Alþýðublaðið - 07.06.1977, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 07.06.1977, Qupperneq 6
Þriðjudagur 7. júnf 1977 BORGARSTJORAKOSNING I USA Fyrir nokkru siöan var undir- ritaður i Bandarikjunum i heimsókn hjá ættingum. Þar sem þetta var i fyrsta skipti sem ég kom til Bandarikjanna, þá var vitanlega ýmislegt sem kom mér einkennilega fyrir sjónir. Ég mun hér segja litillega frá reynslu minni, en þó aðallega frá tveim hlutum, borgarstjóra- kosningum og amerisku sjón- varpi. Vinalegt og opið fólk. Ég var i litilli borg i miðvesturrikjunum, nánar til- tekið höfuðborg Wisconsin-fylk- is, Madison. Þetta er ef til vill ekki dæmigerð amerisk borg, þar sem þetta er mikill háskóla- bær. Borgin er svo til byggð upp i kringum háskólann, en nemendur við hann eru um 40.000 en heildaribúafjöldi borgarinnar er vel innan við 200.000. Borgarbúar voru mjög vingjarnlegir og opnir, gerókunnugir menn skiptust gjarnan á skoðunum um ótrú- iegustu hluti úti á miðju stræti. Eitt sinn var undirritaður stöðv- aður á miðri götu og spurður álits á grein sem var i blaði sem hann hélt á. Svona laeað held ég að gæti ekki gerzt heima á lslandi. Þetta er ef til vill svar Banda- rikjamanna við einmanaleikan- um, sem háir mjög marga stórborgarbúa. Frambjóðendur. Þessi almennu skoðanaskipti bláókunnugra manna áttu sér ef til vill aðra skýringu. Það átti sem sé að fara að kjósa um hin ólikustu embætti. Það sýndist sitt hverjum um frambjóðendur, eins og gengur, og menn fóru ekki i felur, með skoðanir sinar. Stærsta embættið sem kosið varum i þessum kosningum var embætti borgarstjóra, en ýmiss embætti önnur voru i eldlinunni, svo sem borgarritaraembættið og embætti bókavarðar. Um embætti borgarstjóra kepptu tveir menn, sem inn- fæddir kölluðu fulltrúa afar andstæðra skoðana, sem sé ihalds og kommúnisma. Mér fannst það strax nokkuð óliklegt að annar frambjóðandinn væri kommi þvi hann hafði setið tvö kjörtimabil sem borgarstjóri Madison og barðist nú fyrir endurkjöri. Ég kynnti mér þvi nokkuð skoðanir þessara manna og sá að munur var ekki mikill en þó merkjanlegur. Ihaldsmaður- inn, Nino Amato (kallaður Tomato af óvinum sinum), var, eins og nokkrir fslenzkir náms- menn i Madison sögðu, heldur Heimdallarlegur i skoðunum, en komminn, Paul Soglin, mætti ef til vill kalla hægri krata með vissar sósialistiskar tilhneig- ingar. Kosningabaráttan. Kosningabarátta þessara kappa fór fram með mjög einkennilegum hætti. Fyrir utan fjölda húsa voru stór skilti með áletrunum eins og „Amato.for major”, ,,We want Soglin”, og fjöldi annarra slagorða. Meira að segja voru skilti með áletr- unum eins og „Jane Stewart for public librarian”. Menn gengu meö boröa og skilti i hnappagöt- unum. Kosningabaráttan náöi sem sé út til fólksins. Onnur baráttuaðferð var sú að breiða út óhróður um mótframbjóðandann. Sumar sögur voru svo mergjaðar, að J)ær gefa slúðursögunum i íslenzkum prestkosningum ekk- ert eftir. Um Amato var sagt, að senni- lega væri hann Mafiubófi. Faðir hans var bezti vinur einhvers guðföður, sem var nýlátinn, og i æsku fór hann oft i sendiferðir fyrir þennan mikla Mafiu- foringja. Það væri þvi liklegt, að hann væri ennþá skósveinn Mafiunnar. Saga þessi fór svo hátt, aö i sjónvarpsþætti sem frambjóðendurnir komu fram i og voru spurðir spjörunum úr af blaðamönnum þá var hann ekki spurður um annað en aðild að Mafiunni. Soglin á að hafa verið aðal- forsprakki i stúdentauppreisn- um einhverjum sem voru i Madison fyrir tæpum áratug. Hann var einkavinur Castró, kommi og hinn versti maöur og auk þess skeggjaður. Hann vildi sóa peningum fólks i trygg- ingar, almenningsvagnakerfi, þar sem aldraðir, bæklaðir og stúdentar fengu ókeypis ferðir. Valið var auðvelt, sögðu margir aðdáendur Amatos, ef þú ert kommi þá kýst þú Soglin, en ef þú ert Amerikani, þá kýst þú Amato. A kjördag endaði kosninga- barátta hins almenna borgara. Bilalestir óku um breiðgötur borgarinnar, merktar Amato i bak og fyrir, flauturnar voru þeyttar ótæpilega og beriæraðar stúlkur sýndu danslistir sina á vörubilapöllum. Soglin hins vegar, i anda hins frjálslynda, en samt ábyrga og föðurlega, lét stuðningsmenn sina aka um göturnar með hátalara og segulbandstæki og sami söngur- inn hljómaði stööugt: „Þetta er Paul Soglin. Ég vil minna ibúa Madisonborgar á að nýta þann rétt, sem þeim er veittur með nútima lýðræði og stjórnarskrá Bandarikja Norður-Amerfku og kjósa i dag. Þetta er Paul Soglin...”. Paul Soglin vann kosningarn- ar með talsverðum yfirburðum. Þaö þýðir, að borgarstjóri höf- uöborgar Wisconsin-fylkis er skeggjaður kommi. islenzkan vakti athygli. Ég var ékki búinn að vera lengi i USA þegar ég varð var við að okkar ástkæra, ylhýra móðurmál, islenzkan, vekti talsverða athygli. Islenzkan er lika mjög frábrugðin amerisku útgáfunni af engil-saxnesku. Menn hættu að tala saman bara til að hlusta á okkur landana. Ég hafði mjög gaman af þvi að sjá menn vera að velta þvi fyrir sér hvaðan úr heiminum við gætum verið þegar bezt lét fór maöur gjarnan með hluta úr Hávamálum, svona i viðræðu- formi. Yfirleitt gátu menn ekki setið á sér lengi og ruku þvi til og spurðu hvaðan við værum. Er við höfðum svalað forvitni hinna innfæddu uröu flestir hissa að við skyldum eiga eigið tungumál. Fæstir höfðu nokkra hugmynd um það hvað Island væri, en einn stúdent sagöi þó aö hann hefði heyrt, aö þar byggi það fólk, sem ynni lengstan vinnudag allra i heiminum. Sjónvarpið. Islendingar kvarta mikið undan sjónvarpinu sinu. Sumir segja það vera hreinasta glæp að hafa lokaö fyrir Kanasjón- varpið hér heima, þvi ameriskt sjónvarp sé þaö bezta i heimin- um og við hefðum getað notað okkur góðmennsku ameriska hersins og horft ókeypis á þetta einstæða sjónvarps efni. Ég hlakkaði þvi til að geta horft á bezta sjónvarp i heimi i hálfan mánuð (meðsmá hvildum þó). Sjónvarpið hefst ótrúlega snemma á morgnana (sumar stöðvar eru opnar allan sólar- hringinn). Efnið er spurninga- þættir af öllum tegundum en aðalinntakið i þeim er að geta svarað heimskulegum spurn- ingum, þekkt einhentan mann eöa hreinlega tóm heppni. I verðlaun eru svo tugþúsundir dollara, en yfirleitt hagar þvi | svo til, að siðasta spurningin sker úr um það, hvort þú veröur vellauðugur eftir þáttinn eða að þú missir hvern eyri aftur, A þessa þætti horfir mikill fjöldi manna en aðallega þó kvenna, þvi eiginmennirnir eru yfirleitt að vinna á þeim tima, sem þættirnir eru sendir út. Þarna sjá menn fólk sem er al- veg eins og það sjálft, eiga möguieika á þvi að eignast með litlum tilkostnaði og engum hæfileikum, dollara i kassatali, nýtt glæsihús og Cadillac, og fjárhagsiega áhyggjulausa framtið, sem sagt það sér „The American dream” rætast. Svo rekur hver skemmtiþátt- urinn annan og það er sama hvaða stöð er valin, allir eru þættirnir keimlikir. En eitt er fullkomlega sameiginlegt með þeim, áhorfandinn þarf ekki að hugsa i eina einustu sekúndu, menn eru mataðir á afþreyingu næstum allan sólarhringinn, en sú afþreying skilur nákvæmlega ekkert eftir. Annað með sjónvarpsstöðvar i Bandarikjunum. Þetta eru auglýsingastöðvar upp til hópa og rekstur þeirra byggist á að fá sem flestar auglýsingar, Fyrir utan að vera mjög hvimleitt fyrir áhorfandann að vera stöðugt truflaður frá þáttum eða myndum með afspyrnu lélegum og leiöinlegum auglýsingum (ég taldi eitt sinn 15 auglýsingahlé i eins og hálfs klukkutima kvik- mynd), þá hefur þessi auglýs- ingasam keppni vissar afleiðingar i för með sér i sam- bandi við efnisval. Til að fá auglýsingar, þarf sjónvarpsstöðin að vera vinsæl hjá fólki, þvi hver augiýsir hjá sjónvarpsstöð sem enginn horfir á. Fólk virðist horfa meira á efni, sem er meiningarlaus Framhald á bls. 10 Axe! Ammenörup ÚR YMSUM ÁTTUM Teningnum kastað á Vestfjörðum. Pólitikin hefur lengstaf verið litrik á Vestfjörðum, og hefur fjöriö sizt farið minnkandi þar vestra hin seinni árin. Kjördæmið hefur lika þá sér- stöðu, að þar hafa allir flokkar möguleika á þvi ða krækja sér i þingsæti. I siðustu kosningum voru það Vestfirðingar sem áttu heiður- inn eða skömmina, (eftir þvi hvernig á málið er litið), af þvi, að koma tveim mönnum á þing fyrir Samtökin, öðrum kjördæmakosnum og hinum sem uppbótarmanni i Reykja- vik. Vestfirðingar hafa þvi mikið komið við sögu Samtakanna allt Sighvatur Björgvinson frá þvi þau voru stofnuð, er Hannibal flaut inn á þing meö Karvel á bakinu, og fram á þeonan dag. Eins og alþjóö veit hafa Samtökin verið að leysast upp, með smá hjöðnunarsprettum af og til. En svo hafa orðið hlé á milh, mismunandi löng, eftir pólitisku árferöi og skapferli manna. Forystumenn Samtakanna á Vestfjörðum áttuðu sig fljótlega á þvl að sól Samtakanna var gengin til viðar og því ástæðu- laust að draga flokksmenn á tál- ar með óraunsærri bjartsýni og baráttugleði. Vestfirðingarnir tóku þvi þá ákvöröun, að stjórn- málaflokkurinn skyldi lagður niður hvað svo sem forystulið Jón Baldvln Hannibalsson. Reykjavikurdeildarinnar segði. Þó vildu Samtakamenn á Vestfjörðum ekki alveg gefa upp öndina. Þeir vildu reyna að komast aö samkomulagi viö Alþýðuflokkinn um það að Karvel Pálmason fengi að skipa fyrsta sæti á lista Alþýðuflokks- ins i kjördæmihu, og Sighvatur Björgvinsson yrði að láta sér nægja annað sætið. En málið var bara ekki svona einfalt. Alþýðuflokkurinn var búinn aö samþykkja lög um opiö prófkjör, þannig aö flokkurinn var ekki I einni aðstöðu til að semja við einn eöa neinn um þingsæti eða sæti á framboös- lista. Þetta vissi Karvel Pálma- son eins vel og hver annar, en vildi alls ekki trúa þvi, aö ekki mætti nota gömlu góðu hrossa- kaupsaðferðina. Nú hefur komið á daginn aö flokksstjórn Alþýðuflokksins og Kjördæmisráö Alþýðuflokksins á Vestfjörðum voru ekki til viðtals um neina tilslökun á prófkjörsreglunum. Þessar prófkjörsreglur eru reyndar svo rúmar, að almenningur sem um þessi mál hugsar, var almennt þeirrar skoðunar að Karvel mundi fara I prófkjöriö án þess að vera með frekari athuga- semdir. Otkoman varö hins vegar sú, aö Karvel taldi sig ekki geta gengiö að þeim leikreglum, sem lög Alþýðuflokksins greindu á um prófkjör til alþingiskosn- inga.. 1 viðtali sem eitt dag- blaöanna átti við Karvel fyrir stuttu kom fram að Karvel getur vel hugsaö sér að bjóöa fram utanflokka. A sama tima sem þessir hlutir eru að gerast gekk Jón Baldvin Hannibaldsson formlega til liðs við Alþýöuflokkinn, og telja flestir því vlst að prófkjör Alþýðuflokksins á Vestfjörðum mundi standa á milli þeirra Sig- hvats Björgvinssonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar. Hvor þessara tveggja manna á eftir aö skipa fyrsta sæti listans er mál þeirra Vest- firðinga. Fyrir langflesta Alþýðuflokksmenn úti um allt land skiptir það engu máli, þvi báöir eru mennirnir góöir, og ef vel tekst til ættu þeir báöir aö komast á þing, hvort sem þaö er Sighvatur eöa Jón Baldvin sem skipar fyrsta sætiö. Ýmsum fyrrverandi stuön- ingsmönnum Samtakanna þykir slæmt aö Karvel Pálmason skuli ekki hafa sætt sig viö opiö prófkjör eftir aö Vestfiröingarn- ir höföu þó sagt skilið við Samtökin. En þá er að taka þvi. Nú virðist þvl sem teningnum sé kastað, og ættu þvl Alþýðu- flokksmenn á Vestfjöröum aö hafa góðan tlma til aö búa sig undir kosningarnar, og ættu þvi ekki að draga of lengi að auglýsa prófkjörið. — BJ.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.