Alþýðublaðið - 15.03.1977, Side 3

Alþýðublaðið - 15.03.1977, Side 3
Þriðjudagur 15. marz 1977 IÞRÖTTIR 3 HREINN VARÐ EVRÓPU M EISTARI Hreinn Halldórsson, kúluvarpari varð Evrópumeistari i Kúlu- varpi á Evrópu- meistaramótinu i frjálsum iþróttum inn- anhúss, en mótið var haldið i San Sebastian á Spáni um helgina. Hreinn kastaði kúlunni 20.59 metra 13 sm lengra en næsti maður, Geoff Capes, fyrrum Evrópumeistari. Það þarf ekki að taka það fram að þetta er mjög góður árangur hjá Hreini og að 'kastið var nýtt og glæsilegt íslandsmet. Sigur Hreins mun hafa komið mjög á óvart, búizt var við öruggum sigri Geoff Capes, en hann hefur kastað lengst 20.93 metra. Kastseria Hreins var góð, tvö köst yfir 20 metra og eitt rétt við það mark: 20,59m, 19,09m: 19,98 m, 18,78, 20,27m. Röð efstu manna varð þessi: Hreinn, Islandi 20,59 m Capes, Bret- landi, 20,46m Komar, Pól- landi, 20,17m Þess má til gamans geta, að Komar varð Ölympiumeistari i Munchen árið 1972. —ATA Evrópumeistari Ikiiluvarpiinnanhúss, Hreinn Halldórsson. Myndin var tekin er Hreinn var valinn i þróttamaður ársins á islandi 1976. Unglingameistaramótið í badminton: Spennandi h já ÍR og FH Fyrri hálfleikur var mjög jafn og i hálfleik var staðan 12-12. IR-ingar hófu siöari hálfleik m jög vel og komust í 17-13. FH-ingar gáfust þó ekki upp og jöfnuöu 18- 18 . IR-ingar skoruöu siöan 19- 18 en FH-ingar áttu tvö siöustu mörkin. Markhæstur FH-inga var Viöar Simonarson, 7. Markhæstur IR-inga var Agúst Svavarsson 8. Slakur leikur Valur sigraöi Gróttu I afar slök- um leik. 1 hálfleik var staöan 12-9 Val i vil. Sigri Valsmanna var aldrei ógnaö verulega og lauk leiknum meö sigri þeirra 22-19. Markhæstur Valsmanna voru Jón P. Jónsson og Stefán Gunnarsson meö 5 hvor. Markhæstur Gróttumanna var Magnús Sigurðsson meö 4. Framarar unnu með 5 marka mun Þaö byrjar ekki glæsilega áframhaldiö á íslandsmótinu i handknattleik. Flestir leikir helgarinnar voru leiöinlegir og lé- legir og var þessi ef til vill þeirra leiöinlegastur. Þróttarar höföu ávallt frum- kvæöiö i fyrri hálfleik en i leikhléi var staöán 11-10 Þrótturum I vil. Jafnræöi hélzt meö liöunum framanaf siöari hálfleik, en þá tóku Framarar af skariö, skoruöu fjögur mörk i röö og geröu út um leikinn. Pálmi Pálmason skoraöi flest mörk Framara, 8. Flest mörk Þróttara skoraöi Kon- ráö Jónsson, 7. Nú er Islandsmótiö i hand- knattleik komið I fullan gang á nýjan leik. Um helgina voru leiknir fjórir leikir og uröu úrslit þeirra sem hér segir: Vikingur-Haukar 26-17 ÍR-FH 19-20 Valur-Grótta 22-19 Fram-Þróttur 24-19 Haukar höföu eitt mark yfir I hálfleik, 11-10. Fyrri hálfleikur var jafn allan timann, svo og fyrri helmingur seinni hálfleiks, en staöan var þá 15-15. Nú kom góöur kafli hjá Vikingum og um leiö lélegur hjá Haukum. Kom- ust Vikingar á stuttum tima i 21-17 og munaöi mikiö um fram- lag Páls Björgvinssonar, en hann leikur nú meö Vikingum aftur. Lokatölur leiksins uröu sem fyrr segir 26-17. Flest mörk Vikinga skoraöi Páll, 5. Flest mörk Haukanna skoraöi Höröur Sigmarsson, 6. Jóhann Kjartansson þre- faldur íslandsmeistari Unglingameistaramót Islands i badminton var haldiö á Akranesi umhelgina.Keppendurvoru milli 80 og 90 og var keppt i fjórum aldursflokkum. Mótið fór i alla staöi mjög vel fram og var þaö aðstendum þess til mikils sóma. Helztu úrslit uröu sem hér segir: Flokkur 16-18 ára: Einliöaleikur pilta: Jóhann Kjartansson, TBR, sigraöi Viöi Bragason, 1A I úrslit- um, 15-7 og 15-8. Einliöaleikur stúlkna: Sóley Erlendsdóttir vann Lovisu K.Hákonardóttur, 11-0 og 11-4. Þær eru báöar frá Siglufiröi. Tviliöa leikur pilta: Jóhann Kjartansson og Sigurö- ur Kolbeinssonm TBR, unnu Viöi Bragason og Björn Björnsson, IA, 15-7 og 15-5. Tviliöaieikur stúlkna: Lovisa Hákonardóttir og Sóley Erlendsdóttir unnu Eiriksinu Asgrimsdóttur, 15-8 og 15-2. Þær eru allar frá Siglufiröi. Tvenndarleikur pilta og stúlkna: Jóhann Kjartansson, TBR, og Guörún Blöndal, TBS, unnu Jón Bergþórsson og Bjrögu Sif Friöleifsdóttur, KR, 15-5 og 15-10. Flokkur 14-16 ára: Einliöaleikur drengja: Guömundur Adolfsson, TBR, vann Óskar Bragason, KR, 11-2 og 12-10. Þorgeir Jóhannsson, TBR, og Bryndis Hilmarsdóttir, Val unnu Odd Hauksson og Særúnu Jóhannsdóttur, TBS, 15- 13 og 15-11. Flokkur yngri en 12 ára: Einliðaleikur hnokka: Gunnar Mýrdal, IA, vann Þórhall Ingason, IA, 11-5, 5-11 og 11-9. Tátur, einliöaleikur: Ingunn Viöarsdóttir, 1A, vann Mjöll Danielsdóttur, TBR, 11-3 og 11-5. Tviliðaleikur hnokka: ArniHallgrimsson og Þórhallur Ingason, IA, unnu Harald Gylfa- son og Gunnar Mýrdal, 1A, 15-10 og 15-9. Tátur , tviliöaleikur : Ingunn Viöarsdóttir og Hrönn Reynisdóttir, IA, unnu Drifu Danielsdóttur og Mjöll Daniels- dóttur, TBR, 15-10 og 15-11. Hnokkar og tátur, tvenndarleik- ur: Þórhallur Ingason og Ingunn Viöarsdóttir, ÍA, unnu Arna Hallgrimsson og Hrönn Reynis- dóttur, IA, 15-9 og 15-12. Einliöaleikur telpna: Arna Steinsen, KR, vann Kristinu Magnúsdóttur, TBR, 2- 11, 11-5 og 11-2. Tviliöaleikur drengja: Framhald á bls. 10 Islandsmótið í handknattleik: Leikir helgarinnar slakir

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.