Alþýðublaðið - 15.03.1977, Side 2
2 STJðRNMÁL
Þriðjudagur 15. marz 1977 líSattð1
alþýðU'
blaöið
totgefa.idi: Alþýðuflokkurinn. j
Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Bjarni SigtryggSson.
Aðsetur ritstjórnar er i Sfðumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906.
Askriftarsimi 14900. Prentun: Blaðaprent h.f. Askriftarverð: 1100 krónur á mánuði og 60 krónur i lausasölu.
ÓMERKILEGAR ARÁSIR
MORGUNBLAÐSINS
( Reykjavíkurbréf i
AAorgunblaðsins á sunnu-
dag koma fram mjög
alvarlegar ásakanir á
hendur Alþýðuf lokknum,
órökstuddar, eins og
margt annað, sem birtist
í þeim pistlum. Sagt er,
að ganga megi út frá því
sem vísu, að forystumenn
bæði Alþýðubandalags og
Alþýðuflokks mundu
mjög gjarnan vilja not-
færa sér þá samninga-
gerð, sem nú er f ramund-
an, til þess að hleypa öllu
í bál og brand á vinnu-
markaðnum, skapa verk-
fallsástand og koma
rikisst jórninni frá
völdum.
Þarna er I fyrsta
lagi reynt að leiða hugi
almennings frá því
alvarlega efnahags-
ástandi, sem stefna
núverandi ríkisstjórnar
hefur skapað. A þennan
hátt er byrjað að læða inn
þeim áróðri, að komi til
verkfalla verði þau af
pólitískum toga spunnin,
en ékki vegna þess að
ríkisstjórnin hafi ekki
ráðið við vandann. Gefið
er í skyn að réttmætar
kröfur verkalýðs-
hreyf ingarinnar séu ekki
annað en pólitískt spil
stjórnarandstöðunnar til
að hrekja rikisstjórnina
frá völdum.
Þarna er Alþýðuflokk-
urinn og verkalýðsleiðtog-
ar hans vændir um full-
komið ábyrgðarleysi og
óheiðarleika. ( þeirri
samningagerð, sem
framundan er, á Alþýðu-
flokkurinn engra hags-
muna að gæta nema
hagsmuna verkalýðs-
hreyf ingarinnar. Það
verður hins vegar að ráð-
ast hvort ríkisstjórninni
tekst að klóra sig f ram úr
Fullyrðingum AAorgun-
blaðsins um ábyrgðar-
leysi Alþýðuf lokksins og
verkalýðsforingja hans
er algjörlega vísað á bug.
Það væri næsta f urðulegt,
ef nokkur stjórnmála-
f lokkur hefði áhuga á því
lýðinn, og getur ekki af-
greitt sanngjarnar kröf ur
um leiðréttingar með því
að tala um pólitískt
samsæri. En Alþýðu-
blaðið v i II benda
almenningi á það, að nú
hefur AAorgunblaðið og
Sjálfstæðisf lokkurinn
stigið fyrstu skrefin f þá
átt að gera alla
samningagerðina tor-
tryggilega. Kröfur um
mannsæmandi laun eru
Rey kj aví kurbréf
■ Laugardagur 12. marz
Við þekkjum
afleiðingar
gerða okkar
Sá grundvallarmunur er á ;
aðstöðu við gerð kjarasamni '
nú og t.d. fyrir 20 árum, að
vitum nokkurn veginn úr hv V
við höfum að spila og hverjar
afleiðingar gerða okkar verða. Nú
hafa samningamenn beggja aðila
undir höndum mjög ftarlegar og
greinargóðar upplýsingar um
stöðu þjóðarbúsins. Þeir -hafa í
stórum dráttum hugmynd um
brúnar. Asamt fullum verðlags-
bótum er þetta um 80%
kauphækkun á 12 mánuðum
miðað við sömu hækkun fram-
færslukostnaðar og orðið hefur á
siðustu þremur mánuðum. Þeir,
viA haprri launataxta eiga
þá grein fyrir pvi,
menn verkalýðssamtaka og vinnu-
veitenda hafa af fúsum og frjáls-
um vilja ákveðið að stórauka
verðbólguna á ný vegna þess að
þeir vita mæta vel hvað þeir eru
Hverjir verða
fyrir barðinu á
verðbólgunni?
vegar er hægt að færa
largvfsleg rök fyrir þvf að
þessir þjóðfélagshópar
nest fyrir barðinu á verð-
,ni. Þeir sem hafa ekkert
handa á milli umfram það, sem
þarf til daglegrar neyzlu, verða
harðast úti í dýrtíðaröldunni.
Verðhækkanir á almennum
neyzluvörum og opinberum þjón-
þeim vanda,sem hún
sjálf hefur komið
þjóðinni í. Alþýðu-
flokkurinn myndi fagna
því mjög, ef vandinn yrði
leystur á friðsamlegan
hátt, þar sem fengist sú
niðurstaða, er verkalýðs-
hreyf ing gæti sætt sig við.
Það væri þá sama hvort
núverandi rfkisstjórn
stæði að þeirri lausn, eða
hver annar sem gæti eða
treysti sér til þess.
að taka við nærri gjald-
þrota búi núverandi ríkis-
stjórnar. Það hlýtur að
vera eðlilegra að hún
glími við þann vanda,
sem stjórnaraðgerðir
hennar hafa leitt þjóðina
út í.
Núverandi rfkisstjórn
hefur lítil tengsl við
verkalýðshreyfinguna og
lítinn skilning á afkomu
hennar. Hún hefur hlaðið
þungum byrðum á verka-
að mati AAorgunblaðsins
pólitískt samsæri um það
að fella ríkisstjórnina.
Varla verða þyngri sakir
bornar á Alþýðuf iokkinn
og fulltrúa hans í verka-
lýðshreyfingunni, en að
þeim sé það eitt hugleikið
að nota samningagerðina
til að hleypa öllu í bál og
brand. En er við öðru að
búast úr þessari AAorgun-
blaðs-átt?
—AG
Félag einstæðra foreldra:
FUNDUR UM DAGVISTUNARMÁL
Borgarstjóra og borgarfulltrúum boðið að mæta á fundinn
Félag einstæðra for-
eldra gengst fyrir fundi
um dagvistunarmál á
morgun ki. 21.00 að
Hótel Esju. Borgar-
stjóra og öllum borgar-
fulltrúum hefur verið
sent bréf þess efnis að
óskað sé þess að þeir
sitji fundinn og taki ef til
viil til máls.
Á fundinum munu taka til máls
Margrét Sigurðardóttir starfs-
maður hjá Félagsmálastofnun
Reykjavlkur, Svandfs Skúladóttir
fulltrúií Menntamálaráðuneytinu
og Bergur Felixson fram-
kvæmdastjóri Sumargjafar. Þá
munu nokkrir einstæðir foreldrar
skýra frá reynslu sinni af dag-
heimilum og heimafóstri.
Mikill skortur er nú á dag-
vistunarplássum fyrir böm svo-
kallaðra forgangsflokka á dag-
heimili og skóladagheimili. Eiga
margir foreldrar i miklum erfið-
leikum með að reyna að leysa
þetta vandamál, og er skjót lausn
vandfundin, þar sem heimapöss-
un hefur reynzt misjafnlega.
Félag einstæðra foreldra er að
hefja þriggja kvölda spilakeppni
næsta fimmtudagskvöld og
verður spilað 17. 24. og 31. marz.
Verðlaun verða veitt fyrir hvert
kvöld og myndarleg verðlaun
verða veitt I lok keppninnar.FEF
ereinnig að hleypa af stokkunum
skyndihappdrætti til að unnt verði
að hraða viögerðum og endurbót-
um á væntanlegu neyðarhúsnæði
félagsins i Skerjafirði. —AB
EIN-
DÁLKURINN
Ríkisstjórnin
og samkomu-
lag málgagna
Iþættinum „Menn og málefni” i
Timanum á sunnudag ritar
Þórarinn Þórarinsson dálk, sem
hann nefnir „Alþýðublaöið undr-
ast”. Þar segir hann meðal ann-
ars að Alþýðublaðið undrist oft
yfir þvi, að blöð stjómarflokk-
anna skuliekkialltaf vera á sama
máli. Þetta sé skiljanlegt, þegar
þess sé gætt hvernig háttað hafi
verið samstarfi Sjálfstæðis-
flokksins og Alþýðuflokksins 1959-
1971.
Alþýðublaðið hefur nú ekki
beinlinist undrazt að blöð
stjórnarflokkanna skuli ekki allt-
af vera á sama máli. Hið sanna
er, að blaðið hefur undrazt að
þessi blöð skuli nær aldrei vera
sammála um nokkurn hlut. Al-
þýðublaðið hefur og vakið athygli
á þvi, að i mjög veigamiklum
málaflokkum eru þessi tvö blöð
ósammála. í þeim hafa mörg orð
ogþung fallið um samstarfsflokk-
inn, og það i málum, sem hljóta
að liggja á fundarborði rikis-
stjórnarinnar. Þessi ágreiningur
blaðanna hlýtur að vera spegil-
mynd af þvi ástandi, sem rikir
innan stjórnarinnar. Samkvæmt
þvi er samstarfsviljinn og ein-
hugurinn ákaflega takmarkaður.
Þá fer það ekki framhjá nein-
um, að samkomulag þingmanna
þessara flokka er fjarri þvi að
vera eins og eðlilegt væri i svo
nánu samstarfi. Þingmenn geta
ekki á heilum sér tekið vegna
þess hve mikla skömm þeir hafa
á verkum og störfum hvors
annars. Atburðir siðustu vikna
eru skýr dæmi.
Þórarinn Þórarinsson heldur
áfram og segir, að forystumenn
Alþýðuflokksins hafi talið sig
verða að fylgja leiðtogum Sjálf-
tæðisflokksins I nær öllu og Al-
þýðublaðið hafi ekki verið annað
en smækkuð mynd af Morgun-
blaðinu. Þótt nokkur ár séu liðin
siðan þessu stjórnarsamstarfi
hafi verið hafnað af þjóðinni, sé
Alþýðuflokkurinn enn I þeim
álagaham, sem hann hafi komizt I
á þessum tíma.
Það er ekki að undra þótt
stuðningsmenn núverandi rikis-
stjórnar skilji ekki það samstarf,
sem tókst á viðreisnarstjórninni.
Þar störfuöu saman menn, sem
treystu hvorir öðrum og vildi
staðfastlega bæta hag þjóðarinn-
ar. Hversdagsleg deilumál voru
lögð til hliðar; tilgangurinn var
að bæta ástand þjóömála. Og
hvað sem hver segir tókst við-
reisnarstjórninni beturenflestum
rikisstjórnum, sem hér hafa verið
við völd, að'rétta hag þjóðarbús-
ins. Um það eru allir sammála.
Menn geta svo deilt um það til ei-
liföarnóns hvort Alþýðuflokkur-
inn hafði. meiri áhrif á Sjálf.
stæðisflokkinn I stjórnarsam-
starfinu eða öfugt. Margir Sjálf-
stæðismenn eru hins vegar þeirr-
ar skoðunar, að áhrif Alþýðu-
flokksins hafi verið svo mikil, aö
vitandi eða ómeðvitað hafi Sjálf-
stæðisflokkurinn tekið upp mörg
af baráttumálum Alþýðuflokks-
ins og hafi þau enn á oddinum.
Ekki eru allir Sjálfstæðismenn
ánægðir með það.
Það sem skiptir þó höfuðmáli,
þótt mörgum hafi fundizt þetta
stjórnarsamstarf viðreisnar-
stjórnarinnar helzt til langt, er,
aö þar voru það heilindi og
trúnaður, sem stjórnuðu ferðinni.
Þar fengu menn ekki rýtinginn i
bakið um leið og þeir snéru sér
við.
Það hlýtur að vera einkenni á
hverri góöri samsteypustjórn, að
reyna i lengstu lög aö vera heil-
steypt i tilraunum sinum til að
vinna vel. Stöðugur skætingur og
rifrildi hlýtur aö veikja hverja
stjórn eðli málsins samkvæmt.
Þess vegna undrast Alþyou-
blaðið, og raunar þykir meiri-
hluta þjóðarinnar það nokkur
tiðindi, að þessi rikisstjórn skuli
enn hanga saman.
Ritstjórn Alþýðublaðsins er í.
Síðumúla 11 Sími 81866