Alþýðublaðið - 15.03.1977, Page 14
Þriðjudagur 15. marz 1977 álaðM
14 SJOWABIWHI
Þóröur Hilmarsson:
Samvinnuhreyf
ing og lýdrædi
Afleiðingarnar fyrir
stefnu, viðhorf og for-
sendur.
Samband islenskra sam-
vinnufélaga er eitt stærsta
fyrirtæki landsins. Þaö er eitt
stærsta fyrirtæki landins vegna
þess hversu starfsemin öll er
glfurlega fjölþætt og yfirgrips-
mikil.
Kaupfélögin eru flest hver
„buröarás i hverri byggö” —
eins og einhver komst svo
fagurlega aö oröi, vegna sinna
sérstæðu einkenna (hvert
kaupfélag er i flestum tilvikum
bæði neytenda- og framleiö-
endafélag).
Vegna þess hversu Samvinnu-
hreyfingin er stór þáttur i is-
lensku þjóöfélagi, segir þaö sig
sjálft, að þessi hreyfing er á
margan hátt stefnumarkandi i
þjóðlifinu, bæöi með viðhorfum
sinum og framkvæmdum.
Þaö er þess vegna engan veg-
inn sama hver þróunin er 1
stefnu, viöhorfum og forsendum
þessarar hreyfingar, — ekki að-
eins fyrir félagsmennina sjálfa
eingöngu — heldur einnig fyrir
islenskt þjóöfélag i heild.
Ef viö nú spyrjum hver jir það
séu, sem ráöa mestu um þessi
mál innan hreyfingarinnar, þá
veröur svariö þvi miöur ekki i
samræmi viö lýösræðishugsjón-
ina, þvi þá væri hægt að segja,
að það væru félagsmenn allir.
Hiö bágborna lýðræöisástand
hefur haft þær afleiöingar, aö
upp hefur risiö fámennur valda-
hópur (elite). Það er þessi
hópur, sem fer með
ákvörðunarvaldið, og þaö er
þessi hópur, sem markar stefn-
una og viðhorfin.
Samvinnuhreyfingin hefur
alls staöar þar sem hún hefur
skotið rótum i heiminum —
verið álitin margþætt i stefnu
sinni og viðhorfum. Samvinnu-
stefnan hefur verið túlkuö sem
hugsjónsem lifsviðhorfjjar sem
menn beittu samtakamættinum
til betri lifskjara.
Jafnframt hefur i þessu falist,
að ekki lægi neitt ákveöiö mat á
þvi hvaö væru betri lífskjör,
heldur væri þaö fyrst og fremst
fólkið sjálft, sem skæri úr um
þaö. Bætt lifskjör geta veriö
margir hlutir t.d. bættur efna-
hagur fólks, bætt tekju- og
eignaskipting i landinu, bættur
aöbúnaöur á vinnustööum, bætt
félagsleg aöstaöa hinna ýmsu
hópa þjóöfélagsins o.s.frv.
Allt þetta hefur Samvinnu-
hreyfingin látiö sig einhverju
máli skipta viös vegar um allan
heim, og vissulega einnig hér á
landi.
I fyrsta lagi hefur Samvinnu-
hreyfingin á fslandi stuðlað
töluvert aö jafnvægi i byggð
landsins meö þvi aö efla og.
styöja viö bakiö á hinum af-
skekktari kaupfélögum lands-
ins, bæöi fjárhagslega og I sam-
bandi viö ýmsar framkvæmdir.
1 ööru lagi má nefna, aö Sam-
band islenskra samvinnufélaga
rekur eina skipafyrirtæki lands-
ins, sem siglir á svo til allar
hafnir landsins, til aö jafna upp
þann aöstööumun, sem óneitan-
lega rikir á milli hinna einstöku
kaupfélaga meö tilliti til að-
flutnings hinna ýmsu
nauösynjavara.
Eigi aö siöur er staöreyndin
sú, aö þau viöhorf.forsendur og
sú stefna, sem viröist rikjandi
viö ákvaröanatöku um ýmis
mikilvæg og stefnumarkandi
mál, byggir fyrst og fremst á
fjárhagslegu mati, þannig aö
hiö félagslega mat á i sifellt
meiri vök aö verjast.
Þetta er bein afleiöing af
ástandinu i lýðræöismálunum,
þ.e. dræmri þátttöku og af-
skiptaleysi félagsmannanna og
uppvaxandi þröngum og fá-
mennum valdahópi, sem hefur
svo til allt ákvöröunarvaldiö i
sinum höndum og er þar af
leiðandi einráöur um aö marka
stefnuna. Þessi hópur leggur
fyrst og fremst fjárhagslegt
mat á hlutina. Þeirra viðhorfa
og stefna er aö Samband is-
lenskra samvinnufélaga eigi
eingöngu að vera „vel rekið
fyrirtæki.”
Aö f járhagslegt mat sé lagt til
grundvallar viö ákvöröunar-
töku, er út af fyrir sig ekki nema
eölilegt, þegarsú ákvöröun sem
tekin er, er þess eölis aö engir
aörir þættir en þeir fjárhags-
legu bjandast þar inn i.
Það væri þess vegna ekkert
óeölilegt viö þaö aö leggja slikt
mat á alla þá hluti, sem þessi
hópur tekur ákvarðanir um, ef
umráöasvæöi hans væri ein-
göngu á verslunar- og fram-
leiöslusviðinu.
Hin skipulagslega uppbygg-
ing Samvinnuhreyfingarinnar
er þó þannig aö allir þræöir
hinnar fjölþættu starfsemi
liggja til þessara aðila bæði hinn
fjárhagslegi og hinn félagslegi
þáttur eru þannig undir stjórn
þessa hóps, án þess aö nokkur
raunveruleg skipulagsleg rök
séu fyrir sliku fyrirkomulagi.
Hvers vegna heyrir Fræöslu-
deildin, Bréfaskólinn og Sam-
vinnan t.d. undir Skipulags-
deildina?
Hér á eftir mun ég reyna aö
færa rök fyrir þvi, aö fjárhags-
legt mat er lagt til grundvallar
viö margar þær ákvaröanir,
sem ekki eru þess eölis, aö þess
konar mat sé eingöngu lagt til
grundvallar.
Bæði frá Vestfjöröum og
Austfjörðum hefur komiö fram
ósk um aö stofna ýmis konar
smáiönaö til þess aö bæta at-
vinnuástand smáþorpanna.
Samvinnuhreyfingin hefir i
fæstum tilfellum tekið undir
þessar óskir af „fjárhagslegum
ástæðum”. Samt sem áður hef-
ur þessi smáiðnaöur veriö
byggður upp af einkaaöilum á
mörgum stöðum og reksturinn
gengiö þolanlega. Þó er enginn
vafi á, aö hagnaöur myndi stór-
aukast ef sölu-, fjármagns- og
dreifingarkerfis Samvinnu-
hreyfingarinnar nyti viö.
Vissulega má segja aö kaup-
félögin séu buröarás i hverri
byggð. Byggöastefna Sam-
vinnuhreyfingarinnar eöa viö-
horf til byggðamála, hafa eigi
aö siöur einkennst af þvi, aö
hægri höndin hefur ekki vitað
hvaö sú vinstri gerði. Þó aö stutt
sé viö bakiö á mörgum kaup-
félögum landsins út frá ein-
hverjum byggöastefnuhugsjón-
um, þá hafa menn gefið til
þessara kaupfélaga meö ann-
arri hendinni en tekiö meö
hinni.
Þannig hafa flestar verk-
smiðjur Samvinnuhreyfingar-
innar risiö á Akureyri sem nú
er orðinn mesti iönaöarbær
landsins. Svo viröist sem kapp-
kostaö hafi verið aö þjappa
saman eins og margbreytilegri
framleiðslu og mögulegt var til
aö njóta kosta stórrekstursins
(hagkvæmari innkaupa,
ódýrari flutnings o.s.frv.) Þó
hefur þetta allt veriö gert i nafni
byggðastefnunnar. Spurningin
er svo bara hvers konar
byggðastefnu hér er um að
ræða. Er þetta til aö mynda sú
byggðastefna sem stuölar aö
jafnvægi i byggö landsins?
Svarið hlýtur aö verða af-
dráttarlaust „Nei” þvi mestar
likur eru til þess, aö einmitt
þessar framkvæmdir Sam-
vinnuhreyfingarinnar hafi leitt
til þess aö Akureyri er oröinn
sams konar segull og Reykja-
vik, og þar meö aö heilu
byggöalögin fara I eyöi eöa
dragast aö mestu leyti saman.
Ef draumurinn um samnor-
rænan stóriðnaö á Akureyri á
vegum Norrænu Samvinnusam-
bandanna veröur aö veruleika,
þá er aö minnsta kosti öruggt,
aö hægt verður aö ásaka Sam-
vinnuhreyfinguna eða öllu
heldur forráöamenn hennar um
flest annaö en aö stuðla aö jafn-
vægi i byggö landsins.
Þetta fjárhagslega mat, sem
lagt er á hina ýmsu þætti við
ákvaröanatöku, kom einnig
skýrt fram þegar „Samvinn-
unni” var breytt i „auglýsinga-
blaö um fóöurvörur og Scout”.
Fyrir breytinguna einkenndist
blaðiö af greinum um viöhorf og
strauma samtiðarinnar, og
vissulega féll af þvi tilefni eitt
og eitt gagnrýnisorö um þann
stofnunarbrag og stöðnun sem
oröin var á hinum félagslega
þætti Samvinnuhreyfingarinn-
ar.
Blaöinu var breytt á þeim for-
sendum að það bæri sig ekki og
fólk vildi ekki káupa þaö.
Þaö getur auövitaö veriö allt
saman hárrétt, en á hinn bóginn
er óhætt aðfullyrða aö ef hugur
heföi fylgt máli um aö efla og
styöja blaöiö og þá stefnu, sem
þar kom fram, væri þaö sjálf-
sagt oröiö öflugasta málefna-
blað landsins, sem ekki væri háö
flokkspólitiskri kreddutrú.
Annað atriöi, sem mikilvægt
eraðbendaá —eraö svo viröist
sem þeir, sem með völdin fara i
Samvinnuhreyfingunnilitiá þaö
sem sjálfsagöan hlut aö Sam-
vinnuhreyfingin sem slik, hljóti
aö þurfa aö aölaga sig hverri
þeirri þjóöfélagsþróun, sem
koma skal. Hreyfingin er aö
þeirra mati aðeins litill hluti af
stærri heild eöa kerfi og mögu-
leikar á framgangi hennar og
vexti liggja þvi fyrst og fremst I
þvi að aðlaga sig þjóöfélags-
þróuninni.
Þetta kemur glögglega fram i
hugleiöingum eins valdhafanna
um framtiðarverkefni Sam-
vinnuhreyfingarinnar. Fyrst
var gerð grein fyrir þvi hver
yrði framtíöarþróun þjóölifsins:
1. Fólksflutningar myndu auk-
ast úr’ sveitunum til bæjanna.
2. Betri samgöngur.
3. Bætt lifskjör.
4. Næg atvinna fyrir alla.
5. Styttri vinnutimi
6. Bætt húsnæöismál
7. Fleiri bilar.
Verkefni Samvinnu-
hreyfingarinnar yröu sam-
kvæmt þessu:
1. Að ná stærri markaðshluta á
höfuöborgarsvæöinu.
2. Aö bæta þjónustuna I hinum
einstöku kaupfélögum.
3. Að auka bilainnflutning.
4. Að bæta framieiösluna á
sjávar- og landbúnaðar-
afuröum.
5. Aö bæta feröamálaaöstööuna
meö þvi aö stofna ferðaskrif-
stofu og gistihús.
Þessi upptalning sýnir glögg-
lega hvaða þættir eru taldir
mikilvægastir i þróuninni og
hver eru álitin vera brýnustu
verkefnin.
Þaö er hins vegar ekki spurt
hvaö viljum við, — hverjar eru
óskir félagsmanna hvernig upp-
fyllum við þeirra þarfir best,—
heldur er spurt: hver verður
þróunin og hvernig getum við
best aölagaö okkur henni.
Samvinnuhreyfingin er sam-
kvæmt þessu ekki lengur bar-
áttuhreyfing heldur stofnun.
Hvað hægt er að gera:
Hér aö framan hafa verið
raktar nokkrar af þeim af-
leiöingum, sem hiö slæma
ástand i lýöræðismálum Sam-
vinnuhreyfingarinnar á íslandi
hefur haft fyrir bæöi stefnu, viö-
horf og forsendur og áhrif og
þátttöku félagsmanna.
Þaö er þvi augljóst, aö ef
koma á I veg fyrir áframhald á
þessari óhagstæöu þróun veröur
ástandiö i lýöræöismálunum aö
batna til muna. Það eruþó mörg
ljón á veginum og mörg þau at-
riði, sem eru orsakir þessa
slæma ástands, eru þess eðlis aö
þaö tekur langan tima aö lag-
færa þau.
1 þessu sambandi má nefna
viðhorf félagsmanna til kaup-
félagsins, stjórnunar þess og
möguleika þeirra til virkrar
félagsstarfsemi innan þess.
Þvi miður gefst ekki tækifæri
tilað fjalla aöneinu ráöium þær
úrbótatillögursem undirritaður
setti fram i ritgerö þeirri, sem
grein þessi byggir á, enda er
aðalatriöiö aö minu mati þaö aö
vekja athygli á mikilvægi þess,
aö allir félagsmenn' séu virkir
þátttakendur i sinu kaupfélagi
og sinni Samvinnuhreyfingu.
Þö vil ég hér aö lokum drepa
mjög lauslega á nokkrar
þessara úrbótartillagna.
í fyrsta lagimætti fækkafull-
trúum á aðalfundum.
Það er I sjálfu sér enginnmæli
kvaröi á lýöræðiö hversu marg-
ir fulltrúar sitja aðalfundina og
þaö er þvi betra að hafa færri
Framhald á bls. 11.
HORNIB
Skrifið eða hringið
f sfma 81866
Tækni/Vísindi
í þessari viku: Geimferjur í notkun 1.
Hin nýja geimferja bandarisku 807’-/
geimvisindastofnunarinnar
NASA mun valda byltingu i
könnun þess hluta geimsins sem
mönnum er „nýtanlegur” i|
.næstu framtiö.
Hin gifurlega lækkun á kostnaöi
viö geimskot sem stafar af þvi
aö unnt er aö nota geimskipiö
aftur og aftur gerir manninum
kleift aö hugleiöa nýja mögu-
leika i sambandi við veru
manna I geimnum.
Vegna nýrrar tækni við sjálft
geimskotið þar sem dregið er úr
hrööuninni verður óþjálfuöum
verkfræðingum og visinda-
mönnum kleift að feröast út I
geiminn.
Þótt furöulegt megi viröast eru
þaö styttri geimferöir
umhverfis jörðina ekki siður en
t.d. tunglferðir sem hafa komið
aö hve mestum notum við þróun
þeirrar tækni sem hér er lýst.