Alþýðublaðið - 11.03.1977, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 11.03.1977, Blaðsíða 7
Föstudaqur 11. marz 1977 VETTVANGUR 7 Fundur framkvæmdanefndar Alþjóðasamvinnusambandsins: Erlendur Einarsson afhendir forseta Alþjóöasamvinnusambandsins, Roger Keriniec, ávbun að fjárhcð 10 þúsund sterlingspund til þróunarsjóðs sambandsins, sem er gjöf StS Itilefni 75 ára afmælis þess. í gærmorgun hófst i Hótel Sögu i Reykjavik fundur i fram- kvæmdanefnd Alþjóðasam- vinnusambandsins og undir- nefndum hennar. Fundurinn er haldinn hér á landi i tilefni 75 ára afmælis Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga. Á fundinum i morgun afhenti Erlendur Einarsson, forstjóri SIS, forseta Alþjóðasamvinnu- sambandsins, Roger Keriniec, ávisun að fjárhæð 10 þúsund sterlingspund, eða 3 milljónir 280 þúsund sterlingspund, Þetta var gjöf SIS til þróunar- sjóðs Alþjóðasamvinnusam- bandsins og gefin, I tilefni 75 ára afmælis SIS. Alþjóðasamvinnusam- bandið: Alþjóðasamvinnusambandið var stofnað árið 1895, og er eitt af elztu alþjóðasamtökum, sem starfa i heiminum. Það er sam- band samvinnusambanda i öll- um heimshlutum, og i dag eru i þvi 169 sambönd I 66 löndum. Innan vébanda þessara sam- vinnusambanda eru um 673 þúsund samvinnufélög, sem i eru 326 milljónir félagsmanna. Stærstur hluti þessara félaga eru neytendasamvinnufélög (38 af hundraði), en siðan koma samvinnusparisjóöir og lána- félög (33 af hundraði) og sam- vinnufélög bænda (19 af hundraði). önnur félög eru byggingasamvinnufélög, fram- leiðslufélög verkamanna og iðnaðarmanna og samvinnu- félög um fiskveiðar. Markmið. Markmið Alþjóðasamvinnu- sambandsins eru eftirfarandi: — Koma fram sem sameigin- legur fulltrúi allra þeirra fé- lagasamtaka, sem starfa eftir alþjóðlegum reglum um sam- vinnufélög. — Útbreiða hugsjónir og starfsaðferöir samvinnuhreyf- ingarinnar um allan heim. — Efla samvinnustarf I öllum löndum heims. — Standa vörð um hagsmuni samvinnuhreyfingarinnar á öll- um sviðum. — Treysta sambandið á milli aðildarsambanda sinna. — Efla v.insamleg viðskipta- leg samskipti hvers konar sam- vinnusamtaka, jafnt innan landa sem á alþjóða vettvangi. — Vinna að þvi að varanlegur friður og öryggi komist á I heiminum. / — Stuðla að efnahagslegum og félagslegum framförum fyrir verkamenn allra landa. Það á við um alla starfsemi Alþjóðasamvinnusambandsins, aö hún er fyrst og fremst á fé- lagslegum grundvelli, en það fæst ekki sem sllkt við neins konar verzlun eða viðskipti. Aðalskrifstofa samtakanna er I Lundúnum, en svæðaskrifstofur eru i Nýju-Delhi I Indlandi og I Moshi I Tansaniu. Starfsmenn á þessum skrifstofum eru samtals 75 Tekjur sinar hefur Alþjóða- samvinnusambandið fyrst og fremst af framlögum aðildar- samtaka sinna. A fundinum i gærmorgun flutti Erlendur Einarsson, for- stjóri SIS, ræðu, og sagði: Mér er það sérstök ánægja, fyrir hönd Sambands isl. sam- vinnufélaga, að bjóöa ykkur fulltrúana I framkvæmdanefnd- inni ásamt ásamt fram- kvæmdastjóra I.C.A., Dr. Sax- ena, aöalritara I.C.A. Mr. Davies, og aðra viðstadda vel- komna til setningar þessa fund- ar framkvæmdanefndar, sem nú heldur hér á íslandi fund i fyrsta skipti. Fulltrúar I.C.A. eru góðir gestir hér á landi. Islenzkir samvinnumenn minnast meö ánægju fundar miðstjórnar Al- þjóðasamvinnusambandsins hér i Reykjavlk árið 1952, á 50 ára afmæli Sambandsins. Ég vil þakka framkvæmda- nefndinni fyrir þann heiður, sem hún sýnir islenzku sam- vinnuhreyfingunni með þvi að halda hér á Islandi fund á 75 ára afmæli Sambandsins. Það er jafnframtvon min, að þessi dvöl ykkar i landi okkar megi verða ykkur til ánægju og þið getið tekiö með ykkur heim góöar endurminningar. ísland er eitt af smæstu lönd- um veraldar mælt I fólksfjölda, en ibúatalan er aðeins um 220.000, eöa 1% af ibúatölu Norðurlandanna. Landið er eld- fjallaland, eldgos hafa verið hér að meðaltali á 5 ára fresti á liön- um öldum, og hafa þau oft vald- ið óskunda, beint og óbeint. Heitt vatn er að finna i flestum héruðum landsins og er það nú orðið almennt notað til upphit- unar húsa. Er þessi orkulind á- kaflega þýðingarmikil fyrir Is- lenzku þjóöina. Þá er að fiirna mikla orku i fallvötnum lands- ins, en tiltölulega lltill hluti þessarar orku hefur enn verið nýttur. En á Islandi lifum við af fiskveiðum, fyrst og fremst. Af heildarútflutningi s.l. árs voru sjávarafuröir 72,6%. Samvinnuhreyfingin á íslandi á senn aö baki 100 ára starf. Fyrsta kaupfélagið var stofnað 1882 fyrir 95 árum siðan. Tutt- ugu árum siðar var Samband Isl. samvinnufélaga stofnað. Kaupfélögin innan þess eru I dag 49 talsins með 40 þúsund fé- lagsmenn. Það sem einkum sér- kennir Islenzk kaupfélög er það, að starfsemi þeirra er fjölþætt. Neytendur og framleiöendur starfa I sama kaupfélagi, og heildarsamtökin, Sambandið, hefur þess vegna með höndum margþætta starfsemi. Þá er á íslandi eins og I mörgum öðrum löndum, vissum þáttum sam- vinnustarfsins komið fyrir i sér- stökum félögum. Má þar nefna starfsemi banka, vátrygginga, oliuverzlun, fiskvinnslu, og i sumum tilfellum iðnrekstur. 1 nokkrum tilfellum hefur sam- vinnuhreyfingin haft samstarf viö aðra aðila um atvinnurekst- ur, t.d. einstaklinga, bæjarfélög og I sumum tilfellum verkalýðs- félög. Lita má á islenzku samvinnu- hreyfinguna sem þýðingarmik- inn þátt i efnahagslifi islenzku þjóðarinnar i dag. Má segja, að hún sé alhliða þátttakandi I at- vinnulifinu. 1 tilefni 75 ára afmælis Sam- bandsins hinn 20. febr. s.l. hefur saga samvinnuhreyfingarinnar verið rifjuö upp I fjölmiðlum. Hér gefst ekki timi til þess að fara að rekja samvinnusöguna, enda hafa fulltrúar fengið um þetta lesefni. Ég vildi þó leggja hér áherzlu á eitt atriöi, og það er sú staðreynd, að samvinnufé- lögin á Islandi stuðluðu beint og óbeint að þvi, að Islendingar urðu sjálfum sér ráöandi með verzlun i landinu. Fyrir 1882, er ' fyrsta islenzka kaupfélagið var stofnað, hafði verzlunin að lang- mestu verið I höndum útlend- inga i margar aldir, enda var tsland þá hluti af danska kon- ungsrikinu. Þegar kaupfélögin komu til sögunnar átti sér stað mikil breyting, kaupfélögin á- samt islenzkum kaupmönnum fluttu smám saman verzlunina inn I landiö. Þaö má þvi segja, að samvinnuhreyfingin hafi orðið sterkt afl I sjálfstæöisbar- áttu þjóðarinnar. Sú barátta var ekki háð með vopnaburði. Arið 1918 varð Island fullvalda riki i tengslum viö Danmörk, og 1944 var stofnsett lýðveldi á Islandi en samningurinn frá 1918 gerði ráð fyrir þeim möguleika, ef það væri ósk þjóðarinnar. Islenzka samvinnuhreyfingin hefur frá upphafi tekið þátt I ut- anrikisverzlun. Framleiðslu- vörur bænda og fiskimanna voru fluttar út og margvlslegar nauösynjavörur voru fluttar inn, enda byggir tsland mjög af- komu sina á utanrikisverzlun. Til þess að þjóna sem bezt utan- rikisverzluninni setti Samband- ið upp skrifstofur erlendis, fyrst IKaupmannahöfnl915,þái New York, Edinborg, Hamborg og London. Nú rekur Sambandið tvær skrifstofur erlendis: I London og Hamborg, auk þess dótturfyrirtæki i Harrisburg i Bandarikjunum, þar sem rekin er fiskréttaverksmiðja. Mark- aðshlutdeild Sambandsins i unnum fiskréttum I U.S.A. er milli 8 og 9%. Þá er Sambandið aðili að Nor- ræna samvinnusambandinu og gerir innkaup erlendis fyrir milligöngu þess. Sambandið geröist aðili að I.C.A. áriö 1927. Siðan 1946 hefur Sambandið verið virkur aöili að I.C.A. á þann hátt, að það hefur átt fulltrúa I miðstjórn og full- trúar Sambandsins hafa sótt þing I.C.A. og miðstjórnarfundi, eftir þvi sem aðstæður hafa leyft. Ef ég ætti að láta I ljós skoðun á þvi, hvaða gagn is- lenzka samvinnuhreyfingin hefði haft af þvi að vera þátttak- andi i I.C.A., fram yfir það aö standa aö alþjóðlegri stofnun, þá myndi ég telja, að hin per- sónulegu kynni við menn alls staðar að úr heiminum væru þýðingarmest. Gegnum þau lá greiöur aðgangur að gagnlegum upplýsingum og einnig aðgang- ur að viðskiptum. Ég hefi átt þvl láni að fagna að hafa mætt á öllum þingum I.C.A. frá 1948 er ég mætti i Prag, en siöan voru þing haldin i Kaupmannahöfn 1951, I Paris 1954, Stokkhólmi 1957, Lausanne 1960, Bournemouth I Bretlandi 1963, Vin 1966, Hamborg 1969, Varsjá 1972 og Paris á s.l. ári. Þá hafa leiðir legiö á miöstjórn- arfundi i hinum ýmsu löndum og 1975 lá leiöin á samvinnu- fiskiráðstefnu i Tokyo. Ég met mikils þá vináttu sem til hefur verið stofnað við samvinnu- menn frá hinum ýmsu löndum. Það hefur verið á stefnuskrá I.C.A. að auka viðskipti milli samvinnufélaga i öðrum lönd- um. Við i Sambandinu höfum reynt að fylgja þessari stefnu. Þannig höfum við um árabil haft mikil viðskipti við Centrosoys, Sovézka samvinnu- sambandið. Er þar um gagn- kvæm viöskipti að ræða. Á þessu ári nema þessi viðskipti . millj. dollara. Þá höfum við i mörg ár flutt inn vörur frá brezka samvinnusambandinu C.W.S. og er brezka Co-op vöru- merkið velþekkt I Islenzkum kaupfélagsbúöum. Viðskipti okkar við norrænu samvinnu- samböndin hafa og verið all- mikil, sérstaklega hvað varðar kaup okkar frá K.F. i Svlþjóð. Það má segja, að okkur gangi ver aö selja afurðir okkar til samvinnusambanda I öðrum löndum ef Centrosoyus er und- anskilið. Annars mætti vekja athygli á þvl, að samvinnuhreyfingin 1 hinum ýmsu löndum hefur ekki lagt mikla áherzlu á iönaðar- framleiðslu og hefur þvi haft takmarkað vöruval aö bjóða. Fjölþjóðfyrirtækin hafa hér al- gjöra forystu og er það vissu- lega mál sem vert er aö ihuga. Mig lagnar að lokum að minn- ast með nokkrum orðum á sam- vinnustarfið i þróunarlöndun- um. A seinni árum hefur aðstoö við þróunarlöndin orðið stærri þáttur i starfi I.C.A. Nú er farið að slga á seinni hluta þróunar- áratugsins 1971-1980, en á þess- um áratug skyldi samvinnu- starf i þróunarlöndunum stór- aukið. Þóttmarg htafi áunniztá s.l. 6 árum I þvi að byggja upp sam- vinnustarf i þróunarlöndunum og á þann hátt verið reynt að hjálpa fólkinu i þessum löndum að hjálpa sér sjálft, þá munu menn sammála um, að efna- hagsleg uppbygging i þróunar- löndunum gengur of seint. Bilið milli efnahags þróaðra landa og þróunarlandanna fer breikk- andi. Efnahagsleg misskipting virðist fara vaxandi. Þetta er mikið áhyggjuefni allra hugs- andi manna. Þegar þróunaráratugur I.C.A. hófst, kom upp sú spurn- ing, á hvern hátt Islenzka sam- vinnuhreyfingin gæti stutt efl- ingu samvinnustarfs I þróunar- löndunum. Vegna hin mikla fá- mennis á Islandi var erfiöara um vik að bjóða fram starfs- menn I þróunarlöndin frá Is- lenzku samvinnuhreyfingunni. Menn verða og að gera sér grein fyrir þvl, að vegna fámennis annars vegar en margþættra umsvifa hins vegar, verður meira vinnuálag á ýmsa starfs- menn i islenzku samvinnufélög- unum en gerist meðal fjöl- mennra þjóða, er geta þróað verkaskiptingu og sérkunnáttu til hins ýtrasta. Rétt er að minnast á ,a ð is- lenzka rikið hefur lagt nokkuö' að mörkum 1 aðstoð viö þróun- arlöndin og hefur Island haft samvinnu við hin Noröurlöndin i þessum efnum. Aðstoö Noröur- landanna hefur mjög beinzt að eflingu samvinnustarfs I þróun- arlöndunum. Nokkrir lslending- ar hafa ráðist til Norðurlanda- aðstoðarinnar, þar á meöal menn úr islenzku samvinnu- hreyfingunni. Það varð að ráði, að islenzka samvinnuhreyfingin hefði framlag sitt til aöstoðar við þróunarlöndin á þróunarára- tugnum i formi framlags i Þró- unarsjóð I.C.A. og var ákveöiö, að leggja I sjóðinn ákveðna upp- Framhaict á bls. 12

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.