Alþýðublaðið - 11.03.1977, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 11.03.1977, Blaðsíða 8
8 FRÉTYIR Föstudagur 11. marz 1977 Flugieióir: Nær 7% farþegaaukn- ing á síðasta ári — gífurleg aukning í leiguflugi til Spánar Flugvélar Flugleiöa, þaö er Flugfélags Islands, Loftleiöa og International Air Bahama, fluttu á siöasta ári samtals 714.394 farþega i áætlunar- og leiguflugi. Félagiö flutti á drinu áöuralls 668.462 farþega og varö þvi farþegaaukning alls 6.9% Aukning varö I öllum greinum farþegaflutninga á áætlunar- leiöum og leiguflugi, sérstak- lega var aukning á leiguflugi til Spánar. Þá varö veruleg aukn- ing á vöruflutningum. Flug stöövaöist algerlega i tvær vik- ur á siöasta ári vegna verkfalls. Innanlands voru fluttir alls 205.756 farþegar á siöasta ári, og fjölgaöi þeim Ur 205.176 frá árinu áöur, þaö er 0.3%. Fjöl- förnustu leiöir voru milli Reykjavikur og Akureyrar, Vestmannaeyja, Isafjaröar og Egilsstaöa. Aukning á farþegum Flug- leiöa á leiöinni yfir Noröur- Atlantshaf og á Evrópuleiöum varö 6.4%. Fluttir voru á þessum leiöum alls 381.993 far- þegarsiöasta áren 359.135 áöur. 1 áætlunarflugi International Air Bahma milli Nassau og Luxemborgar voru fluttir 73.064 farþegar. Aukning á vöruflutn- ingum miöaö viö áriö á undan varö 20.8%. Leiguflug voru mörg farin á siöastliönu ári til Spánar, Kanarieyja og Mallorca. Voru fluttir samtals 22.392 farþegar siöasta ár, en áriö áöur aöeins 13.426. Aukning varö þvi 66.8%. 1 fyrsta sinn var fariö til Afriku milli Kanó i Nigeríu og Jeddah i Saudi-Arabiu siöasta ár, svonefnd pllagrimaflug. Farþegar i pilagrimafluginu uröu alls 15.330. Aukning á leiguflugi Fiug- leiöa miöaö viö áriö áöur var 6.9% —AB reykja, oftar úr vinnu Konur sem fjarverandi — en þær sem ekki reykja Krabbameinsfélagiö hefur gefiö út fræöslurit sem nefnist „Konur og reykingar”. í ritinu er aö finna fróöleik um skaösemi reykinga og ýmsar staöreyndir um hverju reyking- ar valda. 1 ritinu segir maöal annars: „Konur sem reykja.eru aö jafnaöi miklu oftar fjarverandi úr vinnu en þær sem reykja ekki. Viö umfangsmikla rann- sókn á konum á aldrinum 17-44 ára kom þaö fram aö veikinda- dagar þeirra sem reyktu voru 40% fleiri en hinna sem reyktu ekki. Þar aö auki henti þaö oftar konur sem reyktu aö starfsþrek þeirra var minna en eölilegt var”. —AB Barþjónar hærri laun en ráðherrar? Félag framreiöslumanna hefur sent Alþýöublaöinu eftirfarandi: Vegna ummæla sem frú Sigur- laug Bjarnadóttir alþingismaöur viöhaföi I sjónvarpsþætti um bjórm&liö hinn 1. marz s.l., þess efnis aö barþjónar heföu hærri laun en ráöherrar, skorar stjór- og trúnaöarráö Féiags fram- reiöslumanna á alþingismanninn aö finna þessum ummælum sin- um staö á opinberum vettvangi, t.d.meö þvi aö benda á þá ábyrgu aöila, sem upplýsingar hennar um þetta efni eru fengnar frá. Veröi þingmaöurinn ekki viö þessari áskorun veröur félagiö aö lita svo a aö þessi ummæli þing- mannsins séu dauö og ómerk. f.h. Félags framreiöslumanna, Helgi Tómasson, formaöur. ÚR YMSUM ÁTTUM Nauðsyn áætlanagerða sveitarfélaga t siöasta hefti Sveitarstjórn- armála ritar Unnar Stefánsson, ritstjóri, grein um gerö fjár- hags- og framkvæmdaáætlana. Hann segir þar meöal annars, aö þaö einkenni umsvif sveitar- félaga á slöari árum, aö einstök verkefni þeirra hafi stækkaö tii muna i hlutfalli viö sveitar- sjóöstekjur hvers almanaksárs. Akvöröun um nýtt mannvirki, nýja stofnun bindi þvi hendur sveitarfélagsins mörg komandi ár, fyrst I fjárfestingu og slöar væntanlega I auknum rekstrar- útgjöldum. Þessi breyting hafi vafalaust átt rlkan þátt I þvl, aö sveitarstjórnir grann- landa okkar ieggi nú vaxandi áherzlu á gerð framkvæmda- áætlana til nokkurra ára fram i timann. Reykjavíkurborg hafi um árabil tekiö miö af slikri fram- kvæmda- og fjáröflunaráætlun. (1 blaöinu hefur verið greint frá framkvæmda- og fjáröflunar- áætlunum) Segir Unnar, aö vit- aö sé, aö fleirf sveitarstjórni.r séu aö vinna aö gerö áætlana um einstaka þætti I rekstri sin- um, svo sem gatnagerö, eöa um búskap sinn I heild. Unnar segir, aö á þvi geti naumast leikiö vafi, aö slik áætlanagerö veröi mjög árang- ursrík, ef rétt sé aö málum staö- iö og auöveidi mönnum aö gera hina lögboönu fjárhagsáætlun til eins árs I senn. Enginn nældi i fyrstu verðlaunin 1 sama hefti Sveitarstjórnar- mála eru birtar niöurstööur rit- geröarsamkeppni, sem Sam- band Islenzkra sveitarfélaga efndi til I tilefni 30 ára afmælis sambandsins 11. júni 1975. Skrifa átti um efniö: „Sveitar- félög á tslandi — framtiðarhlut- verk”. Samkeppnin náöi til nemenda á efsta stigi mennta- skólanámsins. Hver ritgerö átti aö vera 1500 til 2000 orö, og var heitiö þrennum verölaunum: 100 þúsund krónum i 1. verö- laun, 50 þúsund I 2. verðlaun og 25 þúsund krónur I þriöju verö- laun. Aöeins bárust þrjár ritgeröir, og var dómnefnd samamála um, aö engin þeirra væri hæf til aö hljóta 1. verölaun, þar sem þær geröu ekki framtlöarhlut- verki sveitarfélaga á Islandi viöhlftandi skil, enda þótt lýsing á starfsemi sveitarfélaganna og sögulegt yfirlit væri allgott. Dómnefnd var hins vegar sammáia um aö veita önnur verölaun, 50 þúsund krónur, fyrir ritgerð eftir „Hrafn”. Reyndist hann vera Einar Eyþórsson, nemandi I mennta- skólanum á Isafiröi. Þriöju verölaun, 25 þúsund krónur, voru veitt fyrir ritgerö eftir „Klæng”. Hann reyndist vera Bergsteinn Vigfússon, nemandi I menntaskólanum viö Tjörnlna I Reykjavlk. Óþvegnar kveðjur til Alþýðubandalags 1 slöasta blaöi Nýrra Þjóö- mála er grein undirrituö F. Fyrirsögn hennar er „Andlit Alþýðubandalagsins”. Þar f.á- Þjóöviljinn og Alþýöubandalag- ið þaö óþvegiö. 1 upphafi grein- arinnar segir: „Engu er likara en lif og viögangur Samtaka frjálslyndra og vinstri manna valdi Þjóöviljanum þyngri sorg en tárum taki. Höfiöingjar Aiþýöubandalagsins viröast I reynd hafa trúaö þvl aö jafn- framt þingmannsraunabrölti Karvels Pálmasonar á Vest- fjörðum nægði, til aö eyöi leggja Samtökin meö öllu, aö iokka til sin einn eöa tvo sjálfskipaöa, pólitiska þungavigtarkappa, sem höföu (illu heilli) tekið aö sér trúnaöarstörf fyrir Samtök- in”. Hér er átt viö þá Baldur öskarsson og ólaf Ragnar Grimsson. Slöan segir: „Þaö er mikill barnaskapur af hálfu forvlgis- manna Þjóöviijans og Alþýöu- bandalagsins aö halda aö brott- hlaup tveggj.a eöa þriggja mis- viturra trúnaöarmanna nægi til aö grafa endanlega undan Sam- tökum frjálslyndra og vinstri manna. Þaö hefur aldrei þótt mikill manndómur I þvl aö svlkja félaga slna I storma- samri baráttu”. Nokkru slöar segir: „Þó eru þessi skrif Þjóöviljáns liklega góös viti á sinn hátt, þegar öllu er á botninn hvolft. Þau sý.na nefnilega ógrimuklætt andlit Alþýöubandalagsins. Þau koma upp um vinnubrögö, sem hafa gert þaö aö verkum aö fjöldi vinstri manna getur ekki hugs- að sé r aö starfa i þeim flokki”. 64% Islendinga á móti bjórnum Dagblaöiö Vlsir birti I gær niöurstööu fyrstu marktæku skoöanakönnunarinnar, sem gerö hefur veriö hér á landi um afstööu almennings til þess hvort selja beri sterkan bjór hér á landi eöa ekki. Segja má, aö niöurstaðan hafi komiö nakkuöá óvart, þ.e. hve stór hluti landsmanna vill ekki fá bjórinn. Taliö var fullvlst, að meirihlutinn vildi ekki bjór, en ' ekki aö munurinn værieinsmikill og fram kemur I þessari könn- un. Þaö kemur nefnilega I ljós, aö 64% íslendinga er á móti bjórn- um, og aö andstaöan er meiri á landsbyggöinni en á Stór- Reykjavlkursvæöinu. Þaö var Hagvangur hf. sem geröi þessa könnun undir stjórn hæfustu manna á þvl sviöi, og veröur þvl aö ætla aö hún gefi rétta mynd af afstööu almennings til máls- ins. 1 frétt Visis um þetta segir, aö af þeim, sem svöruöu og tóku | afstööu, hafi 36% sagt já og 64% j nei. A stór-Reykjavíkursvæöinu i hafi munurinn ekki veriö eins j mikill. Þar hafi 45,8% varið meö i bjórnum, en 54,2% á móti hon-j um. Á landsbyggðinni hafi yfir- gnæfandi meirihluti þátttak-: enda hafnað bjórnum, eöa 72,7% á móti 27,3%. Dregur blaöiö þá i ályktun, aö ef þjóöaratkvæöa- greiösla ypri um máliö, yröi bjórnum hafnaö. Slðan segir blaöiö: „Ef túlka á niöurstööur könnunarinnar i stuttu máli, þá má segja, aö mikill meirihluti viröist vera andvlgir leyfi til bruggunar og sölu sterks bjórs. Allflestir hafa smakkað sterkan bjór, en eru þá andvlgir sölu hans hér á landi. Ennfremur er þaö athyglisvert, aö ef til kæmi sala áfengs öls hér á landi, þá vildu flestri verulega takmörkun á sölu þess, vildu hafa verö þess hátt og myndu sjáldan smakka þaö, einungis viö sérstök tækifæri”. —AG—

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.