Alþýðublaðið - 21.06.1977, Blaðsíða 3
SSSST" Þriðjudagur 21. júní 1977
3
---------------------- ^
Tvær svissneskar stúlkur í vinnumennsku í Skíðadal:
„Islendingar mættu bæta
umgengnina við náttúruna”
Þegar Alþýöublaösmenn voru
á ferB viB EyjafjörB á dögunum,
barst þeim til eyrna aB á tveim-
ur bæjum í SklBadal væri aB
finna stúlkur frá Sviss, sem
dvalist hefBu þar um nokkurn
tima til aB kynnast landi og
þjóB enn betur en á þann hefB-
bundna hátt sem ferBalangar
gera venjulega. Stúlkurnar
heita Verena Baumann og
Marianne Fritzche og eru frá
borginni Winterthur nálægt
Zurich I Sviss, en Winterthur er
aB sögn þeirra svipuö aB stærB
og Reykjavik. Marianne dvelur
á Klængshóli, hjá Hermanni
ABalsteinssyni og Jóninu
Kristjánsdóttur, og Verena
dvelst á MásstöBum, hjá Jósa-
vin Helgasyni og Kristinu Ölafs-
dóttur.
Þær Marianne og Verena
komu i SkiBadalinn 1. mai i vor
og þá var þar allt á kafi I snjó
þannig aö þeim leist nú ekki
meira en svo á blikuna i fyrstu!
En þær voru fljótar aö gleyma
snjónum, þvi margt nýtt bar
fyrir augum og þær fengu nóg
viö aö sysla, bæöi viö sauBburö
og önnur bústörf. ViB spuröum
þær fyrst eftir þvi hve mikiö þær
hafi yfirleitt vitaö um ísiand á&-
ur en þær komu hingaö.
— Viö vissum auBvitaö ekki
mikiö um landiB, en viö lásum
þær bækur sem viö náöum um
þaB og þvi kom fátt okkur mjög
áóvartsem viösáum hérna. Viö
vorum aö minnsta kosti alveg
vissar um aö hér byggju ekki
eskimóar i snjóhúsum!
— Hvaö finnst ykkur svo mest
frábrugöið þvi sem þið hafið átt
að venjast?
Viö höfum auövitaö ekki séö
mikiÐ af landinu eöa kynnst
þjóölifinu náiö á svona stuttum
tima, þannig aö viö getum
svaraö þessu ákveöiB. ViB höf-
um þó kynnst lifinu hérna nægi-
lega mikiB til aö sjá aB hér er
mjög dýrt aö lifa, miklu dýrara
en t.d. heima í Sviss. Svo finnst
okkur kyrröin hérna i Skiöadal
frábær. Heima reyna menn aö
forðast eftir megni umferöar-
gný og skarkala borgarlifsins,
en hérna hlaupa menn út aö
glugga þegar heyrist i bil, af þvi
aö þeir eru svo sjaldséöir. Þetta
finnst okkur skritiö. Svo finnst
okkur sérstaklega góö hugmynd
hjá íslendingum aB hafa ekkert
sjónvarp á fimmtudagskvöld-
um!
— Hvað með matarvenjur
hér, eru þær frábrugönar þvi
sem þið hafiö átt að venjast?
— Það er þá liklega helst þaö
að hér er litiö um ávexti og
ávaxtaneyslu. En okkur likar
maturinn hérna frábærlega vel
og boröum raunar allt of mikiB
af honum! Hérna fáum viB góö-
an nýjan fisk, skyr og mjólk,
smjör, rúgbrauö og fleira af
góBum matvörum.
— Eitthvað sérstakt í fari
islendinga sem þið takið eftir?
Nú veröa þær svissnesku
hugsandi á svip og bera saman
bækur sinar á móöurmálinu,
sem er eitthvert skelfilega
óskiljanlegt afbrigöi af þýsku.
Siöan bendir Marianne á hlaöiö
kaffiboröið framan viö blaBa-
menn og segir:
— Þaö er þá kannski þetta
meö þessa ótrúlega miklu gest-
risni nérna. Ef maöur kemur f
hús og ætlar aöeins aö stoppa i
2-3 mlnútur, þá er honum um-
svifalaust boöiö f kaffi og kökur!
Og Verena bætir viö:
— Svo er þaö brennivins-
drykkjan á Islandi, sem mér
skilst aö allir útlendingar tali
um. Hér viröast menn skiptast i
tvö horn: þá sem drekka alls
ekki vin og þá sem drekka mikiö
af þvi og veröa fullir. Þetta er
afar kyndugt!
Umgengisvenjurnar
við náttúruna mættu
skána
— Eitthvaö fleira?
— Já.okkur finnst islendingar
ekki hugsa mikiB um þá fögru
og hreinu náttúru sem þeir eiga
kost á að njóta. Okkur finnst aö
þeir séu á svipuöu stigi hvað
varöar umgengni viB náttúruna
og Svisslendingar voru fyrir um
20 árum. Hér er rusli hent á
vföavangi, biiar látnir ganga I
tima og ótima o.s.frv. Þetta
meö loftmengun frá bilum
hérna finnst okkur mjög eftir-
tektarvert. Viö vorum á
Akureyri á dögunum. Þá sáum
viö oftar en einu sinni aö menn
yfirgáfu bfla sina til aö bregöa
sér inn i búö eða annaö og skildu
þá bilana eftir I gangi! Svona
nokkuð er allt aö þvi bannaö I
Sviss, ekki lagalega þó, en
almenningsálitiö er mjög á móti
svona hlutum. Viö vonum bara
aö tslendingar bæti sig í um-
gengninni viö náttúruna þegar
fram í sækir.
Tungumálavandræðin
ekki tiltakanleg
— Hafið þiö átt i miklum
erfiöleikum hérna með tungu-
máKn?
— Talsveröa, en alls ekki aö
þaö hafi spillt fyrir ánægjunni
aö vera hér. Okkar móöurmál
er þýska og viö tölum dálitla
ensku lika (sem betur fer fyrir
litt þýskutalandi blaöamenn) og
enskan hefur oröiö aö duga okk-
ur. Þaö er aö visu erfiðara meö
tungumáliö f Skföadalnum en i
Reykjavik, en bjargast þó. Þaö
talar bara hver sitt móöurmál
og svo kemst meiningin til skila
meðhreyfingum og bendingum!
— Hvað ætliö þið svo að vera
hérna lengi?
— Viö förum liklega frá
tslandi i byrjun júli I sumar og
förum þá til Skotlands og
Englands.
— Er svo á dagskrá að fara f
skóla þegar þið komið heim til
Sviss?
Verena: — Viö höfum báöar
lokiö skólanámi og ég hefi unniö
á sjúkrahúsi siöan. Ég er aö
hugsa um aö sækja um atvinnu-
leyfi i Englandi og dveljast þar
um hriö, þar sem mig langar til
þess aö læra meira i ensku.
Marianne: Ég hefi unniö viö
garörækt heima og hefi áhuga á
aö fara i tækniskóla og læra þar
sitthvaö viökomandi garöyrkju.
Þaö þarf hins vegar aö þreyta
inntökupróf viö skólann og ég
verö vist aö biöa og sjá hvernig
þau fara áöur en ég get ákveöiö
meira!
Texti: Atli Rúnar Halidórsson
Myndir: Axel T. Ammendrup
Másstaöir, dvalarstaöur Verene.
— Hér virðast menn skiptast I tvö horn: þá sem alls ekki drekka
brennivin og þá sem drekka mikiðaf þvlog verða fullir!
— Gestrisnitslendinga er ótrúIeg. Mönnum er umsvifalaust boðið til
stofui dýrindis veitingar þegar þeir koma á bæ!
Marianne og Verena hafa komið að miklu liöi viö sauðburðinn og
hafa snúist I kringum ærnar jafnt á nóttu sem degi.
og 1