Alþýðublaðið - 29.03.1977, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9
•'ia&fö' Þriðjudag
ur 29. marz 1977
Heilbrigt starfsumhverfi og atvinnu-
lýðræði eru vökulög okkar tíma!
Hin nýja stefnuskrá fllþýðu-
flokksins er nú komin út
Hin nýja stefnuskrá
Alþýðuflokksins er kom-
in út sérprentuð i
aðgengilegum, 32 siðna
bæklingi. Stuðnings-
menn jafnt sem aðrir
geta fyrst um sinn feng-
ið hana á flokksskrif-
stofunni i Alþýðuhúsinu,
en á næstu mánuðum
verður unnið að dreif-
ingu hennar um landið.
Starfað hefur verið að
gerð stefnuskrárinnar á
þriðja ár, allt frá flokks-
þinginu 1974, er kerfis-
breytingin var gerð á
Klæðum og bólstrum
gömul húsgögn. Gott
úrval af áklæðum.
BÓLSTRUNí
ÁSGRÍMS
Bergstaðástræti 2,
Simi 16807.
Munið
alþjóðlefjt
hjálparstarf
Rauða
krossins.
RAUÐI KROSS tSLANDS
flokknum, og þar til
flokksstjórn lagði sið-
ustu hönd á hana nú i
vetur.
„Þessi stefnuskrá mótast jöfn-
um höndum af haröri og ferskri
gagnrýni yngri kynslóöarinnar I
flokknum á islenzku þjóðfélagi,
og fjölda tillagna til úrbóta, sem
allar byggja á grundvallarkenn-
ingum jafnaðarstefnunnar,”
sagði Benedikt Gröndal, formað-
ur flokksins, er Alþýðublaðið
ræddi stefnuskrána við hann.
„Sfðasta stefnuskrá okkar, sem
gerð var fyrir tæpum tveim ára-
tugum, mótaðist af markmiðum
islenzkra jafnaðarmanna og leið-
um til þeirra,” hélt Benedikt
áfram. „Hin nýja stefnuskrá ber
hins vegar vott um harða og
ferska þjóðfélagsgagnrýni, sem
fram hefur komið i baráttu hinna
yngri forustumanna innan flokks-
ins undanfarið. Mótmælt er hvers
konar ranglæti og misrétti milli
landsmanna, heitið baráttu gegn
spillingu og seinagangi innan
stjórnkerfisins. Stefnan er öll i átt
til meira og virkara lýðræðis, þar
á meðal fyrir starfsfólk fyrir-
tækja, jafnrétti kynja, jafnrétti til
menntunar, ibúða, og annarrar
aðstöðu, og kröfum um stórbætt
umhverfi á vinnustöðum, i bæjum
og sveitum og verndun náttúr-
unnar.”
„Sú áherzla, sem lögð er á þessi
atriöi hefur þegar komið fram I
baráttu Alþýðuflokksins á Alþingi
og utan þess fyrir heilbrigðum
vinnustöðum, lýðræði á vinnu-
stöðum og i stjórn fyrirtækja og
skyldum málum,” hélt Benedikt
áfram. „Ég tel aö þetta séu ein-
hver veigamestu baráttumái
vinnandi fólks I dag, heilbrigt
starfsumhverfi og atvinnulýðræði
eru vökulög okkar tima. Umbót-
um á þessum sviðum getur verð-
bólgan ekki eytt, en á hinn bóginn
geta þessi baráttumál ekki dregið
úr baráttunni um kaup og kjör á
hverjum tíma.”
Benedikt benti á, að margt
fleira væri að sjálfsögðu að finna
nýtt og athyglisvert i stefnu-
skránni. Hann kvað meginkenn-
ingar jafnaðarstefnunnar um
frelsi, jafnrétti og bræöralag vera
óbreyttar kynslóð eftir kynslóð,
en siðbreytileg vandamál og stöð-
Deild fyrir
þroskahefta stofn-
uð í Borgarnesi
Föstudaginn 18.
marz si. var haldin
ráðstefna um málefni
fólks með sérþarfir, og
voru það Samtök
sveitarfélaga i Vestur-
landskjördæmi og
Fræðsluskrifstofa
Vesturlands sem stóðu
fyrir ráðstefnunni.
A ráðstefnunni voru mættir 70
ráðstefnugestir, en til hennar
voru boðaðir skólastjórar, lækn-
ar, hjúkrunarfræðingar, oddvit-
ar, sóknarprestar, sérkennarar
o.fl.
Var ákveðiö að stofna deild
innan landssamtakanna
Þroskahjálp og var kosin undir-
búningsnefnd til þess. Auk þess
var samþykkt ályktun um
aukna sérkennslu og frekari úr-
bætur heima í héraði til aö mæta
sérþörfum nemenda, en til þess
að þaö megi takast, þarf frekari
fjárveitingar og fleiri sér-
menntaöa kennara. —JSS
I. Efnahagslífið
öll stjórnmál snúast aö miklu leyti um efnahagsmél,
um framleiðslu og skiptingu auðs. Jafnaðarmenn stefna
,að gagngerum breytingum í efnahagslifinu í þeim til-
gangi að gera allt þjóðlífið betra og réttlátara.
Alþýðuflokkurinn setur sér að breyta til frambúðar
gerð Islenzks efnahagslífs og móta það eftir hugsjónum
jafnaðar og lýðræðis. Þjóðfélag jafnaðarstefnunnar er
reist á frelsi einstaklingsins og lýðræðislegum samskipt-
um manna. Þar skulu allir njóta jafnréttis við að móta
líf sitt og lífsgengi, umhverfi og vinnustað. Frelsi ein-
staklingsins á að hvíla á efnahagslegu og félagslegu
ötyQQÍ. Því að án þess verður enginn frjáls.
□ Alþýðuflokkurinn vill að vinnan njóti viðurkenning-
ar sem undirstaða þjóðlífsins.
□ Hann krefst að öllum sé tryggð örugg og lífvænleg
atvinna.
□ Hann stefnir að jöfnun lífskjara og auðlegðar.
□ Hann vill lýðræðislega dreifingu valdsins yfir fjár-
magni og atvinnutækjum-
□ Alþýðuflokkurinn krefst efnahagslegs jafnréttis
allra þegna þjóðfélagsins.
Alþýðuflokkurinn telur, að beita skuli áætlunarbúskap
til þess að hagnýta þekkingu, atvinnutæki og fjármagn
á þann hátt, sem þjóðinni er hagkvæmastur þegar til
lengdar lætur. Með auknu lýðræði í efnahagslifi telur
hann, að tryggja eigi áhrif hins vinnandi manns, en sam-
söfnun fjármálavalds og auðs í höndum fárra sé and-
stætt lýðræði og jafnrétti.
Úr ágöllum efnahagslífsins verður ekki bætt með lög-
um og reglum einum saman. Þeim verður að fylgja eftir
með einbeittri og heiðarfegri framkvæmd. I islenzkum
efnahagsmálum hafa þrifizt alvarlegar meinsemdir svo
sem smygl og skattsvik. Valdi er misbeitt til að veita að-
4
Úr hinni nýju stefnuskrá Alþýðuflokksins
stöðu og fríðindi. Slikar meinsemdir vilja jafnaðarmenn
uppræta. Reglur eiga að vera ákveðnar, einfaldar og
framkvæmanlegar. Einfalda þarf rikisreksturinn og veita
almenningi og fjölmiðlum aðgang að upplýsingum um
hann, svo að hann njóti aðhalds og allur almenningur
taki virkan þátt í mótun efnahagsstefnu.
Jöfnuður er lifsgæði f sjálfú sér. Lftilsháttar viðbót við
tekjur allra jafnt er minna virði en sú réttarbót sem
felst í jafnari skiptingu teknanna.
VINNAN
Alþýðuflokkurinn telur, að vinnan sé grundvöllur allrar
velferðar og vinnuviljinn sé verðmætasta eign þjóðar-
innar.
□ Sérhver maður á rétt á vinnu við sitt hæfi.
□ Sérhver maður á rétt á því, að vinnan veiti honum
ánægju og hann njóti þess að sjá tilgang hennar.
□ Sérhver maður á rétt á því að atvinna hans og
vinnuframlag njóti virðingar.
Afrakstur vinnunnar á að nota til þess að mæta þörf-
um einstaklinga og samfélags. Þess vegna verður
ákvörðunarréttur yfir framleiðslunni að vera í höndum
fólksins alls.
Skipulagi framleiðslunnar á að haga þannig, að sér-
hver maður njóti virðingar af vinnu sinni og geti verið
þess fullviss, að öryggi hans og heilsu sé ekki hætta
búin af henni. Þess vegna á hann rétt til áhrifa á skipu-
lag vinnunnar.
Fulla atvinnu verður ævinlega að tryggja. Atvinnuleys-
istryggingar eru nauðsynlegar til öryggis, en þær geta
ekki komið í stað vinnunnar. Atvinnuleysi er alvarlegt
böl fyrir þá, sem fyrir því verða, jafnvel þótt afkomu
þeirra sé borgið. Það getur aldrei talizt eðlilegt ástand
að verkfúsum huga og höndum sé synjað um vinnu,
meðan óleyst verkefni blasa við hvarvetna. Slíkt er ekki
annað en sjúkdómseinkenni á þjóðfélaginu.
Ekki er nóg, að heildarframboð á atvinnu mæti eftir-
spurn, heldur verða atvinnutækifærin að hæfa mann-
aflanum, sem fyrir hendi er á hverjum tíma. Atvinnan
5
ug þróun lýðræðislegra þjóð-
félaga gerðu að verkum, að
jafnaðarmannaflokkar létu fram
fara endurskoðun á stefnuskrám
sfnum i dægurmálum á 2-3 ára-
tuga fresti, eins og hér gerist nú.
Hin nýja stefnuskrá hefst á al-
mennum inngangsorðum um
Alþýðuflokkinn. Þvl næst kemur
meginkafli um efnahagslífið, en
þar eru þættir um vinnuna, kjara-
mál, skattamál, tryggingar,
verðlag, fjármagn og lánskjör,
eignarráð á landinu, byggöa-
stefnu, rekstrarform og atvinnu-
lýðræði, sjávarútveg, orku og
iðju, landbúnað, verzlun, sam-
göngur, atvinnuvegi og áætlunar-
búskap.
4
.SKIPAUTfiCRÐ KlhlSINS
m/s Baldur
fer frá Reykjavik fimmtudag-
inn 31. þ.m., til Breiöafjarðar-
hafna.
Vörumóttak*: miðvikudag og
til hádegis á fimmtudag.
m/s Hekla
fer frá Reykjavlk þriöjudag 5.
april austur um land I hring-
ferð.
Vörumóttak'a fimmtudag,
föstudag og mánudag til Vest-
mannaeyja, Austfjarðahafna,
Þórshafnar, , Raufarhafnar,
Húsavlkur og Ákureyrar.
Annar meginkafli stefnuskrár-
innar nefnist „Þjóðfélagið.” Þar
er fyrst þáttur um heimili og upp-
eldi, þá um jafnrétti karla og
kvenna, húsnæðismál, heilsu-
gæzlu, æskulýðsmál, dægradvöl
og menntamál.
Þriðji meginkaflinn fjallar um
„Stjórnarfar og rikisvald.” Eftir
almennan inngang eru þættir um
Alþingi og stjórnskipan, réttar-
gæzlu og dómsvald og loks með-
ferð almannavalds.
Fjórði og siðasti kaflinn fjallar
um „Island i samfélagi þjóð-
anna.” Er þar fjallað um viðhorf
til utanrikismála, stuðning við
þróunarlönd, utanrikisviðskipti
og loks landhelgi og hafrétt.
UTI'VISTARFER-ÐIP'
Páskar, 5 dagar.
Snæfellsnes, gist á Lýsuhóli I
góðu upphituöu húsi, sund-
laug, ölkelda. Gönguferðir við
allra hæfi um fjöll og strönd,
m .a . Snæfellsjökull,
Helgrindur, Búðahraun.
Arnarstapi, Lóndrangar,
Dritvik o.m.fl. Kvöldvökur,
myndasýningar. Fararstj.,
Jón I. Bjarnason, Tryggvi
Halldórsson o.fl. Farseðlar á
skrifst. Lækjarg. 6, simi 14606.
tJtivist
Lausar stöður
2 stöður yfirmatsmanna við Framleiðslu-
eftirlit sjávarafurða, er einkum annist
eftirlit og mat á saltfiski og skreið, eru
lausar til umsóknar. Annar yfirmats-
maðurinn þarf að hafa búsetu á Norður-
landi eystra, en hinn á Suðvesturlandi,
helzt á Suðurnesjum.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um
menntun og fyrri störf, sendist sjávarút-
vegsráðuneytinu fyrir 20. april n.k.
Sjávarútvegsráðuneytið,
25. marz 1977.
?f|;lslensk
Ira 9 matvælakynning
Opnud í dag kl.2 €.h. í Iðnaðarhúsinu við Hallvcigarslíg.
25 fyrirtœki sýna:
Kjötvörur - lagmeti - mjólkurvörur þ.á.m. is, smjör og osta
brauðvörur - smjörliki - dryftkjarvörur - siípur - kex og scdgœii.
Opið daglega kl. 12 - 22. Kyrmingwmi fýkttr á
siamudagskvöld. ,
Gestahappdrcetti\ dregið daglega. - Oheypis aðgangur.
Þér býðst að bragða á-ókeypis.