Alþýðublaðið - 29.03.1977, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 29.03.1977, Blaðsíða 15
sks ' Þriðjudagur 29. marz 1977 sMMummib Bíóín / LeiHhúsín S 2-21-40 Landið/ sem gleymdist The land that time forgot Mjög athyglisverö mynd tekin i litum og cinemascope gerö eftir skáldsögu Edgar Rice Burrough, höfund Tarzanbókanna. Furðulegir hlutir, furöulegt land og furðudýr. Aöalhlutverk: Dough McClure, John McEnery. ISLENZKUR TEXTI Bönnuö innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. 3*1-15-44 Kapphlaupið um gullíð Ilörkuspennandi og viöburöarrik- ur, nýr vestri meö islenzkum texta. Mynd þessi er aö öllu leyti tekin á Kanarieyjum. Bönnuö innan 16 ára Sýnd kl. 5, 7 og 9. LEiKFf;iAc;a2 2il REYKfAVlKUR " ■M SAUMASTOFAN i kvöld kl. 20,30 föstudag kl. 20,30. STRAUMROF 5. sýn. miðvikudag, uppseit Gul kort gilda. 6. sýn, laugardag, uppselt. Græn kort gilda. SKJALDHAMRAR fimmtudag kl. 20.30. sunnudag kl. 20.30 Miðasala i Iönó kl. 14-20.30. Simi 16620. #ÞJÓÐLEIKHÚSM GULLNA HLIÐIÐ i kvöld kll 20. fimmtudag kl. 20. LÉR KONUNGUR 6. sýning miðvikudag kl. 20. SÓLARFERÐ föstudag kl. 20. laugardag kl. 20. sinn. DÝRIN 1 HALSASK0GI laugardag kl. 15. Litla sviðið ENDATAFL miövikudag kl. 21 Miðasala 13.15-20. 3*16-444 Denji fi fomily film byjoe «omp mjm Blaöaummæli: „Benji er ekki aðeins taminn hundur hann er stórkostlegur leikari. Benji er skemmtilegasta fjöl- skyldumynd sem kannski nokkru sinni hefur veriö gerö.” Það mun vart hægt að hugsa sér nokkurn aldursflokk sem ekki hefur ánægju af Benji 'tslenzkur texti Sýnd kl. 1,3,5,89 og 11 TÓNABfÓ *S 3-11-82 Fjársjóður hákarlanna (Sharks tresure) Mjög spennandi og vel gerð ævin- týramynd, sem gerist á hinum sólriku Suöurhafseyjum, þar sem hákarlar ráða rikjum i hafinu. Leikstjóri: Cornel Wilde Aðalhlutverk: Cornel Wilde, Yaphet Kotto, John Neilson Bönnuð börnum innan 14 ára Sýnd kl. 5, 7 og 9. B I O Sími32075 Jónatan Máfur Ný bandarisk kvikmynd, einhver sérstæöasta kvikmynd seinni ár. Gerð eftir metsölubók Richard Back. Leikstjóri: Hall Bartlett. Mynd þessi hefur veriö sýnd i Danmörku, Belgiu og i Suður- Ameriku viö frábæra aösókn og miklar vinsældir. ÍSLENZKUR TEXTI. Sýnd kl. 7 og 9 Sfðasta sýningarhelgi Clint Eastwood í hinni geysispennandi mynd Leiktu M fyrir mig endursýnd i nokkra daga Sýnd kl. 5 og 11 Bönnuö börnumSIðasta sinn Plil.Sl.4MS lll’ Grensásvegi 7 Simi 32655. Sfmi 11475 Rúmstokkurinn er þarfa- þing HH HIDIIl H0RS0MSU Af DE A6TE ‘EHGtKMl-FILM Ný, djörf dönsk gamanmynd i lit- um. ISLENZKUR TEXTI. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 9 Stáltaugar Spennandi ný bandarisk kvik- mynd með ÍSLENZKUM TEXTA Sýnd kl. 5 og 7 3*1-89-36 (slenzk kvikmynd í litum og á breiðtjaldi. Aðalhlutverk: Guðrún Asmundsdóttir, , Steindór Hjörleifsson, Þóra Sigur- þórsdóttir. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Bönnuð yngri en 16 ára. Hækkað verð. Miðasala frá kl. 5. Sími50249 C0NNECTI0N PART2 ISLENZKUR TEXTI Æsispennandi og mjög vel gerö ný bandarisk kvikmynd, sem alls staðar hefur verið sýnt við met- aðsókn. Mynd þessi hefur fengið frábæra dóma og af mörgum gagnrýnendum talin betri en French Connection I. Aðalhlutverk: Genc Hackman, Fernando Rey. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 9. Hækkað verð. Girónúmer okkar er 90000 RAUÐI KROSSISLANDS Hversvegna þetta fuður um prestskosningar? Prestskosningar Hin rúmgóða, islenzka þjóð- kirkja hefur um nokkur undan- farin ár barizt hart fyrir þvi, að prestskosningar i þeirri mynd, sem verið hefur, verði niður lagðar. Þess i stað verði gjarna teknar upp óbeinar kosningar þar sem safnaðarfulltrúar kæmu i stað safnaðanna, og sumir hafa látið sér detta i hug, að söfnuðirnir gætu beinlfnis kallað til sin presta, eða prest, sem væntanlega væri þá starf- andi við annan söfnuð! Fróðlegt og athyglisvert er aö lita á aðalröksemdir kirkjunnar og þeirra, sem fylgja henni að málum um afnám prestskosn- inga að hefðbundnum hætti. Það, sem stendur hæst uppUr þessu jamli öllu, er, að i prests- kosningum verði oft svo hat- rammar deilur og þær séu rekn- ar með þviliku offorsi, að það tálmi — máske árum saman — þvi, að presturinn nái æskilegu sambandi vð söfnuðinn i heild, eftir að hann hefur þó smogið inn i starfið! Þetta er auðvitað furðulegur framsláttur, eða það er að minnsta kosti ekki beint i sam- ræmi við náunganskærleika kristninnar, að kosning þjóna hennar sé svo illvigari en aðrar kosningar, að jaðra þurfi við mannbrot öll þátttaka i þeim. Auðvitað má margt um þessa firru segja. En það, sem beinast liggur við er þó, að vegna hat- remmi kosningabaráttunnar snUist deilurnar meira um ann- að en að efla og styrkja guðs- kristni og það, sem að henni lýt- ur. Frá sjónarhóli almennra safnaðarmanna sýnast þvi deil- urnarfyrstogfremststanda um brauðið. NU er það i sjálfu sér ekki neitt ókristilegt að vilja fá brauð, samanber hina drottin- legu bæn. En i henni stendur nU raunar ekkert um stærð, eöa umfang brauðsins og þaðanaf siður, að það þurfi endilega-að vera smurt með þykku lagi af smjöri og skreytt með allskyns áleggi! Ætla mætti, að þeir sem taka . á herðar sinar þann kross að boða og framhefja Guðsriki hér á þessari syndum Utbíuðu jörð, væru ekki svo gerhugulir um annað en það fyrst og fremst, að fá tækifæri til að starfa i vin- garðinum. Stærð hans og um- fang skipti minna máli. Vitanlega er þvl fram haldið, og efalaust oftast með réttu, að þaðséu nU ekki hinir vigðu, sem standa i mokstrinum meðan kosningabaráttan stendur yfir — þó það væri nú! En stéttaskipting hefur ekki verið óþekkt fyrirbæri á voru landi, og raunverulega eru „fjósamenn” hreint ekki óþarf- ir, og engin ástæða til að vilja Utrýma þeim. Miklu skiptir máske, hvernig þeir moka. En nóg um þetta i bili. Það verður að segjast, að prestarnir — sporgöngumenn Krists hér á jörð — sýnast vera furðu hörundssárir. Heilög ritn- ing dregur ekkert við sig, að birta það orðspor, sem fór af meistaranum mikla i tilteknum hópum þjóðfélagsins þar og þá. Ef rétt er munað, var hann kallaður bæði mathákur og vin- svelgur. Hefur það þó á engan hátt hamlað þvi, að áhrif hans í Oddur A. Sigurjónsson yrðu viðfeðmari en almennt gerist. Mættu prestar sæmilega við una, að komast með tærnar eitthvað i nánd við hæla hans, þrátt fyrir þetta orðspor. Full ástæða er til að minna á, að hann hvorki sótti um né hafði með höndum neitt „brauð”, hvorki feitt né ófeitt. Efniðer vitanlega alltaf sjálfu sér likt. En það var fyrst og fremst andinn, sem hér hefur skilið á milli. Væri nU ekki ráð, að glugga eitthvað meira i þá hluti en verið hefur? Ef við litum á sögu okkar i hartnær 1000 ár frá þvi að við gerðumst kristin, kemur i ljós, að misjafnt orð hefur löngum farið af prestum ekki siður en öðru fólki. Vitaö er aö i þeirri stétt voru og hafa verið bæði hórkarlar og fylliraftar, þó farið hafi mis- jafnlega af hljóði og auðvitað einnig fjölmargir i stéttinni bæði ærukærir og eftir atvikum grómlitlir. Hér er þvi ekki um að ræða neinn einstefnuakstur um veg dyggðanna innan stétt- arinnar, og þvi ekki úr neitt himinháum söðli að detta, þó það kæmi i ljós, að sitthvað mis- jafnt mætti segja um einstakl- inga innan hennar, rétt eins og annað fólk. Þetta sifellda japl um erfiö- leikana sem presturinn geti orð- ið fyrir i starfi sinu vegna hat- rammra kosninga, er auðvitað að engu hafandi. Honum er i lófa lagið, þegar hann fer að kynna sig innan safnaðarins, að ganga af illum orðrómi dauðum, sé hann mað- ur til. Og það er alger misskiln- ingur, að prestsstarfið eigi og þurfi endilega að vera einhver dúnsvæfill, sem megi halla sér á og blunda sætlega! Með allra bezta vilja á að skoða prestsstarfið i ljósi heilagrar vigslu, verður þó ekki annað séð en að það sé eitt, að krefjast mannsæmandi viðhorfs og aðbúnaðar, og annað — allt annað — að þeir telji sig yfir það hafna að verða að taka heiminn svo sem hann er — krossburð á baki — ef svo ber undir. Hér virðist alveg óþarfi að harka fram einhverjar kalkaðar grafir. Það er innihaldið, sem eins og fyrr og siðar skiptir máli. SAGT .M Hafnartjaröar Apotek Afgreiðslutimi: Virka daga kl. 9-18.30 'Laugardaga kl. 10-12.30. Helgidaga kl. 11 12 Eftir lokun: Upplýsingesimi 51600. Svefnbekkir á verksm iðjuverði SVEFNBEKKJA Hcfðatúni 2 _ Sím‘ 15581 Reykjavik SENDIBIL ASTODIN Hf

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.