöi i grein Ragnhildar sem eru ihugaverö, svo sem skattlagningu einstak- linga i atvinnurekstri. Þetta er vandasamt og flókið mál, ekki sizt vegna þess að hér er um hóp aöræða sem rekur sin fyrirtæki I samkeppni viö önnur rekstrar- form, sem njóta stórkostlegra lögverndaðra friöinda. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þvi miður ekki þingstyrk til að bæta úr þessu misrétti og að þessu leyti er ég hjartanlega sammála Ragnhildi. Það þarf að bæta öll misrétti, svo sam- ræmi veröi I hlutunum. Það bætir sambúðina, og veldur ein- mitt þvi, aö kveöa niður alla þá tortryggni, sem þjóðfélag okkar er helzt til „auðugt” af. Það sem i raun og veru veldur öllu þessu fjaðrafoki, og hefur margsinnis komið fyrir, er aö stjórnvöld standa ekki við þau loforö sem gefin hafa verið. Það vil ég kalla að stjórnin valdi ekki sinu hlutverki, þegar þann- ig er að farið. Eða hvað á að segja um vöru- gjaldiö fræga sem stjórnin lagöi á forðum. Það uröu allir steinhissa aö vonum og for- dæmdu þessar aðfarir. Þá greip blessuö stjórnin til þess ráðs aö telja þjóðþingi trú um að þetta gjald yröi afnumiö eftir nokkra mánuði, eða um næstu ára mót. Og hver varð svo reynslan? Vörugjaldiö var ekki afnumiö, nema siður væri, heldur hækk- aði þaö úr 12% i 18% og hefur verið svo siðan. Og gamla sagan heldur áfram. Simi, rafmagn, hita- veita, og hvers konar þjónusta fara hækkandi svo til dag frá degi. Auk þess hækka allar nauösynjavörur, sem fólk verður aökaupa til að geta lifaö. Slfkt áframhald hiytur að enda með hruni. Fyrr eða siðar gefast menn upp og lenda á framfæri hjá borginni eða sveitarfélögum. Þá kemur til kasta „breiðu bakanna” að taka á sig og standa undir nafni. Þá verður ekki maökur i mys- unni, og þá veröur gaman að sjá framan i þá stóru þegar svo er komið. Og þess verður ekki langt að biöa, ef fram heldur sem horfir. Þaö sem hér þarf aö gerast er þaö aö rikisbákniö fari i megr- unarkúr og hann svo eftirminni- legan að hætt verði að skatt- leggja æ ofan i æ sömu krón- umar eins og gert hefur veriö. Þetta hefur komið verst niður á þeim, sem hafa verið búnir aö draga saman fjármuni til aö byggja yfir höfuð á sér og sin- um. Meðan þessir fjármunir hafa veriö aö myndast, hafa þeir verið skattlagðir. Þegar ibúðin er tilbúin tekur ekki betra við, þvl þá er skattlagt með nýrri aðferð og enn þyngri skatti. En það mun ég ræða nánar i næstu grein. F ramhaldssagan F órnar- lambið Sebastian hafði haldið utan um margar stúlkur um ævina, en enga, sem var jafnlitil og létt og Drúsilla, og hár hennar var silki- mjúkt við höku hans. Hann kyssti hana ósjálfrátt á ennið. Titringur fór um hana, svo spurði hún hvislandi: — Hvers vegna varstu að þessu? — Af þvi aö þú ert svo sæt og litil! — Já en.. já en, kysstu mig almennilega eins og i gær! En hvað hún var sérstæð stúlka, hugsaöi Sebastian ringlaður. A dansleiknum hafði hún veriö gráti næst og i gær nær grátiö úr sér augun. Nú var hún illa haldin og hefði með réttu getað grátið, en nú var hún hin kátasta. Hann kyssti hana hlýðinn, en komst um leiö að þvi, að það var óvenju þægilegt að kyssa hana. Hún andvarpaöi aftur.enþagði.Þau sátu þegjandi um stund. Svo sagði Drúsilla taugaóstyrk: — Ég vona, að þau biði ekki með kvöldmatinn! — Þaö bendir nú allt til, að þau verði að biða meö morgunmatinn, þvi að ekki bólar á björgunar- sveitinni! — Það er út af þokunni! Þaö er erfitt að aka hratt i svona þoku. Eftir klukkustundarbið skildist þeim, aö það kæmi ekkert bensin. — Strákskömmin! Hann hefur stungið af með peningana og látið okkur lönd og leið! sagöi Sebastian leiður. — Við verðum vist að vera hér til morguns. Það verður vist bið á að þú hættir á að fara aftur út með mér, Drúsilla! — Auðvitað kemég! Mér hefur þótt gaman, nema hvað Maud frænka er vist hrædd um okkur. Hún heldur, aö við höfum lent i slysi, og... — Sagðirðu henni, hvert við ætluðum? — Nei ég minntist ekki einu sinni á, aö ég ætlaði út með þér. — Gott! Þá getur hún ekki sent Konráö að leita að okkur, þvi aö þaö myndi ráða baggamuninn að láta Konráö draga sig heim. Þaö fengjum við að heyra alla ævi. Þetta var undarlegasta nótt, sem Drúsilla hafði lifað. Hún svaf illa og það gerði Sebastian lika. Loks vaknaði hún alveg og sá að hann svaf með höfuðiö á öxl hennar. Æsandi tilfinning bærðist i brjósti hennar, þegar hún snart dökkt hár hans með vörum sinum og hlustaði á rólegan, reglulegan andardrátt hans. Mikið er ástinundarleg, hugsaði hún. Hún var stirð, henni var kalt og verkjaði i alla limi, en þó haföi hún aldrei verið hamingju- samari... 10. kafli. — Þetta er hneyksli! Viöbjóðslegt! Oheyrilegt! sagði Maud Chepney og óklæðilegir roðablettir voru I vöngum hennar, en stálglit i augum, — Nei, takk, ég hlusta ekki meira á þig, Sebastian! Ég læt frænda þinn um aö tala við þig. Georg Chepney var rjóöari en venjulega og elskulegt andlit hans var óvenju hörkulegt. — Ég þarf að segja fáein orö við Sebastian, þegar ert búinn, pabbi, sagði Konráð kuldalega. — Hann skuldar mér skýringu! — Ég er búinn að skýra máliö, sagði Sebastian argur. — Ég ætla ekki að endurtaka sjálfan mig endalaust. — Það er kominn timi til aö sýna þér, að þú sleppur ekki alltaf auöveldlega! sagði Konráð áminnandi.— Að varpa skugga á heiður eins gesta okkar... á unga stúlku, sem við berum ábyrgö á! Ég myndi aldrei hleypa þér inn fyrir dyr i pabba sporum! hélt Konráð áfram. Drúsilla skalf frá hvirfli til ilja. Hún hafði búist við að Maud frænka væri áhyggjufull og leið, en ekki eftirsvona látum. Hún leit þögul og biðjandi á Sebastian, en hann fór með frænda sinum út úr borðstofunni. Konráð elti þá og sami stálglampinn var i augum hans og móður hans. — Jæja, Drúsilla! sagði Maud Chepney kuldalega — Ég bið eftir skýringu þinni! — Ég ..égskilekki, hvaðþú átt viö? Sebastian sagði ykkur allt af létta, stamaði Drúsilla. — Ónýtur bensinmælir, já takk! Ég héit nú, að Sebastian gæti fundið upp á einhverju frum- legra, sagði Katrin hæðnislega. — —Strönduð á eyðiveg bensinlaus! Hvaö hefur það ekki heyrzt oft? — Hvað geröist? Blá augu Evu litu á Drúsillu með blandi af for- vitni og fyrirlitningu. — Hvaö gerði hann? — Það... þaö var ekkert hægt aö gera! Við... viö sofnuðum bara, stamaði Drúsilla. — Saman? spurði Eva. — Já! En ekki hvað? Hvaö áttum við annað að gera? svaraði Drúsilla ringluð. — Ég skil ekki öll þessi læti... eftir J AN TEMPEST KOSTABOÐ á kjarapöllum KJÖT & FISKUR Breiöholti Simi 7 120« — 7 12111 kG\N? s POSTSENDUM TROLOFUNflRHRINGA Joli.iniics Itmsson í..uig,iUcai 30 é'inii 10 200 Dúnn Síðumúla 23 /ími 64200 Heimiliseldavélar, 6 litir - 5 gerðir. Vfir 40 ára reynsla Rafha við Ódinstorg Simar 25322 og 10322 Loftpressur og traktorsgröfur til leigu Véltækni hf. Sími á daginn 84911 á kvöldin 27924

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.