Alþýðublaðið - 29.07.1977, Síða 5

Alþýðublaðið - 29.07.1977, Síða 5
Föstudagur 29. júlí 1977. 5 hefur frumkvæðið um að efla áhuga og áhrif almennings á stjórnmálum Alþýðuflokkurinn Nú hafa próíkjör Alþýöuflokks- ins verið ákveöin i fimm kjör- dæmum landsins. t einu kjör- dæmi, þ.e. Noröurlandskjördæmi vestra, veröur ekki prófkjör. Þá hefur einnig veriö ákveöiö próf- kjör vegna borgarstjórnarkosn- inganna i Reykjavik. Samkvæmt þessu er nú einungis eftir aö ákveöa um prófkjör i tveimur kjördæmum landsins, þ.e.a.s. Vesturlandskjördæmi og Austur- landskjördæmi. Alþýðublaöiö náöi i gær tali af formönnum kjördæmisráöa i nokkrum kjördæmum og for- manni fulltrúaráösins i Reykja- vik, og spurðist fyrir um gang mála. Alþýðuflokkurinn í sóknarhug á Suðurlandi Þorbjörn Pálsson formaður kjördæmisráös Suöurlands sagöi aö búiö væri aö ákveöa prófkjör 10. og 11. september, en fram- boösfrestur rennur út 2. ágúst. Þorbjörn sagöi aö prófkjöriö á Suðurlandi væri að þvi leyti sér- stakt, að þar yröi kosiö um menn i þrjú efstu sætin og hefur kjör- dæmisráö beint þeim tilmælum til frambjóðendanna, aö þeir gefi kost á sér i öll þrjú sætin. „Kosturinn við þetta form er fyrst og fremst sá, að fólkið ræöur sjálft hvern þaö kýs i efsta sætiö, og siöan i næstu sætin þar á eft- ir,” sagöi Þorbjörn. Þá má einnig bæta þvi við, aö kjördæmisráö var áöur búiö aö samþykkja framboö Magnúsar H. Magnússonar i 1. sætiö, en hann óskaöi eftir þvi sjálfur að prófkjör yröi látiö fram fara eigi aö siður. Þorbjörn Pálsson sagði aö þaö væri mikill hugur i mönnum og stefnt væri aö þvi aö Alþýöu- flokkurinn fengi kjördæmakosinn mann i Suðurlandskjördæmi. Það verður mikið unnið á Vestfjörðum Agúst H. Pétursson formaöur kjördæmisráös Vestfjaröa sagöi, aö þar yröi kosiö um tvö efstu sætin og mundi prófkjör fara fram i septemberlok. Framboös- frestur hjá þeim rennur út 15. ágúst og sagöi formaöur aö þá yröi endanlega ákveöinn próf- kjörsdagur eða dagar. „Við vitum ekki hve umfangs- mikið þetta veröur fyrr en fram- boðsfresturinn er útrunninn, og þá munum viö miöa prófkjörs- daginn við það”, sagði Agúst H. Pétursson á Patreksfiröi. Umfram þetta vildi Agúst litiö segja annað en þaö, að menn væru almennt bjartsýnir og vonuöust til aö prófkjöriö örvaði þátttöku almennings og áhuga fyrir framgangi Alþýöuflokksins. I Reykjavík verða tvö prófkjör Björgvin Guömundsson for- maöur fulltrúaráðsins i Reykja- vik sagöi aö búiö væri aö ákveöa prófkjör, bæöi vegna borgar- stjórnarkosninganna og alþingis- kosninga. „Stjórn fulltrúaráösins taldi eölilegra aö prófkjöriö vegna borgarstjórnarkosning- anna yrði á undan þar sem aug- ljóst væri aö borgarstjórnarkosn- ingar yröu á undan þingkosning- um.” Björgvin sagöi aö fulltrúaráöiö mundi siöan kjósa sérstaka kjör- stjórn til þess að stjórna prófkjör- inu, og einnig væri eftir aö taka ákvaröanir um ýmiss önnur atriöi s.s. utankjörfundaratkvæöa- greiöslu o.fl. Prófkjörið vegna borgar- stjórnarkosninganna veröur 1. og 2. október, en framboösfrestur rennur út 7. september. Prófkjör- iö vegna þingkosninganna i Reykjavik hefur veriö ákveöiö 12. og 13. nóvember, en framboös- frestur rennur út 15. október. Björgvin sagöi aö engar tillögur um frambjóöendur heföu borizt enn, enda væri mikill timi til stefnu. Hinsvegar taldi hann miklar likur á þvi að ekki mundi skorta frambjóöendur þegar þar aö kæmi. Unnið þétt og sígandi í Norð- urlandi eystra Formaður kjördæmisráösins i Noröurlandskjördæmi eystra er Þorvaldur Jónsson á Akureyri. Þegar Alþýöublaöið náöi tali af honum, sagði hann aö allt væri við þaö sama. Þaö væri unniö aö undirbúningi prófkjörsins, og Al- þýöuflokksmenn væru yfirleitt mjög bjartsýnir um árangur. Prófkjör i Norðnrlandi eystra veröur haldiö 15. og 16. október, en framboðsfrestur rennur út 31. ágúst. Eins og kunnugt er voru noröanmenn fyrstir til aö taka ákvöröun um prófkjöriö, og ekki verður annaö sagt en þeir hafi gengið af eldmóöi til starfa. Mikill áhugi fyrir prófkjörinu á Reykjanesi Að lokum hafði Alþýöublaöið samband við Hrafnkel Asgeirsson formann kjördæmisráös Reykja- neskjördæmis, Hrafnkell sagöi aö stjórn fulltrúaráðsins heföi ákveöiö prófkjöriö 8. og 9. októ- ber, en framboösfrestur yröi til 10. september. Þessi ákvöröun stjórnar kjördæmisráösins verö- ur siðan lögö fyrir fund i kjör- dæmisráðinu, sem haldinn veröur 11. ágúst. Hrafnkell sagöi aö augljóst væri að áhugi fyrir prófkjörinu væri mikill en þar veröur kosiö um menn i tvö efstu sæti listans. „Takmark Alþýöuflokksins i Reykjaneskjördæmi er aö endur- heimta það þingsæti, sem flokkurinn tapaöi i siöustu kosn- ingum,” sagöi Hrafnkell. — BJ Vestfirðir Septemberlok 7. septemberl—1. 2. október 15. október -—12.13. nóvember Suðurlam 1 2. ágúst : 10.11 september Þessitafla sýnir hvenær prófkjör vegna alþingiskosninga veröa haldin I þeim fimm kjördæmum, sem þegar hafa tekið ákvöröun slna. Þá sýnir taflan einnig prófkjör vegna borgarstjórnarkosninganna IReykjavIk og hvenær framboösfestur rennur út I hverju tilviki um sig.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.