Alþýðublaðið - 10.05.1977, Page 16
GEIR OG ÓLflFUR HÆTTfl VIÐ
ÞflmðKU í FUNDUM ERLENDIS
vegna kjaradeilunnar
Vegna yfirstandandi
kjaradeilu hefur Geir
ííallgrimsson forsætis-
ráðherra hætt við fyrir-
hugaða þátttöku i fundi
leiðtoga Atlantshafs-
bandalagsrikjanna i
London 10.-11. mai
næstkomandi. Einnig
hefur hann ákveðið að
hætta við að sitja leið-
togafundi EFTA-rikj-
^nna i Vinarborg.
Ólafur Jóhannesson
viðskiptaráðherra hef-
ur að sömu ástæðu hætt
við þátttöku sina i
siðamefnda fundinum.
Einar Ágústsson
utanrikisráðherra sem
nú er erlendis mun
sitja báða þessa fundi
fyrir Islands hönd
ásamt embættismönn-
um.
—AB
VEIÐILEYFI AÐ MESTU UPPSELD
HJÁ STANGVEIÐIFÉLAGINU
Salan hefur gengið alveg
prýðilega hjá okkur og er nú
uppselt i flestar þær ár, sem við
höfum á okkar snærum, sagði
Friðrik Stefánsson hjá Stanga-
veiðifélagi Reykjavikur, þegar
Alþýðublaöið ræddi við hann um
sölu stangaveiðileyfa.
Eftir öllum sólarmerkjum aö
dæma, veröur þetta toppsala i
ár, þvl hún er mjög svipuð og á
sama tima i fyrra og þá var allt
selt. —
Sagði Friðrik, að nú væri al-
veg uppselt i Norðurá, nema
hvað örfáar stangir væru eftir i
ágúst. t Grimsá væri nokkrum
veiðileyfum enn óráðstafað frá
16.—24. júni og svo frá 1,—11
september. Löngu væri uppselt i
Elliðaárnar og Leirvogsá, og
sama væri að segja um Stóru
Laxá i Hreppum að efsta
svæöinu undanskildu en þar
væri örfáum leyfum óráðstafað.
Aðspurður um verö á veiði-
leyfum sagði Friðrik, að dagur-
inn kostaði 12.-13.000 krónur i
beztu ánum, þ.e. Grimsá og
Norðurá. Við þetta bættist svo
fæði i veiðihúsi og gisting, sem
kostaði kr. 6500.
— Við teljum að verðinu sé
mjögstillti hóf, t.d. samanborið
við aðrar ár. Sumir selja leyfið
fyrir þetta 25.-30.000 yfir bezta
timann og það til Islendinga, ef
þeir komast i þær ár á annað
borð. OtJendingarnir borga svo
enn meira, og ganga fyrir vegan
þess.
Við höfum stefnt aö þvi að
hafa þetta þveröfugt. Við selj-
um íslendingunum fyrst og
siðan koma útlendingarnir, ef
eitthvað er eftir af leyfum.
Nei, hér hafa engar fregnir
borizt af laxagengd enn, enda
ekki við þvi að búast. Hann
gengur yfirleitt snemma i
Norðurá, og þar hefst veiðin 1.
júni'. Flestar árnar eru ekki
opnaðar fyrr en 15. júni og þær
siöustu þann 20. En það má bú-
ast við að fiskurinn fari að dóla i
snemmgengu árnar I lok mai,
sagði Friðrik Stefánsson.
—JSS
Lífeyrissj ó ðirn i r:
LflN TIL FJÁRFESTINGALÁNA-
SJÓÐA JUKUST UM 53%
Lánsfjáráætlun stjórnarinnar fór
verulega úr böndum______________
Á siðastliðnu ári
lánuðu lifeyrissjóðirnir i
landinu alls 2.058
milljónir króna til fjár-
festingalánasjóða. Á ár-
inu 1975 námu þessi lán
hins vegar 1.345 milljón-
um króna og hafa lán
lífeyriss jóðanna til
fjárfestingalánasjóða
aukizt um 53% á milli
ára.
Þessar upplýsingar
koma m.a. fram i frétta-
b r é f i S am. b a n d s
almennra lifeyrissjóða.
Fyrir árið 1976 námu lán til
fjárfestingaiánasjóöa um 25,4%
af áætluðu ráðstöfunarfé lifeyris-
sjóðanna, en árið áður höfðu
sjóðirnir lánað fyrir um 22.4% af
ráöstöfunarfé sinu til fjár-
festingalánasjóða. 1 upphaflegri
lánsfjáráætlun rikisstjórnarinnar
var gert ráö fyrir að lifeyris-
sjóðirnir lánuðu fyrir nokkru
hærra hlutfall af ráðstöfunarfé
sinu, eða um 29,5%. Þannig hafði
verið gert ráö fyrir, að lán til
framkvæmdasjóðs næmi allt að
63% ráðstöfunarfjár lifeyris-
sjóðanna, en varö hins vegar ekki
nema 36,1%. Þá hafði á lánsfjár-
áætlun verið reiknað með 24.6%
ráðstöfunarfjár til byggingar-
sjóðs, en hlutfallið varð 47.1% af
ráöstöfunarfé.
Af þessu má vera ljóst, a,ð láns-
fjáráætlun ríkisstjórnarinnar
fóru verulega úr böndunum á
siöasta ári hvað snertir lán
lifeyrissjóðanna til fjárfestinga-
lánasjóða. Þannig urðu t.d. kaup
lifeyrissjóöanna á verðtryggðum
skuldabréfum Byggingarsjóðs
rikisins um 410 milljónum meiri
en gert hafði verið ráð fyrir, en
skuldabréfakaup a f lægri en reiknaðhafði verið meö.
Framkvæmdasjóði 697 milljónum —JSS.
III meðferð á mennta-
málum á Alþingi
Menntamálaráðherra fékk litlu framgengt
og menntamálanefndir störfuðu lítið og illa
Mikið hefur verið rætt um það
þing, sem sent var heim á dög-
unum. Flestir eru sammála um,
að ekki hafi það verið afkasta-
mikið né litrikt, enda liklega
ekki kosningaþing.
Einn er sá málaflokkur, sem
fékk slæma útreiö á þinginu, en
það eru menntamálin. Mennta-
málaráðherra starfaði af
samvizkusemi, og flutti fjölda
merkra frumvarpa.
Þeirra á meðal eru frumvörp
um fullorðinsfræðslu, leiklistar-
lög og Þjóöleikhús,, um
kennaraskóla, Skálholtsskóla,
námsgagnastofnun og sitthvað
fleira. Allt var þetta svæft í
nefndum þingsins, og aðeins eitt
eða tvö smáfrumvörp frá ráð-
herranum uröu að lögum.
Menntamálanefnd efri
deildar hafði 8 mál til meðferð-
ar. Nefndin hélt f jóra fundi i all-
an vetur og afgreiddi eitt mál. t
neðri deild var ástandið örlitiö
skárra. Þar fékk menntamála-
nefnd einnig átta mál, hélt sjö’
fundi og afgreiddi ein þrjú mál.
Þetta er ill meðferð á mikil
vægum málaflokki og sýnir
kannski betur en margt annað
hve aðgerðarlitið þingiö var. Þá
veröur einnig að lfta á þaö sem
hreina móögun við mennta-
málaráöherra hvernig mál hans
voru afgreidd, og er óliklegt að
hann sé sáttur við þessa
meðferö.
ÞRIÐJUDAGUR
10. MAÍ 1977
alþýöu
blaöiö
HEYRT,
SÉÐ OG
HLERAÐ
Lesið:Grein i Simablaðinu
eftir Jón Kr. Öskarsson.
sem hefstá þessum orðum .
„Hneyksli. Hvert stefnir?
Þetta eru spurningar, sem
undirritaður hefur velt fyr-
irsér á undanförnum mán-
uðum. Tilefni þess eru
stöðuveitingar Pósts og
sima og tilhneigingar
stjórnenda stofnunarinnar
i sambandi við mat á störf-
um manna er ráðnir eru i
störf hjá Pósti og sima.”
Jón segir, að á siðustu
mánuðum hafi þess gætt i
vaxandi mæli aö ráðamenn
Pósts og sima gangi fram-
hjá góðu og gegnu stárfs-
fólki, sem jafnvel hafi
starfaði 30 ár, en ráði held-
ur fólk, sem unnið hefur i 2,
3 eða 4 ár. Og Jón spyr:
Hvers vegna?
Tekið eftir: Að fyrir helgi
skýrði Alþýðublaðið ná-
kvæmlega frá þvi hvernig
fara myndi um kjör ungra
Sjálfstæðismanna i mið-
stjórn flokksins á lands-
fundi. Blaðið greindi frá
tveimur nýjum miðstjórn-
armönnum, og það fór eft-
ir. Annars var landsfund-
urinn ekki jafn átakalaus
og i'haldsblöðin vilja vera
láta. Undiralda var þung,
ogfyrirfundinn var búið að
tryggja kjör a.m.k. eins
nýs fulltrúa i miðstjórnina,
og er þá unga fólkið ekki
talið með.
*
Frétt: Að Samband is-
lenzkra samvinnufélaga sé
nú komið i klipu vegna á-
kvörðunar ASl um að óska
eftir sérstökum og beinum
samningaviðræðum við
StS. Þótt Sambandið hafi
sentfrá sér viljayfirlýsingu
um greiðslu lágmarks-
launa, eru nokkrir ráða-
menn Sambandsins þeirrar
skoðunar að samtökin eigi
að fylgja Vinnuveitenda-
sambandinu eftir i einu og
öllu. Þetta gæti valdið tals-
verðum ýfingum innan
stjórnar StS.
*
Heyrt: Að Sjálfstæðismenn
telja Geir Hallgrimsson,
forsætisráðherra, ótviræð-
an sigurvegara landsfund-
arins. Spáð hafði verið
verulegum umbrotum á
landsfundinum, en I ljós
kom að fulltrúar þjöppuðu
sér um forsætisráöherra,
og fékk hann mun öflugri
stuðningsyfirlýsingu en
margir höfðu búizt við.
Geir hefur tekizt að standa
utan og ofan viö öll átök i
hinum ýmsu „deildum”
flokksins. Vafalaust er
staða hans nú sterkari en
hún hefur oftast áður verið.