Alþýðublaðið - 28.04.1977, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 28.04.1977, Blaðsíða 8
Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði: GEFA OLDRUÐUM OG ÖRYRKJUM KOST Á LEIGUÍBÚÐUM Bæjarstjórn samþykkti á fundi 1975, að ráðast í byggingu ibúða fyrir aldraða og öryrkja i Hafnarfirði, en endanleg ákvörðun um málið var tekin á siðasta hausti. Þá gerði bæjarstjórn samþykkt um máiið sem er svo- hljóðandi: „Hafnfiröingum á ellilifeyris- aldri og öryrkjum skal gefinn kostur á aö leggja fram lánsfé til byggingar allt aö 18 ibúöa af þeim 30ibúöum, sem nú er veriö aö byggja viö Alfaskeiö á veg- um Hafnafjaröarbæjar, og tryggja sér meö þvi forleigurétt aö þeim ibúöum. Lánsfé skal nema 25% af áætluöu kostnaöarveröi ibúö- anna eöa kr. 1.600.000 fyrir hjönaibúöir, en kr. 1.200.000 fyrir einstaklingsibúöir. Lán þessi skulu bera vexti, sem séu jafnháir innlánsvöxtum á alm. innlánsbókum banka og spari- sjóöa og endurgreiöast meö jöfnum greiöslum á 10 árum. Forleigurétturinn gildir jafn- lengi og lánveitandi býr i Ibúöinni, en flytji hann burt af heilsufarsástæöum, eöa öörum ástæöum gjaldfalla eftirstöövar lansins 6 mánuöum siöar”. Margir sótt um aðstoð Kristinn O. Guömundsson bæjarstjóri I Hafnarfiröi sagöi I simtali viö Alþýöublaöiö I gær, aö margt eldra fólk hafi komiö aö máli viö forráöamenn bæjar- félagsins og látiö i ljós ósk um aö fá aöstoö viö aö eignast Ibúöir. Margt af þessu fólki á Ibúöir sem þaö vill selja og fara I minni og þægilegri Ibúöir. Byggingarnefnd Hafnarfjarö- ar hefur nýveriö samiö reglur um leigu Ibúöanna, sem eru 30 talsins og eru á Sólvangs- svæöinu I Hafnarfiröi. Munu þær auglýstar til leigu á næst- unni og sagöi bæjarstjóri aö þaö yröi væntanlega mjög auövelt aö koma Ibúöunum út. Engar beinar ákvaröanir hafa veriö teknar um framhald á framkvæmdum sem þessum á vegum Hafnarfjaröarbæjar, en bæjarstjóri taldi liklegt aö áfram yröi haldiö á svipaöri braut, enda væri mikill skortur á húsnæöilbænum llkt og vlöast hvar annars staöar. Haldið áfram á sömu braut — Ég býst fastlega viö þvl aö viö höldum þessu áfram, enda er þaö heldur takmarkaö sem samfélagiö gerir fyrir aldraöa og öryrkja yfirleitt, sagöi Kristinn Ó. Guömundsson aö lokum. m-----------------------► Frá Hafnarfiröi. 8 FRÉTTIB Fimmtudagur 28. apríl 1977 Verzlunin er flutt að Týsgötu 1 RflDlÓVIRKINN, sími 10450 Trésmiðir Umsóknum um dvöl i orlofshúsum félags- ins i ölfusborgum og að Svignaskarði verður veitt móttaka i skrifstofu félagsins frá 2. mai. Til 7. mai verður einungis tekið við um- sóknum frá þeim félagsmönnum, sem ekki hafa s.l. 2 ár notið orlofsdvalar i hús- unum. Trésmiðafélag Reykjavikur ÚTB0S Óskað er eftir tilboðum i uppsetningu tækja og pipulagna innan stöðvarhúss fyrir Vatnsorkuver I. Rás 1, við Svartsengi. trtboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Guðmundar og Kristjáns, Laufásvegi 12, Reykjavík og á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja, Vesturbraut 10 A, Keflavik, frá og með fimmtudeginum 28. april, gegn kr. 3000.00 skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð föstudaginn 6. mai kl. ,2.e.h. á skrifstofu Hitaveitu Suður- nesja. Hitaveita Suðurnesja DAGUR BARNS A DAGVISTARHEIMILI í kvöld kl. 20.30 gangast Dagvistar- samtökin fyrir hverfa- fundi í Fellahelli og er fundurinn haldinn i samvinnu við Fram- fararfélag i Breiðholti III. Dagskráin hefst meö þvl, aö Guöný Guöbjörnsdóttir sálfræö- ingur flytur erindi. Síöan segir fóstra frá degi barns á dag- vistarheimili og Dagvistarsam- tökin veröa kynnt. Loks veröur kvikmyndasýning og umræöur. Markmiö þessa fundar er aö kynna fólki ástandiö I dag- vistarmálum I Breiöholti og er til hans boöaö um svipaö leiti og opnaöur veröur nýr leikskóli I Hólahverfi. Dagvistarsamtökin hafa eflt mjög starfsemi slna aö undan- förnu og hafa þau m.a. sent aö- ildarfélögum ASÍ og BSRB bréf, þar sem ítrekuö er sú krafa, aö I komandisamningum veröi rlkiö skyldaö til aö bæta úr þeim vanda sem viö er aö etja I dag- vistarmálum. Þá er áformaö aö samtökin gangist fyrir fleiri hverfafund- um I haust, og eins er fyrirhug- aö aö félagar úr samtökunum safnist saman hjá Bernhöfts- torfu 1. mal n.k. kl. 2 og standi þar meö kröfuspjöld. Einnig veröa seld merki Dagvistar- samtakanna og kynningarbækl- ingum dreift, Veröur fólki gef- inn kostur á aö gerast félagar I samtökunum og taka þátt i virku starfi þeirra. —JSS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.