Alþýðublaðið - 19.03.1977, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 19.03.1977, Blaðsíða 12
„Höfum vakandi auga med öllum misfellum’r L • segir framkvæmda stjóri Kísiliðjunnar Stór hætta yfirvofandi, segir landlæknir — Staðreyndin er nú sú, að þegar Johns-- Manville kom inn i Kisil- iðjuna sem eignaraðili höfðu þeir menn frá þeim, sem hér störfuðu, ekkert við neitt að athuga, okkur skildist jafnvel að þeir væru ekki öðru vanir. Þeir lögðu mikla áherzlu á þrifnað og notkun grimu við störf, en að öðru leyti gerðu þeir engar athug- asemdir, sagði Vésteinn Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Kisiliðj- unnar, þegar Alþýðu- hlaðið hafði samband við hann i gær. t formála ólafs Ólafssonar landlæknis fyrir skýrslu Heil- brigBiseftirlitsins um Kisiliðjuna viö Mývatn, lætur landlæknir i ljós undrun yfir þvi, a6 erlendir meðeigendur verksmiðjunnar skyldu ekkimiðla íslendingum af þeirri þekkingu á hættum við slik- an rekstur, sem þeir hljdta að hafa aflað sér af langri reynslu. Alþýðublaðið taldi sig aftur á móti vita, að starfsmenn Johns- Manville hefðu aðvarað stjórn- endur verksmiðjunnar um þessar bæturog gefið i áð um ráðstafanir gegn þeim. Þvi hafði blaðiðigær samband viö Véstein Guömunds- son og Ólaf Ólafsson um þetta mál. Framkvæmdum úrbæt- ur. — A þessum árum, hélt Vésteinnáfram, held ég að heil- brigðiseftirlit i Bandarikjunum hafi i raun ekki verið búið aö koma auga á þessar hættur, þvi að fjórir fyrstu Bandarikjamenn- irnir sem hér störfuðu höföu, eins og ég sagði áðan, ekkert við neitt að athuga. Þegar sá fimmti kom aftur á móti, þá vakti hann athygli á þvi sem skapaði hættu og lagði til úrbætur i þvi efni. Ég hef grun um að um þetta leyti hafi augu manna i Bandarikjunum verið að opnast fyrir þessum málum og þvi hafi þessi maður verið svo áhugasam- ur um varnir gegn óhollustu i verksmiðiunni. Ég legg. á þaf áherzlu.sagöi Vésteinn að lokum, að viö fram- kvæmdum ýmsar lagfæringar á þessum árum, þótt það væri ef til vill ekki gert á fullkomnasta hátt. Og það var gert án þess aö heil- brigðiseftirlitiðkæmi þar nálægt. Og við höfum vakandi auga með öllum misfellum og munum reyna að hafa eins góða samvinnu við Heilbrigðiseftirlitiö og kostur er, þótt ekki hafi hlutur fyrirtæk- isins verið geröur stór i skýrslu þess. En við höfum gert okkar athugasemdir þar við og ssnti eftirlitinu, auk þess sem við höf- um setið með þeim fundi. Meginástæðan er vanþekking — Já, ég hef heyrt þetta llka, sagði Ólafur Ólafsson landlæknir, þegar blaðamaður spurði hann, hvort hann vissi til þess að ráð- amenn Kisiliöjunnar hefðu verið aðvaraðir um hættu af rekstrin- um og bent á leiöir til úrbóta. — En ég heyrði það hins vegar ekki fyrrenbúiðvarað gefa skýrsluna um Kisiliðjuna út. Fjarskipti um gervihnött Samningur 'iM undirritaður ■mtm I Sa mgönguráðherra boðaði til blaöamannafundar I ráðuneytinu i gær i tilefni þess aö undirritaður var samningur um byggingu og til Svíþjóðar? Þjóöleikhúsinu hefur borizt boö um aö sýna Gullna hliöiö i Sviþjóö næsta haust. Boö þetta barst frá borgarleikhtisinu i Málmey I tilefni af Islenzkri viku sem þar verður haldin .. I samtali viö Svein Einarsson Þjóöleikhússtjóra, kom fram, að ekki hefur veriö tekin ákvöröun um það ennþá af hálfu Þjóöleikhússins hvort unnt verðuraö þekkjast boö Svianna, en þaö mun væntanlcga skýrast b*-áölega. Sat.ðí Sveinn, að eftir aö boöiö frá Málmey barst, hafi aðrir leikhússtjórar bæði i Noregi og Sviþjóð sýnt áhuga á að fé Gullna hliðið til sýninga og á Þjóðleikhúsið nú þegar nokkur boð þar að lútandi. Það yrði eins og gefur aö skilja mikíð íyrir- tæki og kostnaöarsamt að fara i slika leikferð með Gullna hliðið efafyrði, enda leikarar margir. Það kom ennfremur fram i viðtalinu við Þjóðleikhússtjóra að enn einu sinni eru framundan ferðalög hjá hinum marg siglda Inúkhópi og er ferðinni aö þessu sinni heitið til Bergen, en þar mun hópurinn sýna nú i vor. —GEK Kröf lusvæðið með virkustu eldfjallasvæðum landsins — Hvað sem hver segir Vegna mikilla fréttaskrifa um andris og skjálftavirkni á tröflusvæðinu, hafa þær raddir leyrzt æ oftar, að fráleitt sé að era með „fjaðrafok”, þó land .kjálfi „litilsháttar” þar yöra. Hér sé siöur en svo um insdæmi að ræða og skýringin á illum látunum sé einfaldiega sú, iö mælingar á Kröflusvæöinu séu nun nákvæmari en almennt ger- ist um aðra landshluta eöa ein- stök svæði. Vegna þessa oröróms, hafði Al- þýöublaðið samband við Pál Einarsson, hjá Raunvisinda- stofnun Háskóla tslands og spurð- ist fyrir um hvaö jarðskjálfta- málingar væru stundaöar viða á landinu. Sagði Páll, að 31 skjálftamælir væru dreifðir viðs vegar um landið og þvi væri unnt að fylgjast all náið með helztu hreyfingum jarðskorpunnar á hinum virku svæðum. Hvað Kröflu viðviki sagði Páll, að upphaflega heföi ekki verið á áætlun að staösetja mæla i Mývatnssveit, en vegna mikillar virkni þar nyrðra, sum- arið 1975, sem komið hefði fram á skjálftamælum annars staðar, hefði veriö settur upp einn mælir i Reynihlið um það leyti og siðar bætt viö tveimur til viðbótar. Sagði Páll að með samanburöi á þeim skjálftamælingum sem fram færu hérlendis færi ekki milli mála aö Kröflusvæðið væri með virkustu svæðunum um þessar mundir. —GEK LAUGARDAGUR 19. MARZ 1977 alþýðu blaðiö Landlæknir sagði að heil- brigöiseftirlitið vildi hafa sam- starf við Kisiliðjuna um endur- bætur i sambandi við vinnsluna þar. Það kæmi til af þvi, að ráða- menn verksmiðjunnar hefðu sýnt vilja til úrbóta, þótt óneitanlega heföi það stundum tekið timann sinn. — Hins vegar er þvi ekki að leyna, að sumt af vandanum má rekja til starfsmannanna sjálfra. Þeir hafa til dæmis viljað taka af sér grimur, þótt fyrirmæli væru um aö nota þær. Þeir sögöu þær vera óþægilegar. — Meginástæðan til þess að ástandið er jafn alvarlegt og raun ber vitni i Kisiliðjunni er sú, að við þekkjum ekki svona iðnaö. Ég tel að við mættum vel við una ef okkur tekst að lagfæra það sem aflaga fer i islenzkum stóriðnaði á 10 árum frá upphafi reksturs. En ég tálga ekkert af þvi, aö ef ekkert verður að gert, þá er stór- hætta yfirvofandi i Kisiliöjunni og visa ég þar til rannsókna Eyjólfs Sæmundssonar og Hrafns V. Friðrikssonar sem koma fram i skýrslunni, sagöi landlæknir að lokum. —hm rekstur jarðstöðvar er annist fjarskiptasamband um gerfihnött milli lslands og annarra landa. t ræðu samgönguráðherra við undirskrift samningsins milli rikisst jórnarinnar og Mikla norræna ritsimafélagsins lagöi ráöherra áherziu á nokkur veiga- mikil atriöi: 1. Rikisstjórnin og félagið reisa og reka i samvinnu jarðstöö á Islandi, sem erað meirihluta eign tslands og er stefnt að þvi aö slikt samband komist á i ársbyrjun 1979, jafnframt verða núverandi sæstrengir til Evrópu og Ameriku nýttir i þágu f jarskipta viö tsland til ársloka 1985. 2Eignarhlt*íi tslands veröur 10 milljónir danskar krónur, sem er áætlað að nemi 37.5% aí' heildar- kostnaði. Tekjum er skipt þannig, að félagiö mun hafa eðlilega nýt- ingu sæstrengjanna til 1985, og getur afskrifað á eölilegum tima framlag sitttilstöðvarinnar. Hins vegar er tekjuhluti félagsins bundinn viö ákveðiö mark, og það sem ofan við þaö mark er, rennur til Islands óskipt. 3. Eignaraðild félagsins er miö- uð við afskriftartimastöðvarinnar eöa 13 ár, eöa til ársloka 1991 og verður stööin þá aö fullu eign tslands án nokkurrar greiðslu til félagsins. Eftir árslok 1985 hefur ríkisstjórnin hins vegar inn- lausnarrétt á hluta félagsins á jarðstööinni. 4. Sjónvarps- og dagskrárrásir verða að öllu leyti á vegum Islands. Sjónvarpinu gefst nú kostur á aö fá fréttamyndir frá útlöndum samdægurs. 5. Til ársloka 1985 eru gjald- skrár samningsmál beggja eignaraðila, en eftir það er ákvörðunin i slikum málum al- farið i höndum tslendinga. 6. Við opnun jaröstöðvarinnar ergert ráð fyrir að teknar veröi i notkun 24 talrásir til Evrópu, en áætlað er að heildar rásafjöldinn verði kominn upp í 148 árið 1986. I ræðu samgönguráðherra kom einnig fram aö þegar jarðstööin yrði tekin i notkun yrði jafnframt Framhald á 4. siðu Lesið: t Vestmannaeyja- blaðinu Brautinni: „Ætli ráðamenn bæjarins hafi leitt hugann að þvi, er til umræðu hafa verið að undanförnu beiðnir um ál- verksmiðjur vitt og breitt um Suðurlandsundirlendið, að öll mengunin og eitrið myndi blása út til okkar, ef af slikri framkvæmd yrði. Ef verksmiðja kæmi við Dyrhólaey bæri austan- blærinn hingað óþverrann, og ef hún yrði heldur reist i Þykkvabænum eða við Þorlákshöfn, myndi norðan- og norð-vestan átt- in sjá um aö „ilmurinn” bærist hingað. Hefur þetta verið rætt:”. * Séð: 1 Sjávarfréttum: ,,—Við erum satt að segja orðnir ákaflega leiðir á þeirri aflakóngakeppni, sem fjölmiðlarnir eru nú að setja á svið, sagði skip- stjóri eins aflahæsta loðnu- bátsins, sem hafði sam- band við Sjávarfréttir. Blöðin eru uppfull af frétt- um af þeim, sem bezt gengur, og gera mikið úr hlut áhafna þessara skipa. Þau lita hins vegar alveg framhjá þvi, að það gengur ekki jafnvel hjá öllum, og hlutur á sumum skipunum er ekkert til að hrópa húrra fyrir. Það er auðvitað ákaf- lega ánægjulegt þegar vel gengur, en þreytandi að vera stillt upp við vegg og vera álitinn maður að minni, ef maður dregst aftur úr i kapphlaupinu.” * Tekið eftir:Að borgar- stjórn Reykjavikur, það er meirihlutinn, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur, hafa samþykkt að meina Veiði- og fiskiræktarráði að taka við rekstri eldihúss Raf- magnsveitu Reykjavikur við Elliðiaár, sem Stang- veitifélag Reykjavikur hefur á leigu. Þetta væri ekki i frásögur færandi, nema af þvi að i sam- þykktum borgarstjórnar fyrir veiði- og fiskiræktar- ráð, er beinlinis svo fyrir mælt, að ráðið taki að sér rekstur eldihússins. Húsið er notað i þágu félaga i Stangveiðifélaginu en ekki Reykvikinga upp til hópa. Þetta hefur verið mikið hitamál og verður vafalitið ofarlega á baugi næstu daga.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.