Alþýðublaðið - 05.08.1977, Side 1
FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST_
155. tbl. —I1977 — 58. árg.
Askriftar-
síminn er
14-900
Nú er kátt í Eyjum
Gott veður og f jöldi manns
á Þjóðhátíð
Fimmtudagur föstu-
dagur og laugardagur
eru aðalannadagarnir
þegar um er að ræða
flutninga á fólki sem
ætlar á Þjóðhátið
þeirra Vestmannaey-
inga, var okkur tjáð á
afgreiðslu Flugfélags
islands i gær.
Fólk hugsar siðan til heim-
ferðar á sunnudag og mánu-
dag. Fyrri þrjá dagana eru
fyrirhugaðar um það bil 24 ferð-
ir til Eyja og má þvi reikna með
þvi að um það bil 1200 manns
fari þangað flugleiðina, þvi all-
ar þessar vélar eru svo til full-
bókaðar.
Siðari dagana eru fyrir-
hugaðar um 18 ferðir, en enn
mun eitthvað af sætum laust i
þær ferðir.
Og ekki ættu þeir, sem að
hátiðinni standa, að þurfa að
óttast um veðrið, þvi að i gær-
kvöldi spáði Veðurstofan
áframhaldandi góðvirði hér
sunnanlands. Alþýðublaðið ósk-
ar Vestmannaeyingum og
öðrum sem sækja Þjóðhátið
þeirra ánægjulegrar helgar.
Loðnuaflinn það sem af er vertíðinni:
Rúmar 20 þúsund lestir
Um klukkan 17 sið-
degis i gær höfðu fimm
skip tilkynnt um loðnu-
afla það sem af var sól-
arhringnum, samtals
2480 tonn. Þetta voru
Keflavik KE með 240
tonn, Vikingur AK með
1300 tonn, Guðmundur
Kristinn SU með 110
tonn, Huginn VE með
500 tonn og Svanur RE
með 330 tonn.
Loðnuveiðar stunda nú kring-
um 25 skip og hafa þau það sem
af er vertiðinni, landað rúmum
20 þúsund tonnum.
bróarrými þraut á Bolungar-
vik i gær eftir að Huginn og
Svanur höfðu tilkynnt um afla
þangað, en viðast hvar annars
staöar var hægt að taka við
meiri loðnu.
Að sögn Andrésar Kristjáns-
sonar er geymsluþol loðnunnar
sem nú veiðist mun lélegra en
þeirrar sem veiðist yfir vetrar-
mánuðina sökum þess að hún er
feitari núna og einnig er meiri
áta i henni.
Þetta þýðir það að raunveru-
legt þróarrými verksmiðjanna i
landi er minna nú en s.l. vetur,
en sem komið er hefur það ekki
valdið teljandi vandræðum svo
AB sé kunnugt um.
— GEK
í gær heimsóttublaðamaðurog
ljósmyndari Alþýðublaðsins
Hjálpartækjabankann. Þessi
þarfa stofnun hefur nú verið
starfrækt i rúmt ár og ef dæma
má eftir aðsókninni i tæki bank-
ans hefur sannarlega verið brýn
þörf fyrir slika starfsemi.
Sjá bls. 6-7
„Esperanto er mitt annað
móðurmál”, segir Frakkinn
Francois Simonnet, i viðtali við
Alþýðublaðið. Simmonet er einn
af þátttakendum i alþjóðaþingi
esperantista, sem stendur yfir
hér á landi um þessar mundir.
Hann er kennari að mennt og
starfaði meðal annars i
Viet-Nam i fimm ár og var þar
er stjórnarskiptin urðu i april
1975. Sjá nánar bls. 2
Rannsokn
í máli
Þjóðverjans
á lokastigi
Rannsókn i máli
þýzka stórþjófsins
Ludwig Lugmeier, sem
afhjúpaður var fyrir
tilviljun siðastliðið
föstudagskvöld er nú
vel á veg komin.
Verður málið væntan-
lega sent saksóknara
rikisins til ákvörðunar
um frekari framhald
einhvern næstu daga.
Að sögn Baldurs Möller ráðu-
neytisstjóra i dómsmálaráðu-
neytinu mun ráðuneytið ekki
taka ákvörðun um hvaö gert
verður við Lugmeier fyrr en
saksóknari hefur tekið afstöðu.
til málsins og fyrir liggur hvort
farið verður fram á frekari
rannsókn.
Sagði Baldur að þegar afstaða
saksóknara lægi fyrir væri fljót-
gert fyrir ráðuneytið að taka
ákvörðun um það sem að þvi
snéri. Ekki hefur borizt formleg
beiðni frá þýzkum stjórnvöldum
um framsal mannsins, en slika
beiðni taldi Baldur i sjálfu sér
ónauðsynlega i þessu tilviki þar
eð önnur og einfaldari leið væri
fyrir hendi, en sú leið væri að
visa manninum úr landi. Slikt
gæti undir þessum kringum-
stæðum talizt fullkomlega eðli-
leg ráðstöfun.
—GEK
Eins og fólk hefur tekið eftir hvar sem er á
landinu, er allt morandi af érlendum ferða-
mönnum hvar sem maður kemur. Þessa er-
lendu ferðamenn hitti ljósmyndarinn niður i bæ
i gær, þar sem þau gengu niður Laugaveginn i
góða veðrinu með bros á vör. — (AB mynd
KIE)