Alþýðublaðið - 28.04.1977, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 28.04.1977, Blaðsíða 5
KSSS" Fimmtudagur 28. april 1977 VETTVANGUR 5 3. Rafmagnssamningur og afkastageta verk- smiðjunnar Hið óvissa markaðsástand endurspeglar sig einnig i raf- magnssamningi, þvi þar kemur enn einu sinni i ljós, aö samn- ingamenn hafi ekki reiknað með fullum afköstum verksmiðjunn- ar. Skv. þessum samningi, sem gildir milli Járnblendifélagsins og Landsvirkjunar, verður Landsvirkjun að tryggja félag- inu 488 Gigawattsstundir á ári að meðaltali yfir allt samnings- timabilið. Samkvæmt sér- fræðingum Járnblendifélagsins myndi þessi orka nægja til framleiðslu á um 48.800 tonnum af kisiljárni. Hins vegar kemur fram i raf- magnssamningi, nánar tiltekið i 4. gr. hans, að Járnblendifélagið treystir sér ekki til aö tryggja Landsvirkjun orkukaup nema að þvi marki sem mundi duga til að framleiða 39.600 tonn á ári með tveim ofnum eöa 19.800 tonn á ofn. í samningnum er til- svarandi stærð tiltekin i orku- einingum, þ.e. 396 GWst á ári (2 ofnar). 1 reynd mun þessi lágmarks kauptrygging Járnblendifélags- ins vera enn minni en 396 GWst á ári. Ýmis ákvæði i rafmagns- samningi, einkum þó 17. grein hans, lækka nefnilega skuld- bindingar Járnblendifélagsins gagnvart Landsvirkjun varð- andi lágmarks orkukaup. Af ákvæðum rafmagnssamn- ingsins verður þvi ljóst, að ekki er gert ráð fyrir, að meðalfram- leiðsla verksmiðjunnar verði meiri en um 39600 tonn, þegar báum ofnum er komið upp, eða innan við 80% af áætlaðri af- kastagetu verksmiðjunnar. Það verður þvi að telja i hæsta sjá má fram á stórfellt tap verk- smiöjunnar. Samkvæmt þessu yfirliti, sem byggt er á fullum afköstum verksmiðjunnar og á verölagi ársins 1976 yrði rekstrartap verksmiðjunnar 22 milljónir n.kr. á ári, en ef miðað var við rekstrargrundvöll 1985 og verð- lag 1978 var rekstrarhagnaður 7 milljónir n.kr. Samkvæmt meðf. rekstrar- yfirliti (Tafla I) , sem við höfum gert, og er byggð á liklegri meðalframleiðslu verksmiðj- unnar (sbr. markaðsviðhorf og samningsákvæði sem greint var frá), mun rekstrartap verk- smiðjunnar vera um 30 millj. n.kr. miðað við verðlag 1976 eða um 1130 millj. isl. kr. á ári á nú- verandi gengi. Sé hins vegar miðað við áætlað verðlag 1978 og rekstrargrundvöll 1985 (i samræmi við yfirlit Þjóðhags- stofnunar), þá veröur hallinn 8 millj. n.kr. eða um 300 millj. isl. kr. á núverandi gengi. Nú segir þetta engan veginn alla söguna. Undanfarin ár hefur nefnilega verð á hráefnum til iðnaðar far- ið mjög hækkandi og er kisil- járniðnaður engin undantekning i þessu sambandi. Séu skoðaðar almennar hráefnisvisitölur (t.d. visitala MOODY’S frá Banda- rikjunum, visitala REUTER’S frá Bretlandi og visitala The ECONOMIST fyrir iönað i Bret- landi), kemur i ljós að hráefnis- verð hefur aukist allt að þvi tvö- falt hraðar en markaðsverð á kisiljárni. Hins vegar hafa norsk hráefni til framleiöslu á kisiljárni i Noregi hækkað álika og sjálft kisiljárnverðið. Þannig hafa Norðmenn ekki hækkað verð hráefna sinna að sama skapi og flestir aörir og má rekja það til þess að þarlendir Stjórn Elkem Spigerverket á fundi. máta óvarlegt að reikna með 50.000 tonna ársframleiðslu að meðaltali, eins og gert er i hin- um opinberum arðsemisút- reikningum er fylgja frumvarp- inu. 4. Yfirgnæfandi líkur á taprekstri verksmiðjunn- ar Eina tekjulind járnblendi- verksmiðjunnar mun vera af sölu kisiljárns. Tekjuhlið fyrir- tækisins er þvi háð tveim megin stærðum: sölumagni og sölu- verði. Við erum þegar búnir að sýna að áætlað sölumagn sé óraunhæft, enda benda bæði ytri aðstæður og samningsákvæði til þess að framleiðslan og salan verði sveiflukennd og nokkuð minni en gert var ráö fyrir. Sé rekstraryfirlit járnblendi- verksmiðjunnar skoðað i þessu ljósi og stuðst við rekstraryfir- lit, sem þjóðhagsstofnun gerði nýlega og birt var I Þjóðviljan- um 16. mars s.l., kemur i ljós að framleiðendur hafa hér mikilla hagsmuna að gæta. Hina al- mennu hækkun á hráefnum má hins vegar rekja til þess að þró- unarlönd, sem ráða yfir miklum hluta hráefnanna, hafa i vax- andi mæli krafist hærra verðs og þar með „réttlátari hlut- deildar i iðnaðarframleiöslu heimsins”. Séu rekstraryfirlit Þjóðhags- stofnunar fyrir árið 1976 og 1985 skoöuð nánar, kemur i ljós að i þvi fyrra er hráefnakostnaður 43% af sölutekjum en i þvi sið- ara er tilsvarandi liöur aðeins 34% , þrátt fyrir það að hækkun hráefnisverða I Noregi til kisil- járnframleiðslu þar hefur verið álika mikil og hækkun á markaðsveröi kisiljárns. I áætlun Þjóðhagsstofnunar um arðsemi járnblendiverk- smiðjunnar er þvi annaö hvort hlutur hráefna i framleiðslunni vanreiknaöur eða spár um sölu- verö of bjartsýnar. Hins vegar má benda á, að ef hráefniskostnaöur hefði veriö áætlaður 43% eins og hann var á siðasta heila rekstrarári (1976), þá hefði rekstrarhalli verksmiðjunnar orðið 8 milij. n.kr. á ári i stað 7 millj. n.kr. hagnaðar. Hér er i öllum tilfell- um miðað við full afköst verk- smiðjunnar (50.000. tonn). Náist ekki aö framleiða — og selja — þau 50.000 tonn á ári, sem ráð er fyrir gert, þá vofir yfir enn meiri taprekstur. Það er þvi engan veginn út i hött þótt fullyrt sé aö rekstrar- grundvöllur verksmiðjunnar sé óraunhæfur. Allavega má segja það, að á grundvelli þeirra gagna, sem fyrirliggja, hafi alls ekki tekist að sýna fram á slikan grundvöll, jafnvel þó hann kunni að finnast einhvers stað- ar. 5. Hvaða hag sér ES í þátttöku sinni? Þessi spurning vaknar um leið og ljóst verður að yfirgnæf- andi likur eru á tapekstri Járn- blendifélagsins. Til að svara þessari spurningu er eðlilegt að athuga annars vegar fjárfram- lög væntanlegra hluthafa til fyrirtækisins og hins vegar hag þeirra af rekstri þess. Þrátt fyrir ytri annmarka, hefur okkur tekist að gera mjög varlega áætlun um rekstrar- tekjur beggja eigenda Járn- blendifélagsins, þ.e. Elkem- Spigerverket og islenska rikis- ins. Þessi áætlun sýnir að ES mun ekki bera umtalsverða áhættu þólt svo að verksmiðjan yrði rekin með miklu tapi. Töfl- ur II og III, sem hér fylgja, sýna hvernig á þvi stendur. I töflu II má sjá, að tekjur ES af fyrirtækinu verða álika og tekjur islenska rikisins, séu tekjur rikisins vegna eign- arhlutdeildar I Landsvirkjun taldar með. Sé hlutdeild rikisins i Landsvirkjun sleppt, eru tekj- ur ES 2.3-4 sinnum meiri en tekjur rikisins. Þessi áætlun er varleg að þvi leyti, að hér hafa ekki verið taldar með tekjur ES vegna sölu á kvarsi og járngrýti frá eigin námum, né tekjur ES vegna sölu á varahlutum og öðr- um búnaði til viðhalds og endur- nýjunar. Hins vegar bendir margt til þess, að ES ætli sér þó nokkrar tekjur af sölu á þessum vörum. A sama tima má sjá i töflu III að fjárframlag islenskra rikis- ins vegna verksmiöjunnar er rúmlega fjórum (4) sinnum meira en framlag ES, sé hlut- deild rikisins i Framkvæmdum Landsvirkjunar við Sigöldu og viö raflinu til verksmiðjunnar talin með. Sé sú hlutdeild ekki talin með, er framlag islenskra rikisins rúmlega tvisvar sinnum meira en framlag ES. Margt bendir þvi til þess að hagnaður ES af fyrrtækinu verði nokkuð meiri en hagnaöur Islenska rikisins, þrátt fyrir það, að ES taki mun minni þátt i stofnkostnaði fyrirtækisins. Það er þvi ljóst að áhætta El- kem-Spigerverket er ekki sam- bærileg við áhættu isl. rikisins og ekki undarlegt að ES sækist eftir þessu samstarfi, þrátt fyrir væntanlegan taprekstur. Lokaorð Við teljum að fyrirliggjandi rekstraráætlanir um járn- blendiverksmiðju i Hvalfirði séu táknrænar fyrir andvara- leysi þeirra, sem um þessi mál hafa fjallað. Flestar forsendur sem liggja til grundvallar rekstraráætlunum eru fengnar frá hagsmunaaðilum (Elkem- Spigerverket og Járnblendi- félaginu) en sjálfstæðar rann- sóknir isl. aðila hafa ekki verið gerðar aö þvt er næst verður komist. Niöurstööur þessarar greinar benda þvi eindregiö til þess, aö leggja beri niður öll áform um rekstur járnblendiverksmiðju I Hvalfirði á grundvelli þess frumvarps sem nú bíður af- greiðslu á alþingi tslendinga. AatlaO rokstraryfirlit kísll.lárnverksmlBjunnar fyrlr eltt ár, mlðað við 80% afköst og á r>rundvelll rekatraryflrllta frá PjóPhaRastofnun (£ mlllj. n. kr.) Ver&lag 1976 Aaatl. verðjaR 1978 SÖLUTEKJUR A0.000 tonn á 2.388 n.kr./tonn (1976) eöa 3.4,05 n.kr./tonn (1978) Hráefni 41 46 Raforka 14 14 Hafnargjöld og annar breytil. kostnabur 3 4 Fastur framleiöslukostnaöur: Laun. 10 11 Stjórnin, skrift. kostn. og viöhald 8 • io Tækniþóknun o.fl 4 5 Veröjöfnunargjald 2 2 Vextir 18 24 Afskriftir 25 125 28 Hagnaður £ mlllj. n.kr. 4 30 Hagnaður £ mlllj. £al.kr. *rll30 Tafla 11 Tekjur eigenda járnblendiverksmiöjunnar af rekstrinum (£ millj. n. kr.) Tekjur eins árs miöaö viö 50.000 tonna sölu og ástl. verölaa 1978 Tekjur eins órs miöaö viö 40.000 tonna sölu og áactl. verölag 1978 TEKJUR ELKEM-Sl’IGERVERKET Þóknun o.fl. 3.9% af sölunni . 6.6 5.3 Veröjöfnunargjald 40 n.kr./tonn . 2.0 1.6 Hráefnasala til Járnblendifélagsins ‘ (rafskaut) . 6.0 (3) 4.8 (3) 0.0 (1,2) 16.9 11.7 TEKÍUR ÍSLENSKA RlKlSlNS Skattar óg opinþer gj. utan tekjusk... 2.1 1.7 Hafnar- og lóöarleiga 1.2 1.0 (1,2) 2.8 (1,2) 1.2 7.1 2.9 Tekjur £sl. ríkisins vegna hlut- deildar £ Landsvirkjun (raforkusala) 9.0 7.2 16.1 10.1 Athup.asemdlr 1. Ofangreind tafla byggist á forsendum rekstraryfirlits, sem ÞJóöhagsstofnun geröi £ febr. s.l. og merkt er Tafla 2a. Samkvaant þv£ yfirliti yröi hagnaöur fyrir skatta, miöaö viö 5u.000 tonna sölu, 7 millj. n.kr. en miöaö viö 40.000 tonna sölu (sjá töflu I sem hér fylgir) yröi tapiö 8 millj. n.kr. 2. Tekjurskattur og aröur voru áœtlaöir £ samnani viö "átttlaöan rekstrarreikning íslenska Járnblendifélagsins 1978-1995*', dags. 26.11.76 3. Skv. taDknisamningi (3.kafli 2c) mun ES annast ráögjöf um "val og útvegun hráefna". Hér er ekki gert ráö fyrir aö ES noti sér þessa aöstööu s£na til þess aö auka tekjur slnar meö hráefnissölu. Um þaö hefur veriö talaö, aö járngrýti og kvars veröi'keypt £ Noregi. Fari svo ab ES selji Jarnblendi- félaginu viökomandi hráefni frá s£num eigin nánmm, veröa tilsvarandi tölur 24.0 og 19.2 m.n.kr. en tilsvarandi heildartekjur ES veröa þá 34.0 og 26.1 in.n.kr Tafla III Ahættufjármagn, sem oigendur Járnblendifélagsins leggja fram (£ millj.n.kr.) FRAMLAG ELKEM-SPIGERVERKET Hlutafjárframlag £ reiöu fé 40.2 (sjá ath. 1) Hluthaf a lán 19.8 (sjá ath. 2) 60.0 FKAMLAG ISLENSKA RlKISINS Hlutafjárfraralag £ reiöu fé 70.0 (sjá ath. 1) (sjá ath. 2) (sjá ath. 3) Bygging hafnar aö Grundartanga 13.9 Kaup á Jarönæöi viö Grundartanga...... 0.3 (sjá ath. 4) Þegar bókfœröur kostnaöur viö framkv.. 26.4 (sjá ath. 5) 134.8 Hlutdeild £sl. rlkisins £ Lnndsvirkjun Hluti af þegar bókuöum kostnaöi sem bókfœra rná á járnblendiverksmiöjuna 103.6 (sjá ath. 6) Kostnaöur vegna byggöalínu Geitháls- 6.9 (sjá ath. 7) 245.3 Athugasemdir: 1. 2. 3. 4. 5. Sjá 4. gr. aöal8amnings milli fal. rfkis og ES. Sjá 5. gr.(3) aöalsamningsins. Skv. skýrslu Pjóöhagsstofnunar frá þvf £ febr. s.l. Skv. bréfi frá Járnblendifélaginu til iön.n. alþingis daga. 11.2.77 Skv. bréfi frá Járnblendifélaginu til iön. n. alþingis dags. 11.2.77 6. 7. Skv. ársreikningi Landsvirkjunar 1976 hefur kostnaöur viö Sigöldu- virkjun numiö 16.7 milljöröum króna (457.4 millj.n.kr.) £ árslok 1976. Þar sem afl virkjunarinnar er 150 MW en meöaltals aflþörf Járnblendi- verksmiöjunnar er 68 MW, or hlutdeild verksmiöjunnar f stofnkoatnaöi virkjunarinnar 45.37. (207.2 millj. n.kr.). Jafnframt er hlutdeild rfkisins I Landsvirkjun 507.. Aœtlaöur kostnaöur byggöalfnunnar um 1 milljarö fsl.kr. Aaatl. hlutdeild verksraiöjunnar £ þesnari l£nu um 50%, en hlutdeild rfkisins £ Landsvirkjun er 50%.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.