Alþýðublaðið - 29.07.1977, Side 6

Alþýðublaðið - 29.07.1977, Side 6
6 Föstudagur 29. }úlí 1977. j. 3d 1 fl lAA imtfir Quíar ou á LU at iuu ungir ovidr vinnuleysisskrá ein h liðin á vandamálum æskufólks í Svíþjóð Kreppan i sænsku efnahagslifi bitnar fyrst og fremst á ungu fólki sem leitar út á vinnumarkaðinn. Nú er ástand meðal ungs verkafólks verra en nokkru sinni siðustu ár eða áratugi. Krafan um aðgerðir stjórnvalda heyrist æ viðar. Um þessar mundir eru 32.000 manns undir 25 ára aldri atvinnulaus i i Sviþjóð. Þetta er um 7.000 manns fleira en á sama tima i fyrra og á- standið mun versna þegar liða tekur á haustið. — Við erum mjög uggandi vegna þróunarinnar, segir Ing- rid Jonshagen á sænsku at- vinnumálaskrifstofunni. — Við munum þvi hefjast handa strax aö loknum sumarleyfum til að finna lausn á vandanum. Hún bendir á að aldurshópur- inn 16-19 ára veröur einna harð- ast úti. Flestir á þeim aldri koma beint úr skólakerfinu án þess að hafa fengiö neina telj- andi starfsþjálfun til eins eöa neins. Þeim er bara hent si svona út i atvinnulifið. Stúlk- urnar eru ver settar en piltarn- ir. 1 flestum tilfellum er þýöing- arlaust fyrir þær að leita aö vinnu upp á eigin spýtur og þvi minni eru möguleikarnir sem menntun þeirra er minni. Aöur fyrr tók vefnaðar- og fataiðnaðurinn við mörgum ungum i vinnu, en nú er fram- boð vinnuafls i þeim greinum einnig meira en eftirspurn. Uppsagnir og niðurskuröur i rekstri eru algengari fyrirburö- ir en nýráðningar. I verk- smiöjum og á verkstæöum er á- standið svipað. Fram til þessa hafa sænsk stjórnvöld reynt tvær leiðir, sem báöar eru kunnar, til að reyna að sporna við atvinnu- leysiungmenna. Það erreynt að afla ungu verkafólki meiri menntunar, og hins vegar er reynt að setja á fót nýja vinnu- staöi fyrir ungt fólk. — Við vonumst til að geta birt áætlanir um frekari aðgerðir með haustinu, segir Per Ahl- mark, vinnumálaráðherra Svfa. Við álitum vænlegustu .leiðina þá, aö efla menntunarkerfið þannig að ungt fólk komi betur undirbúiöútá vinnumarkaðinn. Á hverju ári koma 25.000 Svi- ar út úr skólakerfinu þar, án þess að hafa öölast eiginleg þekkingu sem gerir þá færa um að standa sig á vinnumarkaði. Sumir reyna að bæta úr skák með námskeiöum og öðru þvi liku, en það er sjaldnast nægi- legttilaö vega uppá móti skort- inum á þokkalegri reynslu og lé- legum einkunum. Starfstrygging Sænsk stjórnvöld hafa reynt aö taka upp svonefnda „starfs- tryggingu”. Sveitarfélögin eiga þá að bjóöa ungu fólki upp á möguleika til ráðningar við ein- hverstörf, nám, þjálfun o.s.frv. — En þrátt fyrir þessa „tryggingu”, hafa ekki allir getað notið góösafhenni. Það eru mörg önnur vanda- mál sem setja strik i reikning- inn. Lauslæti, eiturlyf janeyzla, áfengisvandamál — allt eru þetta vandamálsem ungt fólk á við að glíma. Enginn veit raun- ar hve mikill fjöldi fólks i Svi- þjóð það er sem á I erfiðleikum vegna þessa, en það er álitlegur hópur. — Við vitum aö margt af þvi unga fólki sem við sjáum koma á atvinnumiðlunarskrifstofurn- ar hjá okkur er vel þekkt á skrifstofunum sem annast alls kyns félagslega aðstoö, segir talsmaður félagsmálayfirvalda iSviþjóð. Nærri þvi hver einasti atvinnuleysingi úr röðum ungs fólks á við einhvers konar fé- lagsleg vandamál að striöa. Per Ahlmark, vinnumálaráð- herra Svla, lýkur máli sinu með þessum orðum: — Atvinnulaust æskufólk er mesta sóun sem fyrir finnst, bæði á likamlegum og efnisleg- um verðmætum. En þráttfyrir aö allir geti tek- ið undir með ráöherranum og þrátt fyrir að allir séu sammála um að vandamálið sé til staðar og að finna þurfi lausn á þvi, þá er staðreyndin sú að það virðist óhemju erfitt aö ráða við vand- ann. Hannhefur hins vegar auk- izt stööugt að umfangi. EFTIR ÞRIGGJA ÁRA RARÁTTU UM YFIRRÁÐARÉTT YFIR BARNI: Kemur Súsanna heim til Svíþjóðar á ný? Fyrir þremur árum rændi Stanko Vuksan- ovic litlu dóttur sinni Súsönnu i miðri Hels- ingjaborg i Sviþjóð og flutti hana með sér á laun til heimalands sins, Júgóslaviu. Hann ók á nýja BMW-bilnum sinum i gegnum eitt Evrópulandið af öðru, þar til hann kom heim, en i aftursætinu lá þriggja ára gamalt stúlkubarnið. Hann staðnæmdist aðeins á leiðinni i allra brýnustu erindagjörðum og fór eins hratt yfir og hann mögulega gat. Þegar móðir Súsönnu, Anna-Lena Körner, Súsanna hefur verið I þrjú ár i Júgóslaviu og á að hefja skóla- göngu i haust. Hún hefur týnt niður því litla sem hún skildi I sænsku og eina orðiö sem hún þekkir er „hej”. Hin raunverulega móðir, Anna-Lena Körner 25 ára, ætlar að berjast svo lengi sem hún lif- ir fyrir þvi aö endurheimta dótt- ur sina. saknaði loks barns sins, var það og faðir- inn komin langt frá landamærum Sviþjóð- ar. Allan timann frá þessu sér- stæða mannráni hefur Anna-Lena Körner barizt við aö fá barn sitt aftur. Hún hefur skrifað Tltó, áttræðum mar- skálki og forseta Júgóslaviu,- hún hefur skrifað Olof Palme og hún hefur hitt að máli Sven Anderson, fyrrum utanríkisráð- herra Svia. En allt hefur komiö fyrir ekki — fram til þessa. Afskipti dómstóla Dómstóll einn I Júgóslaviu hefur fjallað um mál þetta og komst hann að þeirri niður- stöðu, að Stanko hafi haft rétt til að færa Súsönnu með sér heim, og að það hafi verið barninu fyr- ir beztu. Einnig sagði I áliti dómstólsins, að Súsanna hafi verið svo litil þegar hún yfirgaf Sviþjóð að hún komi ekki til meö að sakna sins fyrsta föðurlands! Anna-Lena Körner hefur nú fengið þvi áorkað að málið hef- ur verið tekið til meðferðar á efri stigum i dómkerfi Júgó- slaviu og bindur hún miklar vonir við að þar fái málið aðra meðferð. Gagnrýni á niðurstöðu dómsins Margir Sviar sem nærri þessu máli hafa komið, gagnrýna harkalega niðurstöðu dómstóls- ins sem fyrr er getið. Ekki slzt eru starfsmenn sænska sendi- ráðsins I Belgrad ómyrkir I máli um dómstólinn. Segja þeir að móðirin hafi undantekning- arlaust átt að fá yfirráðarétt yf- ir barninu, þar sem Anna-Lena og Stanko hafi ekki veriö I hjónabandi. Fyrsti ritari við sænska sendi- ráðið, Ulf Svensson, hefur mikiö starf innt af hendi viövikjandi málinu og hann álitur málið ekki li?gja ljóst fyrir, fyrr en æðsti dómstóll i Júgósíaviu hef- ur fjallað um það. Anna-Lena Kröner er siður en Framhald á bls. 10 íl*0’ PðSTSENDUM TR0L0FUNARHRINGA Joli.mnts Utnsson í..ma.iurgi 30 «-mn 10 200 0 Steypustöðin iif Skrifstofan 33600 Afgreiðslan 36470 Sprengingar Tökutn að okkur fleygun, borun og sprengingar. Véttokni bf. Simi á daginn 84911 á kvöldin 27924.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.