Alþýðublaðið - 06.04.1977, Síða 2

Alþýðublaðið - 06.04.1977, Síða 2
2 STJÚRNMÁL/ FRÉTTIR Miðvikudagur 6. apríl 1977 sœr alþyóu- blaöié "Útgefaadi: Alþýöuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgbarmaöur: Arni Gunnarsson. Aösetur ritstjórnar er I Sföumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Alþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askr ftarslmi 14900. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftarverö: 1100 krónur á mánuði og 60 krónur I lausasölu. Alþýðublaðið og samstarf dag- blaðanna Nú er rúmt ár liðið frá því að samningar tókust á milli Alþýðuflokksins og Reykjaprents hf. um samstarf um tiltekna rekstrarþætti í útgáfu Alþýðublaðsins og Vísis. Sameinuð var dreifing, innheimta og ýmis skrif- stofuvinna fyrir þessi tvö blöð. Oll samvinna þess- ara aðila hef ur tekizt með ágætum. Alþýðublaðið hefur komið út reglulega i 16 til 20 síðum og út- breiðsla þess aukizt veru- lega. I siðasta mánuði fékk blaðið 60 nýja áskrifendur, og hefur þeim fjölgað um liðlega eitt þúsund f rá því í marz í fyrra. Þessi fyrrnefndii rekstrarsamningur er fyrir marga hluti merki- legur. Hann sannar, að fs- lenzku dagblöðin hafi áhuga á aukinni sam- vinnu, t.d. við dreifingu. Samstarf f jögurra blaða í Blaðaprenti hf. er til fyrirmyndar, en þarf að ná lengra. Vaxandi fjár- hagsörðugleikar hvetja til frekari þróunar á þessu sviði, enda hefur rækilega verið sannað, að blöðin geta starfað sam- an, þótt þau túlki mis- jafnar stjórnmálaskoð- anir. Alþýðublaðið vill nota þetta tækifæri til að þakka þann hlýhug og stuðning, sem það hefur notið frá Alþýðuf lokks- fólki og öðrum. Nú þarf að gera nýtt átak í út- breiðslu blaðsins, og verður væntanlega hafizt handa þegar eftir páska. Það er von blaðsins, að allir þeir, sem stuðla vilja að vexti og viðgangi jafnaðarstefnunnar á ís- landi, efli málgagn sitt með því að kaupa það, skrifa í það, auglýsa í því og veita því þann stuðn- ing, sem þeir mega. Að- eins þannig verður áhrifamáttur blaðsins aukinn. Pðtýfónkórínn og menningin (slendingar hafa löng- um státað af því að vera mikil menningarþjóð, og er þá ósjaldan vísað til fornbókmennta, fjölda rithöfunda og málara og blómlegs leikhússlífs. Á hverju ári er úthlutað listamannalaunum, og koma flestar krónurnar í hlut rithöfunda og mál- ara. Ein grein menningar okkar (slendinga virðist hafa orðið harkalega út- undan, en það er tónlistin og þá einkum söngur. Þessum þætti hefur sára- lítill gaumur verið gef inn og honum haldið uppi með mikilli vinnu áhuga- fólks. Á þetta er minnzt vegna þess, að nú virðist ekki annað blasa við einum bezta og mikilvirkasta kór landsins, Pólýfón- kórnum, en uppgjöf vegna f járhagsvanda- mála og aðstöðuleysis. Stjórnandi kórsins, Ingólfur Guðbrandsson, og kórfélagar hafa lagt á sig þrotlaust erfiði til að flytja (slendingum mörg fegurstu verk tónbók- menntanna, sem þjóðin hefur kunnað vel að meta. Það væri mikið áfall fyrir íslenzkt menningar- líf ef þessi kór þyrfti að leggja upp laupana sakir skilningsleysis ráða- manna á þörfum hans. Alþýðublaðið vill hvetja til þess að þessu máli verði gaumur gef inn áður en það er um seinan. —AG UR YMSUM ÁTTUM Pólýfónkórinn A morgun mun Pólýfónkór- inn, undir stjórn Ingólfs Guö- brandssonar, flytja hátiöatón- leika i Háskólabiói. Hljómleik- arnir eru fluttir i tilefni þess aö kórinn hefur nú starfaö i tuttugu ár. A þessum timamótum ber þaö einnig til tiöinda aö söng- stjórinn, driffjööur og leiötogi kórsins, hefur ákvebiö aö láta af störfum sem „verkstjóri” kórs- ins, eins og Ingólfur Guöbrands- son hefur oröab þaö sjálfur. 1 tilefni þessara timamóta hefur Ingólfur ritaö nokkur lokaorö um starfsemi kórsins. Þar segir m.a. á þessa leiö: Þótt byggjendur þessa lands séu enn ei fleiri en ibúöar ein- hvers þess próvinsþorps i út- löndum, sem aldrei er aö neinu getið, nema þar gerist hörm- ungar og voveiflegir atburöir, vilja þeir á flestum sviöum vera jafnokar stórþjóöa. Ekki veröur þaö I krafti auðs né valds, held- ur fyrir þá sök, aö stærö ein- staklingsins er óháö smæö þjóö- félagsins. A alþjóöavettvangi liggur styrkur tslendinga i þvi, aö i heimi andans er ekkert mælt eftir höföatölu. Þaö er mér óþrotlegt undrun- arefni, hve mikið leynist af list- rænum hæfileikum meöal svo fárra einstaklinga. A engu sviöi hafa jafnmiklir hæfileikar veriö svo litils metnir i sönglistinni. Hér er fullt af frábærum söngv- urum, sem stæöu jafnfætis beztu atvinnulistamönnum er- lendis, ef þeir hlytu þroska gegnum þá menntun, skólun og ögun, sem öll æöri list krefst. ts- lendingar gætu veriö mesta söngþjóö veraldar. Þráin til aö syngja er öllum i brjóst borin, en söngmennt er hornreka I is- lenzku þjóöfélagi. 1 lok greinarinnar segir Ingólfur Gruöbrandsson: Undirtektir almennings viö framtak Pólýfónkórsins hin sibari ár hefur veriö mikil lyfti- stöng, kórinn hefur hlotiö met- aösókn aö tónleikum sinum, og nokkrir hafa sýnt þá raus,n, aö láta fé af hendi rakna úr eigin vasa til þessa starfs. Útlendingar, sem gist hafa Island og hlýtt á söng Pólýfón- kórsins, telja starf hans til há- menningar á borö viö þá, sem rikir á þessu sviöi meö rótgrón- um menningarþjóðum. tslend- Ingólfur Guðbrandsson. ingar, sem dvalizt hafa lang- dvölum erlendis, telja sig ekki hafa heyrt stórverk Bachs og Handels betur sungin i Róma- borg, Paris eöa Vin, en hér i Reykjavik i túlkun þessa fátæka kórs* Um leiö og ég læt af verk- stjórn i þvi verkstæði, sem smibað hefur margar góöar söngraddir til aö flytja Islend- ngum perlur pólýfónskrar radd- listar, vil ég flytja öllum þeim, sem lagt hafa mér lið á einn eöa annan hátt og ljáö hafa þessum tón eyra, beztu þakkir. Launin hafa ekki hrokkið fyrir brauöi né húsaskóli, en starfiö hefur veriö unnið i þeirri trú, aö hinn hreini tónn eigi erindi til Islend- inga og aö hlutdeild i fögru mannlifi sé hið eina sanna rlki- dæmi á þessari jörö. Það blandast engum hugur um þaö að Ingólfur Guöbrands- son hefur unniö þrekvirki meö þvi aö stofna og stjórna Plýfón- kórnum nú samfleytt I tvo ára- tugi. Hvað sem framtiöin ber i skauti sér hefur þessi eldhugi gefiö okkur tónlist og söng, sem þjóöin mun lengi búa aö. Fyrir þaö ber aö þakka. En hvort sem Pólýfónkórinn heldur nú áfram eöa hættir er eitt vist, aö ávöxtur iöjunnar, þessa menningarframtaks, mun koma fram I söng og tónlistarlifi komandi kynslóöa. —BJ Kabarett- bingó í Sigtúni annað kvöld Kvennadeild Styrktarfé- lags lamaðra og fatlaðra heldur Kabarett-bingó í Sigtúni við Suðurlands- braut annað kvöld klukkan 20.00. Stjórnandi verður Svavar Gests. Þetta Kabarett-bingó er orðinn fastur liður í starf- semi Kvennadeildarinnar, og ef marka má reynsluna undanfariðer vissara fyrir fólk að koma tímanlega. Verðmæti vinninga er 800 þúsund krónur, þar á meðal þrjár utanlands- ferðir, málverk, dvöl í Skíðaskálanum í Kerlinga- f jöllum, veiðileyfi, vöruút- tektir, rafmagnsvörur og f leira. Meðal skemmtiatriða er Ómar Ragnarsson með undirleik Magnúsar Ingi- marssonar og söngtríóið „Bónus". Spilaðar verða 18 um- ferðir og er engin umferð undir 20 þúsund krónum að verðmæti. —BJ Söngsveitin Randver með nýja plötu: flftur og nýbúnir Söngsveitin Randver hefur sent frá sér nýja hljómplötu og er þaö fyrsta islenzka platan sem út kemur á árinu. Þessi nýja plata heitir „Aftur og nýbúnir” og eru á henni tólf lög, öll meö Islenzkum textum eftir félagana i Randver, utan eitt, sem er á ensku. Þaö heitir „Bjössi on the Milkcar” og er orörétt þýöing á Bjössa á mjólkurbilnum sem frægur var hér fyrir allmörgum árum. „Aftur og nýbúnir” er önnur plata Randvers, en sú fyrri kom út áriö 1975. A þessari nýju plötu eru á ferðinni létt os skemmtileg lög, flest I svonefndum „Country and Western” stil. Textarnir hafa flestir inni aö halda grin og glens og ættu aö vera auðskiljanlegir flestur. Félagarnir I Randver heita Ellert Borgar Þorvaldsson, Jón Jónasson, Guömundur Sveinsson og Ragnar Gislason. En þeim til aöstoöar viö plötugeröina voru margir þekktir tónlistarmenn eins og Jakob Magnússon, Þóröur Arnason, Ragnar Sigurjónsson Tómas Tómasson, Karl Sighvats- son og hesturinn Hotti, sem hneggjar af innlifun I laginu „Upp I sveit”. Tómas Tómasson stjórn- abi upptöku plötunnar, en upp- tökumaður var Jónas R. Jónsson. Hljóöritunin fór fram I Hljóðrita hf. i Hafnarfiröi. Útlit umslaga hannaöi Pétur Halldórsson, en þaö er Hljóm- plötuútgáfan Steinar sem gefur plötuna út. —hm

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.