Alþýðublaðið - 28.04.1977, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 28.04.1977, Blaðsíða 6
6 VETTVAMGUR Fimmtudagur 28. apríl 1977 KBír Ma6ur, sem reykireinn pakka á dag af algengustu sigarettu- tegundum á markaönum, sýgur ofan í sig um það bil 200 grömm af tjöru á einu ári. Er þá miðaö við tegundir þar semtjöru- magnið ihverri sigarettu er tæp 30 milligrömm. Brezkir og bandariskir vis- indamenn hafa gert mjög nákvæmar rannsóknir á efna- samsetningu tóbaksreyks og komizt að raun um að hann er blanda af mörg hundruð mis- munandi efnasamböndum, bæði lofttegundum, vökvum og örsmáum föstum efni&ögnum. Sum þeirra eru ertandi, önnur fara inn i blóð þess, sem andar reyknum að sér. Helzt þessara skaðlegu efna eru tjara, nikótin og kolsýrling- ur, en einnig má nefna meðal eitraðra lofttegunda i tóbaks- þeirra meina, sem myndazt hafa. Þá er einnig ljóst að ýmis tjöruefnanna hafa ertandi áhrif á þá slimhúð, sem þau komast i snertingu við og þótt ekki sé sannað að þau vaidi krabba- meini er vitað að þau geta vald- ið bólgum i munni, koki, barka og lungum og leitt til alvarlegra sjúkdóma. Tóbaksreykurinn lamar bifhárin Tjöruefnin, sem reykinga- maðurinn sýgur ofan i sig, leika um slimhúðina I öndunarvegin- um og lungunum. Ef hann reyk- ir sigarettur með reyksiu (filter) er tjörumagnið i sum- um tilvikum minna en þegar um er að ræða siulausar sigarettur. Annars eru allmörg dæmi þess, að tjörumagnið sé svipað eða jafnvel meira i sigarettum með siu en sigarettum án reyksiu þótt um sömu sigarettutegund sé að ræða. Er skýringin sú aö sterkara tóbak er notað i sigaretturnar með siunni en hinar til þess að bragðið sé svip- að úr báðum. Ef menn reykja ofan I sig, sem kallað er, setjast um 80% tjöruefnanna i slimhúðina i önd- unarveginum og lungunum i formi örsmárra dropa. Rannsóknir hafa sýnt, að með svonefndum bifhárum i barka og lungum leitast likaminn við að losa sig við tjöruna eins og önnur óhreinindi sem þangað berast. Aftur á móti verða bifhárin fyrir lamandi áhrifum af völd- um tóbaksreyksins jafnframt þvi sem reykurinn eykur þörf- ina fyrir starf þeirra. Athuganir Reykingamaður sýgur ofan í sig 150—200 grömm af tjöru á ári — ef hann reykir einn pakka af sígarettum á dag reyknum ammoniak, blásýru, brennisteinsvetni og arsenik. Samstarfsnefnd um reykinga- varnirþykir ástæða til að koma á framfæri nánari upplýsingum um tjöruefnin i sigarettunum og skaðsemi þeirra. Mörg tjöruefnanna beinir krabbameins- valdar Tóbakstjaran, sem myndast, þegar tóbak er reykt, er i mis- munandi miklu magni eftir þvi um hvaða sigarettutegundir er að ræða. Samkvæmt könnunum, sem gerðar hafa verið undanfariö hefur komið i ljós, að mörg efn- anna i tóbakstjörunni eru krabbameinsmyndandi. Sextán þessara efnasambanda hafa reynzt beinir krabbameinsvald- ar, en önnur eru krabbameins- hvatar, það er að þau örva vöxt visindamanna hafa sýnt, að hreyfingar bifháranna i barka og lungum stöðvast i um það bil hálfa klukkustund eftir að reykt hefur verið ein sigaretta. Tjörumagn breytilegt eftir tegundum A undanförnum árum hafa tóbaksframleiðendur reynt að minnka tjörumagnið i sigarett- unum litið eitt eftir að óyggjandi sannanir hafa komið fram um krabbameinsmyndun af völdum tjöru. Tiltölulega litil breyting hefur þó orðið á tjörumagninu, þar sem framleiðendur hafa verið smeykir við að gera mikl- ar breytingar á efnasamsetn- ingunni sökum þess að þær hafa i för með sér bragðbreytingar, sem kaupendur kynnu ef til vill ekki að meta. Samkvæmt mælingum, sem gerðar voru hjá efna- rannsóknarstofu sænsku tóbakssölunnar árið 1964 var meðaltal tjörumagns i sigarett- um án reyksiu 33,5milligrömm i bverri sigarettu. Samkvæmt nýjustu mælingum sömu rannsóknarstofu á sigarettum á sænskum markaði reyndist meðaltal tjöru i sömu sigarett- um 28,2 milligrömm. Lækkun á tjörumagninu I reyksiu-sigarettum var á sama timabili frá 25,6 milligrömmum niður i 22,1 milligramm. Meðaltal tjörumagnsins i öll- um þeim sigarettutegundum, sem verið hafa á sænskum markaði hefur frá 1964 lækkað úr 29,5 milligrömmum i hverri sigarettu i 25,1 milligramm. Aukin dánartíðni meðal reykingamanna Eiturefnin i sigarettureykn- um eru i meginatriðum þau Framhald á bls. 10 Skyldu margir unglingar vilja venja sig á aö nota snuð i stað sigarettu þegar sogþörfin segir til sin? ER FÓLK AÐ FULLNÆGJA SOGÞÖRFINNI MEÐ REYKINGUM? Kemur sígarettan í staðinn fyrir snuð? Sogþörfin reynist vera ein af ástæðunum til þess að fólk venst á reykingar samkvæmt könnunum sem gerðar hafa verið i nágranna- löndum okkar. Svo virðist sem sog- eðlið sem ungbörnum er i blóð borið til þess að þau geti sogið til sin móðurmjólkina sé enn rikt i fólki sem komið er á unglingsár eða jafnvel eldra. Sérfræðingar benda á, að likaminn þurfi siður en svo á nikótini, tjöru eða kolsýrlingi að halda, né heldur öðrum eiturefnum, sem séu i sigarettureyk. Þvert á móti bregðist hann mjög illa við, þeg- ar fyrsta sigarettan sé reykt og valdi þessi hættulegu efni svima og ógleði eða jafnvel uppköstum. Engu að siður hafi fjölmargir unglingar vanið sig á reykingar á siðustu árum og ánetjast sigarettunni. Um tima virtist ástæðan sú, að unga fólkið teldi það „fint” að reykja og vildi með þvi láta lita út fyrir, að það væri eldra og reyndara en það i rauninni var. Þessi sjónarmið hafa breytzt smám saman eftir þvi sem itarlegri upplýsingar hafa komi fram um heilsuspill- andi áhrif reykinga. 1 ljósi þess að fólk sé að ein- hverju leyti að fullnægja sog- þörfinni með reykingum, væri mun skynsamlegra fyrir þá sem eiga i slikum erfiðleikum að fá sér heldur snuð að nýju. Það er lika alveg hættulaust fyrir heils- una. En þá vaknar sú spurning, hvort unga fólkið teldi það sér- lega „töff” að sýna sig með snuð i stað sigarettu þegar sogþörfin segði til sin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.