Alþýðublaðið - 19.03.1977, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 19.03.1977, Blaðsíða 1
LAUGARDAGUR 19. MARZ ' — jð. árg. mm' ■ Áskriftar- síminn er 14-900 Álverid og hreinsitækiri: „ísamræmi vid venjur 9f Af 69 álverksmidjum er álverið í Straumsvík það eina sem ekki er með nein hreinsitæki Land Framl. geta þús. tonn/ár Fjöldi verk- smiðja Verksmiðj. án nokkurs hreinsi- búnaðar U. S. A. 4569 31 O Canada 1067 6 ob) Japan 1474 13 0 Þýskaland 764 ÍO 0 Noregur 723 8 0 ísland 74 1 1 ,,Að lokum vill ísal taka fram að félagið er reiðubúið til að gera allar eðlilegar ráðstaf- anir til að hafa hemil á og draga úr skaðlegum áhrifum af rekstri bræðslunnar i sam- ræmi við góðar venjur i iðnaði i öðrum löndum við svipuð skilyrði i góðri samvinnu við stjórnvöld.” Svo segir i bréfi Islenzka álfé- lagsins til þáverandi heil- brigðisráðherra 31. október 1972, en i bréfi þessu gerði álfé- lagið grein fyrir stefnu sinni í byggingu hreinsibúnaðar við ál- verksmiðjuna. „1 samræmi við góðar venjur i iðnaði i öðrum löndum”. Sam- kvæmt þessum fyrirheitum áriö 1972 ætti að vera prýðisgott ástand á hreinsitækjum al- verksmiðjunnar. Eða eru ál- verksmiðjur i öðrum löndum ekki almennt með hreinsi- búnað? 1 skýrslu sem Heilbrigðis- eftirlitið hefur tekið saman vegna yfirlýsingar Ragnars Halldórssonar forstjóra ísal og greinar fyrirtækisins i Morgun- blaðinu 5. þessa mánaðar, kemur fram merkilegur sann- leikur. Þrátt fyrir loforð álfé- lagsins um hreinsibúnað á verk- smiðjuna, hefur það verkefni aldrei haft fullan forgang hjá fyrirtækinu. Með skýrslu Heilbrigðiseftir- litsins fylgir yfirlit yfir fram- leiðsluhætti og mengunarvarnir i nokkrum löndum þar sem ál- framleiðsla er stunduð. Nær yfirlitið yfir allar starfandi ál- verksmiðjur i þessum löndum, alls 68 verksmiðjur. 1 yfirlitinu kemur fram, að engin þessara verksmiðja er rekin með sama hættiog verksmiðjan i Straums- vik, þaö er að segja án hreinsi- búnaðar. Þau lönd sem þarna er um að ræða eru Bandarikin, Kanada, Japan, Þýzkaland og Noregur. Skýrsla Heilbrigðiseftirlitsins er mjög yfirgripsmikil, 34 blað- siður, og verður birt i blaðinu i næstu viku. —hm. Lánsfjárstefnan í sns sínu veldi 4600 milljón kr. lán á aðeins f imm dögum Jóhannes Nordal, Seðiabandastjóri, undirritaði i gær, i umboði Matthlasar A Mathiesen, fjármála- ráðherra og fyrir hönd rikissjóðs ts- lands, samning um opinbert lánsútboð i Þýzkalandi að fjár- hæð 50 milljón þýzk inörk, sem jafngildir 4000 milljónum is- lenzkra króna. A þriðjudag hefst svo 6ala spariskirteina rikissjóðs i ,1. flokki 1977 að fjárhæð 600 milljónir króna. Otgáfan byggist á fjárlagaheimild og verður andvirði lánsins varið til opinberra framkvæmda á grundvelli lánsfjáráætlunar rikisstjórnarinnar fyrir þetta ár. Kjör skírteinanna eru hin sömu og i fyrra. Þýzka lánið tekur rikis- sjóður samkvæmt heimild i lögum vegna framkvæmda- áætlunar 1977. Andvirðinu verður annars vegar varið tU opinberra frámkvæmda i samræmi við fjárlög þessa árs, en hins vegar til útlána framkvæmdasjóös til atvinnu- vegasjóðs. Lán þetta var boðið út á al- þjóðamarkaði með 8% árs- vöxtum, en vegna hagstæðra markaösskiiyrða tókst að fá vextina lækkáða I 7 3/4%. Skuldabréfin eru seid á nafn- veröi og er lánið afborgunar- laust fyrstu tvö árin, en láns- timinner lOár. Akveðiðvarað fiýta lántökunni vegna þess að markaðsaðstæður eru hag- stæðar um þessar mundir. Þannig mun rikissjóður taka að láni 4600 milljónír króna á nokkrum dögum. ,,Valur skaltu heita", sagði Daníel Guð- mundsson skipstjóri á nýja tollbátnum um léið og hann braut kampavinsf lösku á stefni hins nýja og glæsilega farkosts Tollgæzlunnar i gær. Margt manna var við- statt athöfnina, sem fram fór í Reykja- víkurhöfn i bliðskapar- veðri, meðalþeirra var f jármálaráðherra Matthias Á. Mathie- sen. Nánar verður grein frá þessum at- burði i þriðjudags- blaðinu. ( Mynd : ARH). SOFNUNIN A77: 4,2 milljónir Fjársöfnun Alþýöuflokksins A77 hetur gengið mjög vel. Alls hafa nú safnast 4.2 mjflljónir króna. Þá eru ekki tfllin með loforð utn fjár- framlög, en i þeim felast vAutegar fjárhæðir, sem fljótlega bætast i sjóðinn . % Þessar góöu undirtektir eru mikiö fagnaöarefni, og i þeim felst stuöningsyfirlýs- ing viö starf flokksins. Söfn- uninni veröur haldiö áfram, og meö svipuöum árangri er ekki fjarri lagi aö ætla aö takist aö safna 10 milljónum króna. Þessir fjármunir veröa notaöir til aö greiöa upp gamlar skuidir Alþýöu- flokksins vegna úgáfu Alþýðublaösins, scm námu 8,4 milljónum króna um siö- ustu áramót aö meötöldum vangreiddum vöxtum. Happdrætti flokksins hefur varið mestu af ágóöa sinum til aö grciða af iánunum. Þaö hefur hins vegar valdið þvi, að mjög hefur skort fé til aö standa undir eðlilegri starf- semi flokksins, skrifstofu meö þremur starfsmönnum, skipulags- og fræösiustarfi. Þaö veröa þvl merk timamót, þegar tekst aö greiöa upp gömlu skuldirnar og unnt verður aö veita tekj- um flokksins i hiö almenna starf. Alþýöublaðið vill koma á framfæri innilegu þakklæti til þeirra, sem gefiö hafa fé i þessa söfnun.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.