Alþýðublaðið - 28.04.1977, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 28.04.1977, Blaðsíða 13
iíiaSfÁ1' Fimmtudagur 28. apríl 1977 ...TIL KVÖLDS 13 spékoppurinn i\Yi / Pn~ <ZRot/a Guö minn góðurvið höfum greinilega gleymt að bjóða, ná- grönnum okkar hr. og frú Hvalfjörð. IHrarp ———— ni—a—i. i<Laa— Fimmtudagur 28. apríl 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgun- leikfimi kl. 7.15 og 9.15. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dag- bl.), 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl.7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Siguröur Gunnarsson heldur áfram að lesa „Sumar á fjöllum” eftir Knut Hauge (4). Tilkynningar kl. 9.30. Þing- fréttirkl. 9.45. Létt lög milli at- riða. Við sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson ræöir við fölk um sýnatöku á loðnu. Morguntónleikarkl. 11.00: Mel- os-kvartettinn 1 Stuttgart leikur Strengjakvartett nr. 3 i B-dúr eftirFranz Schubert, John Wion,.,Arthur Bloom, Howard Howard, Donald McCourt og Mary Louse Böhm leika Kvint- ett fyrir flautu, klarinettu, horn, fagottog pianó eftirLouis Spohr. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Veöurfregnir og fréttir. Til- kynningar. A frivaktinni Margrét Guðm undsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30. Hugsum um það: - tiundi þáttur Andrea Þórðardóttir og Gisli Helgason fjalla um notkun og misnotkun róandi lyfja. Rætt við fanga, sálfræðing, lækni o.fl. 15.00 Miðdegistónleikar Kammersveit Telemanns- félagsins i Hamborg leikur Konsertl e-moll op. 37 eftir Jos- eph Bodin de Boismortier. Eliza Hansen og strengjasveit i Ludwigshafen leika Sembal- konsert i d-moll eftir Johann Gottlieb Goldberg: Christoph Stepp stj. Maurice André og Kammersveitin i Munchen leika Trompetkonsert I Es-dúr eftir Joseph Haydn: Hans Stadlmair stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Lagið mitt Anne-Marie Markan kynnir óskalög barna innan tólf ára aldurs. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Einsöngur i útvarpssal: Ragnheiður Guðmundsdóttir syngur lög eftir Björgvin Guömundsson Guömundur Jónsson leikur meö á pianó. 20.00 ÍJtvarp frá Aiþingi: Al- mennar stjórnmálaumræður eldhúsdagsumræður). Hver þingflokkur hefur til umráða 30 min I tveimur umferðum. Veðurfregnir og fréttir um kl. 22.45. 23.00 Hljómplöturabb Þorsteins Hannessonar. 23.50 Dagskrárlok. HRINGEKJAN PELINN ÚR TÍZKU Það er bæði þægilegt og hag- kvæmt aö hafa barn á brjósti, auk þess sem þaö er miklu holl- ara fyrir barnið. Þessi kenning hefur verið að ryöja sér mjög til rúms á Noröurlöndunum að undanförnu, einkum þó 1 Nor- egi. Læknar og hjúkrunarfólk, hafa hvatt mæður mjög til að hafa börn sin sem mest á brjósti, og fagna þeir mjög þessari þróun sem oröiö hefur i þessum málum, ekki eingöngu vegna tengsla móöur og barns, heldur einnig vegna þess, að móöurmjólkin er það hollasta sem barniö getur fengiö. Slappir vöðvar Sem kunnugt er, hafa verið talsveröbrögð aö þvi, að mæður venji börn sín snemma af brjósti, og láti þau hafa pela i staðinn. Til þessara umskipta hafa legið margar orsakir. Margar konur hafa haldið þvi fram, aö brjóst þeirra yröu slöpp eftir barnsburð, og hafa þær m.a. reynt að foröast sllkt með þvl að venja börnin snemma af. Meö fyllri upplýs- ingum um þetta.efni, hefur þessi hræðsla kvenna horfiö smátt og smátt.enda geta góðar leikfimi- æfingar komiö í veg fyrir aö lik- aminn slappist. Þá er þessi nýja ábyrgðartil- finning og taugaálagið samfara henni taliö valda nokkru um, aö konur venji börn af brjósti, áöur en timi er til kominn, en sam- fara hvers konar streitu og óró- leika minnkar mjólkin, og ef kveöur mikiö að þessu, þá getur það oröiö til þess að hún hverfi með öllu. Með tilkomu viöamikillar upplýsingarþjónustu og fræöslu hefur þetta þó breytzt mjög til batnaðar, enda hefur veriö lögö áherzla á að kenna ungum mæðrum ýmislegt gagnlegt um meöferö nýfæddra barna, og þar meö hafa þær öðlazt sjálfs- traust og þá ánægju, sem er þvi samfara að annast nýfædd börn. Eins hefur afstaöa mæöra til barna sinna veriö talin breytast mikið, eftir að þær fengu að- stöðu til aö hafa börnin hjá sér allan liðlangan daginn á fæð- ingarstofnununum. Misjafnar aðstæður — Viðerum afskaplega ánægö Þær verða stöðugt fleiri og fleiri mæðurnar, sem kjósa að hafa börn sln á brjósti, enda hefur það marga kosti I för með sér. Maturinn er tilbúinn á stund- inni, hitastigið mátulegt og eng- in hætta á smitun. meö þessa þróun mála, segir Margareta Forsell formaður ungbarnaeftirlitsins I Hlesing- borg. Viöhöfum um margra ára skeið barizt fyrir því, að mæöur heföu börn sin á brjósti, meðal annars höfum við lagt mikla áherzluá, hversu mikilvægt það væri fyrir barnið að njóta mjólkurgjafarinnar. Þaö má telja marga hluti þessu fyrirkomulagi til tekna. I fyrsta lagi er maturinn alltaf tilbúinn þegar barnið þarf á honum að halda, hitastigiö er ávallt mátulegt, og mæöurnar sleppa við allt það amstur sem fylgir pelagjöfinni. Síðast en ekki sízt má benda á þá stað- reynd, aö þaö er engin hætta á smitun, þegar barnið tekur m jólkina beint úr brjóstinu. Þvi miður er ekki hægt að segja þaö sama um gervimjólkina, en það má þó ekki gera of litiö úr gæö- um hennar, þvi undanfarin ár hefur veriö lögö mikil áherzla á að bæta hana og gera sem holl- asta fyrir barnið. Það getur einnig verið gott aö gripa til hennar, þvi aöstæöur mæöra eru misjafnar, og sumar hafa alls ekki tök á þvl að hafa barn sitt á brjósti I lengri eða skemmri tima. Erfitt i byrjun. — Hvereinasta móðir, eða þvi sem næst hefur barniö sitt á brjósti fyrsta mánuðinn. En hann er einnig erfiöastur, þvi mjólkurgjöfinni fylgja oft tals- verðir verkir, auk þess sem geirvörturnar vilja oft verða sárar fyrst I stað. Aö liðnum tveim mánuðum frá barnsburði hefur um þaö bil helmingur allra mæðra börnin enn á brjósti. Fyrir fimm árum var hlutfallið aöeins 25%, svo þarna hefurheldur en ekki oröiö hugarfarsbreyting. En þetta er ekki hið eina sem breytzt hefur á sföari árum varðandi ungabörn. Þaö er ekki slður áberandi hversu stór hlut- ur feðranna er oröinn I uppeldi og umönnun. I Noregi hafa undanfarin ár veriö haldin nám- skeið um meöferö ungbarna, og hafa einkum yngri foreldrar sýnt þeim áhuga. Siöastliöið ár sóttu 113 veröandi foreldrar slík námskeiö og þar af voru 51 faö- ir. 1 ár er búizt við aö hlutfalliö veröi enn hærra, ef marka má þá þróun sem orðiö hefur i þess- um efnum. Þeir segja að ástæðan fyrirþvíað ég á enga vini sé sú að ég ét alla sem^ koma nálæat mér. 111 P“ ' ^ 2-10 ilÉi^ l flr 1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.