Alþýðublaðið - 06.04.1977, Síða 4
Miðvikudagur 6. apríl 1977
Johanna S. Sigþorsdottir
verður brot af hinum „þögla
minnihluta”, sem gleymist,
nema þegar einhverjir þurfa á
þvi aö halda að muna eftir hon-
um.
Sem betur fer hefur skilning-
urinn á þörf þessa fólks til aö
komast út i atvinnulifiö þó
heldur aukizt, en þessi mál eiga
þó langt i land með þaö að
komast I viðunandi horf.
Söluskattur af afslætti
Ekki má láta hjá liöa, að
minnast á eitt helzta baráttu-
mál Sjálfsbjargar og öryrkja-
bandalagsins þ.e. bifreiðakaup
öryrkja. Við slik kaup, geta fatl-
aðir, sem kunnugt er, fengið
hluta af aðflutningsgjöldum, og
leyfisgjaldi felldan niður. Sé
fólkið bundið viö hjólastól getur
afslátturinn numið allt að einni
milljón, en að öörum kosti getur
hann orðið allt að hálf milljón
króna.
Þessar tölur segja þó ekki alla
söguna eins og hún er, þvi viö-
komandi kaupandi verður að
greiða bifreiðaumboðinu sölu-
laun af afslættinum, þe.
fjárhæö, sem hann innir aldrei
af hendi. Auk þess er öryrkjum
gert að greiöa söluskatt af þeirri
niðurfellingu sem þeir fá af toll-
um. Þetta virðist ekki alveg i
samræmi við reglur sem gilda
um leigu- og sendibifreiðar þvi
þar þarf ekki að greiða neinn
söluskatt af niðurfellingu tolla.
Þaö virðist þvi vera um
marga galla að ræða, sem lag-
færa þarf, til þess eins að
öryrkjum séu gefin sömu tæki-
færi og öðrum þjóðfélagsþegn-
um til að stunda vinnu og njóta
þess, sem samfélagið hefur upp
á að bjóða. Það er ekki til of
mikils mælzt, að þessi hópur
hafi sama rétt og sömu mögu-
leika og við hin.
Af hverju eiga þeir að lifa?
Samningaviðræður og;
komandi kjarasamningar
hafa verið mjög mikið í
sviðsljósinu að undan-
förnu. Ályktanir funda
hinna ýmsu félaga
streyma yfir síður
blaðanna á hverjum
einasta degi, og menn
heyrast formæla okkar
„ábyrgu" ríkisstjórn fyr-
ir þær aðgerðir sem hún
hefur haft frammi í
efnahagsmálum. Slíkar
umræður enda oft með
því að „þennan fjanda
kjósi menn ekki yfir sig
aftur" og nú dugi tæpast
annað en verkfall úr því
sem komið sé. Það er
engin furða þó þessi tónn
heyrist oftar og oftar, því
það er álíka fyrir alm-
enna launþega að ætla að
lifa af laununum sínum
og hund að elta á sér
skottið. Endarnir ná
aldrei saman, hvernig
sem farið er að.
Enn verr settir
En þetta leiðir hugann aö
þeim, sem aldrei fara í verkfall
og hafa enga samninga til aö
segja upp, ellilifeyrisþega og
öryrkja. Sé aðeins litið á
aðstæður hinr\a siðarnefndu,
kemur i ljós, að þau kjör sem
þeim er ætlað aö búa viö eru
vægast sagt skammarleg. Það
virðist svo sannarlega hafa
gleymzt, allt fjasiö og masið um
bætt kjör þessa hóps, sem
heyrðist ósjaldan fyrir siðustu
kosningar. Og afleiðingarnar
eru þær, aö þessi hópur verður
að miklu leyti utangarðs i
þjóðfélaginu. Hann fær ekki
tækifæri til að lifa eðlilegu lifi,
og reyndar má oft draga þá
ályktun að það sé alls ekki gert
ráð fyrir tilveru hans. Nægir i
þvi sambandi að benda á ýmsar
stofnanir og þjónustumið-
stöðvar sem reistar hafa verið i
seinni tið.
Hver lifir af þessu?
En litum nú aðeins á þann
lifeyri, semætlaður er öryrkjum
til framfærsiu. örorkulifeyrir-
inn er nú kr. 23.919 á mánuöi.
Viö þaö bætist svo tekjutrygg-
ing, sem er að upphæð kr.
20.992.
Lifeyririnn miðast við 75%
örorku, og tekjutrygging skerö-
ist allverulega, ef heildartekjur
fara upp fyrir 120 þúsund krón-
ur á ári. Ef örorka einstaklings
er metin minna en 75%, er
lifeyririnn matsatriði hverju
sinni. Af þessu sést, að öryrkjar
fá hámark kr. 44.911 til fram-
færslu. Það væri sannarlega
ekki vanþörf á þvi, að fá ein-
hvern reiknimeistara rikis-
stjórnarinnar til aö sýna alþjóð
hvernig hægt sé aö lifa á þessari
upphæð i dag.
Ástand í atvinnumálum
Fötluðu fólki hefur ævinlega
reynzt erfitt að hasla sér völl á
vinnumarkaðnum. Ekki vegna
þess, að þetta fólk hafi ekki get-
að innt störf við hæfi vel af
hendi, heldur vegna gamal-
gróinna fordóma i garð þessa
hóps. Auk þess getur það ekki
sótt um vinnu nema á einstaka
stað, vegna þess að á vinnustöð-
um er alls ekki gert ráð fyrir
fötluðu fólki.
Fram til þessa hefur þvi verið
loku fyrir það skotið að öryrkj-
ar geti gengið út I atvinnulifið
eins og hverjir aðrir þjóöfélags-
þegnar. Þetta er aö vonum mjög
bagalegt, þegar lifeyrismálum
er ekki betur komið en bent var
á hér að framan.
En það er þó sýnu alvarlegra,
að með þessu fyrirkomulegi er
þessi hópur svo til algerlega
einangraður frá öðrum
þjóðfélagsþegnum. Þetta
Guðmundur Jónsson
F. 4. ágúst 1905 d. 13. marz 1977
MINNING
Aöfaranótt sunnudagsins 13.
marz sl. andaöist i Borgar-
spitalanum frændi minn og
vinur, Guömundur Jónsson,
eftir erfið veikindi. Var útför
hans gerð frá Fossvogskapellu
23. marz sl.
Guðmundur var fæddur 4.
ágúst 1905 að Arnarnesi i Keldu-
hverfi, Norður-Þingeyjarsýslu,
sonur þeirra Ólafar Guömunds-
dóttur og Jóns Sigurgeirssonar.
Föðurætt Guðmundar er mér
ekki kunn en Ólöf var frá Leifs-
stöðum i öxarfirði. Hann ólst
upp með móður sinni en um
fjögurra ára aldur flytja þau að
Valþjófsstööum i öxarfiröi og
siðan að Skógum i sömu sveit.
Um tvltugt flytja þau mæðginin
til Húsavikur og halda heimili
þar. Tekur Guömundur þá aö
stunda sjósókn á fiskiskipum.
Ólöfu móður sina missti hann
árið 1940.
Kynni okkar Guðmundar uröu
ekki náin fyrr en hann fluttist til
Reykjavikur áriö 1942, en þá
hófust lika mikil og góð kynni.
Minnisstæðast er mér þegar
hann réðst til Eimskipafélags
Reykjavikur, á Hekluna, sem
þá var nýtt skip, með hinum
kunna sægarpi Rafni Sigurðs-
syni. Sigldi Guömundur meö
honum um 10 ára skeið og gerði
viðreist mjög enda Heklan viöa i
förum. Haföi Guömundur góðan
orðsti af feröum þessum og
hélzt lengi kunningsskapur og
vinfengi með honum og skips-
félögum hans á þessum árum.
1 ársbyrjun 1957 réöst
Guðmundur til Oliufélagsins hf.
Var það happasæl ráöning fyrir
báða aðila, þar naut hann sin vel
og var sýndur mikill trúnaður af
húsbændum sinum, sem hann
mat mikils. Um svipað leyti
stofnar hann heimili, er hann
gengur aö eiga heitkonu sina,
Ingibjörgu ólafsdóttur, ættaða
úr Strandasýslu. Er þaö góð
kona og með þeim hiö mesta
jafnræði, á heimili þeirra var
ætið gottað koma. Einn son áttu
þau, Ólaf, fæddan 16. april 1959,
sem nú stundar nám i mennta-
skóla. Er þar góður efnismaður
á ferð, svo sem hann á kyn til .
Ég mun ávallt minnast
Guðmundar sem góös manns og
vandaðs I hvlvetna. Prúö-
mennskan var eitt hans megin-
einkenni, hann var góður og
gætinn i oröum og talaöi aldrei
illt orð til nokkurs manns. Góö-
vild og hlýja voru sterkir þættir
I skapgerö hans, sem komu
glögglega fram i öllum hans
samskiptum við annað fólk. —
Ég heimsótti frænda minn bæði
heima og á sjúkrahúsið eftir aö
hann veiktist og aldrei heyröist
æðruorö þótt oft væri hann
þjáður og vissi að hverju dró.
Slikur var kjarkur hans. En
ekki væri það I anda frænda
mins aö hafa uppi harmatölur
og skal það þvl ekki gert, heldur
óska honum fararheilla á vit
hins óþekkta. Ég vil að endingu
flytja honum kveðju og þakkir
minar og konu minnar, systkina
minna og stórs frændgarös,
jafnframt þvi sem ég og við
vottum eiginkonu hans og syni
einlæga samúð.
Blessuð sé minning góös
drengs.
S.Kristinsson.