Alþýðublaðið - 10.05.1977, Side 2
2 STJÚRNMÁL/ FRÉTTIR
Þriðjudagur 10. maí 1977
'tltgefaadi: Alþýöufiokkurinn.
Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgöarmaður: Arni Gunnarsson.
Aösetur ritstjórnar er f Slðumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Alþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — sími 14906.
Askriftarslmi 14900. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftarverö: 1100 krónur á mánuði og 60 krónur i lausasölu.
HNEYKSLI í ÚTVARPSDAGSKRÁ
Um þessar mundir f lyt-
ur Ríkisútvarpið í hljóð-
varpi „kvöldsöguna" Vor
i verum eftir Jón Rafns-
son, sem Stefán
Ogmundsson les.
Jón Raf nsson var á sín-
um tíma einn mesti bar-
áttumaður íslenzkra
kommúnista, sem á þeim
dögum voru ófeimnir við
að kalla sig þvi naf ni. Var
hann virkur í verkalýðs-
hreyfingu og stjórnmál-
um, og hafa í síðustu viku
verið lesnir kaflar úr
minningum hans, sem
fjalla um veru hans í
Alþýðuflokknum árin
fyrir 1930, áður en
Kommúnistaf lokkur
islands var stofnaður. Á
þeim árum voru komm-
únistar enn í Alþýðu-
flokknum og Alþýðusam-
bandi islands, sem voru
ein og sömu samtökin.
Voru þó opin átök milli
jafnaðarmanna og
kommúnista innan
flokksins, og Ijóst að fyrr
eða síðar mundi leiðir
þessara arma skilja, eins
og varð 1930.
Ekki verður sagt, að
Jón Rafnsson hafi verið
hlutlaus maður í verka-
lýðs- og stjórnmálastarfi
sínu, nema síður sé.
AAinningabók hans er
opinská og hann segir
hiklaust skoðanir sínar á
flokkum og mönnum og
sparar ekki orðbragð
frekar en gert var í hita
baráttunnar. Bók hans er
því fjarri því að vera
hlutlaus, heldur er hún
hlutdræg frásögn af
flokkum, félögum og ein-
stökum mönnum. Það
hefði verið óeðlilegt, ef
Jón Rafnsson hefði skrif-
að bók sína á annan hátt.
Af þessu er augljóst, að
bókin þverbrýtur lög
Rikisútvarpsins um
óhlutdrægni, mikilvæg-
ustu málsgrein útvarps-
laganna, sem hefur stað-
ið nær óbreytt f rá stof nun
útvarpsins. í 3. grein lag-
anna er þessi alkunna
setning, sem mótað hefur
allt starf útvarps og sjón-
varps: „Ríkisútvarpið
skal í öllu starfi sínu
halda í heiðri lýðræðis-
legar grundvallarreglur.
Það skal virða tjáningar-
frelsi og gæta fylstu
óhlutdrægni gagnvart öll-
um flokkum og stefnum í
opinberum málum, stofn-
unum, félögum og ein-
staklingum."
Hér er um svo augljóst
og margfalt brot á þess-
ari lagagrein að ræða, að
það sætir undrun, að út-
varpsráð skuli hafa sam-
þykkt þetta efni. Getur
verið, að Þórarinn Þórar-
insson, formaður, og Ell-
ert Schram, varaformað-
ur útvarpsráðs, hafi lesið
bók Jóns Rafnssonar*
Eða að aðrir útvarps-
ráðsmenn, sem hljóta að-
hafa samþykkt þetta
lestrarefni, hafi kynnt
sambærilegan hátt eða
leiðrétta rangfærslur.
Alþýðuf lokkurinn getur
þó látið sig þetta mál litlu
skipta. Hann hefur lengi
þolað árásir kommúnista
og mun fyrst hafa
áhyggjur, ef þeim linnir.
Þótt landslög séu brotin á
flokknum með þessu út-
varpsefni, skal það látið
kyrrt liggja.
Hitt er verra mál, að í
hlustar stundum á út-
varp. Sjálfur hefur hann
skrifað endurminningar
sínar, þar sem fram
kemur það göfuglyndi, að
hann talar vel um and-
stæðinga sina og hefur
fyrirgefið eða gleymt
átökum fyrri ára. En nú
lætur útvarpsráð lesa yf ir
þjóðinni óhróður úr bók
Jóns Rafnssonar og ný
kynslóð hlýðir á, kynslóð
■
-
sér ritið? Getur verið, að
útvarpsráðsmenn geri
sér ekki Ijóst, hversu
gróft brot á lögum stofn-
unarinnar þessi lestur er?
Hvaða skýring er þá til á
því að samþykkja þetta
efni? Þekkir ekki Þórar-
inn Þórarinsson höfund
og efni bókarinnar nógu
vel til að vita, að þetta
efni þverbrýtur hina
gullnu reglu útvarpsins?
Á fyrstu árum Rikisút-
varpsins héldu ráðamenn
þess á óhlutdrægninni á
mjög formfastan hátt og
varð dagskráin við það
snauðaf skoðunum. Síðar
hefur f ramkvæmdinni
verið breytt til mikilla
muna og hún gerð frjáls-
legri, eins og rétt er. Þó
hefur verið reynt að láta
mismunandi stefnur,
flokka og stofnanir njóta
sannmælis með því að
mismunandi skoðanir
komi fram í mismunandi
þáttum og þetta jafnist á
nokkrum tíma. En kvöld-
saga er annað mál. Hún
er lesin aftur og aftur og
það er ekki hægt að koma
fram öðrum skoðunum á
þessum kvöldsögum
Ríkisútvarpsins er ráðizt
á einstaka menn, oft á
ruddalegan og svívirði-
legan hátt. Þetta er gróft
óréttlæti, sem útvarps-
ráði ber skylda til að bæta
úr, enda þótt það hafi
gert sig sekt um óskiljan-
legt hlutdrægnisbrot í
dagskránni.
Tökum til dæmis Stefán
Jóhann Stefánsson, fyrr-
um forsætisráðherra og
formann Alþýðusam-
bands íslands og Alþýðu-
f lokksins. Enginn
íslenzkur stjórnmála-
maður hefur fyrr eða síð-
ar orðið fyrir eins harð-
vítugri og samfelldri her-
ferð rógs og niðs sem
Stefán Jóhann, enda var
hann andstæðingur, sem
kommúnistum stóð beyg-
ur af. Nú eru slíkar árásir
lesnar yfir þjóðinni úr
bók Jóns Rafnssonar, þar
sem hann dregur upp
mynd af Stefáni sem
svikara við flokk sinn og
málstað.
Hvers á Stefán Jóhann
að gjalda frá Ríkisút-
varpinu? Hann býr i
Reykjavík háaldraður og
sem þekkir ekki þessa at-
burði eða þessa menn og
telur án efa, að treysta
megi efni hins óhlut-
dræga Rikisútvarps þjóð-
arinnar.
Fleiri jafnaðarmenn
verða fyrir barðinu á
Jóni Rafnssyni en leið-
togar kommúnista eru
dáðir og vegsamaðir að
sama skapi. Allur er þessi
lestur til þess fallinn að
særa og sverta gamla eða
látna menn og með öllu
óviðunandi, að slíkt skuli
flutt i útvarpi með
samþykkt útvarpsráðs.
AAeð þessari gagnrýni
ætlar Alþýðublaðið sér
ekki að kasta rýrð á Jón
Rafnsson. Hann var mik-
ill baráttumaður, verðug-
ur andstæðingur lýð-
ræðissósíalista. Það
hefur sögulegt gildi, að
bók hans er hreinskilin og
hispurslaus, en hún á
ekkert erindi í útvarp. Á
þeim vettvangi taka
árásir hans á einstaka
menn á sig aðra mynd,
enda hefur vafalaust
aldrei hvarflað 3ð hon-
um, að bókin yrði lesin
þar. BGr
Formanns-
skipti hjá
Æskulýðssam-
bandinu
Ný lög hafa nú tekið
gildi fyrir Æskulýðs-
samband ísiands, og
voru þau samþykkt á 10.
þingi sambandsins, sem
haldið var sl. laugardag.
Þá lét Jónas Sigurðsson
af formannsembætti, en
við því tók Elias Snæ-
land Jónsson, blaða-
maður.
Megninverkefni þingsins var að
fjalla um drög að nýjum lögum
fyrir Æskulýðssambandið, og
voru þau einróma samþykkt.
Gera þau ráð fyrir veigamiklum
breytingum á verkefnum og
skipulagi sambandsins. Eru þær
meðal annars fólgnar I þvl, að ný
sambandsstjórn tekur nú við
þeim verkefnum, sem stjórn og
utanrikisnefnd höföu áður. 011 að-
ildarsambönd ÆSÍ, sem nú eru 12
talsins, eiga fulltrúa I sambands-
stjórninni, en kjörtlmabil hennar
eru tvö ár.
í samræmi viö breytt verkefni
Æskulýðssambandsins fjölluðu
samþykktir þingsins eingöngu
um aukin samskipti við hliðstæð
samtök I öðrum löndum, og taldi
þingið mikilvægt að Æskulýös-
sambandið ynni aö því að auka
möguleika Islenzks æskufólks á
aö taka virkan þátt I norrænu og
alþjóðlegu æskulýðsstarfi.
—JSS
10 sóttu
um stöðu
fræðslustjóra
Austurlands
AAenntamálaráðuneytið
auglýsti 6. apríl síðastlið-
inn lausa stöðu fræðslu-
stjóra í Austurlandskjör-
dæmi. Umsóknarfrestur
var til 1. maí. Umsækjend-
ur voru alls 10.
Björn Eiríksson talkenn-
ari Reykjavík, Elín Ösk-
arsdóttir kennari, Reyðar-
firði, Elín Sigurðardóttir
kennari Húsavík, Guð-
mundur AAagnússon skóla-
stjóri Reykjavík, Hermann
Guðmundsson skólastjóri
Vopnafirði, Jón Ingi
Einarsson skólastjóri Vík í
AAýrdal, Einar Rafn Har-
aldsson kennari Egilsstöð-
um, Kristinn Einarsson
skólastjóri Reyðarfirði,
Sigurður H. Þorsteinsson
skólastjóri Hvammstanga
og Þórður Kr. Jóhannsson
kennari Hafnarfirði.
-AB
AtA&l'jsenciur!
AUGLVSINGASIMI
BLADSINS ER
14906
Munið
alþjóólest
hjálparstarf
Rauða
krossins.
RAUÐI KROSS ISLANDS