Alþýðublaðið - 11.03.1977, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.03.1977, Blaðsíða 4
Föstudagur 11. marz 1977Ma&M Þórður Hilmarsson: Núverandi stjórn og framkvæmdastjórn Sambandsins Grein þessa skrifaði Þórður Hilmarsson i HLYN timarit Lands- sambands samvinnu- starfsmanna og Nem- endasambands Sam- vinnuskólans, en höf- undur veitti Alþýðu- blaðinu góðfúslega leyfi til að birta grein- ina i heild sinni i blaðinu. Þórður Hilmarsson útskrifaðist úr Sam- vinnuskólanum 1971 og dvaldi siðan við nám i Kaupmannahöfn næstu fimm ár og lauk s.l. vor Cand. merc. prófi með viðamikilli ritgerð sem nefnist: „Demokrati og kooperation. — En ana- lyse af de demo- kratiske forhold samt deres betydning for kooperationen i Is- land.” Einmitt um þessar mundir hafa orðið tals- verðar umræður um uppbyggingu Sam- vinnuhreyfingarinnar og lýðræðið i henni. Grein Þórðar fjallar um formlega og inni- haldslega lýðræðis- byggingu Samvinnu- hreyfingarinnar og er athyglisvert innlegg i umræðuna. Inngangur Þessi stutta grein um hinn lýöræðislega þátt i Samvinnu- hreyfingunni á Islandi byggir á niöurstö&um lokaritger&ar undirritaös viö Verzlunarhá- skólann i Kaupmannahöfn voriö 1976. 1 þessari ritgerö var m.a. fjallaö um ástand i hinum lýð- ræöislega þætti hreyfingarinn- ar, þróunina i þessum málum, orsakir hennar og siöast en ekki sist var reyntaö gera grein fyrir þeim aflei&ingum, sem þessi þróun hef&i I för meö sér á stefnu, viöhorf og forsendur Samvinnuhreyfingarinnar i heild. Mikilvægi lýðræðisins fyrir Samvinnu- hreyfinguna Þaö er út af fyrir sig ákaflega fallegtog göfugt aö berjast fyrir auknu lýöræ&i hingaö og þangaö i þjóöfélaginu — eingöngu lýö- ræöisins vegna. Margir lita ein- mitt á lýöræöiö sem háleita hug- sjón — þ.e.a.s. sem markmiö, sem stefna ber aö. Mörgu af þessu fólki gleymist þó a& lita á eitt mikilvægt atriöi, en þaö eru hinar þjóöfélagslegu aöstæ&ur. Viö lifum á timum aukinnar iönvæöingar, hraöa og hagvaxt- ar og sifellt flóknara samfélags Þetta gerir lýöræöishugsjón inni sifellt erfiöara fyrir, vegna þess aö lý&ræ&i framkvæmt i sinni hreinustu mynd, sem jafn- rétti allra viökomandi aöila til ákvöröunartöku ogumræöna, er aö margra dómi ákaflega erfiö, seinvirkogþyrnum stráö aöferö til ákvaröanatöku i þjóöfélagi, þvi sem lýst var hér aö ofan. Markmiö þessarar greinar er einmitt aö afsanna þau rök, aö lýöræöi geti ekki samræmst þeim þörfum, sem nútima þjóö- félag gerir til skjótrar ákvör&unartöku og hagkvæmni i öllum fyrirtækjarekstri. Hún erheldur ekki skrifuö eingöngu vegna þess, aö undirritaður liti á lýöræöi I sinni hreinustu mynd, sem eitthvert allsherjar meöal gegn hinum ýmsu van- köntum þjóðfélagsins eöa Sam- vinnuhreyfingarinnar, — heldur er hún skrifuö til aö sýna fram á, aö vöntun á lýöræ&i I Sam- vinnuhreyfingunni á íslandi hefur ákaflega alvarlegar af- leiöingar fyrir stefnu viöhorf og forsendur hreyfingarinnar i heild. Margar af þeim ásökun- um, sembornar hsda veriö fram af ýmsum þeim, sem mikiö hafa látiö sig Samvinnuhreyfinguna skipta I ræöu og riti eiga a& min- um dómi viö mjög mikil rök aö styöjast. Samvinnuhreyfingin er oröin „stofnun” hún er „félagslega stöðnuö,” hún er ekkert nemá beinhart „business” fyrirtæki, hún samanstendur af afskipta- lausum félagsmönnum og örfá- um allsráöandi aöilum á toppn um. Allar þessar ásakanir hafa heyrst en sameiginlegt meö þeim öllum er aö þær eiga rót sina aö rekja til stööugt minnk- andi lýöræöis, og þaö veröur meöal annars markmiö þessar- ar greinar, aö sýna fram á þetta. Fyrst skulum viö lita á hvernig hin formlega iýöræðis- bygging litur út. Þetta er sýnt á myndinni fyrir ne&an. örvarnar sýna hverjir kjósa eða ráöa i hinu ýmsu embætti, störf og stjórnir Sambandsins og kaup- félaganna. Eins og viö sjáum er hér um dæmigert fulltrúalýðræði a& ræða, þ.e.a.s. aö enginn meö- limur hefur bein áhrif á gang mála. Hann hefur aöeins óbein áhrif i'gegnum sinn fulltrúa. Vert er aö hafa I huga, að vanalega er greint á milli tvenns konar lýöræöis, — hins beina og hins óbeina en fulltrúa- lýöræöiö fellur undir hiö si&ar- nefnda. Myndin sýnir okkur aö- eins „beinagrindina” af lýö- ræöinu, en aftur á móti ekkert um ákvör&unarvald, skiptmgu ábyrg&ar, þátttöku og áhrif hinna einstöku þrepa i þessari uppbyggingu, en allir þessir hlutir eru einmitt mælikvaröinn á þaö, hversu mikiö raunveru- legt lýöræöi finnst I þessari hreyfingu. I þessari grein gefst ekki rúm til ýtarlegra útlistana um þessi mál, og mun ég þvi aðein sfjalla um þær niöurstöður, sem fyrir liggja og byggja á samtölum viö félagsmenn, forráöamenn og starfsmenn hreyfingarinnar ásamt ýmsum skrifuöum heimildum um Jpessi mál. Athugun hjá Kaup- félagi Borgfirðinga Viö athugun hjá Kaupfélagi Borgfiröinga kom t.d. I ljós aö mæting félagsmanna á deildar- fundum var 5-10% þ.e.a.s. aö 1/10 félagsmanna mætir i hæsta lagi á hina árlegu deildarfundi þar sem kosnir eru fulltrúar á aöalfund, og sameiginleg hags- munamál viökomandi deilda rædd. Deildirnar I kaupfélaginu hafa svo til ekkert ákvör&unar- vald. Ahugaleysi félagsmanna fyrir málefnum kaupfélagsins var mjög áberandi — menn litu á kaupfélagsstjórnina sem hafna yfir alla gagnrýni, „þaö er allt undir forustunni komiö” var setning, sem oft heyröist. Aöalfundirnir sem standa yfir I tvo daga eru eingöngu vett- vangur einhli&a upplýsinga- miölunar þ.e.a.s. a& kaup- félagsstjóri og kaupfélagsstjórn upplýsa fulltrúana um þær framkvæmdir, sem eru á döf- inni og þaö ástand sem rikir I fjármálum kaupfélagsins. Þegar fulltrúarnir mæta á aöalfundi, hafa þeir ekki haft neina möguleika á aö kynna sér þær upplýsingar, sem gefnar eru, tilþess aö geta betur metið gildi þeirra eöa gert sér grein fyrir, hvort þörf sé á viöbótar- upplýsingum. Þeir eru þess vegna „firrtir” aö mjög miklu Vilhjólmur Þór f ræöustól á a&alfundi 818 1*54, lengat til vinatri er Siguröur Kristinsson þá formaöur SIS og fyrrum forstjórl. Ljósm. G.Þ.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.