Alþýðublaðið - 29.07.1977, Page 1

Alþýðublaðið - 29.07.1977, Page 1
Medallaun bænda samkvæmt búreikningum síðasta árs: Þriðjung lægri en verkamannalaun Meðaltímakaup verkamanna á síðast- liðnu ári var 32% hærra, verkakvenna 13% hærra, en kaup bænda og þeirra, sem störfuðu við búrekstur á íslandi. Þessi niöursta&a fékkst meö úrvinnslu búreikninga 168 búa á Búreikningastofu land- búnaðarins. Meðalstærö reikningsbúanna er 560 ær- gildi, sem svarar til 22ja mjólkurbúa auk geldneytis, eöa 560 kinda. Meöal fram- leiðsluverömæti búanna reyndist vera rétt um 5 milljónir, en kostnaöur um 3.5 milljónir. Afgangurinn, 1.5 milljón, er laun fjölskyldunn- ar við búreksturinn. Unnar stundir voru að meðaltali á ár- inu 4147 og kaup þvi á hverja klukkustund kr. 365. Er þaö 32% lægra en meöalverka- mannakaup 1976, að þvi er segir i fréttabréfi frá Upplýs- ingaþjónustu landbúnaðarins. Hæstu fjölskyldutekjur á vinnustund við fjárbú reynd- ust vera kr. f.000, en þær lægstu -f-69 kr. Ástæöan fyrir þvi að viðkomandi bóndi greiddi meö vinnu sinni var mikil fjárfesting og miklar vaxtagreiðslur. Munurinn á tekjum i mjólkurframleiðsl- unni: var jafnvel enn meiri: hæstu fjölskyldulaun á vinnu- stund voru þar kr. 1300 , en þau lægstu -M64. Blandaður búskapur kom betur út en sérhæföur, sam- kvæmt búreikningum. Ef tek- ið er tillit til bústæröar þá er ekki veruiegur munur á af- komu sauðfjárbænda og mjólkprframleiðenda. Skuldir búanna námu aö meðaltali 2.3 milljónum i lok siðasta árs og meðal vaxta- greiðsla á árinu var 286 þús. krónur. Fáskrúðsfjörður: o Nýtt stálþil breytir allri hafnarstödu — blómstrandi atvinnulíf og togararnir afla vel — Atvinnulif hefur verið mjög gott hér i sumar, og hafa togar- arnir komið i land á vikufresti með mjög góðan afla, sagði Arn- friður Guðjónsdóttir oddviti Búðahrepps, Fáskrúðsfirði i viðtali við Alþýðublaðið i gær. Fáskrúðsfirðingar eiga nú tvo togara, Ljósafell og Hoffell. Sagði Arnfriður aö hluti afla togaranna hefði verið látinn til Stöðvarfjarðar og Breiða- dalsvikur, auk Fáskrúðsfjarð- ar. Stanzlaus vinna hefur verið i frystihúsi staðarins i sumar. 1 vetur voru við vinnu i frystihús- inu 10 ástralskar stúlkur. Höfðu stúlkurnar atvinnuleyfi fram að þeim tima er unglingar hættu i skólum og komu til vinnu og fóru þvi allar heim i vor nema ein, sem giftist Fáskrúðsfirðingi og býr þar enn. Heyskapur er I fullum gangi i Fáskrúðsfjarðarhreppi, og taldi Arnfriður frekar gott hljóð i bændum, þar sem veður hefði verið Austfirðingum frekar hagstætt. Mikið er byggt i pláss- inu og er hreppurinn meðal ann- ars að hefja smiði á 12 ibúða blokk undir leigutyjúðir og ný- byggingu barnaskola en að sögn Arnfriðar er gamla barnaskóla- húsnæðið alls óhæft orðið til kennslu. Stefnt er að þvi að taka einhvern hluta nyja hússins i notkun um næstu áramót. Aðalframkvæmdirnar á þessu sumri og þaö almikilvægasta fyrir plássiö sagði Arnfriður oddviti þó vera byggingu 60 metra stálþils innan við bæjar- bryggjuna. — Þetta kemur i staðinn fyrir gömlu bryggjuna og er mjög mikilvægt fyrir okkur. Þær bryggjur sem við eigum, eru orðnar mjög gamlar og lélegar og má segja aö ófremdar ástand riki i hafnarmálum hjá okkur. Þetta mun bæta alla hafnarað- stöðuna til muna, sagði hún. Ráðgert er að taka nýju bryggjuna i notkun eins fljótt og auðið er, en framkvæmdum mun þó ekki lokið fyrr en ein- hvern tima á næsta ári. —AB. Yfirlitsmynd af Fáskrúðsfiröi. Eins og við höfum sagt hér á Alþýðublaðinu þykir okkur gaman að birta myndir af andlitum. Hvert'og eitt þeirra segir sögu. Þau hafa mótast af störfum og lífi, gieði og sorg. Þessir tveir menn urðu á vegi Kl E í sólinni á dögunum. Tveir aldr- aðir menn, sem gætu sagt frá mörgu. AB mynd KIE. ðnsi

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.