Alþýðublaðið - 28.04.1977, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.04.1977, Blaðsíða 2
2 STJÚRNMÁL/ FRÉTTIR Fimmtudagur 28. apríl 1977 b K&" Útgefaadi: Alþýftuflokkurinn. Reksoir: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgftarmaftur: Arni Gunnarsson. Aftsetur ritstjórnar er I Siftumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Aiþýftuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftarsimi 14900. Prentun: Blaftaprent h.f. Askriftarverö: 1100 krónur á mánuði og 60 krónur i lausasölu. BYGGÐASTEFNA OG BYGGÐAJAFNVÆGI Undanfarinn manns- aldur hefur orðið stór- breyting á byggð lands- ins. Fólk hefur flutzt úr sveitum í kauptún og kaupstaði og umfram allt frá öllum landshlutum til Reykjavíkur og Reykjaness. Þessu hafa fylgt margvíslegir erfið- leikar og óhagræði fyrir þjóðina, og hefur það einu nafni verið kallað byggðavandamál, en byggðastefna, sem á að vinna gegn þessari þróun. Á áratugunum 1950-70 jókst hlutur Reykjavíkur og Reykjaness af íbúa- f jölda landins úr 49,1% í 58,6%, en íbúum annarra landshluta fækkaði sem þessu nam. Mest var fækkunin á Vestf jörðum, úr 7,8% af þjóðinni 1950 í aðeins 4,9% árið 1970. Lítið hefur verið rætt um þá staðreynd, að þessi breyting í skiptingu ibú- anna milli landshluta hefur lítið sem ekkert breytzt síðan 1970, heldur staðið í stað. Reykjavík og Reykjanes höfðu 58,9% fyrir sjö árum, komust upp í 59,4% en lækkuðu síðastliðið ár í 59,2%. I öðrum landshlut- um hefur breytingin á þessu tímabili verið sára- lítil. Þessar tölur bera vott um, að hlutfaIIsleg skipting þjóðarinnar milli landshluta hafi verið nálega óbreytt allan þennan áratug. Skipuleg starfsemi ríkisins á sviði byggða- mála er talin hafa byrjað árið 1964 í Efnahags- stofnuninni með gerð Vestf jarðaáætlunar. Framkvæmdastofnun rikisins tók til starfa 1972 og hefur vaxið hægt en sigandi síðan. Byggða- sjóður fær nú allmikið fé á f járlögum, 2% af heild- arútgjöldum, og mun það nema yf ir 1600 milljónum á þessu ári. Ekki hefur þessum stofnunum eða Alþingi auðnast að móta skýra byggðastef nu. Hefur aldrei tekizt að skil- greina, hvaða aðstæður þurfi að vera fyrir hendi til þess, að byggðarlag fái aðstoð. I þess stað hafa stjórnmálamennirnir, sem úthlutað hafa byggðafé, farið auðveld- ari leið. Hefur yfirleitt verið fylgt þeirri reglu, að lána til byggða um allt land, nema í Reykjanes- kjördæmi og Reykjavík. Þetta er harla ónákvæm- ur mælikvarði, því að víða á landinu eru sem betur fer blómlegar byggðir, þar sem fólki hefur stöðugt fjölgað. Þær hafa fengið aðstoð ekki síður en þau héruð, þar sem byggð hefur verið að flosna upp. Byggðasjóður hefur unnið gagnlegt starf sem eins konar fjárhagslegt brunalið. Þegar veiga- mikil atvinnufyrirtæki eða heil byggðalög hafa lent í erfiðleikum, sem hefðu getað leitt til stöðv- unar atvinnutækja og brottf lutnings, hefur verið brugðið skjótt við, og þá oft tekin f járhags- leg áhætta til að ná skjót- um árangri. Ökleift er að meta, hve Byggðasjóður innan Framkvæmdastofnunar ríkisins hefur átt mikinn þátt í því, að jafnvægi hef ur verið í byggð lands- ins þennan áratug. ótrú- legt er, að þessi starfsemi hafi ráðið úrslitum, þar sem útlán Byggðasjóðs hafa aðeins verið um 10% af útlánum f járfestinga- lánasjóða, en þó hefur hún vafalaust haft veru- leg áhrif. Ljóst er af þessum staðreyndum, að útlána- reglur Byggðasjóðs eru orðnar úreltar og svara ekki til þess ástands, sem nú rikir. Verður að endur- skoða þessa starfsemi, íhuga hvort réttlætanlegt sé að taka 2% af útgjöld- um ríkissjóðs á fjárlög- um til þessara útlána og hvernig byggðastefna eigi að vera í næstu fram- tíð. Á höfuðborgarsvæðinu var íbúafjölgun f fyrra minni en meðalfjölgun yfir allt landið, og er það ólíkt þeim árum, er þús- undir flykktust til Reykjavíkur og ná- grennis ár eftir ár. Hlutur Reykjavíkur og Reykjaness í botnf iskaf la þjóðarinnar hefur farið ört minnkandi síðustu árin. Árið 1968 hafði höfuðborgin 13,4% af lönduðum botnf iskaf la, en árið 1975 aðeins 8,8%. Hlutur Reykjaness var árið 1968 25%, og komst upp í 28%, en var 1975 kominn niður í 22,5%. Ýmislegt hefur valdið þessu, en staðreynd er, að uppbygging skipastóls og fiskiðjuvera hefur dreg- izt af tur úr á þessu svæði, sérstaklega Reykjanesi. Atvinnu- og byggða- stefna má ekki festast í farvegi gamalla stað- reynda, sem menn taka að meðhöndla sem sígild lögmál. Verður að fylgj- ast með þróun byggðanna og laga stefnuna eftir breytilegum þörfum. Framkvæmdastofnun rikisins hefur unnið mjög gott starf og hlutverk hennar við áætlunargerð er mikilvægt. Af verkefn- um byggðasjóðs er brunaiiðshlutverkið al- gerlega óhjákvæmilegt, því hann tekur við, þar sem viðskiptabankar draga sig í hlé. En byggðastefnu sem heild þarf stofnunin að móta betur eftir byggðastað- reyndum, því að hún má ekki verða að almennri, pólitískri lánastofnun. BGr. Vmsum þykir sem eplinu sé misskipt íslendingar í Munchen: Afléttið óviðunandi neyzlubanni á bjór Aldrei verfta allir á eitt sáttir. ' Fyrir skömmu bar Jón nokkur Sólnes upp þá tillögu á Alþingi aft leyfö yrfti sala á sterkum bjór hér á landi og taldi aft af þvl myndi gott eitt hljótast. 1 skoftanakönn- unum sem geröar hafa verift og hljóta aö teljast marktækar út frá tölfræftilegu sjónarmiöi kemur hinsvegar i ljós aö meirihluti Islendinga á kosningaaldri er andvigur þvi aft tekin verfti upp sala á sterkum bjór hér á landi. Nú hefur blaöinu borizt tilskrif , frá fundi Félags íslendinga I MÖnchen, þeirri frægu bjórborg, þar sem kveöur viö annan tón en kom fram I umgetnum skoftana- könnunum. Fer bréfiö hér á eftir: 1 tilefni af „bjórfrumvarpi” Jóns Sólness, sem nú liggur fyrir Alþingi og þeim umræftum, sem spunnizt hafa um leyfi til sölu á áfengum bjór á tslandi, vfir á fundi Félags tslendinga i MÚnch- en nýlega samþykkt eftirfarandi ályktun: „Meö leyfi til sölu á áfengum bjór á tslandi yrfti, aö áliti fundarins, aflétt óviftunandi neyzlubanni, sem beinzt hefur gegn þeim fjölda landsmanna, er vilja neyta léttra áfengra drykkja, auk eöa I staft, sterkra drykkja. Misnotkun áfengis er ekki nægileg ástæfta fyrir algjöru efta afmörkuöu banni á neyzlu áfengra drykkja. Misnotkun fylg- ir flestri neyzlu og má i þvl sam- bandi nefna ofneyzlu lyfja, tó- baks, kaffi og sælgætis. Þykir þó ekki ástæöa til aft bregöast vift þeirri ofnotkun meft róttækum aft- geröum. Aft áliti fundarins gæti bjór dregiö úr þeirri heilsuspill- andi ofnotkun á svefnlyfjum, ró- andi töflum, kaffi og gosdrykkj- um, sem tíökast á Islandi. Fundurinn telur, aö óhófleg verölagning á bjór (I þvl tilfelli aö sala hans yrfti leyfft) miöuft vift verft á kaffi, te og gosdrykkjum, yrfti ólýftræftisleg athöfn stjórn- valda gagnvart neyzluvenjum hluta landsmanna. Sömu skoöun- ar er fundurinn hvaö varftar rlkj- andi óhóf á álagningu á veröi ann- arra áfengra drykkja enda stuöl- ar slíkt óhóf aft ólögmætu bruggi, braski og smygli áfengis Flestþau vandamál,sem fylgja áfengisneyzlu, eiga rætur slnar aft rekja til félagslegra vanda- mála, sem ekki veröa leyst meft boöum og bönnum. Enn fremur er fundurinn sammála um, aft 1 áliti andstæöinga bjórsins komi fram furftanlegt vantraust á siftþroska og dómgreind Islendinga. Aft slftustu vill fundurinn hvetja fylgjendur bjórsins til aö berjast fyrir málstaftnum af meiri sam- stöftu og krafti I framtlöinni en þeir hafa gert til þessa.” Fundur Félags islendinga I Munchen, 3. aprll 1977. VIPPU - BltSKÚRSHURÐIN I-karaur J Lagerstærðir miðað við múrop: Hæð: 210 sm x breidd: 24Ó sm 210 - x - 270 sm Aðrar stærðir. smfflaðar eftir beiðni. GLUGGAS MIÐJAN Síðumúla 12 - Sími 38220

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.