Alþýðublaðið - 10.05.1977, Síða 11

Alþýðublaðið - 10.05.1977, Síða 11
SSia iÞriðjuclagur 10. maí 1977 12 BREZKIR LISTMÁL- ARAR SÝNA AÐ KJARVALSSTÖÐUM Dagana 14. maí-5. júní fer fran- sýning á verkum listamanna fr£ Bretlandi í vestursal Kjarvals staöa sem nefnist „12 Breskir Listmálarar”. Fyrir sýningunni standa Listráð að Kjarvalsstöö- um og Arts Council i Bretlandi og er hún án efa stærsta sýning á breskri nútlmalist sem haldin hefur verið hér á landi, — og fyrstu meiriháttar menningar- samskipti Islands og Bretiands eftir þorskastrið. Listamennina tólf valdi framkvæmdastjóri List- ráös, Aðalsteinn Ingólfsson, I samráði við breskan sérfræðing, Sue Grayson frá Serpentine Gall- ery í London, en sú stofnun er rekin af breska listaráðuneytinu. Mun Sue Grayson aðstoði. við uppsetningu sýningarinnar. Verkin eru 100 talsins, allt frá frummyndum gerðum með blý- anti, vatnslitum eða krit og upp I 3x4 metra málverk. Listaínennirner eru allir ungir að árum, frá 30-37 ára og tiltölu- lega nýlega farnir að láta bera á sér með sýningum og annarri starfsemi, en allir kenna þeir viö listaskóla I Bretlandi. Þeir voru ekki valdir með það fyrir augum aö gefa vitt yfirlit yfir breska myndlist, heldur þann hluta hennar sem enn grundvallast á' notkun málningar og byggir bæöi á ameriskri arfleifð og enskri náttúrutúlkun, með snert af geómetrlu. Listamennirnir eru: Colin Cina, Julian Cooper, Mike Crowther, Jennifer Durrant, Paul Hempton, KnigtonlHosking.Kerry Kenndy, Barry Martin, Alan Mill- er, Alex Thomson, David Whitaker og Tony Wilson, — en I hópnum eru englendingar, Skot- ar, Iri og einn Astrallumaður. 1 sambandi við sýninguna mun Listaráö gefa út vandaða sýn- ingarskrá, þar sem einn listmál- aranna, Barry Martin, gerir grein fyrir viðhorfum sinum og félaga sinna, en annar listamað- ur, Colin Cina, mun flytja fyrir- lestur sunnudaginn 15. mai um breska málaralist. SÍðar i mánuð- inum mun Aöalsteinn Ingólfsson kynna breska málara og högg- myndalist eftirstriðsáranna og Hamrahliðarkórinn undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur mun m.a. flytja breska tónlist. Sýningin verður opnuð laugar- daginn 14. mai kl. 16, af Sendi- herra Bretlands á Islandi, hr. Kenneth East. LISTIR/DVIENIMING 11 Fimm nemendur Ijúka burtfararprófi frá Tónlistarskólanum: Dóra Björgvinsdóttir — Guðný Asgeirsdóttir — Svana Vikingsdóttir — Kolbrún ósk óskarsdóttir — Lovisa Fjeldsted. Halda einleikstónleika næstu tvær vikur Næstu tvær vikur munu fimm nemendur Tón- iistarskótans halda ein- leikstónleika, sem er liö- ur í burtfararprófi þeirra. Þessir nemendur eru Dóra Björgvinsdóttir f iöluleikari, Guöný Ásgeirsdóttir píanóleik- ari, Svana Vikingsdóttir pianóleikari, Kolbrún óskarsdóttir píanóleikari og Lovisa Fjeldsted selló- leikari. Allar stúlkurnar munu halda sér tónleika, sem fara allir fram i Austurbæjarbíói. Þeir fyrstu I kvöld kl. 7,15 slðdegis. Það er Kolbrún ósk Óskars- dóttir sem halda mun pinótón- leika. A efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Mozart. Chopin, Debussy og Liszt. Næstu tónleikar verða á fimmtudaginn á sama tima i Austurbæjarbiói. Þar leikur Svana Víkingsdóttir pianóverk eftir Bartok, Beethoven, Schumann, Bach, Debussy og Liszt. Lovisa Fjeldsted sellóleikari heldur tónleika næstkomandi laugardag kl. 2.30 siðdegis, við undirleik Halldórs Haraldsson- ar pianóleikara. A efnisskránni eru verk eftir Beethoven, Bach,Jórunni Viðar, Gabrlel Fauré og Schumann. Næstkomandi mánudag held- ur Dóra Björgvinsdóttir fiðlu- leikari sina burtfarartónleika. Undirleikari er Guðriður St. Sigurðardóttir. Dóra mun leika verk eftir Mozart, Bach, Brahms og Béla Bartok. Siöustu tónleikarnir veröa svo þriöjudaginn 17. mai. Þá leikur Guðný Asgeirsdóttir pianóverk eftir Stravinski, Beethoven, Webern, Brahms og Bach. —AB S ká k Umsjón: Svavar Guðni Svavarsson Taflfélag Reykjavlkur sigraði á þessu ári I sveitakeppni Skák- sambands Islands. Skákfélagið Mjölnir varð aö láta sér nægja annað sætiö að þessu sinni. Vissulega hefur sigur T.R. verið sætur eftir hið herfilega tap i fyrra fyrir Mjölni. Omurlegt var þó að sjá Guðmund Sigur- jónsson tefla fyrir T.R. og fyrst. hann hefur nægan tlma til sliks þá tel ég sjálfsagt að athugaö sé hvort hann hafi ekki tlma til aö sinna þeirri skákkennslu, sem viö skattborgararnir erum látnir greiða honum laun fyrir. — 0 — önnur er sú keppni, sem sett hefur svip sinn á skáklif Reykjavikur öðrum fremur og er það keppni verkalýðsfélag- anna. Aöeins einu sinni, mér vitanlega, hefur A-sveit Dags- brúnar tapað leik fyrir öðru félagi og var þaö fyrir Múrara- félaginu. Ariö 1971 tefldi á fyrsta boröi fyrir Dagsbrún hin þekkta skákkempa Benóný Benediktsson (Bragi Sigurðsson hjá Dagblaöinu ritaði ávallt nafn hans rangt I „society” spalta sínum og nefndi hann Benóný Benónýsson. Þessi spalti var þegar einvigi slav- anna var á Loftleiðum og viðar. Bragi var einn hinna útvöldu skákblaðamanna, sem fékk ókeypis aðgang, enda kannski eðlilegt). A fyrsta boröi þetta sama ár 1971 tefldi Svavar Guðni Svavarsson fyrir Múrar- félagið i þessari keppni og sigraði hann Benóný eftirminni- lega eins og nú veröur sýnt, en þetta dró nú dilk á eftir sér eins og framhaldiö sýnir. Hvitt: Svavar Guðni Svavarsson. Svart: Benóný Benediktsson. 1. Rf3, d5, 2. g3, C5, 3. Bg2, Rc6. 4. 0-0, e5, 5. d3, Rf6. 6. Rbd2, Be7, 7. c3, 0-0. 8. e4, Bg4, 9. h3. Bh5,10. Db3, c4? 11. dxc4, dxe4. 12. Rg5, Ra5, 13. Dc2, Be2. 14. Hel, Ðd3, 15. Bxe4, Rxe4, 16. DxD, BxD. 17. Rgxe4, Í5.18. b4, Rc6, 19. Rc5, BxRc5, 20. bxBc5, e4. 21. Rb3, Bxc4. 22. Bf4, Hfe8, 23. Rd4, Re5. 24. Hebl, Bd5. 25. Rxf5, Rf3+ 26. Kfl, g5, 27. Be3, Be6. 28. Rd6, Bxh3+ 29. Ke2, Hf8. 30. Hxb7, Bg4. 31. Rxe4, Rh2+, 32. Kd2, Had8+ 33. Rd6, Rf3+ 34. Kc2, a5, 35. Habl, Bh5. 36. Hlb5, a4. 37. Ha7, Bg6+' 38. Kb2, h5, 39. H5b7, Hb8. 40. Ka3, HxH, 41. HxH, Bc2, 42. c6, Re5. 43. c7, Re6. 44. c8D, Hxc8. 45. Rxc8, h4, 46. pxp, pxp. 47. Re7+, RxR. 48. HxR, h3.49. Bf4, og hér gaf Benóný. — 0 — Ekki var nú sagan öll eins og ég sagöi áðan. 1 siöustu umferð varð Múrarafélagiö að klipa hálfan vinning af Trésmiöa- félagi Reykjavikur, svo Dags- brún ynni, annars vann Tré- smiðafélagið. Ég fann til tölu- verðrar sektar vegna vinnings mins gegn Benóný og fann þung augu á mér hvila. Kom þá Guðmundur J. Guðmundsson til mln og lofaöi mér þvi að ég fengi þá stærstu vindla, sem fáanlegir væru i Reykjavlk ef ég bara tapaði ekki á fyrsta borði fyrir hinum góökunna skák- manni Ingimar Halldórssyni. Ég gerði jafntefli við Ingimar og vann þar meö keppnina fyrir Dagsbrún þótt ég tefldi fyrir mitt gamla félag Múrara- félagið. Greiðslan hefur samt látið á sér standa. Minnugur þessa, I febrúar 1975, þegar fyrsta borðs maður Dagsbrúnar hvarf skyndilega á braut og Guðmundur J. Guðmundsson kom inn á sem varamaður þakkaði Svavar fyrir sig. Hvitt: Svavar Guðni Svavarsson Svart: Guðmundur J. Guömundsson 1. Rf3, Rc6, 2. g3, e5. 3. d3, Bc5. 4. Bg2, h6. 5. 0-0, d6. 6. a3, Rf6, 7. b4, Bb6. 8. Bb2, a6.9. c4, De7. 10. d4, exd. 11. Rxd, RxR. 12. BxR, BxB. 13. DxB, Dxe2. 14. Rc3, Dc2. 15. Hael+, Be6. 16. Bxb7, Hb8. 17. Bc6+, Kd8, 18. He2, Df5,19. Hfel, Bd7. 20. BxB, KxB. 21. He7+, Kd8. 22. De3, Kc8. 23. Rd5, RxR. 24. cxR, Hb5. 25. Da7, og hér gaf Guömundur og bauð I nefið, sem var afþakkað, ég reyki bara vindla og einstöku sinnum pipu. Þaö hefur ekki skeð áöur að ég hafi gert eigin skákum skil hér i þessum þátt- um, en þessar hafa sögulegt gildi. Sá, sem svikur einn vesæl- an verkalýðsmann um vindil hvað getur hann ekki...! Meö kærri kveöju Guðmundur minn. Rauðhærði hrekkjalómurinn Jóni L. Arnasyni vil ég óska sérstaklega til hamingju meö Islandsmeistaratitilinn og jafn- framt bróöur hans fyrir hans frammistöðu og þá einlægu von i brjósti að þeir séu ekki jafn taugaveiklaðir og aðrir ungir skákmenn, sem hafa verið' að skjótast upp á stjörnuhimininn ööru hvoru hin slöari ár. Svavar Tækni/Visindi Umræður um bólusetningu Hinar heitu umræður sem urðu um þá áætlun — sem nú hefur verið fallið frá — að bólusetja 150 milljón manna I Bandarlkj- unum gegn s vinainflúensu hafa vakiö upp almennar um- ræður mcöal vlsindamanna um bólusetningar 8I+-I Og bóiusetning hefur I fjölmörg- um tilfellum sannað gildi sitt, þvi fjölda sjúkdóma hefur veriö útrýmt á þeim svæðum þar sem bólusetningu er beitt Þetta form heilsuverndar sem beinist að þvi aö varna þvi að heilbrigt fóik fái einhvern tiitek- /y- inn sjúkdóm er glfuriega mikil- / // vægur þáttur I heilsuvernd I R bólusetning getur haft heiminum i dag. fl hættur I för með sér. Framhald baráttunnar við einn algengasta sjúkdóminn sem hrjáir mannkynið ræðst af niðurstöðum umræönanna um bólusetningar....

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.